Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni bæjarfulltrúa: "Í ljósi umræðu um uppkaup verktakans Jáverks á eignum á reitnum Álfhólsvegi, Meltröð, Digranesvegi, Skólatröð eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er eftirfarandi spurningum beint til bæjarstjóra, formanns bæjarráðs, formanns skipulagsráðs, sviðsstjóra umhverfissviðs, bæjarritara og skiuplagsstjóra:
1. Hafa einhverjar viðræður, formlegar eða óformlegar átt sér stað milli kjörinna fulltrúa og fulltrúa verktakans.
2. Hafa einhverjar viðræður, formlegar eða óformlegar, átt sér stað milli embættismanna bæjarins og fulltrúa verktakans.
3. Hafa verktakinn eða fulltrúar hans leitað með erindi til starfsmanna bæjarins vegna ofangreinds reits."