Bæjarráð

2676. fundur 28. febrúar 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1302019 - Framkvæmdaráð, 27. febrúar

46. fundur

Lagt fram.

2.1302298 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2013, 18 ára og eldri.

Tillaga um sumarstörf samþykkt á fundi framkvæmdaráðs 27/2, sbr. lið 10 í fundargerð.

Arnþór Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Hér er starfsmönnum á íþróttavöllum Kópavogs fjölgað m.a. á kostnað leikjanámskeiða.  Þar er starfsmönnum fækkað sem hlýtur að draga úr þjónustu við börnin í bænum.  Þetta þætti einhverjum sérkennileg forgangsröðun.

Arnþór Sigurðsson"

Hjálmar Hjálmarsson og Guðríður Arnardóttir taka undir bókun Arnþórs Sigurðssonar.

Hlé var gert á fundi kl 8:27.  Fundi var fram haldið kl. 8:41.

Ármann Kr. Ólafsson og Rannveig Ásgeirsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Samkv. upplýsingum frá embættismönnum sem unnu að niðurröðun sumarstarfa  tekur þessi úthlutun starfa mið af því að allir þeir sem sækja um á leikjanámskeiðum komist þar að.

Ármann Kr. Ólafsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

Guðríður Arnardóttir lagi fram eftirfarandi bókun:

"Það hlýtur að vera deginum ljósara að færri starfsmenn veita minni þjónustu.

Guðríður Arnardóttir"

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

3.1302299 - Vinnuskóli Kópavogs 2013

Starfsáætlun vinnuskóla Kópavogs 2013, samþykkt á fundi framkvæmdaráðs 27/2, sbr. lið 9 í fundargerð.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs.

4.1301054 - Mánaðarskýrslur 2013

Frá bæjarritara, mánaðarskýrsla í febrúar, vegna starfsemi í janúar 2013.

Lagt fram.

 

Hjálmar Hjálmarsson óskar eftir yfirliti yfir tekjur og innkomu stofnana í mánaðarskýrslur til viðbótar aðsóknartölum.

 

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

5.1206563 - Afsláttur af hádegisverði- dagvistun í Boðanum og starfsemi Hrafnistu

Frá bæjarstjóra, dags. 27. febrúar, tillaga að svari við erindi Hrafnistu.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari.

6.1302164 - Samskipti við landeigendur á Nónhæð. Fyrirspurn frá Guðríði Arnardóttur

Frá bæjarstjóra, dags. 27. febrúar, svar við fyrirspurn í bæjarráði 7. febrúar sl.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirrituð þakkar, spyr jafnframt:

Þrátt fyrir að eignarhald á Arnarsmára 36 sem er hluti Nónhæðarinnar hafi breyst skv. svari bæjarstjóra í nóvember 2012 fundar fulltrúi KS verktaka með bæjarstjóra þann sama mánuð.  Má þá gera ráð fyrir að sami aðili og áður sé eigandi lóðarinnar þrátt fyrir nafnabreytingu?

Var bæjarstjóri upplýstur um breytingar á eignarhaldi lóðarinnar á þeim fundi?

Guðríður Arnardóttir"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, svaraði "Nei".

7.1211368 - Markavegur 9 / Sörlaholt 5. Beiðni um að fresta flutningi hesthúss fram á vor 2013

Frá sviðsstjora umhverfissviðs, dags. 26. febrúar, tillaga um að veita frest til 15. maí nk. til þess að flytja hesthús frá Sörlaholti 5 að Markavegi 9.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

8.1302705 - Húsnæðismál Hörðuvallaskóla. Tillaga að úrbótum

Frá foreldrafélagi Hörðuvallaskóla, dags. 20. febrúar, athugasemdir varðandi húsnæðismál skólans ásamt tillögu að úrbótum.

Bæjarráð vísar erindinu til menntasviðs til úrvinnslu.

9.1302751 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um útlendinga (heildarlög, EES-reglur), 541. mál

Frá nefndasviði Alþingis, dags. 26. febrúar, óskað umsagnar um frumvarp til laga um útlendinga (heildarlög, EES-reglur), 541. mál, fyrir 6. mars nk.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra velferðarsviðs til umsagnar.

10.1302674 - Starfsleyfi Gámaþjónustunnar hf. Erindi til Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar og Kópavogs

Frá Gámaþjónustunni hf., dags. 18. febrúar, afrit af bréfi til heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, varðandi endurvinnslu úrgangs.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

11.1105115 - Samgönguáætlun og sóknaráætlanir landshluta

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 19. febrúar, kynning á Samgönguáætlun 2011-2022.

Lagt fram.

 

Guðríður Arnardóttir óskar eftir að Samgönguáætlun verði afhent bæjarfulltrúum.

12.1302785 - Fasteignagjöld á Glaðheimasvæði. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirritaður óskar eftir upplýsingum um kostnað vegna fasteigna í eigu bæjarins á svonefndu Glaðheimasvæði.

Um er að ræða kostnað vegna tryggingaiðgjalda og fasteignagjalda vegna hesthúsa sem bærinn hefur keypt á þessu svæði.

Hjálmar Hjálmarsson"

Fundi slitið - kl. 10:15.