Bæjarráð

2884. fundur 28. september 2017 kl. 07:30 - 08:48 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1704493 - Mánaðarskýrslur 2017

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla vegna starfsemi í maí.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson fjármála- og hagsýslustjóri - mæting: 07:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1707050 - Óskað eftir upplýsingum um samninga um nýtingu vatns- og jarðhitaréttinda, náma og annarra jarðefna

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs og bæjarlögmanni, dags. 20. september, lagt fram svar við bréfi forsætisráðuneytis er varðar upplýsingar um samninga um nýtingu vatns- og jarðhitaréttinda, náma og annarra jarðefna.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1707187 - Álfhólsskóli (Digranesskóli), útboð á heildarhönnun húsnæðis fyrir Skólahljómsveit Kópavogs.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 26. september, lagt fram bréf þar sem fram koma tilboðin sem bárust varðandi hönnun á viðbyggingu fyrir Skólahljómsveit Kópavogs við Álfhólsskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við lægstbjóðanda, Verkfræðistofu Reykjavíkur ehf.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1709857 - Dalsmári 5. Breiðablik. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi í tilefni Palla balls

Frá lögfræðideild, dags. 26. september, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 19. september, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Breiðabliks, kt. 480169-0699, um tímabundið áfengisleyfi vegna Pallaballs þann 30. ágúst 2017 frá kl. 20:00-04:00, í íþróttahúsinu Smáranum að Dalsmára 5, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1709852 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá fulltrúa bæjarlögmanns, dags. 20. september, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Tónlistarskóla Kópavogs um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 3.373.164,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 3.373.164,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Tónlistarskóla Kópavogs.

Ýmis erindi

6.17091003 - Aðstaða til knattspyrnuiðkunar hjá Breiðablik - Úttekt VSÓ 2017

Frá VSÓ Ráðgjöf, dags. 20. september, lögð fram greinargerð um nýtingu Breiðabliks á íþróttaaðstöðu í sveitarfélaginu sem félagið hefur til nota.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 8.10, fundi fram haldið kl. 8.47.

Gestir

  • Jón Júlíusson - mæting: 08:00

Ýmis erindi

7.1709937 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2017

Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 19. september, lagt fram boð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2017.
Lagt fram.

Ýmis erindi

8.1709938 - Beiðni um styrk vegna ársins 2018

Frá Neytendasamtökunum, dags. 14. september, lögð fram beiðni um styrkveitingu.
Vísað til bæjarritara.

Ýmis erindi

9.1709947 - Haukur Guðmundsson segir sig úr hverfiskjörstjórn Smárans

Frá Hauki Guðmundssyni, ráðuneytisstjóra Innanríkisráðuneytisins, dags. 21. september, lagt fram bréf er varðar úrsögn hans úr hverfiskjörstjórn.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.1709009F - Lista- og menningarráð - 76. fundur frá 21.09.2017

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.1709015F - Menntaráð - 14. fundur frá 19.09.2017

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.1709966 - Fundargerð 10. eigendafundar Sorpu bs. frá 04.09.2017

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.1709965 - Fundargerð 14. eigendafundar Strætó bs. frá 04.09.2017

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.1709936 - Fundargerð 447. fundar stjórnar SSH frá 04.09.2017

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.1709858 - Fundargerð 78. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 08.09.2017

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 08:48.