Bæjarráð

2811. fundur 03. mars 2016 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Guðmundur Gísli Geirdal varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1501353 - Mánaðarskýrslur 2015.

Frá bæjarritara, dags. 29. febrúar, lagt fram erindi sem svar við beiðni af síðasta fundi bæjarráðs þar sem óskað var eftir kyngreindum tölum um lengd atvinnuleysis og menntunarstig atvinnulausra.
Lagt fram.

2.1511228 - Samstarfssamningur við Skógræktarfélagið, 2016.

Frá bæjarstjóra, lagður fram til samþykktar samstarfssamningur við Skógræktarfélag Kópavogs um áframhaldandi samstarf um skógrækt í Kópavogi árið 2016.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

3.1602966 - Menntasvið-ráðning skólastjóra Hörðuvallaskóla.

Frá sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra grunnskóladeildar, dags. 1. mars, lögð fram tillaga að ráðningu skólastjóra Hörðuvallaskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða tillögu að ráðningu Ágústs Frímanns Jakobssonar í stöðu skólastjóra Hörðuvallaskóla.

4.1511157 - Tillaga um að birta fylgiskjöl m.fundargerðum fastanefnda.

Frá deildarstjóra grunnskóladeildar, dags. 1. desember, lögð fram tillaga sem samþykkt var í skólanefnd 16.11.2015 um að birta fylgiskjöl með fundargerðum fastanefnda, nema um trúnaðarmál sé að ræða. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 03.12.2015.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

5.16021013 - Hamraborg 10, Te og kaffi. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis.

Frá lögfræðideild, dags. 1. mars, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 25. febrúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kaffiveröld ehf., kt. 540909-0830, um nýtt rekstrarleyfi fyrir kaffihús í flokki I, á staðnum Te og Kaffi, að Hamraborg 10, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnarðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutímim er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

6.1602859 - Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

Frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 22. febrúar, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir framboðum í stjórn lánasjóðsins. Tilnefningar og/eða framboð skulu berast í síðasta lagi kl. 12 mánudaginn 7. mars nk.
Lagt fram.

7.1602717 - Ársskýrsla Sögufélags Kópavogs.

Frá Sögufélagi Kópavogs, dags. 17. febrúar, lögð fram ársskýrsla félagsins fyrir árið 2015.
Lagt fram.

8.1510046 - Beiðni um viðræður um úthlutun lóðar á Kársnesi fyrir höfuðstöðvar WOW air.

Frá Wow air, dags. 17. febrúar, lagt fram bréf þar sem óskað er áframhaldandi viðræðna um úthlutun lóðanna að Vesturvör nr. 29, 38 og 50.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

9.1602962 - Nordjobb sumarstörf 2016.

Frá Nordjobb á Íslandi, dags. 19. febrúar, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir að Kópavogsbær taki þátt í Nordjobb verkefninu og ráði ungt fólk frá hinum Norðurlöndunum til starfa sumarið 2016.
Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

10.1602721 - Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 458. mál.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 17. febrúar, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 458. mál (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

11.1602802 - Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða), beiðni um umsögn.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 22. febrúar, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða), 219 mál (þingmannamál).
Lagt fram.

12.1602800 - Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), beiðni um umsögn.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 22. febrúar, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 296. mál (þingmannamál).
Lagt fram.

13.1602803 - Frumvarp til laga um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 22. febrúar, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi (þingmannamál), 150 mál.
Lagt fram.

14.1602678 - Tillaga til þingsályktunar um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 16. febrúar, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum (þingmannamál), 328. mál.
Lagt fram.

15.1602746 - Ráðstefnan "Frítíminn er okkar fag". Skýrslan Stefnumótun í æskulýðsmálum.

Lögð fram samantekt frá ráðstefnunni "Frítíminn er okkar fag" og helstu niðurstöður úr skýrslunni "Stefnumótun í æskulýðsmálum" sem er heildstæð stefna um æskulýðsmál, þar sem skorað er á sveitarfélögin að nýta niðurstöður til innleiðingar á stefnunni.
Bæjarráð vísar málinu til frístunda- og forvarnanefndar til úrvinnslu.

16.1602956 - Umsókn um lóð fyrir slökkvistöð.

Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 25. febrúar, lögð fram umsókn um lóð undir slökkvistöð í Kópavogi.
Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

17.1602019 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 25. febrúar 2016.

181. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 7. liðum.
Lagt fram.

18.1602012 - Skipulagsnefnd, dags. 18. febrúar 2016.

1273. fundur skipulagsnefndar í 17. liðum.
Lagt fram.

19.1602243 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Vaxtamörk byggðar.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040, sem tók gildi 14. júní 2015, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 2: Vaxtamörk byggðar, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

20.1602244 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Vatnsvernd.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040, sem tók gildi 14. júní 2015, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 3: Vatnsvernd, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

21.1602245 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Kópavogsgöng.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040, sem tók gildi 14. júní 2015, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 4: Niðurfelling Kópavogsgangna, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

22.1602247 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Sveitarfélagsmörk.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 5: Sveitarfélagamörk í þéttbýli og upplandi Kópavogs, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

23.1602248 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Miðhverfi, skilgreining.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040 ,sem tók gildi 14. júní 2015, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 6: Miðhverfi skilgreining, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

24.1602251 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Auðbrekka.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 7: Auðbrekka, dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

25.1602252 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Smárinn vestan Reykjanesbrautar.

Frá skipulagsstjóra, dags. 29. febrúar, lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 8 Smárinn vestan Reykjanesbrautar dags. 3. janúar 2016. Skipulagsnefnd samþykkti breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

26.1509373 - Nýbýlavegur 78. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 23. febrúar, lögð fram að nýju að lokinni kynningu, frá byggingarfulltrúa, tillaga VA Arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 4.11.2015 þar sem óskað er eftir breytingum að Nýbýlavegi 78. Í breytingunni felst að núverandi hús á lóðinni, byggt árið 1961, verði rifið. Þess í stað verði reist íbúðarhús með 6 íbúðum á tveimur hæðum og kjallara. Á lóð verða 6 bílastæði ásamt bílgeymslum fyrir tvo bíla sbr. teikningum dags. 4.11.2015. Á fundi skipulagsnefndar 30.11.2015 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Nýbýlavegar 56, 58, 60, 62, 64, 66, 68, 70, 72, 74, 76 og 80; Túnbrekku 2 og 4; Lundarbrekku 2 og 4. Kynningu lauk 18.1.2016. Athugasemd barst Nýbýlavegi 68, Lundabrekku 2, Nýbýlavegi 72, Nýbýlavegi 76, Nýbýlavegi 80 og Túnbrekku 2, 4 og 6. Lögð fram breytt tillaga VA arkitekta fh. lóðarhafa dags. 10. febrúar 2016 þar sem dregið hefur verið úr byggingarmagni á lóð og fyrirkomulagi bílastæða breytt. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15. febrúar 2016.
Skipulagsnefnd samþykkti tillögu dags. 4.11.2015 með áorðnum breytingum ásamt umsögn dags. 10.2.2016 með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 25.02.2016.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

27.1502159 - Kópavogsdalur. Endurskoðun deiliskipulags.

Tillaga sem samþykkt var í skipulagsnefnd Kópavogs um að vinna nýtt deiliskipulag fyrir Kópavogsdal.
Bæjarráð vísar tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs.

28.1602020 - Skólanefnd, dags. 29. febrúar 2016.

99. fundur skólanefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

29.16011138 - Fundargerðir skólanefndar MK, dags. 24. febrúar 2016.

17. fundur skólanefndar MK í 6. liðum.
Lagt fram.

30.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 26. febrúar 2016.

238. fundur stjórnar Strætó í 4. liðum.
Lagt fram.

31.1602935 - Málefni Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs. Fyrirspurn frá Birki Jóni Jónssyni.

Birkir Jón Jónsson ítrekar ósk sína um að Vigfús Ásgeirsson tryggingastærðfræðingur mæti á fund bæjarráðs vegna málefna Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar.

32.1504501 - Fyrirspurn Birkis Jóns, Péturs Hrafns og Ólafs Þórs um innri endurskoðun

Birkir Jón Jónsson ítrekar fyrirspurn um innleiðingu innri endurskoðunar.

Fundi slitið.