Bæjarráð

2519. fundur 30. september 2009 kl. 16:15 - 18:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.901389 - Fundargerð húsnæðisnefndar 24/9

349. fundur

Liður 1. Bæjarráð óskar eftir því að yfirlit yfir úthlutanir og biðlista verði sendur bæjarfulltrúum.

2.909006 - Fundargerð skólanefndar 21/9

15. fundur

3.909180 - Umsókn um styrk vegna Eldvarnarátaksins 2009.

Frá bæjarritara, dags. 28/9, umsögn um erindi frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, þar sem sótt er um styrk vegna eldvarnarátaks. Lagt er til að veittur verði styrkur að upphæð kr. 30.000 til verkefnisins.

Bæjarráð samþykkir tillögu um styrk.

4.901325 - Netvistun ehf.

Frá skrifstofustjóra stjórnsýslusviðs, dags. 3/2, umsögn um erindi, sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 29/1 sl., frá Netvistun ehf., dags. 20/1, stöðugt er unnið að endurskoðun á efnistökum á upplýsingavef bæjarins og innri vef. Úttekt er ekki tímabær.

Bæjarráð samþykkir að úttekt sé ekki tímabær.

5.805090 - Starfslýsing. Starfsmaður í þjónustuveri.

Frá bæjarritara, dags. 15/5 2008, lögð fram drög að starfslýsingu starfsfólks í þjónustuveri, sem frestað var í bæjarráði 15/5 2008.

Bæjarráð samþykkir starfslýsinguna.

6.909501 - Lántaka, september 2009.

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, tillaga um lántöku:
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Bæjarráð Kópavogs samþykkir hér með að taka verðtryggt jafngreiðslulán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 400.000.000,- kr. til 15 ára, með greiðslum tvisvar á ári, 5. febrúar og 5. ágúst. Síðasti greiðsludagur 5. febrúar 2024. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að endurfjármagna framkvæmdir í sveitarfélaginu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er bæjarstjóra Gunnsteini Sigurðssyni eða staðgengli hans, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kópavogsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um lántöku og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.

7.909024 - Endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir 2009

Frá bæjarritara, lögð fram endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009.

Fjármála- og hagsýslustjóri fór yfir tillögu að endurskoðaðri fjárhagsáætlun. Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

8.909107 - Ósk um gangbraut á gatnamótum Skálaheiðar og Digranesheiðar.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 29/9, umsögn um erindi skólastjóra Digranesskóla, þar sem óskað er eftir gangbraut á gatnamótum Skálaheiðar og Digranesheiðar. Lagt er til að bæjarráð samþykki erindið og að verkið verði framkvæmt á næsta ári.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

9.904223 - Skógarhjalli hraðahindranir / Dalvegur gangbraut

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 29/9, umsögn um erindi íbúa í Skógarhjalla, varðandi hraðahindrun í götunni. Lagt er til að bæjarráð hafni erindinu, þar sem gatan er stutt botngata og ekki séð hverju hraðahindrun á að koma til leiðar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

10.909494 - Hesthús í eigu Kópavogsbæjar

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 29/9, óskað er heimildar bæjarráðs til að auglýsa til sölu eignarhlut bæjarins í tveimur hesthúsum við Heimsenda, hluta 01-0101 í Heimsenda 1 og hluta 01-0102 í Heimsenda 9.

Bæjarráð samþykkir að auglýstur verði eignarhlutur bæjarins í Heimsenda 9 en hafnar að seldur verði eignarhlutur bæjarins í Heimsenda 1.

11.811346 - Forvarnastefna Kópavogs

Frá bæjarritara, drög að forvarnaáætlun, sem frestað var á fundi bæjarráðs 19/6 sl.

Bæjarráð samþykkir drögin.

12.909070 - Umhverfisþing 2009

Frá umhverfisráðuneyti, dags. 22/9, boðað til sjötta Umhverfisþings 9. - 10. október n.k.

Lagt fram.

13.909273 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2009.

Frá samgönguráðuneytinu, dags. 24/9, varðandi ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2009, sem haldinn verður 2. október.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

14.909463 - Ungmenna- og tómstundabúðir á Laugum. Skólastarfið 2009-2010, ósk um samstarf.

Frá UMFÍ, dags. 21/9, varðandi ungmenna- og tómstundabúðir að Laugum í Dalabyggð.

Bæjarráð vísar erindinu til skólanefndar til afgreiðslu.

15.811435 - Snorraverkefnið sumarið 2009

Frá Snorraverkefninu, dags. 29/9, þakkað fyrir stuðning við verkefnið.

Lagt fram.

16.909150 - Staða framkvæmda á nýbyggingarsvæðum

Lagður fram listi yfir lóðir á framkvæmdastigi 1 - 3. Bæjarráð vísar listanum til frekari úrvinnslu sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.

17.909437 - Fróðaþing 40.

Frá Sigurði Frey Magnússyni, dags. 10/9, óskað eftir viðræðum við Kópavogsbæ vegna lóðarinnar að Fróðaþingi 40.

Bæjarráð vísar erindinu til skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

18.901067 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 6. október

I. Fundargerðir nefnda

II. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009.

19.909499 - Rannsóknarverkefni við Háskóla Íslands.

Frá dr. Erlingi Jóhannssyni og Janusi Guðlaugssyni, dags. 22/9, f.h. rannsakenda, þakkað fyrir samvinnu og stuðning við rannsóknarverkefni meistaranema í líkams- og heilsurækt eldri aldurshópa.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:15.