Bæjarráð

2535. fundur 28. janúar 2010 kl. 16:30 - 18:30 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1001016 - Íþrótta- og tómstundaráð 25/1

244. fundur

2.1001018 - Skólanefnd 25/1

2. fundur

3.1001156 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. 25/1

269. fundur

4.1001157 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 19/1

130. fundur

5.1001011 - Umferðarnefnd 21/1

366. fundur

6.1001015 - Umhverfisráð 25/1

485. fundur

7.1001124 - Styrktarsjóður SÁÁ leitar eftir stuðningi.

Frá bæjarritara, dags. 25/1, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 21/1, þar sem lagt er til að sjóðurinn fái styrk að upphæð 150.000 kr.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarritara.

8.909416 - Mánaðarskýrslur

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla Kópavogsbæjar janúar 2010, yfirlit yfir starfsemi bæjarins í desember 2009.

Lagt fram.

9.1001107 - Dalaþing 34. Ósk um nafnabreytingu á lóðarhafa.

Frá bæjarlögmanni og fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 27/1, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði varðandi beiðni um nafnabreytingu á lóðinni Dalaþing 34.

Bæjarráð samþykkir með vísan til umsagnarinnar að heimila Þórjóni P. Péturssyni að framselja lóðarréttindi sín að Dalaþingi 34 til Birnu D. Ólafsdóttur.

10.912043 - Smáratorg 3. Beiðni um lækkun/niðurfellingu fasteignagjalda.

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 20/1, umsögn um erindi SMI ehf. þar sem óskað var eftir lækkun eða niðurfellingu fasteignagjalda.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

11.912630 - Dalvegur 10-14. Kvöð um gegnumakstur um lóðina við Dalveg 6-8, Kraftvélar ehf.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 26/1, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 22/12 sl. varðandi frágang á akstursleið um lóðina við Dalveg 6-8.

Bæjarráð vísar málinu til byggingarfulltrúa til afgreiðslu.

12.1001112 - Hlíðarendi 2 (lóð nr. 52). Lóðarskil.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 26/1, varðandi ósk lóðarhafa að mega skila inn lóðinni að Hlíðarenda 2. Lagt er til að tekið verði við lóðinni og lóðargjöld endurgreidd eins og tíðkast hefur.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

13.705300 - Boðaþing 5-9, Þjónustumiðstöð

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 21/1, óskað heimildar til þess að kaupa húsgögn og búnað í þjónustumiðstöð aldraðra í Boðaþingi 9, að undangenginni verðkönnun og í samstarfi við Framkvæmdasýslu ríkisins, en þeir annast innkaup á búnaði í þjónustuíbúðir í Boðaþingi 5 og 7.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

14.903019 - Sumarstörf 2009 (17 ára og eldri)

Frá garðyrkjustjóra og forstöðumanni vinnuskólans, samantekt yfir sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2009.

Lagt fram.

15.1001234 - Bifreiðastyrkur leikskóla, breytingar á áætlun 2010

Frá sviðsstjóra fræðslusviðs, leikskólafulltrúa og rekstrarstjóra fræðslusviðs, dags. 27/1, tillaga að breytingu á bifreiðastyrk leikskólastjóra og starfsmanna leikskólaskrifstofu úr 330 km/mán. í 165 km/mán. Styrknum verði sagt upp með 3ja mánaða fyrirvara.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

16.1001235 - Viðlagasjóður leikskólaskrifstofu, breytingar á áætlun 2010

Frá sviðsstjóra fræðslusviðs, leikskólafulltrúa og rekstrarstjóra fræðslusviðs, dags. 27/1, tillaga að breytingu varðandi úthlutun úr viðlagasjóði á leikskólaskrifstofu.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

17.1001237 - TV einingar, breytingar á áætlun 2010

Frá sviðsstjóra fræðslusviðs, leikskólafulltrúa og rekstrarstjóra fræðslusviðs, dags. 27/1, tillaga um að fella niður greiðslu TV eininga til félagsmanna í FL.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

18.1001244 - Hestamennska fyrir nemendur í sérdeild Digranesskóla

Frá sérfræðiþjónustufulltrúa, dags. 26/1, óskað eftir aðstöðu fyrir fyrirhugaða kennslu í hestamennsku fyrir nemendur með einhverfu.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

19.1001164 - Fífuhvammsvegur / Lindarvegur. Breikkun gatna

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 19/1, mál sem frestað var í bæjarráði 21/1. Óskað er heimildar til að bjóða út í opnu útboði breikkun á Fífuhvammsvegi og Lindarvegi.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

20.1001082 - Gjaldskrá vegna skipulagsmála.

Frá bæjarlögmanni, dags. 27/1, umsögn um gjaldskrá vegna breytinga á skipulagi, mál sem samþykkt var á fundi skipulagsnefndar 19/1 sl. og frestað var í bæjarráði 21/1. Niðurstaða bæjarlögmanns er að slík gjaldtaka sé eðlileg og heimiluð með vísan til 53. gr. laga nr. 73/1997, enda nemi gjöldin ekki hærri fjárhæð en sem nemur kostnaði sveitarfélagsins við að veita þjónustuna.

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

21.908178 - Tilkynning um úttekt á sjálfsmatsaðferðum í grunnskólum haustið 2009.

Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 22/1, niðurstöður úttekta á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla haustið 2009, þar sem fram kom að sjálfsmatsaðferðir Hörðuvallaskóla töldust ófullnægjandi.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra fræðslusviðs til umsagnar.

 

Hafsteinn Karlsson vék af fundi undir þessum lið.

22.1001147 - Lífshlaupið, fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ 2010.

Frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, dags. 14/1, lífshlaupið ræst í þriðja sinn, miðvikudaginn 3. febrúar.

Bæjarráð vísar erindinu til ÍTK til úrvinnslu.

23.1001187 - Hlíðasmári 14, styrkbeiðni

Frá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, dags. 20/1, ósk um niðurfellingu fasteignagjalda af fasteign félagsins að Hlíðasmára 14, ásamt þökk fyrir niðurfellingu síðasta árs.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

24.1001206 - Beiðni um fjárstuðning

Frá SAMAN-hópnum, dags. 25/1, beiðni um fjárstuðning við forvarnastarf hópsins á árinu 2010.

Bæjarráð vísar erindinu til forvarnarnefndar til afgreiðslu.

25.1001205 - Nýbýlavegur 80

Frá Viktoríu Jónsdóttur, dags. 25/1, beiðni um styrk til kaupa á hljóðvarnarglerjum að Nýbýlavegi 80 vegna hljóðmengunar.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

26.1001173 - Kópavogsbrún 1, lóðarskil.

Frá Hvítabæ ehf. ódags., lóðinni að Kópavogsbrún 1 skilað inn, en verði skipulagsbreyting hvað varðar fjölgun íbúða á þessari lóð er óskað eftir endurúthlutun á henni til Hvítabæjar ehf.

Lagt fram.

27.1001226 - Opnun sýningarmiðstöðvar í Norrköping

Frá vinabænum Norrköping, dags. 21/1, tilkynning um fyrirhugaða opnun sýningarmiðstöðvar í Norrköping í maí 2010. Formlegur boðsmiði verður sendur síðar.

Lagt fram.

28.1001293 - Málefni Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar.

Fulltrúar Kópavogsbæjar í stjórn LSK greindu frá ákvörðun stjórnar um útvistun á starfsemi sjóðsins.

Fundi slitið - kl. 18:30.