Bæjarráð

2636. fundur 29. mars 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðný Dóra Gestsdóttir aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1203017 - Menningar- og þróunarráð 21/3

20. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Guðný Dóra Gestsdóttir, Guðríður Arnardóttir og Hjálmar Hjálmarsson lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Það veldur undirrituðum talsverðum vonbrigðum að meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs skuli hafa samþykkt að leggja menningar- og þróunarráð niður en stofna þess í stað tvær nýjar nefndir. Engin rök eru færð fyrir breytingunni þrátt fyrir að eftir þeim hafi verið leitað og vekur það óneitanlega furðu.

Guðný Dóra Gestsdóttir, Guðríður Arnardóttir, Hjálmar Hjálmarsson"

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Breytingarnar fela það í sér að þær endurspegla sérstakar áherslur meirihlutans á þessa tvo málaflokka og þá ekki síst atvinnumálin eins og margoft hefur komið fram.

Ármann Kr. Ólafsson, Rannveig Ásgeirsdóttir, Ómar Stefánsson"

Guðný Dóra Gestsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ferða- og menningarmál eru atvinnumál. Skapandi greinar hafa verið í miklum vexti á undanförnum árum þannig að ákvarðanir meirihlutans eru skref aftur á bak.

Guðný Dóra Gestsdóttir"

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Sem fyrrverandi fulltrúi í menningar- og þróunarráði get ég fullyrt að mikið hefur verið hugað að atvinnumálum í störfum ráðsins á undanförnu ári enda hafa skapandi greinar verið í miklum vexti á undanförnum árum.

Hjálmar Hjálmarsson"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Þennan mikla áhuga á atvinnumálum er ekki að finna í fundargerðum menningar- og þróunarráðs og hefur þessi vinna þá verið unnin á bak við tjöldin.

Ármann Kr. Ólafsson"

Guðný Dóra Gestsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Nægir að nefna fyrirhugaða stefnumótun í ferða- og menningarmálum og stofnun átakshóps í atvinnumálum sem dæmi um tvö af fjölmörgum málum sem unnið var að í menningar- og þróunarráði.

Hjálmar Hjálmarsson og Guðný Dóra Gestsdóttir"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Starfshópurinn var skipaður í kjölfar tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Ármann Kr. Ólafsson"

2.1203016 - Skólanefnd 26/3

41. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

3.1201281 - Skólanefnd MK 13/3

18. fundur

Vegna liðar 2 tekur bæjarráð undir með skólanefnd MK um aukið samstarf í málefnum nýbúa.

 

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

4.1201284 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 16/3

795. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

5.1201261 - Stjórn skíðasvæða hbsv. 12/3

323. fundur

Bæjarráð óskar upplýsinga um hvers vegna uppsetning á snjóframleiðslukerfi í Ártúnsbrekku kom svona seint til.

 

Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

6.1203394 - Slökkvistöð í Kópavogi

Frá bæjarstjóra, dags. 28/3, tillaga um að hafinn verði undirbúningur að flutningi slökkvistöðvar á Tunguhálsi.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Slökkvistöð í Kópavogi hefur verið í vinnslu innan SSH um nokkurt skeið, en þar hefur staðið til að byggja nýja slökkvistöð í Mosfellsbæ samhliða því að flytja slökkvistöðina við Tunguháls á heppilegri stað með tilliti til viðbragðstíma. Undirrituð leggur til að málinu verði vísað til framkvæmdaráðs til frekari skoðunar. En hér eftir sem hingað til hefur bæjarstjóri fullt umboð til þess að vinna að málinu innan SSH.

Guðríður Arnardóttir"

Bæjarráð hafnar tillögu Guðríðar Arnardóttur með þremur atkvæðum en tveir greiddu atkvæði með henni.

Bæjarráð samþykkir tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra, með fjórum atkvæðum gegn einu.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð telur mikilvægt að málið sé unnið á vettvangi SSH en telur brýnt að bæjarstjórn taki afstöðu til málsins og fjalli um það á næsta fundi.  Því greiðir undirrituð atkvæði á móti tillögunni einungis til þess að málið fái umfjöllun í bæjarstjórn og verði afgreitt af öllum kjörnum fulltrúum í bæjarstjórn Kópavogs.

Guðríður Arnardóttir"

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Þessi tillaga var lögð fram til þess að skerpa á þessu brýna máli og því mikill stuðningur við málið að fá fram vilja bæjarráðs.

Ármann Kr. Ólafsson, Rannveig Ásgeirsdóttir, Ómar Stefánsson"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég tel fullkomlega eðlilegt að mál af þessum toga verði rætt og afgreitt af bæjarstjórn enda umboð bæjarstjóra mun sterkara hafi hann alla bæjarstjórn á bak við sig í málinu.

Guðríður Arnardóttir"

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það verður líka mikill stuðningur í því og vonast ég til að bæjarfulltrúar standi saman í þessu mikilvæga máli en setji það ekki í einhvern furðulegan pólitískan farveg.

Ármann Kr. Ólafsson"

7.1203393 - Tenging hjóla- og göngustíga við Garðabæ.

Frá bæjarstjóra, dags. 28/3, tillaga um að viðræður fari fram við Garðabæ um tengingu göngu- og hjólreiðastíga.

Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar erindinu til umræðu í umhverfis- og samgöngunefnd, framkvæmdaráði, skólanefnd, forvarna- og frístundanefnd og íþróttaráði.

8.1105582 - Kennarar sem komnir eru á lífeyri

Frá deildarstjóra grunnskóladeildar og launa- og fjármálafulltrúa, dags. 23/3, tillaga skólanefndar varðandi ráðningar kennara sem komnir eru á lífeyri.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með fjórum atkvæðum.  Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

9.1011349 - Dalvegur, umferðarskipulag

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 27/3, afrit af erindum sem borist hafa bænum frá lóðarhöfum Dalvegar 6-8 og 10-14 vegna skipulagsmála, sem óskað var eftir í bæjarráði 15/3.

Lagt fram.

10.1203190 - Fasteignamat hesthúsa. Fyrirspurn frá Guðríði Arnardóttur

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 28/3, yfirlit yfir fasteignamat hesthúsa, sem óskað var eftir í bæjarráði 15/3.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Þakka fyrir framlagðar upplýsingar.

Guðríður Arnardóttir"

11.1101196 - Fjallalind 108, breytt deiliskipulag.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 28/3, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 22/3 varðandi mögulega gjaldtöku vegna framkvæmda að Fjallalind 108.

Lagt fram.

12.1103386 - Stjórnsýslukæra vegna uppsagnar á starfi

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, tillaga að svari.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari með áorðnum breytingum.

13.1112226 - Reglur um styrkveitingar vegna íþrótta

Frá deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 23/3, samantekt á reglum um styrki til afreksíþróttafólks, sem óskað var eftir í bæjarráði 15/3.

Lagt fram.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð telur afar mikilvægt að Kópavogsbær móti skýrari reglur um úthlutun styrkja til afreksíþróttafólks og allar styrkveitingar af þessum toga séu afgreiddar af íþróttaráði skv. fjárhagsáætlun. Styrkveitingar til afreksíþróttafólks eiga ekki að vera háðar geðþóttaákvörðunum kjörinna fulltrúa heldur vera gegnsæjar og fylgja skýrum reglum.

Guðríður Arnardóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 9:38.  Fundi var fram haldið kl. 9:40.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Allar úthlutanir eru fullkomlega gegnsæjar og fylgja ákveðnum reglum.

Ómar Stefánsson"

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Þetta er bara rangt hjá Ómari Stefánssyni.

Hjálmar Hjálmarsson"

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Þetta er ekki rétt hjá Hjálmari Hjálmarssyni.

Ómar Stefánsson"

14.1202572 - Fyrirspurn um stofnun taflfélags

Frá deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 26/3, svar við fyrirspurn varðandi möguleika á stofnun taflfélags, en málið verður tekið upp að nýju á næsta fundi íþróttaráðs sem verður fljótlega eftir páska.

Lagt fram.

15.1203023 - Umsókn um styrk v/kraftlyftinga

Frá deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 26/3, umsögn varðandi mögulegan stuðning Kópavogsbæjar við tækjakaup kraftlyftingadeildar Breiðabliks.

Bæjarráð bendir á að erindi sem þetta þarf að berast frá aðalstjórn Breiðabliks.

16.1112226 - Óskað eftir styrk vegna Ólympíuverkefnis

Lagt fram að nýju erindi frá Breiðabliki, dags. 9/12, um styrkbeiðni vegna ólympíufarans Kára Steins að upphæð 1 m.kr. sem samþykkt var í íþróttaráði 8/3 og vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð frestaði þessum lið á fundi sínum 15/3.

Guðríður Arnardóttir vísar í bókun undir lið 13.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram tillögu um að Kári Steinn Karlsson fái styrk að upphæð kr. 500.000,- vegna undirbúnings fyrir þátttöku á Ólympíuleikunum í sumar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með þremur atkvæðum en tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram tillögu um að Kári Steinn Karlsson fái styrk að upphæð kr. 1.000.000,- vegna undirbúnings fyrir þátttöku á Ólympíuleikunum í sumar.

Guðríður Arnardóttir lagði til að tillögu Hjálmars Hjalmarssonar verði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Var það samþykkt.

17.1203205 - Vinnandi vegur

Frá verkefnastjóra velferðarsviðs, dags. 23/3, ítarlegri upplýsingar um verkefnið Vinnandi vegur, sem óskað var eftir í bæjarráði 22/3.

Lagt fram.

Bæjarráð þakkar fyrir upplýsingarnar og áréttar mikilvægi verkefnisins sem felst í aukinni virkni einstaklinga en ítrekar að við frekari útfærslu verði gætt að því að kostnaður verði innan heimilda fjárhagsáætlunar.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð fagnar þessu mikilvæga framlagi ríkisstjórnarinnar og þátttöku Kópavogs í þessu verkefni.

Guðríður Arnardóttir"

18.1203188 - Kaup á félagslegum leiguíbúðum. Fyrirspurn frá Guðríði Arnardóttur

Frá yfirmanni ráðgjafa- og íbúðadeildar, dags. 25/3, yfirlit yfir félagslegar íbúðir, sem óskað var eftir í bæjarráði 15/3.

Lagt fram.

19.1203322 - Þingsályktunartillaga um heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, 120. mál, send til umsagnar

Frá nefndasviði Alþingis, dags. 26/3, óskað eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, 120. mál.

Lagt fram.

20.1203386 - Þingsályktunartillaga um tímasetta áætlun um yfirfærslu heilsugæslu frá ríki til sveitarfélaga

Frá nefndasviði Alþingis, dags. 27/3, óskað eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um tímasetta áætlun um yfirfærslu heilsugæslunnar frá ríki til sveitarfélaga, 220. mál.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs til úrvinnslu.

Hlé var gert á fundi kl. 10:33.  Fundi var fram haldið kl. 10:37.

21.1108279 - Nefnd um eflingu sveitarstjórnarstigsins

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 21/3, skýrsla með skilgreiningum og tillögum nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins.

Lagt fram.

22.1203346 - Kerfisáætlun 2012-2016 - langtímaáætlun til 2026

Frá Landsneti, dags. 22/3, kerfisáætlun fyrir 2012 - 2016 auk langtímaáætlunar til ársins 2026.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar og skipulagsnefndar til úrvinnslu.

23.1203310 - Digranesvegur 1. Óskað eftir viðræðum við Kópavogsbæ um lausnir á bílastæðavanda

Frá D-1 ehf., dags. 20/3, óskað eftir viðræðum við Kópavogsbæ um mögulegar lausnir á bílastæðavanda við Digranesveg 1.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

24.1203357 - Svifflugfélag Íslands - styrkbeiðni

Frá Svifflugfélag Íslands, dags. 15/3, ársreikningar og ársskýrsla lögð fram. Jafnframt óskað eftir styrk í formi línuauglýsingu í ársskýrslu félagsins að upphæð 18.000,- kr.

Bæjarráð vísar erindinu til skrifstofustjóra stjórnsýslusviðs til afgreiðslu.

25.1203351 - Stærðfræðikeppnin BEST fyrir 9. bekki grunnskóla

Frá Önnu Kristjánsdóttur, dags. 23/3, óskað eftir styrk fyrir stærðfræðikeppnina BEST í formi húsnæðis og veitinga.

Bæjarráð vísar erindinu til skólanefndar til úrvinnslu.

26.1203387 - Líf barnanna - beiðni um styrk til forvarna

Frá Svavari Sigurðssyni, styrkbeiðni vegna forvarnastarfs.

Bæjarráð vísar erindinu til forvarna- og frístundanefndar til afgreiðslu.

27.1203296 - Skógræktarfélag Kópavogs. Ársskýrsla 2011-2012

Frá Skógræktarfélagi Kópavogs, dags. 22/3, ársskýrsla félagsins fyrir starfsárið 2011 - 2012.

Lagt fram.

28.1203399 - Útgáfa starfsleyfis fyrir Goldfinger. Fyrirspurn frá Guðnýju Dóru Gestsdóttur, Guðríði Arnardóttur,

Guðný Dóra Gestsdóttir, Guðríður Arnardóttir og Hjálmar Hjálmarsson lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Óskað er eftir upplýsingum og rökstuðningi vegna ákvörðunar f.v. bæjarstjóra að kalla ekki saman umsagnaraðila vegna starfsleyfis til Goldfinger þrátt fyrir að bæjarráð hafi samþykkt þetta einróma á fundi sínum 9.12.2010 og bókaði:

?Lagt fram lögfræðiálit, sem óskað var á fundi bæjarráðs þann 16. september sl.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla saman til fundar lögbundna umsagnaraðila að málinu og að umræddir aðilar (fulltrúar sveitarstjórnar, heilbrigðiseftirlits, slökkviliðs, vinnueftirlits, byggingarfulltrúi og lögreglu) vinni saman umsögn um málið." Undirrituð telja ámælisvert að samþykkt bæjarráðs hafi verið virt að vettugi og leyfi hafi verið veitt án frekari umfjöllunar af kjörnum fulltrúum Kópavogsbæjar. Ástæður þess að ákveðið var að kalla saman umsagnaraðila voru viðtöl við Ásgeir Davíðsson í fjölmiðlum, lögregluskýrsla og vefur skemmtistaðarins www.goldfinger.is> þar sem konur sýna nekt sína og drykkir seldir á allt að 190.000 kr. Í ofangreindri samþykkt allra bæjarráðsmanna þann 9.12.2010 var einhugur um að skoða frekar starfsemi staðarins og að ganga úr skugga um að ekki sé verið gera út á nekt starfsmanna og farið sé að lögum.

Guðný Dóra Gestsdóttir, Guðríður Arnardóttir og Hjálmar Hjálmarsson"

29.1203400 - Stofnun sjóðs til að auka fjölbreytni í íþróttastarfi fyrir börn og unglinga. Tillaga frá Hjálmari H

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð samþykkir að hafa frumkvæði að stofnun sérstaks sjóðs til að auka fjölbreytni í íþróttastarfi fyrir börn og unglinga. Stofnframlag verður ein milljón króna, 1.000.000,- kr.  Leitað verði til þeirra aðila sem tengjast íþróttum og heilsueflingu; félagasamtaka, fyrirtækja, einstaklinga og ríkis sem hefðu áhuga á að tengjast verkefninu,  í því skyni að auka stofnfé sjóðsins.

Þrátt fyrir hið öfluga starf íþróttafélaga er ljóst að 13-17% barna 6-12 ára eru ekki að nýta sér þjónustu þeirra. Brottfall eftir 13 ára aldurinn er talsvert og við 15-16 ára aldur er þetta hlutfall komið niður í um 20%.  Íþróttafélög og aðrir aðilar sem standa að tengdri starfsemi fyrir börn geta sótt um í þennan sjóð í því skyni að auka framboð fyrir börn og unglinga á hreyfingu og íþróttum sem gengur ekki út á keppni, í því skyni að ná til þeirra barna sem virðast vera afskipt í þessu tilliti.

Hjálmar Hjálmarsson"

Guðríður Arnardóttir fagnar tillögu Hjálmars, tekur undir hana og leggur til að bæjarráð samþykki tillöguna og vísi henni til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.

Bæjarráð vísar tillögunni til íþróttaráðs til umsagnar með þremur atkvæðum. Tveir  bæjarfulltrúar sátu hjá.

Fundi slitið - kl. 10:15.