Bæjarráð

2606. fundur 01. september 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1108018 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 30/8

20. fundur

Bæjarráð staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa.

2.1101848 - Heilbrigðiseftirlit 20/6

162. fundur

3.1101848 - Heilbrigðiseftirlit 29/8

163. fundur

4.1108017 - Menningar- og þróunarráð 29/8

8. fundur

5.1104307 - Stefnufundur um ferða- og menningarmál

Liður 2 í fundargerð menningar- og þróunarráðs 29/8, varðandi stefnumótun í ferðamálum í Kópavogi.

Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.

6.707011 - Tónlistarsafn Íslands í Kópavogi

Liður 6 í fundargerð menningar- og þróunarráðs 29/8, varðandi framtíð Tónlistarsafns Íslands.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

7.1101862 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 24/6

788. fundur

8.1101996 - Stjórn Sorpu 29/8

288. fundur

9.1106226 - Ósk um reglur um svör við fyrirspurnum

Frá bæjarstjóra, mál sem frestað var í bæjarráði 25/8, sbr. lið 36 í fundargerð, lagt fram svar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 3/8, varðandi rétt sveitarstjórnarmanna til svara við fyrirspurnum.

Lagt fram.

10.1107051 - Erindi frá Skóla Ísaks Jónssonar vegna nemenda utan sveitarfélags

Frá bæjarstjóra, mál sem frestað var á fundi bæjarráðs 25/8, sbr. lið 41 í fundargerð, varðandi framlag Kópavogsbæjar með nemendum í Ísaksskóla.

Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra fræðslusviðs og hafnar beiðni Ísaksskóla um hækkun á framlögum og að framlög Kópavogsbæjar styðjist við viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Eðlilegt er að framlag með nemendum í Ísaksskóla og öðrum einkaskólum sé nær kostnaði við hvern nemanda í grunnskólum Kópavogs. Greiðslur á milli sveitarfélaga eru langt undir raunkostnaði en hann nemur 1,1-1,2 m.kr. á hvern nemanda. Ísaksskóli fær 462.500 á hvern nemanda. Þessi nálgun er því beinlínis aðför gegn einkareknum skólum og gegn valfrelsi í námi og getur orðið til þess að knésetja þá.

Ármann Kr. Ólafsson""

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

""Við teljum jafnræðis gætt þegar öllum nemendum fylgja sömu greiðslur óháð því hver skólinn er.

Guðríður Arnardóttir""

 

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Þetta er samkomulagsupphæð sem endurspeglar ekki raunkostnað.

Ármann Kr. Ólafsson""

11.1101078 - Mánaðarskýrslur 2011

Frá bæjarritara, mánaðarskýrsla í ágúst vegna starfsemi Kópavogsbæjar í júlí 2011.

Lagt fram.

 

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

12.1105261 - Vatnsendi, eignarnám. Dómsmál 2011

Frá bæjarstjóra, yfirlit yfir stöðu mála.

Karl Axelsson hrl. og Guðjón Ármannsson hdl. sátu fundinn undir þessum lið.

13.1108259 - Austurkór 74. Ósk um rökstuðning vegna úthlutunar á lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, rökstuðningur varðandi úthlutun lóðarinnar að Austurkór 74, ásamt tillögu að svari.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari.

14.1108258 - Austurkór 54. Ósk um rökstuðning vegna úthlutunar lóðar

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, rökstuðningur varðandi úthlutun lóðarinnar að Austurkór 54, ásamt tillögu að svari.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari.

15.1108344 - Austurkór 74. Beiðni um skýringar varðandi úthlutun á lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, rökstuðningur varðandi úthlutun lóðarinnar að Austurkór 74, ásamt tillögu að svari.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari.

16.1101447 - Þjónustusamningur vegna frístundastarfs fyrir fötluð ungmenni

Frá deildarstjóra í málefnum fatlaðra, dags. 30/8, varðandi þjónustusamning vegna frístundastarfs fyrir fötluð ungmenni.

Bæjarráð staðfestir samkomulag við Hafnarfjarðarbæ um þjónustu vegna frístundastarfs fyrir fötluð ungmenni.

17.1104090 - Lausar kennslustofur.

Frá leikskólafulltrúa, tölvupóstur dags. 29/8. Á fundi leikskólanefndar 23/8 var fjallað um lausar kennslustofur við leikskóla, eftirfarandi bókað:
Leikskólanefnd fagnar því að leikskólarýmum sé fjölgað.

Lagt fram.

18.1108160 - Hamraborgarhátíð 2011

Frá deildarstjóra frístunda- og forvarnadeildar, dags. 31/8, svar við fyrirspurn bæjarráðs 25/8, varðandi kosnaðaráætlun Hamraborgarhátíðar, ásamt dagskrá hátíðarinnar.

Lagt fram.

19.1108388 - Kynning á þjónustu á sviði vistvænnar hönnunar og skipulags

Frá Arkís, dags. 24/8, kynnt þjónusta fyrirtækisins á sviði vistvænnar hönnunar og skipulags.

Lagt fram.

20.1108165 - Vatnsendablettur 241a, breytt deiliskipulag

Frá Sigurbirni Þorbergssyni, dags. 26/8, varðandi Vatnsendablett 241a.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

21.1108376 - Erindi varðandi bætt aðgengi fyrir almenning að Elliðavatni

Frá Gerði G. Óskarsdóttur og Sigríði Eysteinsdóttur, dags. 23/8, varðandi aðgengi fyrir almenning að Elliðavatni.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

22.1108374 - Álfhólsvegur 121. Beiðni um styrk vegna greiðslu fasteignagjalda

Frá Félagi Nýalssinna, dags. 24/8, varðandi opinber gjöld vegna húsnæðis félagsins að Álfhólsvegi 121.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

23.1108398 - Ársskýrsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 2010

Ársskýrsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 2010.

Lagt fram.

24.705208 - Vatnsendablettur 134, deiliskipulag

Erindi sem frestað var á síðasta fundi bæjarráðs, þar sem skipulagsnefnd lagði til að deiliskipulagstillögu verði auglýst í samræmi við 43. gr. skipulagslaga.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Gunnar Ingi Birgisson óskar fært til bókar að hann óski eftir að skipulagsstjóri mæti á fund bæjarstjórnar og geri grein fyrir málinu.

25.1108420 - Fjallskilaboð fyrir Kópavogskaupstað haustið 2011

Frá Sauðfjáreigendafélagi Kópavogs, dags. 29/8, varðandi fjallskil haustið 2011.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

26.1108364 - Skipulag á Kársnesi. Fyrirspurn

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Undirritaður leggur til að liður 18. í fundargerð skipulagsnefndar frá síðasta fundi nefndarinnar verði tekinn til umræðu á næsta fundi bæjarráðs.

Gunnar Ingi Birgisson""

27.1109003 - Fjárhagsleg staða íþróttafélaga

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Undirritaður óskar eftir því að íþróttafulltrúi taki saman yfirlit yfir fjárhagsstöðu íþróttafélaganna í bænum og geri bæjarráði grein fyrir því.

Gunnar Ingi Birgisson""

28.1109004 - Tillaga um endurskoðun á fundarsköpum bæjarstjórnar

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi tillögu f.h. meirihluta Samfylkingar, Næst besta flokksins, Vinstri Grænna og Lista Kópavogsbúa um skipan nefndar um endurskoðun á fundarsköpum bæjarstjórnar Kópavogs:

""Nefndin skal skipuð, forseta og varaforseta bæjarstjórnar sem og bæjarfulltrúa frá hvorum flokki minnihlutans, þ.e. Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Markmið endurskoðunarinnar eru að gera fundi bæjarstjórnar markvissari, leita leiða til að gera umræður hnitmiðaðri og málefnalegri og gera fundina skemmtilegri.

 

Formaður nefndarinnar verði forseti bæjarstjórnar og skal nefndin skila tillögum að breyttum fundarsköpum bæjarstjórnar fyrir 1. nóvember 2011.  Bæjarritari skal starfa með nefndinni sem er ólaunuð.

Guðríður Arnardóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Rannveig Ásgeirsdóttir""

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:

""Undirritaður leggur til að fundarsköp bæjarráðs verði tekin inn í þessa endurskoðun.

Ómar Stefánsson""

 

Breytingartillaga Ómars var felld á jöfnu en tveir greiddu atkvæði með og tveir á móti.

 

Tillaga meirihlutans samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum en einn bæjarfulltrúi sat hjá.

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

""Það er sjálfsagt að fundarsköp bæjarráðs séu endurskoðuð en sú endurskoðun fer fram samhliða vinnslu erindisbréfa.

Guðríður Arnardóttir""

29.1103264 - Skýrsla Deloitte hf. skv. ráðningarbréfi 18.2.2011

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir því að efni skýrslunnar verði sér liður á dagskrá bæjarráðs á næsta fundi ráðsins.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Fundi slitið - kl. 10:15.