Bæjarráð

2840. fundur 06. október 2016 kl. 08:15 - 09:55 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1610042 - Austurkór 44. Heimild til veðsetningar

Frá fjármálastjóra, dags. 4. október, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Austurkórs 44, Múr og Flísameistarans ehf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðið veðleyfi.

2.1610033 - Álmakór 11, lóð skilað.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 3. október, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Álmakórs 11, Karls Edvaldssonar og Kristínar Óskar Leifsdóttur, um heimild til að skila lóðinni. Lagt er til við bæjarráð að samþykkja að lóðarréttindum Álmakórs 11 verði skilað.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila að lóðarréttindum Álmakórs 11 verði skilað.

3.16031430 - Tillaga um breytingu á stigakerfi félagslegra leiguíbúða fyrir 60 ára og eldri.

Frá deildarstjóra ráðgjafa- og íbúðadeildar, dags. 4. október, lögð fram til samþykktar tillaga að breytingu á stigakerfi félagslegra leiguíbúða til aldraðra sem samþykkt var í félagsmálaráði þann 3. október sl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða breytingu á stigakerfi félagslegra leiguíbúða til aldraðra og að færa aldursviðmið til 67 ára aldurs.

4.1609076 - Alþingiskosningar 2016

Frá formanni kjörstjórnar í Kópavogi, dags. 3. október, lagt fram erindi vegna fyrirhugaðra alþingiskosninga 29. október nk. Lagt er til að kjörstaðir verði tveir í Kópavogi, íþróttahúsinu Smáranum og Kórnum, og aðsetur kjörstjórnar verði í Smáranum. Listi yfir starfsmenn verður lagður fram síðar. Þá er vakin athygli á því að kjördeildum hefur verið fjölgað um tvær í Smára og eina í Kórnum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðar tillögur vegna alþingiskosninga 29. október 2016.

5.16091071 - Tilkynning um ágóðahlutagreiðslu 2016

Frá EBÍ, dags. 27. september, lögð fram tilkynning um ágóðahlutagreiðslu til aðildarsveitarfélaga 2016.
Lagt fram.

6.1609031 - Félagsmálaráð, dags. 3. október 2016.

1419. fundur félagsmálaráðs í 9. liðum.
Lagt fram.

7.1609025 - Íþróttaráð, dags. 29. september 2016.

63. fundur íþróttaráðs í 3. liðum.
Lagt fram.

8.16011137 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 3. október 2016.

217. fundur heilbrigðisnefndar í 4. liðum.
Lagt fram.

9.1609020 - Leikskólanefnd, dags. 26. september 2016.

74. fundur leikskólanefndar í 1. lið.
Lagt fram.

10.1609027 - Skipulagsnefnd, dags. 3. október 2016.

1284. fundur skipulagsnefndar í 3. liðum.
Lagt fram.

11.1605924 - Kársnesbraut 123. Viðbygging. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 4. október, lagt fram að nýju frá byggingarfulltrúa að lokinni kynningu erindi VSB verkfræðistofu, dags. 28.4.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild fyrir breytingum á Kársnesbraut 123. Í breytingunni felst að byggt verði við húsið á norðvestur horni þess, tæpa 36 m2 viðbyggingu. Nýtt mænisþak verður sett ofan á núverandi þakflöt. Hæsti punktur nýs mænisþak verður 1,6 metrum hærri en núverandi þak sbr. uppdráttum dags. 28.4.2016. Á fundi skipulagsnefndar 30. maí 2016 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 121 og 125; Holtagerðis 66, 68 og 70. Kynningartíma lauk 5. september 2016. Athugasemdir bárust frá Holtagerði 70, dags. 5.9.2016. Með bréfi dags. 26.9.2016 var framangreind athugasemd dregin til baka. Lagt fram að nýju. Skipulagsnefnd samþykkti erindið og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

12.1609030 - Skólanefnd, dags. 3. október 2016.

108. fundur skólanefndar í 6. liðum.
Lagt fram.

Ólafur Þór Gunnarsson tekur undir bókun Gísla Baldvinssonar í lið 1.

13.1610066 - Borgarlína í Kópavogi

Kynning á skoðunarferð sveitarstjórnarfólks af höfuðborgarsvæðinu og fulltrúa ríkisins þar sem skoðaðar voru borgarlínur í þremur löndum.
Hlé var gert á fundi kl. 8.45. Fundi var fram haldið kl. 9.35.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:55.