Bæjarráð

2845. fundur 10. nóvember 2016 kl. 08:15 - 09:35 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir sýn í fundargátt
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1611134 - Austurkór 151. Heimild til veðsetningar

Frá fjármálastjóra, dags. 7. nóvember, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Austurkórs 151, Gauta Gunnarssonar og Ósk Stefánsdóttur, um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðið veðleyfi.

2.1611135 - Lundur 8-18. Heimild til veðsetningar

Frá fjármálastjóra, dags. 7. nóvember, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Lundar 8-18, Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðið veðleyfi.

3.16082178 - Nýbýlavegur 78, byggingarleyfi.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs og lögfræðideild, dags. 28. október, lögð fram umsögn um erindi Sóltúns ehf. þar sem óskað var eftir afslætti af gatnagerðargjöldum Nýbýlavegar 78 í ljósi þess að rífa skyldi eldra hús og byggja nýtt.
Bæjarráð hafnar erindi Sóltúns ehf. þar sem óskað er eftir afslætti af gatnagerðargjöldum Nýbýlavegar 78 með vísan til framangreindrar umsagnar.

4.1611078 - Dalaþing 28, afturköllun úthlutunar.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 4. nóvember, lagt fram erindi um afturköllun lóðarinnar Dalaþings 28 þar sem lóðargjöld hafa ekki verið greidd þrátt fyrir áminningu þar um. Lóðinni var úthlutað þann 14. júlí sl. til Piotr Listopad, kt. 260485-3269.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að afturkalla lóðarréttindi Dalaþings 28.

5.1610513 - Austurkór 72, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 8. nóvember, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 72 frá Guðmundi Antonssyni, kt. 160758-6279 og Auði Gunnarsdóttur, kt. 280567-3619. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Guðmundi Antonssyni og Auði Gunnarsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 72 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

6.1611027 - Austurkór 175, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 8. nóvember, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 175 frá Ingimar Helgasyni, kt. 291278-3109. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Ingimar Helgasyni kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 175 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

7.1611067 - Álmakór 1, lóð skilað.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 7. nóvember, lagt fram erindi Tjarnarbrekku ehf., kt. 510805-1000, þar sem óskað er eftir að skila lóðinni Álmakór 1.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila að lóðarréttindum Álmakórs 1 verði skilað inn.

8.1611068 - Álmakór 3, lóð skilað.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 7. nóvember, lagt fram erindi Tjarnarbrekku ehf., kt. 510805-1000, þar sem óskað er eftir að skila lóðinni Álmakór 3.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila að lóðarréttindum Álmakórs 3 verði skilað inn.

9.1611069 - Álmakór 5, lóð skilað.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 7. nóvember, lagt fram erindi Tjarnarbrekku ehf., kt. 510805-1000, þar sem óskað er eftir að skila lóðinni Álmakór 5.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila að lóðarréttindum Álmakórs 5 verði skilað inn.

10.1610363 - Auðnukór 2. Umsókn um lóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 7. nóvember, lögð fram umsókn um lóðina Auðnukór 2 frá Hauki Gottskálkssyni, kt. 020682-4939 og Silvíu Santana, kt. 091181-3639. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að reglum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Hauki Gottskálkssyni og Silvíu Santana kost á byggingarrétti á lóðinni Auðnukór 2 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

11.1610139 - Þorrasalir 21. Umsókn um lóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 7. nóvember, lögð fram umsókn um lóðina Þorrasali 21 frá Ævari Valgeirssyni, kt. 120384-3419. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að reglum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Ævari Valgeirssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Þorrasölum 21 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

12.15062358 - Samþykkt um hænsnahald í Kópavogi

Frá skipulagsstjóra, dags. 3. nóvember, lögð fram drög að samþykkt um hænsnahald í Kópavogi sem samþykkt var á fundi umhverfis- og samgöngunefnar þann 19. apríl sl.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti drög að samþykkt um hænsnahald í Kópavogi með fimm atkvæðum og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

13.1601361 - Vinnuskóli Kópavogs 2016.

Frá verkefnastjóra Vinnuskólans, dags. 8. nóvember, lögð fram starfsskýrsla Vinnuskóla og skólagarða Kópavogs 2016.
Lagt fram.

14.1611090 - Áskorun til bæjarstjórnar vegna aðstæðna á bílaplani verslunarmiðstöðvar við Engihjalla 8

Frá stjórn húsfélagsins Efstahjalla 1-25, dags. 21. október, lögð fram áskorun um úrbætur vegna aðstæðna á bílaplani við verslunarkjarnann í Efstahjalla þar sem farið er fram á að Kópavogsbær setji upp hljóðmön við veginn meðfram lóðarmörkum og garði íbúa í Efstahjalla.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

15.1504767 - Hamraborg 14-38, bílageymsla.

Frá stjórn Hamraborgarráðsins, dags. 23. október, lagt fram erindi vegna uppsagnar Kópavogsbæjar á samningi við Hamraborgarráðið um rekstur bílageymslu í Hamraborg.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

16.1611026 - Óskað eftir viðræðum við Kópavogsbæ

Frá Borgarleikhúsinu, dags. 31. október, lögð fram ósk um viðræður um samstarf.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

17.16011137 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, 31. október 2016.

218. fundur heilbrigðisnefndar í 50. liðum.
Lagt fram.

18.1610019 - Íþróttaráð, dags. 27. október 2016.

64. fundur íþróttaráðs í 2. liðum.
Lagt fram.

19.1610028 - Skólanefnd, dags. 31. október 2016.

110. fundur skólanefndar í 14. liðum.
Lagt fram.

20.16011138 - Fundargerðir skólanefndar MK, dags. 2. nóvember 2016.

20. fundur skólanefndar MK í 6. liðum.
Lagt fram.

21.16011140 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 28. október 2016.

843. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga í 38. liðum.
Lagt fram.

22.16011133 - Fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 28. október 2016.

157. fundur stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í 11. liðum.
Lagt fram.

23.1611024 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. til samþykktar

Frá stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 31. október, lögð fram til samþykktar gjaldskrá slökkviliðsins.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

24.16011135 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 24. október 2016.

435. fundur stjórnar SSH í 4. liðum.
Lagt fram.

25.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 21. október 2016.

253. fundur stjórnar Strætó í 8. liðum.
Lagt fram.

26.16011143 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 16. september 2016.

69. fundur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins í 3. liðum.
Lagt fram.

27.16011143 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 21. október 2016.

70. fundur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins í 2. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:35.