Bæjarráð

2893. fundur 30. nóvember 2017 kl. 07:30 - 08:59 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson varafulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1711253 - Álalind 18-20, sala lóðar.

Lögð fram tilboð vegna sölu á Álalind 18-20.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Péturs Hrafns Sigurðssonar að fela bæjarlögmanni að ganga til samninga við hæstbjóðanda Grjótgarða ehf.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1501300 - Funahvarf 2, Vatnsendaskóli-Íþróttahús Gerpla.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar og íþróttafulltrúa, dags. 27. nóvember, lagt fram erindi er varðar val á tilboðum í verkið "Kópavogur - Íþróttahús Vatnsendaskóla fimleikabúnaður".
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við Altis ehf um fimleikabúnað í verkið "Vatnsendaskóli Íþróttahús fimleikabúnaður" fyrir liði 3.1, 3.2, og 3.3 að upphæð 83.525.012 kr.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1703206 - Skíðaskáli Lækjarbotnum. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá bæjarlögmanni, dags. 27. nóvember, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Glímufélagsins Ármanns um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 911.558,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 911.558,- til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Glímufélagsins Ármanns.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1711410 - Hagasmári 1. OLarys. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 27. nóvember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 17. nóvember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn OL restaurant og sportbars, kt. 540404-2670, um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Hagasmára 1, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. í reglugerð nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

Ýmis erindi

5.1711680 - Heilbrigt hjarta á nýrri öld. Ósk um stuðning við landssöfnun Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar

Frá Hjartavernd, lögð fram ósk um stuðning við landssöfnun Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarritara.

Ýmis erindi

6.1711552 - Óskað eftir stuðningi við Snorraverkefnið 2018

Frá Norræna félaginu, dags. 20. nóvember, lögð fram beiðni um styrk við Snorraverkefnið 2018.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

Ýmis erindi

7.1711638 - Móttaka og flokkun á plasti til endurvinnslu

Frá SORPU bs., dags. 23. nóvember, lagt fram bréf er varðar móttöku og flokkun á plasti til endurvinnslu.
Fundarhlé hófst kl. 8:23, fundi fram haldið kl. 8:45.

Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.1711006F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 230. fundur frá 10.11.2017

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.1711007F - Barnaverndarnefnd - 72. fundur frá 16.11.2017

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.1710019F - Lista- og menningarráð - 80. fundur frá 23.11.2017

Fundargerð í 42 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.1710026F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 93. fundur frá 21.11.2017

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.
  • 11.10 1404391 Akstur hægfara vinnuvéla
    Farið yfir stöðu mála. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 93 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að fela umhverfissviði í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarasvæðinu að kanna hvort ástæður séu til að að akstur dráttarvéla, torfærutækja á hjólum og vinnuvéla verði bannaður frá 7:30-9:30 og 16:00-18:00 virka daga á meginæðum innan sveitarfélagsins.
    Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri, fulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu leggur að akstur dráttarvéla, torfærutækja á hjólum og vinnuvéla verði bannaður frá 7:30-9:30 og 16:00-18:00 virka daga á Nýbýlavegi.
    Niðurstaða Bæjarráð samþykkir fimm atkvæðum af farið verði í könnun í samræmi við erindi umhverfis- og samgöngunefndar, auk þess að akstur dráttarvéla, torfærutækja á hjólum og vinnuvéla verði bannaður frá kl. 7:30-9:30 og 16:00-18:00 virka daga á Nýbýlavegi.

Fundargerðir nefnda

12.1711679 - Fundargerð 229. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.11.2017

Fundargerð í 35 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.1711514 - Fundargerð 381. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 27.10.2017

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 08:59.