Bæjarráð

2748. fundur 30. október 2014 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir
  • Hjördís Ýr Johnson
  • Pétur Hrafn Sigurðsson
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1401113 - Mánaðarskýrslur 2014

Frá bæjarritara, mánaðarskýrsla yfir starfsemi Kópavogsbæjar í september 2014.
Lagt fram.

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.1410501 - Fjárhagsáætlun Kópavogs 2015

Frá bæjarstjóra, lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar og stofnana fyrir árið 2015 og tillaga að þriggja ára fjárhagsáætlun 2016-2018.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa tillögu að fjárhagsáætlun til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

3.1410436 - Skálaheiði 2, íþróttahúsið Digranesi (HK). Búddistafélag Íslands. Umsókn um tímabundið tækifærisleyf

Frá lögfræðideild, dags. 24. október, lagt fram bréf Sýslumannsins í Kópavogi, dags. 23. október, þar sem óskað var umsagnar um umsókn Búddistafélags Íslands, kt. 550695-2519 um tímabundið tækifæris- og áfengisleyfi skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og reglugerð nr. 585/2007, til að mega halda fjölskylduhátíð.
Bæjarráð samþykkti umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykkt.

4.1410367 - Austurkór 181. Framsal á lóð

Frá bæjarlögmanni, dags. 21. október, varðandi afsal vegna Austurkórs 181, þar sem lóðarhafar Kristjana Lind Hilmarsdóttir, kt. 041271-5239 og Benedikt Þór Guðmundsson, kt. 070267-4549, afsala lóðarréttindum til Skuggabyggðar ehf., kt. 460906-0400.

Skv. lóðarleigusamningi þarf Kópavogsbær að samþykkja framsal lóðarréttinda þar sem byggingarstig fasteignarinnar hefur ekki náð fimmta stigi.

Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

5.1410430 - Hlíðarendi 19, lóð skilað.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 23. október, lagt fram erindi Fritz Hendrik Berndsen, þar sem óskað er eftir því að skila lóðinni Hlíðarenda 19 til Kópavogsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila Fritz Hendrik Berndsen að skila inn lóðinni Hlíðarendi 19.

6.1410433 - Frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak. o.fl., 17. mál. Beiðni um umsögn

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 23. október, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 17. mál.
Lagt fram.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður telur það algerlega á skjön við öll lýðheilsumarkmið að samþykkja fyrirliggjandi frumvarp. Þegar hafa verið gerðar hundruðir rannsókna á alþjóðlegum vettvangi sem sýna línulegt samhengi milli framboðs og neyslu og tilheyrandi heilbrigðisvanda. Það er aumkunarvert að klæða tillöguna, sem fyrst og fremst mun valda auknum heilsuvanda verði hún samþykkt, í sauðagæru viðskipta- og athafnafrelsis.
Ólafur Þór Gunnarsson"

7.1410021 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 23. október

133. fundargerð í 9 liðum
Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

8.1410022 - Félagsmálaráð, 27. október

1378. fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

9.1410019 - Forvarna- og frístundanefnd, 22. október

24. fundur í 7 liðum.
Lagt fram.

10.1401094 - Heilbrigðisnefnd, 27. október

195. fundur í 8 liðum
Lagt fram.

Bæjarráð tekur undir bókun í lið 3 í fundargerð heilbrigðisnefndar um mengunarmælingar í Lækjarbotnum, þar sem því er beint til heilbrigðisnefndar Suðurlands að farið sé í frekari loftgæðisrannsóknir vegna mengunar frá orkuveri Orkuveitu Reykjavíkur.

11.1410587 - Viðbragðsáætlun Kópavogsbæjar vegna eldgoss. Fyrirspurn frá Birki Jóni Jónssyni.

Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
"Er fyrir hendi viðbragðsáætlun Kópavogsbæjar ef til kæmi alvarleg mengun í bænum vegna eldgoss? Óskað er eftir því að málið verði rætt á næsta fundi bæjarráðs.
Birkir Jón Jónsson"

12.1410591 - Málefni hjúkrunarheimila. Fyrirspurn frá Pétri Hrafni Sigurðssyni.

Pétur Hrafn Sigurðsson spurðist fyrir um stöðu mála varðandi uppbyggingu hjúkrunarrýma í bænum.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður hefur þegar átt fund með forsvarsmönnum Hrafnistu um málið. Auk þess átti undirritaður fund með heilbrigðisráðherra í síðustu viku og vinna er þegar hafin af hálfu bæjarins og ráðuneytisins. Formlegt erindi til ráðuneytisins verður lagt fram á næsta fundi bæjarráðs.
Ármann Kr. Ólafsson"

Fundi slitið.