Bæjarráð

2500. fundur 16. apríl 2009 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Þórður Clausen Þórðarson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.901304 - Fundargerð félagsmálaráðs Kópavogs 7/4.

1260. fundur, liður 3.5 starfsmannamál: "Félagsmálaráð samþykkir fyrir sitt leyti að Eva Björg Bragadóttir, félagsráðgjafi verði ráðin í 100% stöðugildi hjá Fjölskyldudeild í framtíðarstarf."

Bæjarráð staðfestir lið 3.5.

2.902033 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 27/2.

761. fundur

3.901307 - Fundargerð stjórnar SSH 30/3.

333. fundur

4.904120 - Fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 11/2.

292. fundur

5.904120 - Fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 5/3.

293. fundur

6.901137 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. 23/2.

259. fundur

7.801287 - Grjótnám í Lækjarbotnum.

Liður 3 í fundargerð umhverfisráðs frá 23/2.

Bæjarráð samþykkir lið 3.

8.903228 - Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu, yfirlit yfir fjölda atvinnulausra.

Frá bæjarstjóra, lagt fram yfirlit frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu yfir fjölda atvinnulausra í lok mánaðar janúar 2008 - mars 2009.

9.903019 - Sumarstörf 2009.

Frá bæjarstjóra, frestað mál frá síðasta fundi, sumarstörf 2009.

Bæjarráð samþykkir að 700-750 manns verði ráðnir úr hópi þeirra, sem nú þegar hafa sótt um sumarstörf hjá Kópavogsbæ. Áætlaður launakostnaður umfram heimildir fjárhagsáætlanir verður um 155 milljónir. Þá verði áfram tekið við skráningu og bæjarráði verði síðan gerð grein fyrir stöðu mála seinni hluta aprílmánaðar. Vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

10.903242 - 230 ára afmælishátíð Tampere, vinabæ Kópavogs.

Frá bæjarstjóra, erindi sem frestað var í bæjarráði 8/4, varðandi 230 ára afmæli Tampere.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri og einn fulltrúi minnihluta í bæjarráði fari á afmælishátíðina.

11.903192 - Vatnsendablettur 102 (nú Ennishvarf 13).

Frá bæjarstjóra, frestað mál frá síðasta fundi, liður 37 málsnúmer 0904061.

Gunnar Ingi Birgisson vék af fundi undir þessum lið og Ármann Kr. Ólafsson tók sæti hans á fundinum.

Þar sem niðurstaða hæstaréttar liggur fyrir telur bæjarráð ekki efni til að tjá sig frekar um málið. Tillaga skv. lið 37 frá síðasta fundi hefur verið dregin til baka.

12.903223 - Malbiksframkvæmdir 2009. Nýlagnir, yfirlagnir, malbiksefni.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 15/4, miðvikudaginn 8/4 voru opnuð tilboð í verkið Malbikun og viðgerðir á götum í Kópavogi 2009 til 2010, skv. útboðsgögnum gerðum af framkvæmdadeild Kópavogs. Lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda, Malbikun og völtun ehf. og Fagverk ehf.

Ármann Kr. Ólafsson vék af fundi.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

13.901153 - Skólasamningur grunnskólanna.

Frá sviðsstjóra fræðslusviðs, dags. 24/3, drög að tillögu grunnskóladeildar, varðandi gildandi skólasamning.

Hafsteinn Karlsson og Gunnsteinn Sigurðsson véku sæti undir þessum lið. Gunnar Ingi Birgisson tók aftur sæti sitt á fundinum.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

14.703029 - Bótakrafa vegna framkvæmda á vegum Kópavogsbæjar í Heiðmörk

Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness í máli Skógræktarfélags Reykjavíkur gegn Kópavogsbæ og Klæðningu.
Lagt fram.

15.903243 - Boðsmiði á óperuna Töfraflautan, sem verður sett upp í Lindakirkju.

Frá Ástu Bryndísi Schram og Keith Reed, dags. 14/4, boð á Töfraflautuna, sem flutt er í Lindakirkju.

Lagt fram og vísað til lista- og menningarráðs til úrvinnslu.

16.904007 - Boð á kynningarfund vegna verkefnisins Borgir gegn rasisma.

Frá Ísland Panorama, ódags. Samtökin eru frjálst félag, sem vinnur markvisst gegn kynþáttafordómum á Íslandi, boðið til kynningarfundar 27/4 nk.

Lagt fram og sent bæjarfulltrúum.

17.904058 - Beiðni um styrk vegna málþingis um félagslegar íbúðabyggingar á Íslandi í 80 ár.

Frá Reykjavíkurakademíunni, dags. 3/4, óskað eftir fjárstyrk, að upphæð kr. 50.000 vegna málþings um félagslegar íbúðabyggingar á Íslandi í 80 ár, sem haldið verður 15/5 nk.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

18.904116 - Beiðni um fjárhagslegan stuðning.

Frá Hagsmunasamtökum heimilanna, dags. 11/4, óskað eftir fjárstyrk til samtakanna fyrir árið 2009.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

19.904118 - Arnarnesvegur milli Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar.

Frá Vegagerðinni, dags. 14/4, sótt um framkvæmdaleyfi til lagningar á nýjum Arnarnesvegi milli Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar.

Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að gefa út framkvæmdaleyfið.

20.904119 - Álfhólsvegur, umferðaröryggi.

Frá íbúa í bænum, tölvupóstur, dags. 15/4, varðandi ökuhraða og aksturslag í húsagötu við Álfhólsveg.

Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og umferðarnefndar til umsagnar.

21.809148 - Iðuþing 22, kæra vegna endurgreiðslu lóðargjalda.

Frá samgönguráðuneytinu, dags. 15/4, úrskurður ráðuneytisins í stjórnsýslumáli nr. 79/2008, Árni Haraldsson og Ragnheiður Árnadóttir gegn Kópavogsbæ, sem kveðinn var upp 1. apríl 2009.

Lagt fram.

22.904041 - Kvistaþing 19, lóðaskil.

Frá Guðbjörgu M. Hákonardóttur og Helga S. Harryssyni, dags. 6/4, lóðinni að Kvistaþingi 19 skilað inn.
Lagt fram.

23.903205 - Stuðlaþing 6-8, lóðaskil.

Frá Byggingafélagi Óskars og Árna ehf., dags. 14/3, lóðinni að Stuðlaþingi 6 - 8 skilað inn.
Lagt fram.

24.904113 - Kelduþing 30, lóðaskil.

Frá Birni Sigurðssyni og Erlu Björgu Eyjólfsdóttur, dags. 13/4, lóðinni að Kelduþingi 30 skilað inn.
Lagt fram.

25.904114 - Leiðaþing 15, lóðaskil.

Frá Sigtryggi Rúnari Ingvasyni, ódags. lóðinni að Leiðaþingi 15 skilað inn.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:15.