Bæjarráð

2497. fundur 26. mars 2009 kl. 15:15 - 16:55 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.901308 - Fundargerð slökkviliðs hbsv. 20/3

82. fundur

2.901074 - Liður 3.b. í fundargerð ÍTK frá 16/3. ÍTK samþykkir að veita Breiðablik heimild til að setja upp m

Íþróttafulltrúi, Gunnar Guðmundsson, mætti til fundar vegna málsins.Bæjarráð lítur neikvætt á erindi sunddeildar Breiðabliks og vísar til fordæma. Ráðið vísar málinu til ÍTK að nýju.

3.812069 - Samningur. Björgun ehf, Gylfi og Gunnar ehf og Kópavogsbær.

Viðaukasamningi vísað frá bæjarstjórn til afgreiðslu bæjarráðs.Bæjarráð samþykkir kaupsamning um sölu á klúbbhúsi og lóð Siglingaklúbbsins Ýmis við Naustavör 20 í Kópavogi.
Hlé var gert á fundi kl. 16:14. Fundi var fram haldið kl. 16:17.
Bæjarráð frestar afgreiðslu á viðaukasamningi við Björgun ehf. og Byggingarfélag Gunnars og Gylfa ehf. og felur sviðsstjóra og skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs úrvinnslu milli funda.

4.903223 - Malbiksframkvæmdir 2009

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 10/3, óskað heimildar bæjarráðs til að bjóða út malbiksverk.
1.
Malbiksnýlagnir í Þingum ll. Þingum lll, Þingum lV, Þingmannaleið að hluta, Vindakór, Vallakór og Vesturvör að hluta.
Lagt er til að útboðið verði lokað og eftirtöldum verktökum gefinn kostur á að bjóða í verkið:
Loftorka ehf., Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas ehf., Höfði ehf. og Malbikun HG ehf.

2.
Malbiksyfirlagnir á eldri götur.
Lagt er til að útboðið verði lokað og eftirtöldum verktökum gefinn kostur á að bjóða í verkið: Loftorka ehf., Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas ehf. Höfði ehf. og Malbikun HG ehf.

3.
Útboð á malbiksefni.
Lagt er til að útboðið verði lokað og eftirtöldum verktökum gefinn kostur á að bjóða í verkið: Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas ehf. og Höfði ehf.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

5.903098 - Álfaheiði 1 og Álfaheiði 3, frágangur við göngustíg.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 24/3, umsögn sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs 12/3 sl.Með vísun til umsagnar sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs getur bæjarráð ekki orðið við því að taka þátt í girðingu lóðarinnar Álfaheiði 1 og 3.

6.901361 - Umsókn Kvenfélags Kópavogs um niðurfellingu fasteignagjalds fyrir árið 2009.

Frá bæjarritara, dags. 25/3, tillaga að afgreiðslu umsóknar um styrk til greiðslu fasteignaskatts.


Bæjarráð samþykkir tillöguna.

7.901384 - Dalsmári 5, Fífan. Umsókn Breiðabliks um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts

Frá bæjarritara, dags. 25/3, tillaga að afgreiðslu umsóknar um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

8.901405 - Bryggjuvör 2 og Bakkabraut 4, beiðni Hjálparsveitar skáta um niðurfellingu fasteignagjalda 2009

Frá bæjarritara, dags. 25/3, tillaga að afgreiðslu umsóknar um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

9.902002 - Smiðjuvegur 4b. Beiðni frá Ekron um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 25/3, tillaga að afgreiðslu umsóknar um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

10.902022 - Hlíðasmári 14. Styrkbeiðni frá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna til greiðslu fasteignagjalda.

Frá bæjarritara, dags. 25/3, tillaga að afgreiðslu umsóknar um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

11.902228 - Hamraborg 1, umsókn frá SOS-barnaþorpum um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 25/3, tillaga að afgreiðslu umsóknar um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

12.902245 - Hamraborg 10. Umsókn um styrkveitingu frá Soroptimistasambandi Íslands til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 25/3, tillaga að afgreiðslu umsóknar um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

13.903002 - Funalind 2, umsókn frá Leikfélagi Kópavogs um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 25/3, tillaga að afgreiðslu umsóknar um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

14.903004 - Hamraborg 11, umsókn frá Kópavogsdeild Rauða kross Íslands um styrkveitingu til greiðslu fasteignask

Frá bæjarritara, dags. 25/3, tillaga að afgreiðslu umsóknar um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

15.903081 - Beiðni frá Svifflugfélagi Íslands um niðurfellingu fasteignagjalda af mannvirkjum félagsins á Sandsk

Frá bæjarritara, dags. 25/3, tillaga að afgreiðslu umsóknar um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

16.903054 - Hamraborg 6, umsókn frá Tónlistarskóla Kópavogs um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 25/3, tillaga að afgreiðslu umsóknar um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

17.903039 - Smiðjuvegur 13a. Styrkbeiðni frá Kiwaniskúbbnum Eldey til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 26/3, umsögn um styrkbeiðni til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að erindinu verði hafnað, þar sem starfsemi félagsins fellur ekki að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð getur ekki orðið við styrkbeiðninni.

18.801022 - Bygging nýrra endurvinnslustöðva og breytingar á núverandi stöðvum

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 24/3, umsögn um lántöku Sorpu bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga, þar sem mælt er með að lántakan verði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir lántökubeiðni Sorpu bs.

19.903228 - Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu, yfirlit yfir fjölda atvinnulausra í lok mánaðar janúar 2008 - feb

Yfirlit unnið af SSH grundvallað á upplýsingum frá Vinnumálastofnun.
Lagt fram.

20.903220 - Húsaleiga á íbúðum Húsnæðisnefndar Kópavogs.

Lögð fram sundurliðun leiguverði Húsnæðisnefndar. Óskað var eftir upplýsingunum á fundi bæjarráðs þann 19. mars sl.


Bæjarráð samþykkir breytingar á leiguverði Húsnæðisnefndar Kópavogs, sem samþykktar voru á fundi nefndarinnar þann 16. mars sl. undir lið 4, og frestað var á fundi bæjarráðs þann 19. mars sl.

21.903218 - Earth Hour 2009. Ósk um þátttöku í alþjóðlegum viðburði gegn hlýnun jarðar.

Frá Kommuneqarfik Sermersooq, Grænlandi, dags. 12/3, óskað eftir að ljós verði slökkt í eina klukkustund þann 28/3 kl. 20:30, til að sýna samstöðu við aðgerðir vegna hlýnun jarðar.

Lagt fram.

22.810412 - Kórsalir 5. Vanefndir seljanda, frágangur, ekki tekist að framkvæma lokaúttekt.

Frá húsfélaginu Kórsölum 5, óskað eftir svari við fyrra erindi dags. 13/2, sem lagt var fram í bæjarráði 19/2 sl. og vísað til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar.


Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til afgreiðslu.

23.903191 - Stefnumótun lands og þjóðar

Frá Gunnari Jónatanssyni, tölvupóstur dags. 23/3, kynning verkefnisins "Stefnumótun lands og þjóðar", ásamt ósk um þátttöku bæjarins m.a. með fjárhagsaðstoð og aðstöðu.


Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

24.903206 - Ósk um styrk vegna íslenskukennslu fyrir útlendinga á vor- og sumarönn 2009.

Frá Tungumálaskólanum Retor sf., dags. 24/3, styrkbeiðni til námskeiðahalds.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

25.903207 - Þakkarbréf til bæjarstjórnar Kópavogs.

Frá HK, dags. 23/3, ályktun á aðalfundi félagsins, þar sem bæjarstjórn Kópavogs fær sérstakar þakkir fyrir óbreytta styrki og áframhaldandi niðurgreiðslu æfingagjalds, einnig að framkvæmdum við íþróttahúsið Fagralundi skuli haldið áfram.

Lagt fram.

26.901083 - Framlag vegna nýbúafræðslu.

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 20/3, tilkynning um endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu á fjárhagsárinu 2009.


Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra fræðslusviðs til afgreiðslu.

27.903198 - Óleyfisíbúðir. Eftirlit með framkvæmd sveitarfélaga.

Frá Brunamálastofnun, dags. 16/3, óskað eftir upplýsingum varðandi ólögmæta búsetu í atvinnuhúsnæði.


Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar.

28.903197 - Nordjobb sumarstörf í Kópavogi sumarið 2009.

Frá Norrænafélaginu, dags. 22/3, óskað eftir að Kópavogsbær ráði ungmenni til starfa í sumar eins og gert hefur verið undanfarin ár.


Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

29.903192 - Vatnsendablettur 102 (nú Ennishvarf 13). Eignarnám.

Frá Jóhanni Björgvinssyni og Rut Kristinsdóttur, dags. 22/3, óskað eftir að bæjarráð taki afstöðu til dóma sem fallið hafa í þessu máli.Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar þar sem ferill málsins verði rakinn.

30.903075 - Alþingiskosningar 2009

Frá Þjóðskrá, dags. 20/3, tilkynning um frest til 28/3 nk. til að skila inn breytingum á íbúaskrá fyrir væntanlega útgáfu kjörskrár til alþingiskosninga, sem verða 25/4 nk.

Bæjarráð vísar erindinu til kjörstjórnar til afgreiðslu.

31.903200 - Beiðni um lækkun eða niðurfellingu á uppsöfnuðum AB þing- og sveitarsjóðsgjöldum.

Frá íbúa í bænum, dags. 24/3, óskað eftir aðstoð varðandi vanskil á opinberum gjöldum.Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra og fjármála- og hagsýslustjóra til umsagnar.

32.903195 - Hafraþing 6. Lóðaskil.

Frá Sigurði Steinþórssyni f.h. Ólafs Arnar Jónssonar og Sólborgar S. Sigurðardóttur, dags. 23/3, lóðinni að Hafraþingi 6 skilað inn.
Lagt fram.

33.903176 - Hafraþing 8, lóðaskil.

Frá Eggert Þ. Aðalsteinssyni og Erlu Hlín Helgadóttur, dags. 18/3, lóðinni að Hafraþingi 8 skilað inn.
Lagt fram.

34.903215 - Þrúðsalir 2. Lóðaskil.

Frá Rebekku Rut Sævarsdóttur og Ágústi Ólafssyni, dags. 17/3, lóðinni að Þrúðsölum 2 skilað inn.
Lagt fram.

35.903216 - Ársskýrsla Handknattleiksfélags Kópavogs 2008.

Lögð fram.

36.903201 - Ársskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga 2008.

Lögð fram.

37.903230 - Bókun fulltrúa Samfylkingarinnar vegna menningarhátíðar.

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar Samfylkingarinnar furða sig á utanlandsför bæjarstjóra til Írlands sem þátt í undirbúningi Írskra menningardaga í Kópavogi á hausti komandi.
Hvergi innan nefnda og ráða bæjarins hefur verið rætt, hvað þá samþykkt að þema menningarhátíðar í Kópavogi skuli vera Írland.
Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009 var varið 12 milljónum til menningarhátíðar í Kópavogi og var sú ákvörðun ásamt öðrum háð endurskoðun í lok mars.
Nú er ljóst að forsendur fjárhagsáætlunar Kópavogs fyrir árið 2009 eru brostnar. Atvinnuleysi er þegar orðið mun meira en gert var ráð fyrir og viðbúið að tekjur af lóðaúthlutununum munu ekki skila sér eins og spár gerðu ráð fyrir.
Nú þegar vinna við endurskoðun fjárhagsáætlunar er hafin hefur grunnskólum Kópavogs verið gert að skera enn frekar niður í rekstri og verður öðrum stofnunum bæjarins gert að spara enn frekar en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.
Við teljum eðlilegt að á tímum sem þessum sé reynt að skerða sem minnst grunnþjónustu við bæjarbúa og gæluverkefni sem þessi rúmast einfaldlega ekki innan þess þrönga fjárhagsramma sem bærinn hefur.
Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson."


Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri, óskaði fært til bókar að hann muni svara bókuninni á næsta fundi ráðsins.

Fundi slitið - kl. 16:55.