Frá skipulagsstjóra, dags. 26. apríl, lögð fram tillaga Ragnheiðar Sverrisdóttur, arkitekts og Eyjólfs Valgarðssonar, byggingartæknifræðings fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi lóðarinnar nr. 4a við Breiðahvarf. Í breytingunni felst að byggingarreitur 1. hæðar stækkar til suðurs. Eftir breytingu verður grunnflötur hússins 170 m2 í stað 150 m2. Lengd byggingarreitar eykst úr 13 m í 17 m auk þess sem svalir fara 1,3 m út úr byggingarreit á suðurgafli og vesturhlið. Gert er ráð fyrir svölum á þaki bílgeymslu og að þak hússins verði einhalla í stað þess að vera flatt. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 13. febrúar 2017. Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna framlagða tillögu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Breiðahvarfs 4, 6, 11, 13, 15, 17, Faldarhvarfs 11, 13, 15, 17 og Faxahvarfs 1 og 3.
Athugasemdafresti lauk 27. mars 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsstjóri samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.