Bæjarráð

2824. fundur 02. júní 2016 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1403522 - Nefndarkerfi Kópavogsbæjar.

Frá forsætisnefnd, ræddar hugmyndir að breytingum á nefndum bæjarins.
Lagt fram.

2.16051304 - Álalind 1-3 1R. Heimild til veðsetningar.

Frá fjármálastjóra, dags. 30. maí, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Álalindar 1-3, Sérverk ehf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita umbeðið veðleyfi.

3.1511157 - Tillaga um að birta fylgiskjöl m.fundargerðum fastanefnda.

Frá bæjarritara, dags. 17. maí, lögð fram umsögn um tillögu skólanefndar um að birta fylgiskjöl með fundargerðum fastanefnda, nema um trúnaðarmál sé að ræða. Lagt er til að bæjarráð hafni framlagðri tillögu á grundvelli þess rökstuðnings sem kemur fram í umsögninni.
Bæjarráð vísar málinu til úrvinnslu forsætisnefndar ásamt tillögu skipulagsnefndar um sama efni.

4.1605993 - Skógarhjalli 2, Björn Ágúst Jónsson. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi.

Frá lögfræðideild, dags. 25. maí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 24. maí, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Björns Ágústs Jónssonar, kt. 050857-7869, um nýtt rekstrarleyfi fyrir heimagistingu í flokki I, að Skógarhjalla 2, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Hvað staðsetningu varðar er ekki gert ráð fyrir atvinnustarfsemi skv. gildandi skipulagi en í 6.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 kemur þó fram að minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipulags sé heimil. Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að umfang heimagistingarinnar samrýmist stefnu skipulags.

5.16051095 - Framlög til Reykjanesfólkvangs 2016.

Frá stjórn Reykjanesfólkvangs, dags. 23. maí, lagt fram erindi vegna hækkunar á fjárframlögum sveitarfélaga til Reykjanesfólkvangs. Sveitarfélögum verður sendur reikningur miðað við hækkað framlag, en samþykki sveitarfélag ekki hækkað framlag verður að bregðast við erindinu.
Bæjarráð vísar erindinu til fjármálastjóra til umsagnar.

6.16051430 - Frumvarp til laga um timbur og timburvöru, 785. mál. Umsagnarbeiðni.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 31. maí, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um timbur og timburvöru (stjórnarfrumvarp), 785. mál.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

7.1605008 - Forvarna- og frístundanefnd, dags. 25. maí 2016.

38. fundur forvarna- og frístundanefndar í 14. liðum.
Lagt fram.

8.16011137 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 19. maí 2016.

212. fundur heilbrigðisnefndar í 2. liðum.
Lagt fram.

9.16011137 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 30. maí 2016.

213. fundur heilbrigðisnefndar í 61. lið.
Lagt fram.

10.1605017 - Leikskólanefnd, dags. 26. maí 2016.

70. fundur leikskólanefndar í 6. liðum.
Lagt fram.

11.1605015 - Lista- og menningarráð, dags. 26. maí 2016.

60. fundur lista- og menningarráðs í 4. liðum.
Lagt fram.

12.1605011 - Skipulagsnefnd, dags. 30. maí 2016.

1277. fundur skipulagsnefndar í 29. liðum.
Lagt fram.

Birkir Jón Jónsson tekur undir bókun Kristins Dags Gissurarsonar undir lið 5 í fundargerðinni.

13.1602251 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Skipulagslýsing: Auðbrekka.

Frá skipulagsstjóra, dags. 31. maí, lögð fram að nýju að lokinni kynningu, með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 7: Auðbrekka, dags. 3. janúar 2016. Kynningu lauk 4.5.2016. Erindi bárust frá Skipulagsstofnun, dags. 22.4.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Vegagerðinni, dags. 3.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Mosfellsbæ, dags. 4.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins. Fyrir liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, Auðbrekka, dagsett 10. maí 2016. Um er að ræða 3. breytingu frá staðfestingu þess 24. febrúar 2014. Breytingin tekur á auknum fjölda íbúða og aukningu á atvinnuhúsnæði í Auðbrekku miðað við gildandi Aðalskipulag Kópavogs. Í breytingartillögunni er ekki gert ráð fyrir að hnika frá stefnu aðalskipulags um svæðið en lagt er til að fjölga íbúðum úr 165 í 365 og fermetrum í atvinnuhúsnæði um 20.000 ofanjarðar. Skipulagsnefnd lagði til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna til auglýsingar skv. 1 mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni kynningu fyrir íbúum og hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

14.1602252 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Skipulagslýsing: Smárinn vestan Reykjanesbrautar.

Frá skipulagsstjóra, dags. 31. maí, lögð fram að nýju að lokinni kynningu, með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 8: Smárinn vestan Reykjanesbrautar, dags. 3. janúar 2016. Kynningu lauk 4.5.2016. Erindi bárust frá Skipulagsstofnun, dags. 22.4.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Vegagerðinni, dags. 3.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Mosfellsbæ, dags. 4.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Reykjavíkurborg, dags. 6.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins. Fyrir liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, Smárinn vestan Reykjanesbrautar, dagsett 10. maí 2016. Um er að ræða 2. breytingu frá staðfestingu þess 24. febrúar 2014. Breytingin tekur á auknum fjölda íbúða í Smáranum vestan Reykjanesbrautar miðað við gildandi Aðalskipulag Kópavogs. Í breytingartillögunni er ekki gert ráð fyrir að hnika frá stefnu aðalskipulags um svæðið en lagt er til að fjölga íbúðum úr 500 í 620. Skipulagsnefnd lagði til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni kynningu fyrir íbúum og hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

15.1510546 - Breiðahvarf 15. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 31. maí, lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Breiðahvarfs 15 dags. 22.11.2015 þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi Breiðahvarfs 15. Athugasemdir bárust við kynnta tillögu. Á fundi skipulagsnefndar 11.4.2015 var málinu frestað og skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra að funda með aðilum málsins. Greint frá fundi sem haldinn var með hlutaðeigandi aðila. Skipulagsnefnd hafnaði framlagðri tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

16.16041316 - Gulaþing 11. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 31. maí, lagt fram að nýju erindi KRark, dags. í apríl 2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Gulaþings 11. Í breytingunni felst að farið er út fyrir byggingarreit á suðvesturhlið hússins, svalir ná út úr byggingarreit til norðurs og hluti þakflatar á austurhlið hússins fer að hluta yfir hámarksvegghæð sbr. meðfylgjandi skilmálateikningu í mkv. 1:200 ódags. Á fundi skipulagsnefndar 2.5.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Gulaþings 9, 13, 15 og 17. Lagt fram ásamt skriflegu samþykki aðliggjandi lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

17.1507047 - Hamraborg 3. Gistiheimili. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 31. maí, lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Studio apartments þar sem óskað er eftir að breyta hluta Hamraborgar 3 í gistiheimiili sbr. uppdrætti dags. 12.1.2016. Á fundi skipulagsnefndar 31.3.2016 var samþykkt með tilvísan til. 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hamraborgar 1 og 5. Kynningu lauk 9.5.2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

18.16011467 - Kópavogsbakki 2. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 31. maí, lagt fram að nýju erindi Gláma-Kím arkitekta, dags. 26.1.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Kópavogsbakka 2. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kópavogsbakka 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 13 og 15. Kynning lauk 11.4.2016. Athugasemdir bárust frá Jónasi Haraldssyni, Kópavogsbakka 9, dags. 11.3.2016; frá Birni Inga Sveinssyni, Kópavogsbakka 8, dags. 14.3.2016; frá Jóni Daða Ólafssyni, Kópavogsbakka 7, dags. 1.4.2016; frá Páli Kristjánssyni, Kópavogsbakka 1, dags. 6.4.2016. Á fundi skipulagsnefndar 2.5.2016 var málinu frestað. Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 30.5.2016. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi Kópavogsbakka 2 ásamt umsögn dags. 30.5.2016, með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

19.1605018 - Skólanefnd, dags. 30. maí 2016.

104. fundur skólanefndar í 9. liðum.
Lagt fram.

20.16011142 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 25. maí 2016.

362. fundur stjórnar Sorpu í 2. liðum.
Lagt fram.

21.16051512 - Heimsókn leikskólabarna í leikskólanum Rjúpnahæð og óskir sem fram komu.

Frá bæjarstjóra, kynning vegna heimsóknar leikskólabarna Rjúpnahæðar.
Lagt fram.

Fundi slitið.