Bæjarráð

2848. fundur 01. desember 2016 kl. 08:15 - 09:35 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.16111110 - Samkomulag um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Dalbrekku 2,4,6,8 og 10 og Auðbrekku 13

Frá bæjarlögmanni, lögð fram drög að samkomulagi við Lund fasteignafélag ehf. og GG verk ehf. um uppbyggingu íbúðarhúsnæði á lóðunum Dalbrekku 2, 4, 6, 8 og 10 og Auðbrekku 13.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

2.16091063 - Brekkuhvarf 20a, kæra vegna byggingarleyfi.

Frá lögfræðideild, dags. 28. nóvember, lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 34/2016 þar sem kærð var ákvörðun um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar Brekkuhvarfs 20 og útgáfu byggingarleyfis fyrir einbýlishús á umræddri lóð.
Lagt fram.

3.16082151 - Dalsmári 9-13 Tennishöll, kæra.

Frá lögfræðideild, dags. 28. nóvember, lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar í máli nr. 130/2011 þar sem kærð var ákvörðun um að samþykkja breytt deiliskipulag Kópavogsdals, útivistarsvæðis, fyrir Dalsmára 13 vegna stækkun Tennishallarinnar.
Lagt fram.

4.16111052 - Reglur um sölu félagslegra leiguíbúða til leigjenda

Frá lögfræðideild, dags. 29. nóvember, lögð fram drög að reglum um sölu félagslegra leiguíbúða til leigjenda ásamt greinargerð.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög að reglum um sölu félagslegra leiguíbúða til leigjenda og vísar málinu til bæjarstjórnar.

5.1611997 - Dalþing 7, úthlutun afturkölluð.

Frá fjármálastjóra, dags. 29. nóvember, lagt fram erindi um afturköllun lóðarinnar Dalaþings 7 þar sem lóðargjöld hafa ekki verið greidd þrátt fyrir ítrekun þar um. Lóðinni var úthlutað þann 25. ágúst sl. til Arnars Grétarssonar, kt. 200272-4989.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að afturkalla lóðarréttindi Dalaþings 7.

6.1611563 - Menntasvið-ráðning, leikskólastjóri Lækur

Frá sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra leikskóladeildar, dags. 29. nóvember, lagður fram rökstuðningur vegna ráðningar leikskólastjóra í leikskólanum Læk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu um að ráða Maríu Vilborgu Hauksdóttur í starf leikskólastjóra við Læk.

7.1603634 - Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð 2016

Frá deildarstjóra ráðgjafa- og íbúðadeildar, dags. 16. nóvember, lagðar fram tillögur að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð ásamt greinargerð sem samþykktar voru á fundi félagsmálaráðs þann 6. júní sl. Gert hefur verið ráð fyrir auknum kostnaði vegna endurskoðunar reglnanna í fjárhagsáætlun næsta árs. Einnig lagt fram minnisblað frá fjármálastjóra, dags. í nóvember 2016.
Bæjarráð vísar breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð til afgreiðslu bæjarstjórnar.

8.1611327 - Rammasamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og hjúkrunarheimila um þjónustu hjúkrunarheimila

Frá deildarstjóra þjónustudeildar aldraðra, dags. 22. nóvember, lagður fram til samþykktar Rammasamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og hjúkrunarheimila um þjónustu hjúkrunarheimila, þar sem lagt er til að sambýlið Roðasalir verði áfram aðili að samningnum, er samþykktur var á fundi félagsmálaráðs þann 21. nóvember sl.
Bæjarráð samþykkir rammasamninginn með fimm atkvæðum.

9.1611801 - Beiðni um styrk til að reka ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf fyrir konur

Frá Kvennaráðgjöfinni, dags. 18. nóvember, lögð fram beiðni um styrk að fjárhæð kr. 200.000,-. fyrir rekstrarárið 2017 til að reka ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf fyrir konur.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra stjórnsýslusviðs til afgreiðslu.

10.1611948 - Beiðni um styrk fyrir árið 2017

Frá Yrkjusjóði, dags. 22. nóvember, lögð fram beiðni um styrk að lágmarki kr. 150.000,-. fyrir árið 2017 til skógræktar vegna kaupa og úthlutunar trjáplantna til grunnskólabarna skv. umsóknum skólanna þar um.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra stjórnsýslusviðs til afgreiðslu.

11.1611733 - Efling samstarfs milli Kópavogsbæjar og Þjóðleikhússins

Frá Þjóðleikhúsinu, dags. 21. nóvember, lagt fram erindi um mögulegt samstarf Kópavogsbæjar og Þjóðleikhússins vegna eflingar leiklistarstarfsemi fyrir börn.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

12.1611009 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 21.11.2016.

52. fundur í 3. liðum.
Lagt fram.

13.1611969 - Fundargerð 368. fundar Sorpu bs. frá 25.11.2016

368. fundur í 12. liðum.
Lagt fram.

14.16011136 - Fundargerð 254. fundar Strætó bs. frá 25.11.2016.

254. fundur í 12. liðum.
Lagt fram.

15.1611747 - Fundargerð 255. fundar Strætó bs. frá 18.11.2016

255. fundur í 5. liðum.
Lagt fram.

16.1612002 - Kjarasamningur við grunnskólakennara. Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Ólafur Þór Gunnarsson óskar eftir að nýr kjarasamningur við grunnskólakennara og áhrif hans á fjárhagsáætlun bæjarins verði kynnt sem fyrst í bæjarráði.

17.1603736 - Kostnaður vegna húsnæðismála stjórnsýslu Kópavogsbæjar. Fyrirspurn frá Kristni Degi Gissurarsyni.

Kristinn Dagur Gissurarson spurðist fyrir um hvort fyrirspurn hans frá 10. mars sl. verði svarað fyrir áramót.

Fundi slitið - kl. 09:35.