Bæjarráð

2866. fundur 12. apríl 2017 kl. 07:30 - 08:39 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Drangey
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir varafulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

1.17031362 - Afmörkun gististarfsemi í Kópavogi

Frá lögfræðideild, dags. 10. apríl, lagt fram minnisblað um takmörkun á gististarfsemi í íbúðarbyggð.
Bæjarráð samþykkir að fresta málinu.

2.1704258 - Vallakór 6a, Heimild til framsals

Frá fjármálastjóra, dags. 10. apríl, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Vallakórs 6a, LFC Invest ehf., um heimild til að framselja fjórar íbúðir í húsinu til Hvalsnes ehf., kt. 421109-0790. Lagt er til að bæjarráð heimili framsalið.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umbeðið framsal á Vallakór 6a til Hvalsnes ehf.

3.1704259 - Vallakór 6a og 6b. Heimild til framsals

Frá fjármálastjóra, dags. 10. apríl, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Vallakórs 6a og 6b, LFC Invest ehf., um heimild til að framselja samtals fjórar íbúðir í húsunum til Brynju hússjóðs Örykjabandalagsins, kt. 420369-6979. Lagt er til að bæjarráð heimili framsalið.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umbeðið framsal á Vallakór 6a og 6b til Brynju hússjóðs Örykjabandalagsins.

4.1607229 - Framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir

Frá Íbúðalánasjóði, dags. 5. apríl, lögð fram niðurstaða úthlutunarnefndar vegna síðari úthlutunar stofnframlaga 2016 þar sem umsókn Kópavogsbæjar er samþykkt að teknu tilliti til þeirra breytinga sem greinir í eftirfarandi áliti nefndarinnar.
Lagt fram.

Bókun bæjarráðs:
"Bæjarráð fagnar niðurstöðu úthlutunarnefndar stofnframlaga sem er í samræmi við umsókn bæjarins til sjóðasins."

5.1609433 - Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2017

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 1. apríl, lögð fram tilkynning um endanlega úthlutun framlaga vegna nýbúafræðslu annars vegar og framlag vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum hins vegar fjárhagsárið 2017.
Lagt fram.

6.1704194 - Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar, 378. mál. Umsagnarbeiðni

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 6. apríl, lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar (stjórnartillaga), 378. mál.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

7.1703013F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 213. fundur frá 16.03.2017

Fundargerð í 17. liðum.
Lagt fram.

8.1703025F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 214. fundur frá 30.03.2017

Fundargerð í 19. liðum.
Lagt fram.

9.1704001F - Barnaverndarnefnd - 65. fundur frá 06.04.2017

Fundargerð í 11. liðum.
Lagt fram.

10.1703020F - Íþróttaráð - 70. fundur frá 30.03.2017

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

11.1703024F - Menntaráð - 7. fundur frá 04.04.2017

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

12.1703022F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 85. fundur frá 03.04.2017

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

13.1702218 - Fundartími bæjarráðs

Tillaga um að dagskrá bæjarráðs verði opin til hádegis nk. þriðjudag þann 18. apríl vegna frídaga.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að dagskrá bæjarráðs verði opin til hádegis nk. þriðjudag þann 18. apríl.

Fundi slitið - kl. 08:39.