Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 10/3, óskað heimildar bæjarráðs til að bjóða út malbiksverk.
1.
Malbiksnýlagnir í Þingum ll. Þingum lll, Þingum lV, Þingmannaleið að hluta, Vindakór, Vallakór og Vesturvör að hluta.
Lagt er til að útboðið verði lokað og eftirtöldum verktökum gefinn kostur á að bjóða í verkið:
Loftorka ehf., Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas ehf., Höfði ehf. og Malbikun HG ehf.
2.
Malbiksyfirlagnir á eldri götur.
Lagt er til að útboðið verði lokað og eftirtöldum verktökum gefinn kostur á að bjóða í verkið: Loftorka ehf., Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas ehf. Höfði ehf. og Malbikun HG ehf.
3.
Útboð á malbiksefni.
Lagt er til að útboðið verði lokað og eftirtöldum verktökum gefinn kostur á að bjóða í verkið: Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas ehf. og Höfði ehf.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar þar sem ferill málsins verði rakinn.