Bæjarráð

2572. fundur 02. desember 2010 kl. 08:15 - 11:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1011382 - Tillaga grunnskóladeildar að breyttu úthlutunarkerfi fyrir grunnskólana

Frá rekstrarstjóra fræðslusviðs, deildarstjóra grunnskóladeildar og kennslufulltrúa, dags. 25/11, tillaga grunnskóladeildar að breyttu úthlutunarkerfi fyrir grunnskólana.

Bæjarráð samþykkir tillögu að breyttu úthlutunarkerfi.

2.1010193 - Rjúpnahæð vesturhluti, breytt deiliskipulag.

Frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, dags. 30/11, tillaga að breyttu deiliskipulagi - Rjúpnahæð vesturhluti.

Bæjarráð samþykkir að tillaga að breyttu deiliskipulagi vesturhluta Rjúpnahæðar verði kynnt í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

3.702011 - Eignarnám Vatnsenda

Til fundarins mættu Karl Axelsson hrl. og Guðjón Ármannsson hdl.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari við kröfubréfi Sigurbjörns Þorbergssonar hrl. frá 11. október sl.

 

Bæjarráð samþykkir að fela lögmönnum sínum að óska eftir yfirmati í matsmálinu M-2/2010.

4.1011326 - Óskað eftir heimild til ráðningar v. yfirfærslu málefna fatlaðra

Frá félagsmálastjóra, dags. 1/12, beiðni ráðningar á félagssvið vegna yfirfærslu málefna fatlaðra.

Bæjarráð samþykkir að ráða Ástu Guðrúnu Guðbrandsdóttur í 100% starf frá 1. janúar nk. Bæjarráð frestar afgreiðslu tillagna um aðrar ráðningar.

5.805067 - Kattahald í Kópavogi

Frá umhverfisráðuneytinu, dags. 29/11, staðfestar reglur um kattahald í Kópavogi með gildistöku þann 1. janúar 2011.

Lagt fram.

6.1011388 - Ráðuneytið óskar eftir upplýsingum og mati á áhrifum rusls á ströndum sveitarfélagsins

Frá umhverfisráðuneytinu, dags. 23/11, könnun á áhrifum rusls og úrgangs við strendur landsins í tengslum við verkefni Sameinuðu þjóðanna Global Programme of Action.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til afgreiðslu.

7.1011389 - Vatnsaflsvirkjanir í Kópavogi

Frá Veiðimálastofnun, dags. 18/11, beiðni um lista yfir smáar vatnsaflsvirkjanir sem eru starfandi í sveitarfélaginu.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til afgreiðlsu.

8.1011374 - Vatnsendi - Mjódd - Vatnsendi leið 29. Tilboð varðandi akstur

Frá Teiti Jónassyni, dags. 22/11, hugmyndir um strætóþjónustu milli Vatnsenda og Mjóddar ásamt kostnaðartilboði.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

9.1011392 - Vinafélag Pólska Skólans í Reykjavík óskar eftir styrk til áframhaldandi starfa

Frá Vinafélagi pólska skólans í Reykjavík, dags. 26/10, óskað eftir styrk til áframhaldandi kennslu barna af pólskum uppruna, þar af eru 22 nemendur úr Kópavogi.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

10.1011395 - Plan 21 óskar eftir fundi með fulltrúum sveitarfélagsins

Frá Plan 21 ehf., arkitekta- og skipulagsráðgjöf, dags. 26/11, óskað eftir fundi með bæjarstjóra, formanni skipulagsnefndar og skipulags- og byggingarfulltrúa til að kynna þjónustu fyrirtækisins.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til afgreiðslu.

11.1011421 - Flugeldasýning. Leyfi Kópavogsbæjar til að halda flugeldasýningu í Kópavogsdal á gamlárskvöld

Frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, dags. 19/11, óskað leyfis bæjaryfirvalda til að vera með flugeldasýningu á svæði fótboltavallar Breiðabliks í Kópavogsdal þann 31/12 milli kl. 21:00 og 22:00.

Bæjarráð samþykkir erindið.

12.1012007 - Fyrirspurn um útboð

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Í ljósi þess að ráðgjafafyrirtæki hefur verið falið að vinna að tillögum að skipulagsbreytingum í stjórnsýslu bæjarins óskar undirritaður eftir upplýsingum um hvort verðkönnun eða útboð hafi farið fram vegna þeirrar vinnu. Ef svo er er óskað eftir upplýsingum um til hvaða fyrirtækja var leitað og hverjar niðurstöður verðkönnunar eða útboðs voru.

Ármann Kr. Ólafsson"

13.1012008 - Minnt á fyrri fyrirspurnir

Gunnar Ingi Birgisson minnti á fyrirspurnir sínar frá síðasta fundi.

14.1012009 - Ósk um álit

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður harmar það að bæjarstjóri hafi hafnað beiðni undirritaðs um aðgengi að fjármálastjóra og öðrum starfsmönnum bæjarins við gerð fjárhagsáætlunar. Slík höfnun hlýtur að vera fordæmalaus. Undirritaður óskar eftir skriflegu áliti bæjarlögmanns, hvort þessi ákvörðun bæjarstjóra standist sveitarstjórnar- og stjórnsýslulög.

Gunnar Ingi Birgisson"

15.1011031 - Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra 29/11

8. fundur

16.1011325 - Borgarholtsbraut 51. Heimili fyrir fatlaða

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég hef áður varað við því hvað tæki við í samskiptum við ríkið í kjölfar yfirtöku málaflokksins. Nú þegar er komin upp deila milli Kópavogsbæjar og ríkisins og það áður en yfirfærslan hefur átt sér stað.

Ármann Kr. Ólafsson"

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi  bókun:

"Það er með öllu óásættanlegt að taka við húsi sem uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru til aðbúnaðar og aðstöðu fyrir fatlaða.

Ómar Stefánsson"

17.1005149 - Stjórn Héraðsskjalasafns 25/8

67. fundur

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

 

"Bæjarráð felur Stjórn Héraðsskjalasafns að endurskoða alla kostnaðarliði og ræða meðal annars við leigusala um endurskoðun leigusamnings.

Ármann Kr. Ólafsson"

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

 

Gunnar Ingi Birgisson óskar eftir upplýsingum um kostnað við ferð héraðsskjalavarðar til Danmerkur.

18.1001155 - Stjórn slökkviliðs hbsv. 19/11

96. fundur

19.1001156 - Stjórn Sorpu bs. 22/11

280. fundur

20.1011026 - Umferðarnefnd 30/11

371. fundur

21.1011022 - Umhverfisráð 29/11

497. fundur

22.1001169 - Umhverfisstefna Kópavogs

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

 

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður fagnar framkominni tillögu að umhverfisstefnu, sem búið var að leggja grunninn að á síðasta kjörtimabili, og undirstrikar áherslu bæjarstjórnar á þennan málaflokk.

Ármann Kr. Ólafsson"

23.1006080 - Grænt bókhald 2009

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

24.1009270 - Bókun vegna merkinga á mannvirkjum bæjarins

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 1/12, umsögn um bókun bæjarfulltrúa á fundi bæjarráðs 23/9 sl. varðandi merkingar á mannvirkjum bæjarins, ásamt tillögu að afgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs.

25.1011289 - Gjaldskrá. Lóðagjöld.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 1/12, tillaga um að bæjarráð geri engar frekari breytingar á lóðagjöldum a.m.k. út árið 2011.

Ármann Kr. Ólafsson óskar eftir frekari gögnum um málið.

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

26.901153 - Skólasamningur grunnskólanna 2010-2011

Frá bæjarstjóra, dags. 1/12, tillaga vegna grunnskólasamninga. Með vísan til þess að ljóst er að megin grundvöllur núgildandi skólasamninga er ekki lengur fyrir hendi leggur bæjarstjóri til við bæjarráð að það segi formlega upp öllum samningum við grunnskóla bæjarins.

Bæjarráð samþykkir uppsögn skólasamninga og felur sviðsstjóra fræðslusviðs að yfirfara grunnskólasamninga og skoða forsendur fyrir nýrri gerð skólasamnings við grunnskóla Kópavogs.

 

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituðum þykir það skjóta skökku við að það skuli leitað fyrst eftir samþykki skólastjóra áður en bæjarstjóri leggur fram tillögu í bæjarráði.

Gunnar Ingi Birgisson"

Fundi slitið - kl. 11:15.