Bæjarráð

2895. fundur 14. desember 2017 kl. 07:30 - 08:10 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
 • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
 • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1712768 - Bakkabraut 9. Óskað eftir leiðréttingu á lóðarmörkum

Frá Nes Þróunarfélagi slhf., dags. 8. desember, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir leiðréttingu á lóðarmörkum.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna við Nes Þróunarfélag slhf. um stækkun á lóðamörkum í samræmi við gildandi deiluskipulag. Takist samkomulag verði það lagt fyrir bæjarráð til samþykktar.

Gestir

 • Birgir H Sigurðsson, skipulagsstjóri - mæting: 07:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1712584 - Smiðjuvegur 44, 46, landspilda austan lóðanna.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 6. desember, lagt fram erindi er varðar samning um afnotarétt af landspildu austan lóðanna Smiðjuveg 44 og 46.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

Gestir

 • Birgir H Sigurðsson, skipulagsstjóri - mæting: 07:40

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1712754 - Tónahvarf 6. Leyfi til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 8. desember, lagt fram erindi f.h. lóðarhafa Tónahvarfs 6, Leigugarða ehf., um heimild til veðsetja lóðina.
Jafnframt lögð fram umsögn lögfræðideildar um erindið, dags. 8. desember.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veitt verði umbeðið veðleyfi.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1712753 - Gulaþing. Umsagnarbeiðni vegna áramótabrennu

Frá lögfræðideild, dags. 11. desember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 11. desember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Árna Þórs Árnasonar, kt. 240366-5179, um leyfi fyrir áramótabrennu ofan við Gulaþing í Kópavogi á gamlárskvöld 31. desember 2017 kl. 20:30. Lagt er til að veitt verði jákvæð umsögn.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Ýmis erindi

5.1712737 - Boccialið Gjábakka. Beiðni um styrk til keppnisferða í Boccia

Frá Boccia-liði Gjábakka, dags. 22. nóvember, lögð fram beiðni um styrk til keppnisferða í Boccia.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

Ýmis erindi

6.1712880 - Umsókn um leyfi fyrir áramótabrennu í Smárahvammi

Frá Breiðablik, dags. 8. desember, lagt fram erindi þar sem sótt er um leyfi fyrir áramótabrennu í Smárahvammi á gamlárskvöld þann 31. desember 2017 kl. 20:30.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

7.1712435 - Sótt um leyfi til að halda flugeldasýningu í Kópavogsdal að kvöldi 31.12.2017

Frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, dags. 5. desember, lagt fram erindi þar sem annars vegar er óskað eftir umsögn bæjaryfirvalda vegna flugeldasýningar í Kópavogsdal á svæði fótboltavallar Breiðabliks þann 31. desember 2017 milli kl. 21-21:30 og hins vegar leyfi til að halda flugeldasýninguna á fyrrgreindum stað.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Fundargerðir nefnda

8.1711016F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 231. fundur frá 24.11.2017

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.1712008F - Barnaverndarnefnd - 74. fundur frá 08.12.2017

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.1712005F - Hafnarstjórn - 107. fundur frá 11.12.2017

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.1712003F - Íþróttaráð - 77. fundur frá 07.12.2017

Fundargerð í 71 lið.
Lagt fram.
 • 11.71 1711636 Ósk um viðbótarúthlutun í Fífunni vorið 2018
  Lagt fram erindi frá framkvæmdastjóra Breiðabliks, dags. 23.11 sl., þar óskað er eftir æfingatímum í Fífunni á þriðju- og fimmtudögum frá kl. 21:00-22:00 út vorönn 2018, til viðbótar þeim æfingatímum sem úthlutað var til félagsins sept. sl. Breiðablik mun leita leiða til að byrja fyrr á daginn (kl. 14:00) með æfingar yngri flokka til að auka nýtinguna í Fífunni eins og kostur er.
  Niðurstaða Íþróttaráð - 77 Íþróttaráð tekur vel í beiðni félagsins fyrir sitt leiti og vísar erindinu til bæjarráðs til endalegar afgreiðslu.
  Íþróttaráð óskar eftir því að íþróttadeild taki saman yfirlit yfir breytingar á fjölda æfingartíma sem úthlutað hefur verið til knattspyrnudeildar Breiðabliks frá úthlutun haustið 2014 til dagsins í dag.
  Niðurstaða Bæjarráð samþykkir erindi Breiðabliks með fimm atkvæðum.

Fundargerðir nefnda

12.1710020F - Lista- og menningarráð - 81. fundur frá 07.12.2017

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.1712001F - Menntaráð - 19. fundur frá 05.12.2017

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.1712310 - Fundargerð 41. aðalfundar SSH 2017 frá 03.11.2017

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.1712612 - Fundargerð 79. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 24.11.2017

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 08:10.