Bæjarráð

2878. fundur 27. júlí 2017 kl. 07:30 - 11:02 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal varafulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson varafulltrúi
Starfsmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Anna Kristín Guðmundsdóttir verkefnastjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1604245 - Skráning fjárhagslegra hagsmuna. Tillaga frá Pétri Hrafni Sigurðssyni og Ásu Richardsdóttur.

Frá bæjarritara, dags. 18. júlí, lögð fram umsögn vegna tillögu um reglur um hagsmunaskráningu bæjarfulltrúa.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til forsætisnefndar til umsagnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.17031362 - Afmörkun gististarfsemi í Kópavogi

Frá lögfræðideild, dags. 10. apríl, lagt fram minnisblað um takmörkun á gististarfsemi í íbúðarbyggð. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi þann 12. apríl sl.
Bæjarráð samþykkir að í ljósi skorts á íbúðarhúsnæði verða ekki gefnar jákvæðar umsagnir um ný rekstrarleyfi fyrir gististaði í flokkum 2-4 í íbúðarbyggð, sbr. lög nr. 85/2007. Jafnframt er skipulagsstjóra falið að gera tillögu að stefnumörkun varðandi það hvar gististarfsemi í íbúðarbyggð í flokkum 2-4 sé ákjósanleg í bænum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.17051490 - Selbrekka 2, Brekkan. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 6. júní, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 19. maí, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Brekkunnar minnar ehf., kt. 490600-3020, um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, að Selbrekku 2, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé utan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita neikvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1603662 - Fluglestin - tillaga að samstarfssamningi við SSH og aðildarsveitarfélög

Runólfur Ágústsson framkvæmdastjóri Fluglestarinnar-þróunarfélags ehf. fer yfir áform félagsins vegna Fluglestarinnar og tillögu að samningsdrögum um skipulagsmál.
Bæjarráð frestar afgreiðslu á tillögu að samningsdrögum Fluglestarinnar til næsta fundar.

Gestir

  • Runólfur Ágústsson framkvæmdastjóri Fluglestarinnar-þróunarfélags ehf. - mæting: 08:00
  • Guðmundur Guðnason yfirverkfræðingur frá EFLA - mæting: 08:00
  • Birgir Sigurðsson skipulagsstjóri - mæting: 08:00
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1707306 - Dalbrekka 2-12, Auðbrekka 13. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 26. júlí, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Dalbrekku 2-12 og Auðbrekku 13, GG verks ehf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð heimilar veðsetningu á Dalbrekku 2-12 og Auðbrekku 13, enda hafi uppgjör á 70% lóðagjaldi farið fram.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:23

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1707187 - Álfhólsskóli (Digranesskóli), útboð á heildarhönnun húsnæðis fyrir Skólahljómsveit Kópavogs.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 14. júlí, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út í opnu útboði heildarhönnun húsnæðis fyrir Skólahljómsveit Kópavogs (viðbygging við Álfhólsskóla).
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita heimild til að fara í opið útboð á heildarhönnun húsnæðis fyrir Skólahljómsveit Kópavogs (viðbygging við Álfhólsskóla).

Gestir

  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:27

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1707117 - Fráveitur á höfuðborgarsvæðinu

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 21. júlí, lagt fram minnisblað um fráveitur á höfuðborgarsvæðinu vegna sýnatöku sem tekin var af strandlengjunni í Kópavogi þann 13. júlí sl.
Lagt fram.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:43

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.1706334 - Kópavogsbraut 17, húsnæði fyrir AA.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 15. júní, lagt fram erindi um hugsanlega aðstöðu fyrir AA-samtökin að Kópavogsbraut 17.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita 2,8 m.kr. í breytingu á Kópavogsbraut 17, fjármálastjóra falið að útbúa viðauka upp á sömu upphæð. Sviðsstjóra umhverfissviðs er falið að leggja fram sundurliðaða verkáætlun áður en hafist er handa við breytingarnar.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:52

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.1707183 - Vallargerðisvöllur, baðhús.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 14. júlí, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til þess að rífa baðhúsið við Vallargerðisvöll vegna framkvæmda við Kársnesskóla en einnig vegna lélegs ástands hússins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita heimild til þess að rífa baðhúsið við Vallargerðisvöll vegna framkvæmda við Kársnesskóla.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:55

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.1707186 - Vallakór 14, Kórinn gervigras, útboð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 14. júlí, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til útboðs á gervigrasi íþróttavallar í Kórnum (endurnýjun gervigrass).
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita heimild til útboðs á gervigrasi íþróttavallar í Kórnum og vísar kostnaði til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:58

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

11.17051732 - Brekkuhvarf 20, kæra vegna samþykkt deiliskipulag.

Frá lögfræðideild, dags. 24. júlí, lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna Brekkuhvarfs 20a.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

12.1707227 - Bæjarlind 6, Spot. A-B ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 21. júlí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 17. júlí, þar sem óskað er umsagnar um umsókn A-B ehf., kt. 500914-0320, um tímabundið áfengisleyfi í tilefni af bardaga sem verður þann 27. ágúst 2017 frá kl. 03:00-05:00, á SPOT, að Bæjarlind 6, 201 Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

13.1707115 - Fyrirspurn frá Kristni Degi Gissurarsyni um niðurstöður loft- og efnagreiningar á kurli og mönnunarmál í leik- og grunnskólum

Frá sviðsstjórum umhverfissviðs og menntasviðs, dags. 18. júlí, lagt fram svar við fyrirspurn úr bæjarráði um niðurstöður loft- og efnagreiningar í knatthúsum bæjarins.
Lagt fram.

Bókun Birkis Jóns Jónssonar:
"Ég þakka svörin. Það er brýnt að niðurstöður skýrslunnar verði kynntar fyrir bæjarráði um leið og niðurstöður liggja fyrir."

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

14.1707115 - Fyrirspurn frá Kristni Degi Gissurarsyni um niðurstöður loft- og efnagreiningar á kurli og mönnunarmál í leik- og grunnskólum

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 18. júlí, lagt fram svar við fyrirspurn úr bæjarráði um mönnunarmál í leik- og grunnskólum.
Lagt fram.

Bókun Birkis Jóns Jónssonar:
"Ég þakka svörin. Sú staða sem blasir við mönnun á leikskólum bæjarins er áhyggjuefni. Það er brýnt að starfsumhverfi starfsfólks við leikskóla bæjarins verði tekin til sérstakrar skoðunar í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er."

Fundarhlé hófst kl. 10:22. Fundi aftur fram haldið kl. 10:42.

Bókun frá meirihluta:
"Starfsumhverfi starfsfólks við leikskóla Kópavogsbæjar er í sífelldri endurskoðun. Starfánægjukönnun sem gerð var í apríl s.l. sýndi 89% ánægju starfsmanna á leikskólum bæjarins. Þá fékk Kópavogsbær Orðsporið, hvatningarverðlaun Menntamálaráðuneytisins 2015, þar sem að bærinn þótti hafa skarað fram úr í að hækka menntunarstig starfsmanna og/eða fjölga leikskólakennurum sem hefur skilað sér vel inn í leikskólastarfið.
Ekki skal gert lítið úr því að þennslu á vinnumarkaði gætir víða í samfélaginu. Í verkefninu Skemmtilegri leikskólalóðir er unnið markvisst að því að bæta starfsumhverfi leikskóla og þá er ráðning lýðheilsufulltrúa til dæmis eitt skref í átt að gera enn betur."

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

15.1704672 - Okkar Kópavogur 2017-2019

Frá verkefnastjóra hverfisskipulags, dags. 7. júlí, lagt fram erindi með tillögum í þremur liðum vegna verkefnisins Okkar Kópavogur (hverfaskipting, fjöldi hugmynda í kosningu í hverju hverfi og heildarfjármagn í framkvæmdir verkefna).
Bæjarráð vísar málinu aftur til stýrihópsins til frekari útfærslu.

Ýmis erindi

16.1707281 - Drög að breytingum á reglugerðum er varða fjármál sveitarfélaga. Umsagnarbeiðni

Frá Samgönguráðuneytinu, dags. 20. júlí, lögð fram ábending um að nú sé hægt að senda inn umsögn til ráðuneytisins um drögin að breytingum á reglugerðum er varða fjármál sveitarfélaga.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

17.1707194 - Framtíð aðalsendistaða hljóðvarps og sjónvarps á höfuðborgarsvæðinu, Vatnsendahvarf og Úlfarsfell

Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 13. júlí, lagt fram bréf þar sem vakin er athygli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um óvissu sem virðist ríkja um framtíð aðalsendistaða hljóðvarps og sjónvarps á höfuðborgarsvæðinu.
Lagt fram.

Ýmis erindi

18.1707243 - Tilkynning um fasteignamat 2018

Frá Þjóðskrá Íslands, dags. 12. júlí, lögð fram tilkynning um fasteignamat fyrir árið 2018.
Lagt fram.

Bókun Birkis Jóns Jónssonar:
"Við gerð fjárhagsáætlunar 2018 er brýnt að lækka fasteignagjöld íbúðar- og atvinnuhúsnæðis í ljósi hækkunar fasteignamats."

Bókun meirihluta:
"Á þessu kjörtímabili hefur álagningarprósentan alltaf verið lækkuð við gerð fjárhagsáætlunar á íbúðarhúsnæði og allavega einu sinni á atvinnuhúsnæði."

Ýmis erindi

19.1707143 - Umhverfisvöktun á vatni og sjó 2017.

Frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, dags. 21. júlí, lagðar fram niðurstöður umhverfismælinga við strandlengjuna.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.1707001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 221. fundur frá 04.07.2017

Fundargerð í 5. liðum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með fimm atkvæðum.

Fundargerðir nefnda

21.1707004F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 222. fundur frá 14.07.2017

Fundargerð í 21. lið.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með fimm atkvæðum.

Fundargerðir nefnda

22.1707061 - Fundargerð 851. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.06.2017

Fundargerð í 28. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:02.