Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, óskaði eftir að tekin verði til afgreiðslu tillaga um snjómokstur, frá síðasta fundi. Þriðjudaginn 16. október 2012 kl. 11.00 voru opnuð tilboð í verkið "snjómokstur og hálkueyðing í Kópavogi 2012-2015", samkvæmt útboðsgögnum gerðum af framkvæmdadeild Kópavogs dags. 1.september 2012. Útboðið var opið og bárust tilboð í austursvæði frá Arnarverk ehf. og Óskatak ehf., Hilmar D. Ólafsson ehf., Malbikunastöðin Höfði ehf. og Hlaðbær Colas ehf. og vestursvæði frá Arnarverk og Óskatak ehf. Hilmar D. Ólafsson ehf. og Hlaðbær Colas ehf. Framkvæmdaráð samþykkti að ganga til samninga við lægst bjóðanda Arnarverk og Óskatak ehf.
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs til umsagnar.