Bæjarráð

2507. fundur 04. júní 2009 kl. 15:15 - 16:45 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.905017 - Fundargerð félagsmálaráðs 2/6

1264. fundar

2.905193 - Yfirfærsla málefna fatlaðra til sveitarfélaga

Félagsmálastjóri gerði grein fyrir málinu.

3.903094 - Fundargerð hafnarstjórnar 29/5

62. fundur

Liður 1. Bæjarráð vísar fyrirspurnum hafnarstjórnar til framkvæmda- og tæknisviðs og endurskoðanda bæjarins.

4.901385 - Fundargerð heilbrigðisnefndar 25/5

139. fundur

Bæjarráð óskar eftir því að framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins mæti til næsta fundar ráðsins vegna málefna Steypustöðvarinnar Borga á Hafnarbraut 9.

5.902033 - Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga 26/3

762. fundur

Liður 13. Bæjarráð óskar eftir að fá afrit af umsögn Sambandsins.

6.902033 - Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga 29/4

763. fundur

Liður 6. Bæjarráð óskar eftir afriti af greinargerð um Brussel-skrifstofu.

7.902033 - Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga 22/5

764. fundur

8.901137 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. 25/5

262. fundur

9.804117 - Tilraunaverkefni - Hugsum áður en við hendum

Frá bæjarstjóra, tilraunaverkefni Íslenska gámafélagsins, "Hugsum áður en við hendum", sem frestað var á síðasta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að farið verði í verkefnið.

10.906014 - Boðaþing 22-24. Hrafnista-DAS

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 3/6, óskað er eftir heimild bæjarráðs til að verða við ósk Hrafnistu, lóðarhafa að Boðaþingi 22 - 24 um að gefa lóðarleigusamning út á nafn Naustavarar ehf.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

11.906015 - Lóðagjöld. Tillaga að breytingu á gjaldskrá.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 3/6, varðandi tillögu að breytingu á gjaldskrá lóðagjalda. Í núgildandi gjaldskrá eru tveir flokkar fyrir fjölbýli I og II, lagt er til að bætt verði við einum flokki, fjölbýli III.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

12.904001 - Kaupangur vegna Glaðheimasvæðisins.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, lögð fram tillaga að svari, dags. 29/5, til Merkurinnar lögmannsstofu hf., vegna viðvörunar um fyrirhugaða riftun kaupsamnings Kópavogsbæjar og Kaupangs eignarhaldsfélags ehf.

Lagt fram.

13.701106 - Vatnsendablettur 241a, og mál nr. 0810390, Vatnsendablettur 134.

Bæjarráð frestaði afgreiðslu á tillögu, sem samþykkt var í skipulagsnefnd, á fundi sínum þann 7. maí sl. og fól sviðsstjórum framkvæmda- og tæknisviðs, skipulags- og umhverfissviðs og bæjarlögmanni að vinna að málinu. Þá fól bæjarráð ofangreindum starfsmönnum að ganga til viðræðna við landeiganda og gera bæjarráði grein fyrir viðræðunum á fundi bæjarráðs 4. júní.

Sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs gerði grein fyrir framgangi málsins.

14.905190 - Ráðning í sumarvinnu.

Frá forstöðumanni vinnuskólans, umsögn, dags. 2/6, um erindi Margrétar Gunnarsdóttur, varðandi ráðningu dóttur hennar, Sigrúnar Bjarkar Sigurðardóttur í sumarvinnu í Kópavogi. Lagt er til að Sigrún Björk verði ráðin til starfa.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

15.903019 - Sumarstörf 2009 (17 ára og eldri)

Frá forstöðumanni vinnuskólans, lögð fram tillaga að ráðningum sumarstarfsmanna skv. lista dags. 3/6.

Bæjarráð samþykkir tillögu að ráðningu 93 sumarstarfsmanna.

16.905345 - Bæjarlind 18, KFC. Beiðni um umsögn skv. lögum nr. 85/2007.

Frá bæjarlögmanni, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 25. maí 2009, þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar KFC, kt. 540198-3149, Garðahrauni 2, 210 Hafnarfirði, um leyfi skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald til að reka veitingastaðinn KFC að Bæjarlind 18 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir veitingastað flokk I, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.


Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar er innan þeirra marka, sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

17.905296 - Hlíðarsmári 3, Barkarbú ehf. Beiðni um umsögn skv. lögum nr. 85/2007.

Frá bæjarlögmanni, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 18. maí 2009, þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Barkarbús ehf., kt. 701294-2119, Sæviðarsundi 40, Reykjavík, um leyfi skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald til að reka veitingastaðinn Amokka að Hlíðarsmára 3 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir veitingastað flokk II, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.


Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar er innan þeirra marka, sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

18.904159 - Rekstrarstjóri fræðslusviðs

Frá sviðsstjóra fræðslusviðs og starfsmannastjóra, dags. 29/5, varðandi ráðningu rekstarstjóra fræðslusviðs.


Bæjarráð samþykkir tillögu um að ráða Sindra Sveinsson, kt. 110878-5169, Kópavogsbraut 108, 200 Kópavogi, í stöðu rekstrarstjóra fræðslusviðs.

19.905281 - Sumarstarfsmenn í sumarbúðum skáta á Úlfljótsvatni 2009

Frá starfsmannastjóra, dags. 3/6, viðbótarbeiðni um ráðningu skáta að Úlfljótsvatni. Lagt er til að bæjarráð samþykki ráðningu tveggja ungmenna til viðbótar í 6 - 8 vikur.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

20.906048 - Tillaga um mat á verðmæti Vatnsveitu Kópavogs.

Formaður bæjarráðs lagði til að sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og endurskoðanda bæjarins verði falið að vinna verðmat á Vatnsveitu Kópavogs.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.

21.906017 - Beiðni um styrk vegna þátttöku í Ólympíukeppni í efnafræði.

Frá Guðmundi Kára Stefánssyni, dags. 1/6, óskað eftir styrk vegna þátttöku í Olympíukeppni í efnafræði, sem haldin verður í Cambridge á Englandi 18. - 27. júlí nk.


Bæjarráð samþykkir erindið og vísar málinu til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

22.906008 - Frumvarp til vegalaga.

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 27/5, varðandi vegalög, sem tóku gildi 1. janúar 2008.

Lagt fram.

23.906027 - Beiðni um endurskoðun á niðurskurði á styrkjum til tónlistarskólanna.

Frá Söngskólanum í Reykjavík, dags. 28/5, varðandi styrkveitingar til söngnáms í skólanum.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs til afgreiðslu.

24.906002 - Styrktarsjóður EBÍ. Boðið að senda inn umsókn.

Frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands, dags. 28/5, varðandi úthlutun úr styrktarsjóði EBÍ.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

25.701193 - Háspennulínur frá Hellisheiði út á Reykjanes, breytt Aðalskipulag.

Frá Landsneti, dags. 29/5, upplýsingar varðandi styrkingu raforkuflutningskerfisins á Suðvesturlandi.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og skipulags- og umhverfissviðs til úrvinnslu.

26.906006 - Rafrænar kosningar, tilraunaverkefni.

Frá samgönguráðuneytinu, dags. 28/5, upplýsingar varðandi rafrænar kosningar - tilraunaverkefni.

Lagt fram.

27.904007 - Boð á kynningarfund vegna verkefnisins Borgir gegn rasisma.

Frá Ísland Panorama, ódags., boðin þátttaka í verkefninu "Borgir gegn rasisma".

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra og forvarnafulltrúa til afgreiðslu.

28.804133 - Suðurlandsvegur. Tvöföldun frá Hólmsá að Hveragerði

Frá Seltjarnarnesbæ, dags. 29/5, vegna erindis Kópavogsbæjar, dags. 6/4 sl. varðandi óverulega breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001 - 2024, sem lagt var fram í bæjarstjórn Seltjarnarness 27/5. Engar athugasemdir voru gerðar.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til afgreiðslu.

29.904053 - Beiðni um mótgreiðslu vegna tónlistarnáms í öðru sveitarfélagi.

Frá Særúnu Harðardóttur, tölvupóstur dags. 3/6, óskað frekari útskýringar á synjun um styrk til söngnáms í öðru bæjarfélagi.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs og óskar eftir tillögu að svari.

30.812114 - Kjóavellir. Úthlutun lóða.

Samkvæmt heimild frá bæjarráði, dags. 8. apríl sl. voru lóðir, sem ekki hafði verið ráðstafað á Kjóavallasvæðinu auglýstar lausar til umsóknar fyrir almenning.

Umsóknir hafa borist um 11 lóðir. Eftir að hafa yfirfarið umsóknir og rætt við umsækjendur mælir framkvæmda- og tæknisvið með því, að bæjarráð úthluti eftirfarandi aðilum lóðarréttindum:

Nöfn umsækjenda:
Kennitala:
Heimilisfang:
Pnr.:
Lóð:


Hlynur Sigurðarson
040567-5189
Brekkubyggð 13
210
Markavegur
7

Aubert Högnason
190448-3049
Hlíðarhjalla 7
200
Landsendi
11

Húseik ehf
580705-0220
Bröttutungu 4
200
Landsendi
13

Bjarni Bragason
070470-4979
Blesugróf 1
108
Hæðarendi
3

Jón Gunnar Hallgrímsson
200753-5939
Kastalagerði 1
200
Hæðarendi
7

Ásgeir Guðmundsson
090235-2739
Jötunsölum 2
201
Hæðarendi
2

Pétur Pálsson
120156-4119
Breiðahvarf 15
203
Hamraendi
9

Pétur Pálsson
120156-4119
Breiðahvarf 15
203
Hamraendi
11

Hörður Kristjánsson
060651-4189
Stuðlaseli 8
109
Hamraendi
15

Björn Björnsson
260154-4869
Fjallalind 29
201
Hamraendi
4

Halldór Svansson
140955-2649
Jöklalind 8
201
Hamraendi
8


Bæjarráð samþykkir tillögu að úthlutun á lóðarréttindum.


 


Gunnsteinn Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.

31.905297 - Álmakór 12, lóðaskil.

Frá Kristni J. Gíslasyni og Elísabetu M. Erlendsdóttur, dags. 22/5, lóðinni að Álmakór 12 skilað inn.
Lagt fram.

32.905350 - Ársskýrsla Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) 2008.

Frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma, dags. 28/5, ársskýrla 2008 lögð fram.

Lagt fram.

33.906049 - Ósk um upplýsingar um kostnað.

Guðríður Arnardóttir óskar eftir upplýsingum um kostnað bæjarins við fyrirhugaða heimsókn fulltrúa Wuhan.

Fundi slitið - kl. 16:45.