Bæjarráð

2830. fundur 30. júní 2016 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Sverrir Óskarsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1406525 - Fundartími bæjarráðs.

Bæjarráð skal að jafnaði halda fund einu sinni í viku og skal bæjarráð festa fundartíma ráðsins í upphafi skipunartíma þess, sbr. 47. gr. bæjarmálasamþykktar um stjórn Kópavogsbæjar.
Bæjarráð samþykkir að reglulegir fundir ráðsins verði vikulega á fimmtudögum kl. 8:15. Bæjarráð samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu tillögunnar.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að í júlí verði fundir bæjarráðs þann 14. og 28., og í ágúst verði fundir þann 11. og 25.

2.1606963 - Smiðjuvegur 56. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstur ökutækjaleigu.

Frá lögfræðideild, dags. 23. júní, lagt fram bréf Samgöngustofu frá 14. júní þar sem óskað er umsagnar um umsókn Egils Hjartarsonar f.h. Réttarverkstæðis Hjartar (Hjörtur Bragason ehf.), kt. 540900-2640, um rekstrarleyfi fyrir ökutækjaleigu með sex bifreiðar að Smiðjuvegi 56, 200 Kópavogi. Sveitarstjórn staðfestir sem umsagnaraðili að aðkoma henti fyrir væntanlega starfsemi og hvað staðsetningu varðar er svæðið skilgreint sem athafna- og þróunarsvæði, en fjöldi bílastæða nægir ekki fyrir umsóttum fjölda bifreiða.
Bæjarráð hafnar umsókninni fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum þar sem fjöldi bílastæða nægir ekki fyrir umsóttum fjölda bifreiða.

3.16061253 - Dalaþing 5. Umsókn um lóð.

Frá bæjarlögmanni og fjármálastjóra, dags. 28. júní, lögð fram umsókn um lóðina Dalaþing 5 frá Örvari Steingrímssyni, kt. 200679-5719 og Steingrími Haukssyni, kt. 060650-3229. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjenda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Örvari Steingrímssyni og Steingrími Haukssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Dalaþing 5 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

4.1603662 - Fluglestin - tillaga að samstarfssamningi við SSH og aðildarsveitarfélög.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs og bæjarlögmanni, dags. 7. júní, lögð fram umsögn um tillögu SSH að samstarfssamningi SSH og aðildarsveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða umsögn.

5.1603751 - Húsnæðismál Skólahljómsveitar.

Frá sviðsstjórum menntasviðs og umhverfissviðs, dags. 30. maí, lagt fram minnisblað varðandi húsnæði fyrir Skólahljómsveit Kópavogs.
Lagt fram.

6.16061233 - Dalaþing 28, umsókn um lóð.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 28. júní, lögð fram umsókn um lóðina Dalaþing 28 frá Piotr Listopad, kt. 260485-3269. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Piotr Listopad kost á byggingarrétti á lóðinni Dalaþing 28 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

7.16041016 - Snjómokstur 2016 - útboð.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 21. júní, lagðar fram niðurstöður útboðs á snjómokstri gatna í Kópavogi 2016-2019 og lagt til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Íslenska Gámafélagið ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við Íslenska Gámafélagið ehf. um snjómokstur gatna í Kópavogi 2016-2019.

8.16061202 - Tillaga um rannsókn á launamuni kynja hjá Kópavogsbæ

Frá bæjarstjóra, lagt fram minnisblað frá starfsmannastjóra og jafnréttisráðgjafa, dags. 27. júní sl.
Lagt fram.

Bókun bæjarráðs:
"Bendum á nýja samþykkt bæjarstjórnar frá 28. júní s.l."

9.16061133 - Aðstaða endurvinnslustöðvar Sorpu og sveitarfélaganna að Dalvegi í Kópavogi.

Frá framkvæmdastjóra Sorpu, dags. 16. júní, lagt fram erindi vegna aðstöðu endurvinnslustöðvarinnar að Dalvegi í Kópavogi þar sem mælst er til þess að fundin verði framtíðarlausn fyrir endurvinnslustöð í Kópavogi sem getur annað þeirri þjónustu sem henni er ætlað að veita og þeirri umferð sem þangað sækir, en núverandi aðstaða uppfyllir hvorugt.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að svara erindi bréfritara.

Jafnframt samþykkir bæjarráð með fimm atkvæðum að senda erindi til SSH vegna málsins.

10.16061234 - Ósk um viðræður við bæjaryfirvöld Kópavogs vegna mögulegs samstarfs um uppbyggingu einkaspítala og h

Frá MCPB ehf., dags. 22. júní, lagt fram erindi um uppbyggingu einkaspítala auk hótels á Glaðheimasvæði þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um mögulegt samstarf.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum gegn tveim atkvæðum Péturs Hrafns Sigurðssonar og Ólafs Þórs Gunnarssonar að vísa málinu til bæjarstjóra til viðræðna og frekari upplýsingaöflunar.

Bókun:
"Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu er nú þegar gengin of langt með tilheyrandi kostnaðaraukningu fyrir sjúklinga. Undirritaðir telja stofnun einkaspítala ekki muni leiða til góðs í þjónustu við sjúklinga hér á landi og leggjast gegn heimild til bæjarstjóra til að ræða mögulegt samstarf um uppbyggingu einkaspítala og hótels í Kópavogi.
Pétur Hrafn Sigurðsson Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Ólafur Þór Gunnarsson bæjarfulltrúi VG"

Fundarhlé kl. 9.05. Fundur hófst aftur kl. 9.10.

Bókun:
"Kópavogsbær hefur almennt séð verið tilbúinn til viðræðna um áhugaverð uppbyggingarverkefni í bænum. Leikreglur í heilbrigðiskerfinu eru á hendi ríkisins en ekki sveitarfélagsins.
Ármann Kr. Ólafsson
Karen E. Halldórsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Sverrir Óskarsson"

Fundarhlé kl. 9.12. Fundur hófst aftur kl. 9.19

Bókun:
"Erindi MCPB ehf. felur í sér ósk um samstarf við Kópavogsbæ um uppbyggingu einkaspítala. Slíkt er ekki í verkahring sveitarfélaga eins og kemur fram í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar.
Pétur Hrafn Sigurðsson Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Ólafur Þór Gunnarsson bæjarfulltrúi VG"

Bókun:
"Samstarfið snýr að skipulagsmálum.
Ármann Kr. Ólafsson
Karen E. Halldórsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Sverrir Óskarsson"

11.1511073 - Ytra mat á grunnskólum 2016. Kársnesskóli valinn.

Frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 27. júní, lagðar fram niðurstöður úttektar á starfsemi Kársnesskóla.
Lagt fram og vísað til menntasviðs til afgreiðslu og til skólanefndar til kynningar.

12.16011137 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 27. júní 2016.

214. fundur heilbrigðisnefndar í 57. liðum.
Lagt fram.

13.1606010 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 15. júní 2016.

48. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 8. liðum.
Lagt fram.

Bókun:
"Ég tek undir bókun jafnréttis- og mannréttindaráðs í lið nr. 8.
Ólafur Þór Gunnarsson"

14.16011142 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 24. júní 2016.

363. fundur stjórnar Sorpu í 9. liðum.
Lagt fram.

15.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 10. júní 2016.

246. fundur stjórnar Strætó í 5. liðum.
Lagt fram.

16.16061290 - Minnisblað frá Hauki Guðmundssyni hdl. vegna starfsmanna sem taka laun skv. tengingu við Kjararáð

Lagt fram minnisblað frá Hauki Guðmundssyni hdl. vegna starfsmanna sem taka laun skv. tengingu við Kjararáð.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagt minnisblað fyrir sitt leyti.

Fundi slitið.