Bæjarráð

2869. fundur 04. maí 2017 kl. 07:30 - 09:53 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Drangey
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1701668 - Stefnumótun Kópavogsbæjar

Hákon Gunnarsson verkefnastjóri stefnumótunar kynnir stöðu stefnumótunar hjá Kópavogsbæ.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1705176 - Samkomulag um úttekt á vísitölu um félagslega framþróun (VFF/SPI) í Kópavogi

Frá bæjarstjóra, lagt fram til samþykktar samkomulag við Cognito ehf. um úttekt á vísitölu um félagslega framþróun í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagt samkomulag við Cognito ehf. um úttekt á vísitölu um félagslega framþróun í Kópavogi.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1705174 - Stofnun öldungaráðs

Frá bæjarstjóra, dags. 2. maí, lögð fram til samþykktar drög að samþykkt um Öldungaráð Kópavogs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða samþykkt um Öldungaráð Kópavogs fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1704594 - Austurkór 46, framsal lóðarréttinda.

Frá bæjarlögmanni, dags. 2. maí, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Austurkórs 46, Júlíu Egilsdóttur og Georgs Gíslasonar, um heimild til að framselja lóðina til Svans Karls Grjétarssonar, kt. 221173-3339 og Sigríðar Geirsdóttur, kt. 020272-3849. Lagt er til að bæjarráð samþykki framsalið.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila framsal lóðarinnar Austurkór 46 til Svans Karls Grjétarssonar og Sigríðar Geirsdóttur.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1704508 - Markavegur 2, umsókn um hesthúsalóð.

Frá bæjarlögmanni, dags. 2. maí, lögð fram umsókn um lóðina Markarveg 2 frá Haraldi R. Jónssyni, kt. 260553-6079. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Haraldi R. Jónssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Markarvegi 2 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1704452 - Austurkór 171. Ósk um nafnabreytingu

Frá fjármálastjóra, dags. 26. apríl, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Austurkórs 171, SJM Verks ehf., um heimild til að framselja lóðina til Steinars Jónssonar, annars eiganda félagsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila framsal lóðarinnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1704672 - Okkar Kópavogur 2017-2019

Frá verkefnastjóra hverfisskipulags, dags. 28. apríl, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að setja verkefnið Okkar Kópavogur aftur af stað með sambærilegum hætti og síðast og að verkefninu verði úthlutað 200 m.kr. í framkvæmdir á þeim verkefnum sem íbúar Kópavogs kjósa áfram.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vinna að undirbúningi verkefnisins "Okkar Kópavogur" fari aftur af stað og vísar fjárhagsliðum erindisins til gerðar fjárhagsáætlunar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi

Frá stýrihópi um lýðheilsustefnu Kópavogs, lögð fram tillaga til bæjarráðs um samþykkt lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar sem bæjarráð vísaði til umsagna fastra nefnda og ráða bæjarins á fundi þann 17. nóvember sl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa framlagðri lýðheilsustefnu fyrir Kópavogsbæ til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

9.1704653 - Jarðvegsframkvæmdir í sveitarfélaginu vegna lagningu ljósleiðara

Frá framkvæmdastjóra Mílu, dags. 26. apríl, lagt fram erindi um fyrirhugaðar jarðvegsframkvæmdir í sveitarfélaginu vegna lagningu ljósleiðara og heimildir Mílu annars vegar og Gagnaveitu Reykjavíkur hins vegar til slíkra framkvæmda.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

Ýmis erindi

10.1705019 - Umsóknir um stofnframlög árið 2017

Frá Íbúðalánasjóði, dags. 28. apríl, lagt fram erindi þar sem auglýst er eftir umsóknum um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum vegna fyrri úthlutunar stofnframlaga fyrir árið 2017.
Bæjarráð vísar málinu til fjármálastjóra til afgreiðslu.

Bókun bæjarráðs:
"Bæjarráð samþykkir að senda inn umsókn með það að markmiði að unnt verði að byggja upp íbúðarhúsnæði á reit sem nú er í eigu ríksins í Vatnsendahvarfi og Kópavogsbær á í viðræðum um kaup á."

Ýmis erindi

11.1705018 - Auglýsingaskilti (LED) við Breiðablik. Kvörtun

Frá Steen Henriksen, dags. 28. apríl, lögð fram kvörtun út af LED skilti sem sett hefur verið upp við Breiðablik þar sem farið er fram á að skiltið verði fjarlægt.
Bæjarráð vísar málinu til byggingarfulltrúa til umsagnar.

Fundargerðir nefnda

12.1704015F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 215. fundur frá 12.04.2017

Fundargerð í 10. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.1704020F - Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra - 2. fundur frá 24.04.2017

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.
  • 13.3 1701368 Gulaþing 19. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Gulaþing 19. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúss á tveimur hæðum verður byggt einbýlishús á einni hæð liðlega 190 m2 að grunnfleti. Fyrirhuguð bygging mun jafnframt ná um 50 sm út úr innri byggingareit til vesturs, um 3 m út úr innri byggingarreit til suðurs og norðurs. Aðkomuhæðir breytast þannig að fyrir bílskúr er gólfkóti áætlaður 89,80; fyrir anddyri 90,65 og fyrir íbúð 91.84. Uppdrættir í mkv. 1:200 dags. í janúar 2017.
    Skipulagsráð samþykkti erindið með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda tillögu og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs 24. janúar 2017. Athugasemdafresti lauk 3. apríl 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
    Niðurstaða Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra - 2 Skipulagsstjóri samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 13.4 1702250 Fornahvarf 1, viðbygging og hesthús. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi lóðarhafa Fornahvarfs 1 dags. 13. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir að gera breytinga á íbúðarhúsnæði auk þess að byggja hesthús á vesturhluta lóðarinnar. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 8. febrúar 2017.
    Skipulagsráð samþykkir að grenndakynna framlagða tillögu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Dimmuhvarfs 2, 4, 6 og Fornahvarfs 3.
    Athugasemdafresti lauk 27. mars 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
    Niðurstaða Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra - 2 Skipulagsstjóri samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Fundargerðir nefnda

14.1704017F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 55. fundur frá 27.04.2017

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.1704023F - Leikskólanefnd - 81. fundur. fundur frá 25.04.2017

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

16.1705020 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa (Ólafur Þór Gunnarsson) um uppkaup Jáverks á lóðum

Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni bæjarfulltrúa: "Í ljósi umræðu um uppkaup verktakans Jáverks á eignum á reitnum Álfhólsvegi, Meltröð, Digranesvegi, Skólatröð eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er eftirfarandi spurningum beint til bæjarstjóra, formanns bæjarráðs, formanns skipulagsráðs, sviðsstjóra umhverfissviðs, bæjarritara og skiuplagsstjóra:

1. Hafa einhverjar viðræður, formlegar eða óformlegar átt sér stað milli kjörinna fulltrúa og fulltrúa verktakans.

2. Hafa einhverjar viðræður, formlegar eða óformlegar, átt sér stað milli embættismanna bæjarins og fulltrúa verktakans.

3. Hafa verktakinn eða fulltrúar hans leitað með erindi til starfsmanna bæjarins vegna ofangreinds reits."
Lagt fram.

Ármann Kr. Ólafsson bókar:
"Mér vitanlega hafa engar, hvorki formlegar né óformlegar, viðræður átt sér stað milli embættismanna og verktakans. Hinsvegar skal það upplýst að fulltrúi verktakans kom í viðtal til bæjarstjóra og spurðist fyrir um það hvort bærinn hefði áform varðandi breytingar á reitnum og var svarið neitandi."

Theódóra S. Þorsteinsdóttir bókar:
"Ég hef ekki átt í viðræðum við verktakann eða fulltrúa á hans vegum."

Erindi frá bæjarfulltrúum

17.1705024 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa (Ólafur Þór Gunnarsson) um reiti í þéttbýli Kópavogs án deiliskipulags

Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni til sviðsstjóra umhverfissviðs: "Undirritaður óskar eftir upplýsingum um þá reiti í þéttbýli í Kópavogi sem eru án deiliskipulags. Jafnframt er óskað eftir upplysingum um hvort til standi að gera deiliskipulag fyrir þá reiti og hvaða tímamörk menn hafa sett sér í því efni."
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar Skipulagsstjóra.

Fundi slitið - kl. 09:53.