Bæjarráð

2503. fundur 07. maí 2009 kl. 15:15 - 18:20 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.901390 - Fundargerð lista- og menningarráðs 29/4.

339. fundur

2.901390 - Fundargerð lista- og menningarráðs 5/5.

340. fundur

3.904012 - Fundargerð skólanefndar 4/5

9. fundurHafsteinn Karlsson vék af fundi undir lið 6.


 


Liður 7. Guðríður Arnardóttir vekur athygli á lið 7 í fundargerðinni, þar sem kemur fram að heildarsparnaður í rekstri grunnskólanna er 3,3% á árinu 2009.


Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri, bendir á að fræðslustjóri lagði fram eftirfarandi yfirlit á fundi skólanefndar:


"Anna Birna lagði fram yfirlit yfir sparnaðaráætlanir í rekstri grunnskólanna fyrir reikningsárið 2009. Heildarsparnaður nemur 3,3%, 1,8% er sparnaður vegna forfallakennslu, foreldrasamstarfs og félagsstarfa í áætlun fyrir 2009 og 1,5% er sérstakur viðbótarsparnaður í endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir 2009."


Hafsteinn Karlsson óskaði eftir að fá send umrædd gögn með fundarboði fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

4.904143 - Deildarstjórastaða við sérdeild Digranesskóla

Skólanefnd samþykkti erindi skólastjóra Digranesskóla með ósk um ráðningu deildarstjóra við sérdeild skólans.


Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skólanefndar enda rúmast ráðningin innan stjórnarkvóta skólans.

5.904120 - Fundargerð stjórnar skíðasvæða hbsv. 26/3

294. fundur

6.904120 - Fundargerð stjórnar skíðasvæða hbsv. 29/4

295. fundur

7.901200 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 30/4.

117. fundur

8.905085 - Göngu- og hjólreiðastígar.

Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri, mætti til fundar og gerði grein fyrir göngu- og hjólreiðastígum í bænum.

Bæjarráð felur framkvæmda- og tæknisviði að gera úttekt á ástandi göngu- og hjólreiðastíga.  Jafnframt að vinna að áætlun um viðhald.

9.904023 - Rekstraryfirlit Kópavogsbæjar - janúar, febrúar og mars.

Frá bæjarstjóra, rekstraryfirlit Kópavogs og yfirlit yfir efnahagsreikning eignasjóðs 31. mars.

Lagt fram.

10.705118 - Vatnsendablettur 429, drög að samkomulagi

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, tillaga að samkomulagi um yfirtöku Kópavogsbæjar á lóðinni að Vatnsendabletti 429 frá Sigurði Ingvarssyni.


Bæjarráð samþykkir tillögu að samkomulagi.

11.705120 - Vatnsendablettur 460, drög að samkomulagi

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, tillaga að samkomulagi um yfirtöku Kópavogsbæjar á lóðinni að Vatnsendabletti 460 frá Ingibjörgu Baldursdóttur.Bæjarráð samþykkir tillögu að samkomulagi.

12.902273 - Átaksverkefni vegna atvinnuleysis.

Frá Vinnumálastofnun, dags. 22/4, tilkynning um styrki vegna átaksverkefna í Kópavogi.

Bæjarráð fagnar afgreiðslu Vinnumálastofnunar og þakkar skjóta afgreiðslu.

13.902040 - Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Kópavogsbæ

Bæjarráð samþykkir drögin og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

14.903019 - Sumarstörf 2009 (17 ára og eldri)

Frá forstöðumanni Vinnuskólans, dags. 7/5, tillaga að ráðningu 90 einstaklinga í sumarstörf.
Einnig tillögur að ráðningu leiðbeinenda og yfirleiðbeinenda.

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillagnanna.

15.905070 - Skapandi sumarstörf 2009.

Frá forstöðumanni Molans og forstöðumanni Vinnuskólans, tillaga um ráðningu 22 einstaklinga í Skapandi sumarstörf.

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

16.905011 - Smáratorg 1, Food Station ehf. Beiðni um umsögn skv. lögum nr. 85/2007.

Lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 29. apríl 2009 þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Food Station ehf., kt. 421104-2040, um leyfi skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald til að reka veitingastaðinn Food Station að Smáratorgi 1 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir veitingastað flokk I, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar er innan þeirra marka, sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

17.905010 - Smáralind, Tankurinn ehf. Beiðni um umsögn skv. lögum nr. 85/2007.

Lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 29. apríl 2009 þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Tanksins ehf., kt. 571299-5349, um leyfi skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald til að reka veitingastaðinn TGI Fridays í Kópavogi, en umsóknin fellur undir veitingastað flokk II, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

18.905009 - Nýbýlavegur 22, FoodCo hf. Beiðni um umsögn skv. lögum nr. 85/2007.

Lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 29. apríl 2009 þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar FoodCo hf., kt. 660302-2630, um leyfi skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald til að reka veitingastaðinn American Style að Nýbýlavegi 22 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir veitingastað flokk II, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.


Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

19.903191 - Stefnumótun lands og þjóðar. Beiðni Gunnars Jónatanssonar um styrk og aðstöðu

Frá bæjarritara, dags. 6/5, umsögn um styrkbeiðni vegna verkefnisins.

Á grundvelli umsagnarinnar sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu.

20.904018 - Aflakór 2, beiðni um niðurfellingu á fasteignagjöldum.

Frá Áslaugu Jóhannsdóttur, dags. 2/4, óskað eftir niðurfellingu fasteignagjalda vegna lóðarinnar að Aflakór 2.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra og fjármála- og hagsýslustjóra til umsagnar.

21.905012 - Sumarstörf. Beiðni um sumarstörf á vegum Kópavogsbæjar sumarið 2009.

Frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, dags. 30/4, óskað eftir sumarstörfum handa sjö einstaklingum í Kópavogi.

Bæjarráð samþykkir beiðnina.

22.904262 - Nýbýlavegur 30, mótmælt leyfi byggingarfulltrúa vegna gistiheimilis.

Frá Ásgeiri Gunnlaugssyni og Þórunni Lúðvíksdóttur, dags. 27/4, óskað eftir að rekstur gistiheimilis að Nýbýlavegi 30 verði ekki leyfður.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

23.905055 - Erindi frá foreldrum vegna niðurgreiðslu tómstundagjalda.

Frá Elínu Gretu Stefánsdóttur og Kristjáni Gíslasyni, dags. 4/5, óskað eftir niðurgreiðslu vegna kostnaðar við söngnám sonar síns.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs og íþróttafulltrúa til umsagnar.

24.905053 - Hæðarendi 7 (lóð nr. 33). Lóðaskil.

Frá Svövu Sigurðardóttur og Þorsteini Ragnarssyni, dags. 4/5, lóðinni nr. 33 að Hæðarenda 7 skilað inn og óskað eftir að gerast meðeigendur lóðar nr. 62 að Hlíðarenda 22 ásamt Oddnýju M. Jónsdóttur og Guðmundi Skúlasyni.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

25.905067 - Þorrasalir 37. Lóðaumsókn og úthlutun

Júlíus Sigurjónsson, kt. 270565-3449 og Kristine Sigurjónsson, kt. 080674-2529, Múlalind 6, sækja um byggingarrétt að Þorrasölum 37.
Bæjarráð samþykkir umsókn um byggingarrétt á Þorrasölum 37.

26.901067 - Dagskrá bæjarstjórnar 12. maí 2009


I. Fundargerðir nefnda.


II. Skipulagsmál.


III. Siðareglur kjörinna fulltrúa og stjórnenda hjá Kópavogsbæ.


 

27.904243 - Reglur um húsdýrahald.

Frá Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur, tölvupóstur dags. 28/4, varðandi reglur um lausagöngu katta.

Lagt fram.

28.905049 - Kvöldskóli Kópavogs. Vorsýning og opið hús.

Frá Kvöldskóla Kópavogs, dags. 30/4, tilkynning um vorsýningu í Snælandsskóla sunnudaginn 10. maí kl. 13 - 17.
Lagt fram. 


Hlé var gert á fundi kl. 17.36. Fundi var fram haldið kl. 17.41. 


Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri, vék af fundi kl. 17.41.

29.905086 - Beiðni um gögn frá bæjarráðsfulltrúum Samfylkingarinnar.

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi beiðni:"Undirrituð óska eftir að fá til skoðunar vinnugögn, sem okkur er kunnugt um að liggi fyrir, vegna fyrirspurnar okkar um viðskipti Kópavogsbæjar við Frjálsa miðlun.


Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson."

Hlé var gert á fundi kl. 18.05. Fundi var fram haldið kl. 18.06.


Bæjarráð samþykkir að gögnin verði lögð fram með þeim fyrirvara að um vinnugögn sé að ræða og að fyrirspurninni verði svarað að fullu á næsta fundi bæjarráðs.


Vinnugögn lögð fram.

30.905087 - Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Ólafur Þór Gunnarsson óskaði eftir upplýsingum um fjölda tilkynninga vegna barnaverndabrota á árinu 2009 til samanburðar við árið 2008. Jafnframt að félagsmálastjóri mæti til fundar við ráðið og geri grein fyrir málinu.
Bæjarráð vísar fyrirspurninni til félagsmálastjóra.

31.903113 - Glaðheimar, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkti að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísaði tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

32.807096 - Vatnsendablettur 72. Nýtt hesthús

Skipulagsnefnd samþykkti erindið ásamt umsögn dags. 5. maí 2009 og vísaði því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu

33.903122 - Aðalskipulag Álftaness 2005-2024 vegna stofnlagna fráveitu. Tillaga að breytingu

Skipulagsnefnd samþykkti tillögu skipulagsstjóra að athugasemdum við aðalskipulag Álftaness og vísaði því til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir tillögu að athugasemdum.

34.904269 - Leikskólinn Kjarrið Dalsmára 21, laus kennslustofa.Breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkti að auglýsa tillöguna skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

35.810390 - Vatnsendablettur 134, breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkti að teknar verði upp viðræður við landeiganda með það að markmiði að Kópavogsbær eignist umrætt land.


Afgreiðslu tillögunnar frestað en sviðsstjórum framkvæmda- og tæknisviðs, skipulags- og umhverfissviðs og bæjarlögmanni falið að vinna umsögn um málið fyrir næsta fund ráðsins.

36.701106 - Vatnsendablettur 241a, aðal- og deiliskipulag breyting

Skipulagsnefnd samþykkti að teknar verði upp viðræður við landeiganda með það að markmiði að Kópavogsbær eignist umrætt land.
Afgreiðslu tillögunnar frestað en sviðsstjórum framkvæmda- og tæknisviðs, skipulags- og umhverfissviðs og bæjarlögmanni falið að vinna umsögn um málið fyrir næsta fund ráðsins.

37.901304 - Fundargerð félagsmálaráðs 5/5.

1262. fundur

38.902023 - Fundargerð forvarnanefndar 16/4.

15. fundur

39.901305 - Fundargerð leikskólanefndar 5/5

4. fundur


Liður 3.  Bréf frá foreldraráði Urðarhóls varðandi ástand lóðar við leikskólann.  Bæjarráð vísar erindinu til umsjónarmanns fasteigna til umsagnar.

Fundi slitið - kl. 18:20.