Bæjarráð

2790. fundur 01. október 2015 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1509900 - Vatnsendi. Dómsmál 2013 (eignarnám).

Guðjón Ármannsson frá lögmannsstofunni LEX gerði grein fyrir stöðu mála.
Hlé var gert á fundi kl. 8.10. Fundi var fram haldið kl. 8.40.

Lagt fram.

2.1504358 - Auðnukór 7, krafa um bætur vegna fjártjóns, óþæginda og ama við meðhöndlun byggingarnefndar.

Frá lögfræðideild, dags. 28. september, lagt fram minnisblað vegna bótakröfu lóðarhafa Auðnukórs 7 vegna meðhöndlun byggingarnefndar á umsóknum um byggingarleyfi.
Bæjarráð hafnar kröfu um bætur á grundvelli framlagðs minnisblaðs lögfræðideildar með fimm atkvæðum.

3.1509836 - Leiðarendi 3 Guðmundarlundur, lokafrágangur. Útboð.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 28. september, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út í lokuðu útboði fullnaðarfrágang á félags- og þjónustuhúsi Guðmundarlundi, þar sem nánar tilgreindum verktökum verði gefinn kostur á að bjóða í verkið.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að boðið verði út í opnu útboði fullnaðarfrágangur á félags- og þjónustuhúsi Guðmundarlundar.

4.1104299 - Reglur um stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk.

Frá deildarstjóra í þjónustudeild fatlaðra, dags. 24. september, lagt fram erindi vegna endurskoðun á 6. gr. reglna um stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk hjá Kópavogsbæ.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

5.1509786 - Eigendastefna fyrir þjóðlendur, verkefnislýsing.

Frá forsætisráðuneyti, dags. 23. september, lagt fram erindi þar sem óskað er umsagnar um verkefnislýsingu ráðuneytisins um eigendastefnu fyrir þjóðlendur skv. lögum nr. 58/1998.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns og sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

6.1509823 - Kynningarfundur um ný lög um verndarsvæði í byggð.

Frá forsætisráðuneyti, dags. 25. september, lagt fram erindi þar sem boðað er til kynningarfundar um ný lög um verndarsvæði í byggð þann 8. október.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns og sviðsstjóra umhverfissviðs til afgreiðslu.

7.1509848 - Tillaga til þingsályktunar um styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs, 16. mál. Beiðni um umsögn.

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 28. september, lagt fram til umsagnar tillaga um þingsályktun um styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs (þingmannamál), 16. mál.
Lagt fram.

8.1509806 - Frumvarp til laga um náttúruvernd, 140. mál. Beiðni um umsögn.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 24. september, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um náttúruvernd (stjórnarfrumvarp), 140. mál.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

9.1509802 - Frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum mi

Frá umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 24. september, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum (stjórnarfrumvarp), 133. mál.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

10.1509763 - Tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026, 101. mál. Beiðni um umsögn.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 23. september, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026, 101. mál.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

11.1509707 - Frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris). Beiðni um umsögn.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 21. september, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (þingmannamál), 3. mál.
Lagt fram.

12.1509708 - Frumvarp til laga um byggingarsjóð Landspítala (heildarlög). Beiðni um umsögn.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 21. september, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um byggingarsjóð Landspítala (þingmannamál), 4. mál.
Lagt fram.

13.1509712 - Frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldr

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 22. september, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa skv. staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra (þingmannamál), 35. mál.
Lagt fram.

14.1509770 - Stuðningur við undirbúning og mótttöku flóttafólks, óskað eftir samtali.

Frá prestum í Kópavogi, dags. 22. september, lagt fram erindi út af ákvörðun bæjarstjórnar um móttöku flóttafólks þar sem óskað eftir samtali vegna áhuga á samstarfi og aðstoð við undirbúning og móttöku flóttafólks.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra velferðarsviðs til afgreiðslu.

15.1509026 - Skólanefnd, dags. 28. september 2015.

91. fundur skólanefndar í 4. liðum.
Lagt fram.

16.1509342 - Tillaga um gjaldfrjálsan grunnskóla í Kópavogi frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur.

Frá deildarstjóra grunnskóladeildar, dags. 29. september, lagt fram erindi vegna afgreiðslu skólanefndar á tillögu um gjaldfrjálsan grunnskóla í Kópavogi, ásamt minnisblaði um kostnaðargreiningu.
Bæjarráð vísar tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar.

17.1501250 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 24. september 2015.

354. fundur stjórnar Sorpu í 3. liðum.
Lagt fram.

18.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 28. ágúst 2015.

224. fundur stjórnar Strætó í 4. liðum.
Lagt fram.

19.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 10. september 2015.

225. fundur stjórnar Strætó í 4. liðum.
Lagt fram.

20.1509919 - Fjárhagsáætlun 2016

Frá bæjarstjóra, fundarboð vegna samráðs bæjarfulltrúa við gerð fjárhagsáætlunar 2016.
Lagt fram.

21.1501300 - Funahvarf 2, Vatnsendaskóli-Íþróttahús Gerpla.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 22. september, lagt fram erindi þar sem lagt er til að skipuð verði sex manna matsnefnd sem fari yfir allar innsendar tillögur og verðtilboð þátttakenda í alútboði vegna byggingar íþróttahúss við Vatnsendaskóla.
Bæjarráð samþykkir að skipa átta manna matsnefnd. Í henni sitji tveir bæjarfulltrúar, tveir fulltrúar menntasviðs, tveir fulltrúar umhverfissviðs og tveir fulltrúar Gerplu.

Fundi slitið.