Bæjarráð

2547. fundur 29. apríl 2010 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.708167 - Bæjarmálasamþykkt. Drög.

Frá bæjarstjóra, lögð fram tillaga að nýrri samþykkt Kópavogsbæjar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögu að nýrri bæjarmálasamþykkt.

2.1004244 - Rekstrarstjórn Kórsins

Frá bæjarritara, dags. 27/4, tillaga að auglýst verði eftir samstarfsaðilum um rekstur í Kórnum og framtíðarnýtingu mannvirkjanna.

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

3.1003012 - Mánaðarskýrslur 2010

Frá bæjarritara, mánaðarskýrsla Kópavogsbæjar apríl 2010, yfirlit yfir starfsemi bæjarins í mars 2010.

4.704100 - Bótakrafa til Kópavogsbæjar vegna Fróðaþings 20

Frá bæjarlögmanni, dags. 28/4, umsögn, sem óskað var eftir í bæjarráði 15/4 sl., vegna athugasemda eigenda Fróðaþings 20.

Bæjarráð hafnar erindi eigenda Fróðaþings 20.

5.1004307 - Pizza Hut, Hagasmári 1, Fresko. Rekstrarleyfi

Frá bæjarlögmanni, dags. 26/4, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 16. apríl 2010 þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Fresko, kt. 480410-0760, Skeifunni 9, 108 Reykjavík, um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Pizza Hut í Smáralind að Hagasmára 1 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk II, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

6.1004431 - Bæjarlind 4, C-8 ehf, Players. Umsókn um tækifærisleyfi

Frá bæjarlögmanni, dags. 28/4, umsögn sem sýslumaðurinn í Kópavogi óskaði eftir, um erindi C-8 ehf. til þess að mega hafa opið til kl. 02:00-03:00 á veitingastaðnum Players að Bæjarlind 4 í Kópavogi þann 29. apríl nk. Á grundvelli 4. mgr. laga nr. 85/2007 er bæjarráði heimilt að veita þessa heimild.

Bæjarráð samþykkir að veita umbeðna heimild.

7.911559 - Skógarlind 1. Frágangur ræsis og gönguleiða.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 29/4, tillaga varðandi frágang á byggingarlóðinni til að afstýra eignatjóni og hættuástandi á svæðinu.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

8.701126 - Vallakór 12 - 14, knatthús. Tilboð vegna uppsetninga á girðingum

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 27/4, tilboð opnuð í verðfyrirspurn um uppsetningu á girðingum. Eftirfarandi verð bárust:


Röð - -
Verktakar - - - - - - -
Tilboðsupphæð - - - %
1 - - -
Stapar verktakar ehf. -
9.550.000 kr. - 100,0%
2 - - -
ASP ehf. - - - - - - - - - 11.231.000 kr. - 117,6%
3 - - -
Arnarverk ehf. - - - - 11.370.000 kr. - 119,1%
4 - - - Gunnar Gunnarsson- - - 13.750.000 kr. -
144,0%
- - - -
Kostnaðaráætlun - - - - - 15.600.000 kr. -
163,4%

Lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Stapar verktakar ehf.

Bæjarráð samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda, Stapa verktaka ehf.

9.1004110 - Tilboð í yfirborðsmerkingar gatna 2010

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 27/4, tilboð sem opnuð voru 21/4 sl. í verkið ""Yfirborðsmerkingar gatna í Kópavogi 2010"", samkvæmt útboðsgögnum gerðum af Mannvit verkfræðistofu og framkvæmdadeild Kópavogs, dags. í apríl 2010. Eftirfarandi tilboð bárust:
Röð - - Verktaki - - - - Tilboðsupphæð - - - %
1. - - -Vegmálun ehf.- - 7.722.500 kr. - - - 100
2. - - -Vegamál ehf. - - 8.331.000 kr. - - - 108
3. - - -Vegmerking ehf. 10.912.500 kr. - - - 141
- - - - Kostnaðaráætlun- 8.750.000 kr. - - - 105

Lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Vegamál ehf.

Bæjarráð samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda, Vegamál ehf.

10.911005 - Viðmið Kópavogsbæjar vegna fjölda barna í leikskólum Kópavogs

Sviðsstjóri fræðslusviðs mætti til fundar varðandi viðmið um fjölda barna á leikskólum, sem samþykkt var á fundi leikskólanefndar Kópavogs 20/4 sl.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir kostnaðarútreikningum fræðslusviðs ásamt rýmisútreikningum frá framkvæmda- og tæknisviði.

11.1004338 - Undirskriftasöfnun til að mótmæla opnunartíma Sundlauga Kópavogs

Sviðsstjóri tómstunda- og menningarsviðs gerði grein fyrir áætlunum vegna breytts opnunartíma í sundlaugum Kópavogs.

Hlé var gert á fundi kl. 16:51. Fundi var fram haldið kl. 17:08.

 

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu en bendir á að um tímabundna ráðstöfun er að ræða vegna almennra efnahagsaðstæðna.

12.1002273 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2010 ætluð ungmennum 17 ára og eldri. Tillögur að ráðningum.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, garðyrkjustjóra og forstöðumanni Vinnuskóla Kópavogs, dags. 28/4, listi yfir tillögur um ráðningar í sumarstörf 17 ára og eldri.

Bæjarráð samþykkir tillögu að ráðningum.

13.1004437 - Uppbygging hjúkrunarrýmis í samstarfi við sveitarfélög

Afrit af bréfi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til Mosfellsbæjar, dags. 20/4, varðandi samstarf níu sveitarfélaga við uppbyggingu hjúkrunarrýmis.

Lagt fram.

14.909224 - Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2010 vegna nýbúafræðslu.

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 21/4, tilkynning um endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2010.

Lagt fram.

15.1004368 - Velferðarvaktin

Frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu, dags. 20/4, upplýsingar fyrir sveitarfélög varðandi úrræði í barnaverndarmálum.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs til úrvinnslu.

16.1004406 - Færanleg loftgæðamælistöð.

Frá Umhverfisstofnun, dags. 23/4, óskað eftir láni á loftgæðamælistöð til að mæla loftgæði að Skógum undir Eyjafjöllum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli og lögð fram drög að samningi í því sambandi.

Bæjarráð samþykkir drög að samningi milli Umhverfisstofnunar, annars vegar, og Kópavogsbæjar hins vegar, um afnot af loftgæðamælistöð Kópavogsbæjar, og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

17.1001245 - Akurhvarf 3. Kæra vegna úrskurðar Fasteignaskrár Íslands um fasteignamat.

Frá Yfirfasteignamatsnefnd, dags. 16/4, afrit af bréfi til eigenda Akurhvarfs 3 varðandi óbreytt fasteignamat á eigninni.

Lagt fram.

18.701022 - Vatnsendi. Eignarnám á landi úr jörðinni Vatnsenda

Frá Sigurbirni Þorbergssyni hrl., dags. 22/4, óskað frekari gagna vegna málsins.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

19.1004435 - Óskað eftir aðgangi að Salnum vegna styrktartónleika

Frá 1975 árgangi Kársnesskóla og vinum, dags. 27/4, óskað eftir að fá afnot af Salnum endurgjaldslaust, eða gegn vægu gjaldi, til að halda styrktartónleika.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

20.910073 - 60 ára afmæli Breiðabliks. Afmælisgjöf / styrkur

Frá Breiðabliki, dags. í mars, þakkarbréf vegna styrks sem bærinn veitti í tilefni af 60 ára afmæli félagsins.

Lagt fram.

21.1004432 - Grenndargarðar til matjurtaræktar í landi Kópavogs

Frá Garðyrkjufélagi Íslands, dags. 27/4, óskað eftir samstarfssamningi um frekari garðlönd til matjurtaræktunar.

Bæjarráð vísar erindinu til garðyrkjustjóra til umsagnar.

22.1002167 - Hagasmári 3 - Norðurturninn

Frá Ríkharði Ottó Ríkharðssyni, dags. 21/4, óskað eftir fresti á framkvæmdum meðan fjárhagsleg endurskipulagning fer fram.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra og bæjarlögmanns til umsagnar.

23.1004405 - Kollaþing 16. Lóðarskil

Frá Kristni Wiium Tómassyni, dags. 27/4, lóðinni að Kollaþingi 16 skilað inn.

Lagt fram.

24.1004407 - Aðalfundur Öldrunarráðs Íslands 2010. Fundarboð

Frá Öldrunarráði Íslands, dags. 23/4, óskað eftir tilnefningu fulltrúa á aðalfund ráðsins, sem haldinn verður í safnaðarheimili Kópavogskirkju þann 26/5 nk. Einnig er óskað eftir ábendingum vegna fyrirhugaðrar viðurkenningar Öldrunarráðs fyrir framlag í þágu aldraðra.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra til afgreiðslu.

25.1004449 - Samanburður gjalda.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óskar eftir því að tekið verði saman yfirlit yfir reglur um gatnagerðargjöld grannsveitarfélaga Kópavogs og þær bornar saman við gildandi gjaldskrá gatnagerðargjalda í Kópavogi frá því í júní 2007. Þá verði sérstaklega hugað að samanburði á gjaldtöku sveitarfélaganna hvað varðar eldra húsnæði og endurbætur á því.
Í yfirlitinu verði jafnframt upplýsingar um mögulega gjaldtöku og ákvæði um lækkun eða niðurfellingu gjalda hvað varðar viðbyggingar sem og hugsanleg viðbótargjöld s.s. tengigjöld ofl.

26.1004450 - Umgengni lóðar sunnan Smáralindar

Bæjarráð óskar eftir umsögn sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs um umgengni á lóð sunnan Smáralindar.

27.1004451 - Tillaga um stjórnsýsluúttekt

Ólafur Þór Gunnarsson, áheyrnarfulltrúi VG, lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð samþykkir að  kjósa fimm manna nefnd óháðra sérfræðinga er hafi það verkefni að rannsaka aðdraganda, orsakir og afleiðingar efnahagshrunsins á bæjarfélagið og fjárhag þess

Aðalverkefni nefndarinnar verði:

  • Að kanna stjórnsýslu bæjarins og aðkomu stjórnmálamanna að fjárhagslegum ákvörðunum á undanförnum árum.
  • Að kanna  hvort einstakir aðilar eins og verktakar, bankar og fyrirtækjasamsteypur hafi nokkurn tímann fengið óeðlilega fyrirgreiðslu.
  • Að kanna hvort fjársterkir aðilar hafa beint eða óbeint haft áhrif á pólitískar og stjórnsýslulegar ákvarðanir.
  • Að kanna hvort fjársterkir aðilar hafi hagnast á tengslum við bæinn og einstaka embættismenn eða bæjarfulltrúa
  • Að kanna hvort einstakir embættismenn, bæjarfulltrúar eða frambjóðendur til bæjarstjórnar hafi hagnýtt sér persónulega eða í þágu síns flokks tengsl við fjársterka aðila sem hafa átt í viðskiptum við bæinn
  • Að koma með ábendingar og tillögur að breytingum á lögum, reglum, vinnubrögðum og skipulagi stjórnsýslu bæjarins

 

Greinargerð:
Um leið og bæjarráð samþykkir ofangreinda tillögu samþykkir  ráðið að miða við að nefndin verði skipuð þannig að fullt samkomulag verði um skipan hennar.
Nefndin skal  skila fyrir 15. maí tillögum um það hvernig að verkinu verði unnið en heildarverkinu skal skilað eigi síðar en 31. ágúst næstkomandi.

 

Ólafur Þór Gunnarsson"

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

 

28.1004027 - Forvarnanefnd 28/4

24. fundur

29.1004029 - Húsnæðisnefnd 21/4

352. fundur

30.1004020 - Lista- og menningarráð 23/4

356. fundur

31.1004021 - Skólanefnd 26/4

8. fundur

32.1004304 - Umsókn um námsleyfi

Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til umsagnar.

33.1001156 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. 26/4

272. fundur

Fundi slitið - kl. 17:15.