Bæjarráð

2891. fundur 16. nóvember 2017 kl. 07:30 - 08:13 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir vara áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.16051511 - Kópavogsbærinn, Hressingarhælið, Hringshús, ákvörðun um friðun.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 13. nóvember, lögð fram umsögn varðandi útfærslu flóttaleiðar af efri hæðum Hressingarhælisins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu sviðsstjóra umhverfissviðs um útfærslu flóttaleiðar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1711300 - Tillaga um styrkumsókn á sviði velferðarþjónustu

Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 14. nóvember, lögð fram umsögn varðandi auglýsingu Velferðarráðuneytisins eftir styrkumsókn til nýsköpunarverkefnis á sviði velferðarþjónustu sveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum erindi bréfritara.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1707186 - Vallakór 14, Kórinn gervigras, útboð.

Frá deildarstjóra framkvæmdardeildar, dags. 14. nóvember, lagt fram erindi er varðar niðurstöðu útboðs vegna Vallarkórsins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að ganga til samninga við Metatron í samræmi við niðurstöðu útboðs.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1709594 - Hlíðarsmári 5-7. Tribe Iceland ehf. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis f. gististað í flokki IV

Frá lögfræðideild, dags. 10. nóvember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 12. september, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Tribe Iceland ehf., kt. 670616-0610, um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki IV, að Hlíðarsmára 5-7, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt c-lið 1.tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitastjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að umfang rekstrarleyfisins samrýmist stefnu skipulags.

Ýmis erindi

5.1711255 - Beiðni um styrk fyrir jólin

Frá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, lögð fram beiðni þar sem óskað er eftir stuðningi við starfsemina vegna úthlutunar um jólin.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarritara til afgreiðslu.

Ýmis erindi

6.1711198 - Upplýsingagjöf sveitarstjórna við útgáfu og endurskoðun á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Frá Umhverfisstofnun, dags. 6. nóvember, lagt fram bréf er varðar upplýsingagjöf sveitarstjórna við útgáfu og endurskoðun á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
Lagt fram.

Ýmis erindi

7.1707243 - Tilkynning um fasteignamat 2018

Frá Þjóðskrá Íslands, dags. 1. nóvember, lagt fram bréf varðandi leiðrétt fasteignamat 2018.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.1711001F - Menntaráð - 17. fundur frá 07.11.2017

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.1710018F - Lista- og menningarráð - 79. fundur frá 09.11.2017

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.1711163 - Fundargerð 275. fundar stjórnar Strætó bs. frá 27.10.2017

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

11.1711287 - Auðbrekkusvæðið - staða mála. Fyrirspurn frá Pétri Hrafni Sigurðssyni

Frá Pétri Hrafn, bæjarfulltrúa, óskað eftir því að bæjarstjóri upplýsi bæjarráð um stöðu mála varðandi Auðbrekkusvæðið. Óskar eftir upplýsingum um hvort að verkefnið sé á áætlun og hvort einhverjar fyrirhugaðar breytingar séu framundan.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar bæjarlögmanns.

Fundi slitið - kl. 08:13.