Bæjarráð

2881. fundur 07. september 2017 kl. 07:30 - 10:00 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
 • Ármann Kristinn Ólafsson varafulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Margrét Júlía Rafnsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
 • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1709319 - 6 mánaða uppgjör

Frá fjármálastjóra, lagt fram 6 mánaða uppgjör Kópavogsbæjar 2017.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að taka málið á dagskrá með afbrigðum.

Frá bæjarstjóra, 6 mánaða uppgjör Kópavogsbæjar.

Lagt fram.

Gestir

 • Ingólfur Arnarson - mæting: 07:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1706334 - Kópavogsbraut 17, húsnæði fyrir AA.

Frá deildarstjóra eignadeildar, dags. 4. september, lögð fram verkáætlun vegna Kópavogsbrautar 17.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1704672 - Okkar Kópavogur 2017-2019

Frá verkefnastjóra hverfisskipulags, dags. 21. ágúst, lögð fram verkefnalýsing og kostnaðaráætlun fyrir lýðræðisverkefnið Okkar Kópavog.
Lagt fram.

Bókun:
Ég tel nauðsynlegt að endurskoða verkefnið Okkar Kópavogur. Íbúar eiga ekki að þurfa að berjast fyrir því í íbúakosningu að sjálfsögðum verkefnum sé sinnt s.s. að bæjarfélagið gangi sómasamlega frá skólalóðum við Vatnsendaskóla, Hörðuvallaskóla eða hugi að brýnum umferðaröryggismálum.
Birkir Jón Jónsson

Fundarhlé hófst kl. 8.38, fundi fram haldið kl. 8.54.

Bókun:
Íbúalýðræðisverkefnið Okkar Kópavogur er í stöðugri þróun. Hugmyndafræðin á bak við það er að íbúar forgangsraði verkefnum og komi þannig beint að ákvörðunum og er það í anda íbúalýðræðis. Engu að síður er verið að framkvæma fjölmörg önnur verkefni á vegum bæjarins bæði á skólalóðum og að bættu umferðaröryggi. Til að mynda er búið að setja fram metnaðarfullar áætlanir um skemmtilegri leik- og grunnskólalóðir sem markvisst er unnið eftir. Þá er verið að vinna samgöngustefnu sem mun skila úrbótatillögum í umferðaröryggismálum til næstu ára og verður óskað eftir þátttöku íbúa við gerð hennar enda hafa þekkja þeir sitt nærumhverfi best.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson og Karen E. Halldórsdóttir.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1706413 - Vallagerðisvöllur. Okkar Kópavogur, hugmyndasamkeppni.

Frá Auði Dagnýju arkitekt, dags. 22. ágúst, lögð fram verkefnalýsing varðandi hugmyndasamkeppni um nýtingu Vallargerðisvallar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að hugmyndasamkeppnin verði haldin í samræmi við framlagða tillögu með þeirri breytingu að starfshópurinn hefji störf 15. nóvember og að niðurstaða verði kynnt þann 15. mars. Einnig er samþykkt að við starfshópinn bætist kjörnir fulltrúar, þ.e. einn frá minnihluta og einn frá meirihluta.

Bókun:
Ég styð eindregið að farið verði í hugmyndasamkeppni um framtíð Vallargerðisvallar. Starfshópur um nýjan Kársnesskóla er að hefja störf með aðkomu fjölmargra aðila og mun ljúka störfum innan nokkurra mánaða. Flest bendir til þess að skólastofur verði staðsettar á Vallargerðisvelli a.m.k. næstu tvö árin. Því er skynsamlegast að starfshópur um framtíð skólamála á Kársnesi ljúki fyrst störfum og hugmyndasamkeppnin fari fram á þeim forsendum.
Birkir Jón Jónsson

Fundarhlé hófst kl. 9.15, fundi fram haldið kl. 9.30

Bókun:
Þessi breytingartillaga er til mikilla bóta.
Birkir Jón Jónasson

Bókun:
Lýsi ánægju með breytingatillögu meirihlutans enda er eðlilegasta málsmeðferðin sú að bíða eftir niðurstöðum starfshóps um nýjan Kársnesskóla. Þegar þær niðurstöður liggja fyrir, innan nokkurra mánaða, er næsta skref að fara í hugmyndasamkeppni um Vallargerðisvöll. Þannig hafa þátttakendur í hugmyndasamkeppninni tækifæri til að hafa niðurstöður starfshópsins til hliðsjónar við sína vinnu, kjósi þeir svo.
Pétur Hrafn Sigurðsson

Bókun:
Ég styð breytingartillöguna.
Margrét Júlía Rafnsdóttir

Ýmis erindi

5.1709248 - Árshlutareikningur Sorpu bs. janúar - júní 2017

Frá Sorpu, dags. 30. ágúst, lagt fram sex mánaðar árshlutauppgjör fyrir Sorpu.
Lagt fram.

Ýmis erindi

6.1611514 - Fasteignaskattur um atvinnuhúsnæði. Beiðni um rökstuðning

Frá Stjórn Félags atvinnurekanda, dags. 21. ágúst, lagt fram bréf um ítrekun á áskorun um endurskoðun álagningaprósentu fasteignagjalda á atvinnuhúsæði.
Lagt fram og vísað til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Ýmis erindi

7.1603662 - Fluglestin - tillaga að samstarfssamningi við SSH og aðildarsveitarfélög

Frá SSH, dags. 14. júní, lögð fram drög að tillögu að samstarfssamningi milli SSH og Fluglestarinnar-þróunarfélags ehf. vegna Hraðlestar til og frá Keflavíkurflugvelli, sem stjórn SSH vísaði til efnislegrar umfjöllunar hjá aðildarsveitarfélögunum á fundi þann 6. júní síðastliðinn. Bæjarráð frestaði erindinu á síðasta bæjarráðsfundi 10.ágúst.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar

Ýmis erindi

8.17082153 - Hólmaþing 5 og 5b. Stjórnsýslukæra vegna breytts deiliskipulags

Frá Úrskurðarnefn umhverfis- og auðlindamála, dags. 18. ágúst, lögð fram tilkynning um kæru er varðar breytt deiliskipulag fyrir Hólmaþing 5 og 5b, ásamt fylgigögnum.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Ýmis erindi

9.1709249 - Rekstrarsamningur Leikfélagsins og Kópavogsbæjar. Ársreikningur og skýrsla stjórnar

Frá Leikfélagi Kópavogs, dags. 31. ágúst, lagður fram reikningur vegna árlegs styrks bæjarins til LK skv. rekstrar- og samstarfssamningi.
Lagt fram.

Ýmis erindi

10.1603258 - Stjórnsýslukæra Dverghamra vegna úthlutunar Álalind 4-8.

Frá Dverghömrum ehf., dags. 23.ágúst, lögð fram áskorun um að leggja fram sáttatillögu vegna stjórnsýslukæru Dverghamra vegna úthlutunar á Álalind 4-8.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

11.17082382 - Vottun gæðahandbókar stjórnsýslusviðs - Framhaldsmál

Frá Vottun hf., lagt fram vottorð um stjórnunarkerfi.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.1708003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 223. fundur frá 02.08.2017

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.1708008F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 224. fundur frá 15.08.2017

Fundargerð í 9. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.1708011F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 225. fundur frá 22.08.2017

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.1708014F - Barnaverndarnefnd - 68. fundur frá 31.08.2017

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.1708012F - Leikskólanefnd - 85. fundur frá 24.08.2017

Fundargerð í 8.liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.1708001F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 90. fundur frá 22.08.2017

Fundargerð í 12. liðum.
Lagt fram.
 • 17.3 1708616 Plastlaus september
  Lagt fram erindi Dóru Magnúsdóttur fyrir hönd Plastlaus svarðandi þátttöku Kópavogsbæjar í Plastlausum september 2017 dags. 8.8.2017. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 90 Samþykkt. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til umhverfissviðs til úrvinnslu. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar kostnaðarliðum erindisins til bæjarráðs og bæjarstjórnar.


  Niðurstaða Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum
 • 17.9 1512057 Mótun heildstæðrar samgöngustefnu
  Kynning á rafrænum teljurum og fyrirhuguð uppbygging talninga hjólandi og gangandi á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 90 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir þáttöku í samstarfsverkefni talninga á höfuðborgarsvæðinu með kaupum á tveimur talningarstaurum. Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissvið úrvinnslu erindisins. Kostanaðarliðum erindisins vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
  Niðurstaða Bæjarráð frestar erindinu.
 • 17.10 1704446 Bílastæðasjóður Kópavogsbæjar
  Lögð fram tillaga að samþykkt um bílastæðasjóðs Kópavogsbæjar dags. 17.8.2017 Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 90 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar tillögur að samþykktum að stofnun bílastæðasjóð Kóapvogs. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 17.12 0702099 Blái herinn, hreinn ávinningur. Óskað eftir þátttöku Kópavogs
  Lögð fram tillaga að styrkveitingu til Bláa hersins fyrir framlag sitt til bæjarins við hreinsun. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 90 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir 100.000.- króna styrkveitingu til Bláa hersins. Kostnaðarliðum erindisins vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Fundargerðir nefnda

18.17081789 - Fundargerð 226. fundar heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 22.08.2017

Fundargerð í 94. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.17081553 - Fundargerð 445. fundar stjórnar SSH frá 13. júní 2017

Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.17081738 - Fundargerð 269. fundar stjórnar Strætó bs. frá 7.7.2017

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.17082213 - Fundargerð 270. fundar stjórnar Strætó bs. frá 18.08.2017

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

22.1702664 - Minnkun á plastnotkun. Tillaga frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur

Fyrirspurn um framvindu tillögu Margrétar Júlíu Rafnsdóttur um minnkun á plastnotkun, sem samþykkt var í bæjarráði að vísa til úrvinnslu Umhverfis- og samgöngunefndar þann 2.mars sl.
Undirrituð óskar upplýsinga um framvindu tillögunnar.
Margrét Júlía Rafnsdóttir.

Fundi slitið - kl. 10:00.