Bæjarráð

2799. fundur 03. desember 2015 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Elísabet Jónína Þórisdóttir starfsmaður nefndar
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir
Fundargerð ritaði: Elísabet Þórisdóttir
Dagskrá
Karen Elísabet kom á fundinn kl. 08:20.

1.1501353 - Mánaðarskýrslur 2015.

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla vegna starfsemi í október.
Lagt fram.

2.812106 - Þríhnúkagígur.

Frá bæjarlögmanni, dags. 30. nóvember, lögð fram umsögn um tilboð Landsbréfa (ITF) í allt hlutafé í félaginu Þríhnúkum ehf.
Bæjarráð samþykkir með 5 atkvæðum að hafna tilboði Landsbréfa og felur bæjarlögmanni að auglýsa hlut Kópavogsbæjar til sölu.

3.1511631 - SPOT. Umsókn um tímabundið áfengisleyfi. Beiðni um umsögn.

Frá lögfræðideild, dags. 23. nóvember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 23. nóvember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Á-B ehf., kt. 500914-0330, um tímabundið áfengisleyfi vegna bardagaleiks Gunnars Nelssonar, aðfararnótt sunnudagsins 13. desember 2015, til kl. 06:00, á SPOT, að Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag, en afgreiðslutími er lengri en ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015 gerir ráð fyrir. Sveitarstjórn hefur heimild til að samþykkja lengri opnunartíma.

4.1510700 - Staða byggingarframkvæmda á lóðum, fyrirspurn.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 27. nóvember, lagt fram svar við fyrirspurn á fundi bæjarráðs 29.10.2015 um stöðu byggingarframkvæmda á lóðum og lagt til að tíu lóðarhöfum sem ekki hafa sótt um byggingarleyfi verði send bréf þar sem áréttað sé að tímafrestir séu útrunnir og skorað er á viðkomandi að senda inn framkvæmdaáætlun um uppbyggingu á lóðinni.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu um að þeim lóðarhöfum sem ekki hafa sótt um byggingarleyfi verði send bréf þar sem áréttað sé að tímafrestir séu útrunnir.

5.1511569 - Vesturvör 14, lóðarleigusamningur.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 27. nóvember, lagt fram erindi vegna lóðarinnar Vesturvör 14, þar sem lagt er til við bæjarráð að endurnýja ekki lóðarleigusamninginn um lóðina með vísan í 10. gr. samningsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að endurnýja ekki lóðarleigusamning um lóðina Vesturvör 14 með vísan til 10. gr. samningsins.

Sviðsstjóri umhverfissviðs, sat fundinn undir þessum lið.

6.1511843 - Atvinnuátak Skógræktarfélags Kópavogs 2015.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 30. nóvember, lögð fram skýrsla Skógræktarfélags Kópavogs 2015.
Lagt fram.

7.1502144 - Vinnuskóli Kópavogs 2015.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 30. nóvember, lögð fram starfsskýrsla Vinnuskóla og skólagarða Kópavogs 2015.
Lagt fram.

8.1502142 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2015, 18 ára og eldri.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 30. nóvember, lögð fram greinargerð um sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2015, 18 ára og eldri.
Lagt fram.

9.1512031 - Austurkór 72, lóð skilað.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 1. desember, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Austurkórs 72, Pawel Radoslaw og Ewu Wielawa Wierzbicki, um heimild til að skila inn lóðarréttindum. Lóðinni var úthlutað í maí 2015. Lagt er til að heimilað verði að lóðinni verði skilað.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að lóðarréttindum vegna Austurkórs 72 verði skilað inn.

Sviðsstjóri umhverfissviðs, sat fundinn undir þessum lið.

10.1512007 - Álmakór 2, lóð skilað.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 1. desember, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Álmakórs 2, Arnars Grétarssonar og Sigrúnar Hebu Ómarsdóttur, um heimild til að skila inn lóðarréttindum. Lóðinni var úthlutað í apríl 2015. Lagt er til að heimilað verði að lóðinni verði skilað.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að lóðarréttindum vegna Álmakórs 2 verði skilað inn.

Sviðsstjóri umhverfissviðs, sat fundinn undir þessum lið.

11.1512028 - Álmakór 4, lóð skilað.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 1. desember, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Álmakórs 4, Grétars S. Kristjánssonar, um heimild til að skila inn lóðarréttindum. Lóðinni var úthlutað í apríl 2015. Lagt er til að heimilað verði að lóðinni verði skilað.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að lóðarréttindum vegna Álmakórs 4 verði skilað inn.

Sviðsstjóri umhverfissviðs, sat fundinn undir þessum lið.

12.1512030 - Þrymsalir 8, lóð skilað.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 1. desember, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Þrymsala 8, Andra Þórs Gestssonar, um heimild til að skila inn lóðarréttindum. Lóðinni var úthlutað í mars 2015. Lagt er til að heimilað verði að lóðinni verði skilað.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að lóðarréttindum vegna Þrymsala 8 verði skilað inn.

Sviðsstjóri umhverfissviðs, sat fundinn undir þessum lið.

13.1501415 - Innleiðing spjaldtölva í grunnskólum Kópavogsbæjar.

Frá forstöðumanni UT-deildar og verkefnastjóra spjaldtölvuinnleiðingar, dags. 30. nóvember, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að ganga til samninga við Skakkaturn ehf. um kaup á 1.100 iPad spjaldtölvum fyrir sjötta og sjöunda bekk í grunnskólum Kópavogs, þannig að kaupin rúmist innan fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við Skakkaturn ehf. um kaup á 1.100 iPad spjaldtölvum.

Verkefnastjóri spjaldtölvuinnleiðingar sat fundinn undir þessum lið.

14.1511157 - Tillaga um að birta fylgiskjöl m.fundargerðum fastanefnda.

Frá deildarstjóra grunnskóladeildar, dags. 1. desember, lögð fram tillaga sem samþykkt var í skólanefnd 16.11.2015 um að birta fylgiskjöl með fundargerðum fastanefnda, nema um trúnaðarmál sé að ræða.
Frestað.

15.15081375 - Umsókn um launað 4 mánuða námsleyfi á árinu 2016.

Frá starfsmannastjóra, dags. 16. nóvember, lögð fram beiðni Önnu Eyglóar Karlsdóttur um námsleyfi þar sem lagt er til að henni verði veitt launað námsleyfi í 4 mánuði á árinu 2016 gegn því skilyrði að hún starfi hjá Kópavogsbæ að námi loknu.
Frestað.

16.1512014 - Umsókn um launað námsleyfi.

Frá starfsmannastjóra, dags. 16. nóvember, lögð fram beiðni Árna Sveinssonar um námsleyfi og lagt til að honum verði veitt launað námsleyfi á haustönn 2015 gegn því skilyrði að hann starfi hjá Kópavogsbæ að námi loknu. Er lagt til að veitt verði launað námsleyfi í 1 mánuð á hverjum 20 mánuðum í samræmi við 1. mgr. ákvæðis 10.3.1 kjarasamnings, þannig að Árni eigi inni 2 mánaða rétt og getur skipt honum 2*20 daga árið 2016.
Frestað.

17.1507263 - Umsókn um launað námsleyfi á vorönn 2016.

Frá starfsmannastjóra, dags. 16. nóvember, lögð fram beiðni Guðbjargar Gígju Árnadóttur um námsleyfi og lagt til að henni verði veitt launað námsleyfi í 3 mánuði vorið 2016 gegn því skilyrði að hún starfi hjá Kópavogsbæ að námi loknu.
Frestað.

18.15081392 - Umsókn um launað námsleyfi á vor-og haustönn 2016.

Frá starfsmannastjóra, dags. 16. nóvember, lögð fram beiðni Helgu Hönnu Þorsteinsdóttur um námsleyfi og lagt til að henni verði synjað um launað námsleyfi fyrir vor- og haustönn á árinu 2016, þar sem hún uppfyllir ekki skilyrði kjarasamnings um að hafa starfað 5 ár sem leikskólakennari.
Frestað.

19.1509656 - Umsókn um launað námsleyfi.

Frá starfsmannastjóra, dags. 16. nóvember, lögð fram beiðni Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur um námsleyfi og lagt til að henni verði veitt launað námsleyfi í 2 mánuði á árinu 2016 gegn því skilyrði að hún starfi hjá Kópavogsbæ að námi loknu.
Frestað.

20.1408380 - Umsókn um launað námsleyfi.

Frá starfsmannastjóra, dags. 16. nóvember, lögð fram beiðni Hólmfríðar K. Sigmarsdóttir um námsleyfi og lagt til að henni verði veitt launað námsleyfi í 5 mánuði á árinu 2016 gegn því skilyrði að hún starfi hjá Kópavogsbæ að námi loknu.
Frestað.

21.15082010 - Beiðni um launað námsleyfi.

Frá starfsmannastjóra, dags. 16. nóvember, lögð fram beiðni Jófríðar Hönnu Sigfúsdóttur um námsleyfi og lagt til að henni verði synjað um launað námsleyfi þar sem umsókn hennar uppfyllir ekki skilyrði ákvæða kjarasamnings hennar.
Frestað.

22.1512013 - Umsókn um launað námsleyfi.

Frá starfsmannastjóra, dags. 16. nóvember, lögð fram beiðni Sigríðar Önnu Guðnadóttur um námsleyfi og lagt til að henni verði veitt launað námsleyfi í 6 mánuði á árinu 2016 gegn því skilyrði að hún starfi hjá Kópavogsbæ að námi loknu.
Frestað.

23.15081373 - Umsókn um launað námsleyfi á fyrri hluta vorannar 2016.

Frá starfsmannastjóra, dags. 16. nóvember, lögð fram beiðni Sólveigar Sigurvinsdóttur um námsleyfi og lagt til að henni verði veitt launað námsleyfi í 3 mánuði á árinu 2016 gegn því skilyrði að hún starfi hjá Kópavogsbæ að námi loknu.
Frestað.

24.1502726 - Beiðni um launað námsleyfi.

Frá starfsmannastjóra, dags. 16. nóvember, lögð fram beiðni Steinunnar Erlu Sigurgeirsdóttur um námsleyfi og lagt til að henni verði veitt launað námsleyfi í 3 mánuði (jan.,feb. og mars) á árinu 2016 gegn því skilyrði að hún starfi hjá Kópavogsbæ að námi loknu.
Frestað.

25.1511701 - Kaup og innleiðing á lausn sem geymir myndir og myndasýningar

Frá forstöðumanni UT-deildar, dags. 1. desember, minnisblað um stöðu myndasýningar og myndabanka.
Lagt fram.

26.1312178 - Krafa um leiðréttingu launa.

Frá Mörkinni lögmannsstofu, dags. 3. nóvember, lögð fram krafa um leiðréttingu launa af hálfu Starfsmannafélags Kópavogs f.h. starfsmanns Kópavogsbæjar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

27.1510546 - Breiðahvarf 15. Breytt deiliskipulag.

Frá eigendum Breiðahvarfs 15, dags. 22. nóvember, lagt fram erindi í tilefni af synjun á erindi þeirra um heimild til að breyta hesthúsi að Breiðarhvarfi 15 í íbúðarhúsnæði. Lögð fram að nýju beiðni þar sem óskað er eftir að þeim verði heimilað að breyta hesthúsinu í gistirými.
Bæjarráð vísar málinu til skipulagsnefndar til afgreiðslu.

28.1511023 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 26. nóvember 2015.

174. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 10. liðum.
Lagt fram.

29.1511006 - Barnaverndarnefnd, dags. 12. nóvember 2015.

50. fundur barnaverndarnefndar í 7. liðum.
Lagt fram.

30.1511019 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 25. nóvember 2015.

41. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 2. liðum.
Lagt fram.

31.1511018 - Skipulagsnefnd, dags. 30. nóvember 2015.

1269. fundur skipulagsnefndar í 26. liðum.
Lagt fram.

32.15082227 - Austurkór 42 og 44. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lagt fram að nýju erindi Byggvír ehf., f.h. lóðarhafa, dags. 17.8.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Austurkórs 42 og 44. Á fundi skipulagsnefndar 26.10.2015 var málinu frestað og því vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram breytt tillaga dags. 27.11.2015 þar sem komið er til móts við athugasemdir sem bárust á kynningartíma. Í breytingunni felst að aðkomukótar Austurkórs 42 og 44 eru lækkaðir um 20 cm og hámarkshæð er lækkuð úr 7,5 m í 7,2 m. Byggingarreitur er því 50 cm lægri en heimilt er í gildandi deiliskipulagi. Hækkun byggingarreits á vesturhliðum húsanna verður því 90 cm í stað 1,2 m sbr. uppdrætti dags. 17.11.2015. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu dags. 27.11.2015 með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

33.1511074 - Álalind 1-3. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram að nýju tillaga ASK arkitekta f.h. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir Álalind 1-3. Uppdrættir í mkv. 1:200, 1:400 og 1:500 ásamt skýringarmyndum mótt. 26.11.2015. Á fundi skipulagsnefndar 9.11.2015 var málinu frestað. Lóðarhafi óskaði eftir breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að íbúðum fjölgar úr 27 í 36 og bílastæðum fjölgar úr 40 í 54 í samræmi við kröfur um fjölda bílastæða pr. íbúð. Bílakjallari stækkar. Skipulagsnefnd taldi framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett voru fram í skipulagsskilmálum Glaðheimasvæðis, austurhluta og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

34.1510547 - Álalind 2. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram að nýju tillaga KRADS arkitekta f.h. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir Álalind 2. Uppdrættir ásamt skýringarmyndum dags. í nóvember 2015. Á fundi skipulagsnefndar 9.11.2015 var málinu frestað. Lóðarhafi óskaði eftir breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 23 í 25, heildarbyggingarmagn helst óbreytt. Aðkomukóti jarðhæðar hækkar úr 40,3, í 41,3. Innkeyrsla inn í bílgeymslu færist frá suðurenda lóðar að innkeyrslu inn á lóð í norðri sbr. erindi mótt. 27.11.2015. Skipulagsnefnd taldi framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett voru fram í skipulagsskilmálum Glaðheimasvæðis, austurhluta og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

35.1511076 - Álalind 4, 6 og 8. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lagt fram erindi Zeppelin arkitekta f.h. lóðarhafa að byggingaráformumum fyrir Álalind 4, 6 og 8 dags. 27.11.2015. Lóðarhafi óskaði eftir breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að íbúðum fjölgar ír 42 í 44. Innkeyrsla inn í bílgeymslu færist frá suðurenda lóðar að innkeyrslu inn á lóð í norðri sbr. erindi dags. 27.11.2015. Bílageymsla færist til suðurs.
Skipulagsnefnd taldi framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett voru fram í skipulagsskilmálum Glaðheimasvæðis, austurhluta og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

36.1511077 - Álalind 10. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram tillaga KRark dags. 25.11.2015 f.h. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir Álalind 10. Uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:500 ásamt skýringarmyndum. Lóðarhafi óskaði eftir breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að heildarbyggingarmagn eykst um úr 1850 m2 í 1931,5 m2 eða um 81,5 m2. Lítillega er farið út fyrir byggingarreit á suðurhlið hússins sbr. uppdráttum dags. 25.11.2015. Skipulagsnefnd taldi framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett voru fram í skipulagsskilmálum Glaðheimasvæðis, austurhluta og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

37.1508150 - Álalind 14. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram að nýju tillaga Tvíhorf arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 17.8.2015 að byggingaráformum fyrir Álalind 14. Uppdráttur og skýringarmyndir í mkv. 1:100 dags. 17.8.2015. Á fundi skipulagsnefndar 17.8.2015 var málinu frestað. Lóðarhafi óskaði eftir breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar til suðurs og norðurs, gefin er heimild til að svalir fari út fyrir byggingarreit og heildarbyggingarmagn eykst úr 4000 m2 í 5220 m2 sbr. uppdráttum dags. 3.11.2015. Á fundi skipulagsnefndar 17.8.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða breytingu á deiliskipulagi Álalindar 14 fyrir lóðarhöfum Álalindar 16; Askalindar 2 og 2a. Lagt fram skriflegt samþykki tilgreindra lóðarhafa dags. 30.11.2015. Skipulagsnefnd taldi framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett voru fram í skipulagsskilmálum Glaðheimasvæðis, austurhluta og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

38.1511749 - Álalind 16. Byggingaráform og breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram tillaga KRark dags. 5.11.2015 f.h. lóðarhafa að byggingaráformum fyrir Álalind 16. Uppdrættir í mkv. 1:300 og 1:200 ásamt skýringarmyndum. Lóðarhafi óskaði eftir breytingu á samþykktu deiliskipulagi. Byggingarreitur og byggingarreitur bílageymslu færast lengra til suðurs sbr. uppdráttum dags. 5.11.2015. Skipulagsnefnd taldi framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett voru fram í skipulagsskilmálum Glaðheimasvæðis, austurhluta og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

39.1511688 - Bæjarlind 5. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lagt fram erindi lóðarhafa mótt. 24.11.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Bæjarlindar 5. Í breytingunni felst íbúðum fjölgar úr 39 í 45. Tvær af nýjum íbúðum hússins verða þakíbúðir sem haldast að öllu leyti innan samþykkts byggingarreits. Bílakjallari stækkar þannig að bílastæðum fjölgar úr 31 í 37 og á lóð verða 40 bílastæði. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

40.15062180 - Bæjarlind 7-9. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram tillaga Atelier arkitekta dags. 23.11.2015, f.h. lóðarhafa, að breyttu deiliskipulagi Bæjarlindar 7-9. Í breytingunni felst að bætt er við tveimur þakíbúðum og verður húsið því fimm hæðir með inndreginni 6. hæð. Hluti þakíbúða fer 80 cm upp úr samþykktum byggingarreit. sbr. uppdrætti dags. 23.11.2015. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

41.1511789 - Glaðheimar - austurhluti. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Glaðheima - austurhluta dags. 27.11.2015. Uppdráttur í mkv. 1:10.000 þar sem fram koma þær breytingar sem gerðar hafa verði á svæðinu og tilgreindar eru í tölulið 18-25 í fundargerð 1269. fundar skipulagsnefndar. Ennfremur lagt fram skriflegt samþykki allra lóðarhafa á deiliskipulagssvæðinu dags. 30. nóvember 2015. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

42.1509372 - Hafnarbraut 9, 13-15 og Bakkabraut 10.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lögð fram tillaga Teiknistofunnar Tröð fh. lóðarhafa, dags. 25.9.2015, að breyttu deiliskipulagi Hafnarbrautar 9 og 13-15 og Bakkabrautar 10. Í breytingunni felst m.a. að íbúðum er fjölgað um 10 verða 78 í stað 68 og hluti húsnæðisins verður fyrir atvinnustarfsemi samtals 1,260 m2. Hæð fyrirhugaðra húsa er óbreytt miðað við gildandi deiliskipulag þ.e. 4 hæðir auk kjallara. Miðað er við 1,3 bílastæði á íbúð og 1 bílastæði á hverja 50 m2 í atvinnuhúsnæði. Hluti bílastæða eru í niðurgrafinni bílgeymslu. Lóðamörk breytast. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

43.15082892 - Skógarlind 2. Sjálfsafgreiðslustöð / fjölorkustöð.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, lagt fram erindi VA Arkitekta dags. 18.11.2015 f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að koma fyrir sjálfsafgreiðslustöð við suðurenda byggingar. Gert er ráð fyrir sölu á hefðbundnu eldsneyti, endurnýjanlegum eldsneyti, íblöndðu eða hreinu, rafmagnshleðslu eða öðrum umhverfisvænum orkugjöfum. Bílastæðum á lóð fækkar um 21 og fallið yrði frá frekari nýtingu á byggingarreit. Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

44.1510008 - Þorrasalir 31. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 1. desember, að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga lóðarhafa dags. 1.10.2015 að breyttu deiliskipulagi Þorrasala 31. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúss á tveimur hæðum verði byggt einbýlishús á einni hæð. Útveggur vesturhliðar fer 0,6m út fyrir byggingarreit á 5 m kafla frá suðurhlið. Á norðuausturhorni fer útveggur 0,6 m út fyrir byggingarreit. Gólfkóti hússins hækkar um 20 cm sbr. uppdrætti dags. 1.10.2015. Á fundi skipulagsnefndar 5.10.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Þorrasala 2, 4, 29 og 33; Þrúðsala 12, 14 og 16. Kynningu lauk 27.11.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust við kynnta tillögu.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

45.1511022 - Skólanefnd, dags. 30. nóvember 2015.

95. fundur skólanefndar í 6. liðum.
Lagt fram.

46.1512057 - Mótun heildstæðrar samgöngustefnu

Bæjarráð leggur til að mótuð verði heildstæð samgöngustefna fyrir Kópavog þar sem m.a. verður horft til lýðheilsuþátta, öryggis og loftgæða. Í stefnunni skal fjalla um Strætósamgöngur, göngu- og hjólreiða, bílaumferðar og tækninýjungar sem nýtast fyrir bættar samgöngur. Meðfylgjandi er greinargerð sem markar ramma fyrir verkefnið.
Vísað til umhverfis- og samgöngunefndar.

Arkitekt hjá umhverfissviði sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið.