Bæjarráð

2888. fundur 26. október 2017 kl. 07:30 - 08:32 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal varafulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson varafulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1709735 - Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2018

Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar og stofnana fyrir árið 2018 og drög að þriggja ára fjárhagsáætlun 2019-2021.
Bæjarráð vísar tillögu að fjárhagsáætlun 2018 og tillögu að þriggja ára áætlun 2019-2021 til bæjarstjórnar til fyrri umræðu með fimm atkvæðum.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson fjármálastjóri - mæting: 08:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1709847 - Alþingiskosningar 2017

Lagðar fram breytingar á starfsmönnum kjördeilda vegna alþingiskosninganna 28. október 2017.
Bæjarráð samþykkir að taka málið á dagskrá.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðar breytingar á starfsmönnum kjördeilda vegna alþingiskosninganna 28. október 2017.

Ýmis erindi

3.1710442 - Golfskáli fnr. 207-2642. Beiðni um veð vegna yfirdráttar

Frá Golfklúbbi Kópavogs/Garðabæjar, dags. 20. október, lögð fram beiðni um veð vegna yfirdráttar.
Bæjarráð heimilar veðsetninguna með fjórum atkvæðum og hjásetu Kristins Dags Gissurarsonar.

Ýmis erindi

4.1710490 - Kvikmyndatökur í Kvennafangelsinu í Kópavogi

Frá kvikmyndafyrirtækinu Truenorth, dags. 13. október, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir leyfi til afnota/leigu af Kvennfangelsinu til kvikmyndatöku.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

5.1710454 - Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2018

Frá Stígamótum, dags. 15. október, lögð fram umsókn um styrk til starfseminnar.
Bæjarráð vísar erindinu til velferðarráðs til afgreiðslu.

Fundargerðir nefnda

6.1710005F - Hafnarstjórn - 106. fundur frá 09.10.2017

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.1710012F - Leikskólanefnd - 87. fundur frá 19.10.2017

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.1709011F - Lista- og menningarráð - 78. fundur frá 19.10.2017

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.1710008F - Velferðarráð - 16. fundur frá 09.10.2017

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.1710016F - Velferðarráð - 17. fundur frá 23.10.2017

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 08:32.