Bæjarráð

2902. fundur 08. febrúar 2018 kl. 07:30 - 10:05 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1704672 - Okkar Kópavogur 2017-2019

Frá verkefnastjóra hverfisskipulags, dags. 6. febrúar, lagðar fram niðurstöður rafrænna kosninga í Okkar Kópavogi 2018.

Bæjarráð staðfestir niðurstöðu íbúakosningar með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1801002 - Umhverfissvið - gatnadeild - Skólagarðar 2018

Frá verkefnastjóra Vinnuskóla, dags. 5. febrúar, lagðar fram tillögur um fyrirkomulag og þátttökugjald fyrir Skólagarða Kópavogs 2018.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðar tillögur um fyrirkomulag og þáttökugjald fyrir Skólagarða Kópavogs 2018.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1801001 - Umhverfissvið - gatnadeild - Vinnnuskóli 2018

Frá verkefnastjóra Vinnuskóla, dags. 5. febrúar, lagðar fram tillögur um laun og vinnutíma í Vinnuskóla Kópavogs 2018 ásamt starfsáætlun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðar tillögur um laun og vinnutíma í Vinnuskóla Kópavogs 2018 ásamt starfsáætlun.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.17121024 - Digranesvegur 12. Ósk um endurupptöku byggingarleyfis vegna synjunar 16.10.2017

Frá lögfræðideild, dags. 24. janúar, lagt fram minnisblað vegna beiðni um endurupptöku á ákvörðun byggingarfulltrúa um synjun á útgáfu byggingarleyfis, Digranesvegur 12, breytt notkun. Lagt fram að nýju ásamt tölvupósti frá lögfræðideild, dags. 2. febrúar.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að endurupptaka málið með fjórum atkvæðum og vísar því til skipulagsráðs. Karen Halldórsdóttir greiddi ekki atkvæði.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1801785 - Hestheimar 14-16, Samskipahöllin. Freymarsfélagið. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 5. febrúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 31. janúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Freymarsfélagsins, kt. 540316-1040, um tímabundið áfengisleyfi vegna þorrablóts þann 10. febrúar 2018, frá kl. 20:00 til kl. 02:00, í Samskipahöllinni að Hestheimum 14-16, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1706353 - Vegna breytingar á A deild Brúar lífeyrissjóðs vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins nr. 1/1997

Frá fjármálastjóra, dags. 5. febrúar, lögð fram tillaga um fjármögnun lífeyrisskuldbindingar við Brú lífeyrissjóð.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

Bæjarráð lýsir vanþóknun sinni á þeim skamma tímafresti sem veittur er til uppgjörs enda um háar fjárhæðir að ræða. Bæjarráð telur eðlilegt að gjalddagi verði færður til 1. mars.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 09:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1801254 - Auknar og afturvirkar lífeyrissjóðsskuldbindingar

Frá fjármálastjóra, lögð fram umsögn er varðar beiðni frá Sigöldu ehf. um uppgjör við Brú lífeyrissjóð.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 09:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.1801698 - Strætó leitar heimildar vegna lántöku

Frá fjármálastjóra, lögð fram umsögn er varðar erindi Strætó bs. vegna heimildar til lántöku.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 09:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.1710516 - Lýðheilsustefna: innleiðing

Anna Elísabet Ólafsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsumálum, fer yfir framgang verkefna undir 6 meginmarkmiðum lýðheilsustefnunnar.
Lagt fram.

Bæjarráð þakkar kynninguna og lýsir mikilli ánægju með framgang verkefnisins.

Gestir

  • Anna Elísabet Ólafsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsumálum - mæting: 08:35

Ýmis erindi

10.1801787 - Tillaga til þingsályktunar um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta, 50. mál. Umsagnarbeiðni

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 31. janúar, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta, 50. mál.
Lagt fram.

Ýmis erindi

11.1802048 - Tillaga til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), 9. mál. Umsagnarbeiðni

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 2. febrúar, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsálktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), 9. mál.
Lagt fram.

Ýmis erindi

12.1802002 - Uppgjör við Brú lífeyrissjóð

Frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 31. janúar, lagt fram erindi er varðar uppgjör við Brú lífeyrissjóð.
Bæjarráð vísar erindinu til fjármálastjóra til afgreiðslu.

Fundargerðir nefnda

13.1801026F - Barnaverndarnefnd - 75. fundur frá 01.02.2018

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Karen Halldórsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð vill taka undir áhyggjur foreldra X.

Mikilvægt er að hvetja velferðarnefnd Aþingis og Alþingismenn til þess flýta eins og kostur er byggingu eða kaupum á húsnæði undir meðferðarúrræði fyrir börn og ungmenni í vanda. Vandinn er samfélagslegur og markvisst hefur meðferðarúrræðum fyrir unglinga fækkað undanfarin ár án þess að ný úrræði komi í staðinn, árið 1999 voru þau 10 en í dag aðeins 2. Barnaverndir um land allt standa í ströngu um að leitast við að vernda ungmenni og börn en ef úrræðin vantar verður minna úr mikilvægri vinnu þeirra.

Það er ljóst að snemmtæk íhlutun í vanda barna og ungmenna verður til þess að samfélagið bæði sparar fjármuni til lengri tíma og um leið stuðlar að betra lífi og heilsu fjölskyldna.

Barnavernd Kópavogs á von á forstjóra Barnaverndarstofu innan tíðar.
Karen Halldórsdóttir"
Bæjarráð tekur undir bókun Karenar Halldórsdóttur.

Fundargerðir nefnda

14.1801023F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 59. fundur frá 30.01.2018

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.1802007F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 60. fundur frá 07.02.2018

Fundargerð í 1 lið.

Jafnframt er skýrslan "Launakönnun starfsmanna Kópavogsbæjar í nóvember 2016" lögð fram.
Lagt fram.

Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Í skýrslunni kemur fram að "sé litið til dagvinnulauna konu og karls sem vinna sama starf, á sama sviði, eru á sama aldri og með sama starfsaldur þá er hægt að segja að ekki sé um kynbundinn launamun að ræða hjá Kópavogsbæ". Það er ánægjuleg niðurstaða. Hinsvegar, samkvæmt þeim gögnum sem eru til staðar, þá vinna karlar að jafnaði fleiri yfirvinnutíma en konur sem hefur áhrif á heildarlaun þeirra. Áhyggjuefni er að hlutfallslegur heildarlaunamunur kynja hefur aukist hjá Kópavogsbæ samkvæmt könnuninni. Í könnun sem gerð var árið 2013 voru heildarlaun (fullt starf) kvenna 86,3% af heildarlaunum karla, en lækkuðu niður í 83,4% árið 2016. Skýringar er ekki að finna í skýrslunni en svo virðist sem, einhverra hluta vegna, að karlar í störfum hjá Kópavogsbæ þurfi að vinna fleiri yfirvinnutíma en konur í sambærilegum störfum.
Pétur Hrafn Sigurðsson"

Hlé var gert á fundi kl. 7:55. Fundi var fram haldið kl. 8:24.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Þarna er um misskilning hjá bæjarfulltrúanum að ræða. Frá síðustu könnun hefur í sveitarfélaginu fjölgað í störfum eins og í skólum og leiksskólum þar sem ekki er um mikla yfirvinnu að ræða. Það leiðir til þess að meðaltölin breytast milli kannana án þess að yfirvinna karla hafi verið aukin. Niðurstaða rannsókna HA er skýr en þar segir "kynbunin launamunur á heildarlaunum er ekki marktækur". Launamunur kynja hjá Kópavogsbæ er enginn þegar bornir eru saman einstaklingar í sambærilegum störfum.

Við fögnum niðurstöðu rannsóknar Háskólans á Akureyri. Hér er um frábæran árangur að ræða þar sem ekki er lengur um kynbyndin launamun að ræða hjá Kópavogsbæ. Þetta er uppskera markvissrar vinnu. Innilegar þakkir til starfsmanna Kópavogsbæjar.
Ármann Kr. Ólafsson, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson"

Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Meðaltal yfirvinnustunda alls starfsfólks er 13,32 tímar á mánuði en karlmenn vinna að meðaltali fleiri yfirvinnutíma en konur. Í skýrslunni kemur fram að þá vinna karlar 24,9 yfirvinnutíma að meðaltali og konur vinna 10,1.
Pétur Hrafn Sigurðsson"

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarndi bókun:
"Það er undirstrikað í skýrslunni að ef karl og kona vinna sama starf er enginn launamunur. Tölfræði sú sem bæjarfulltrúinn leggur hér fram er útskýrð í skýrslunni.
Ármann Kr. Ólafsson"

Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Það er rangt hjá bæjarstjóra að enginn launamunur sé á milli karla og kvenna sem vinna sama starf. Rétt er að enginn kynbundinn launamunur er á milli þeirra. Athygli bæjarstjóra er vakin á því að í flokknum stjórnendur 2 eru karlmenn með rúmlega 45 fasta yfirvinnutíma á meðan konur í sama flokki eru með 30 fasta yfirvinnutíma og laun karla eru því umtalsvert hærri í þeim flokki.
Pétur Hrafn Sigurðsson"

Ármann Kr. Ólafsson lagð fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður er eingöngu að vísa í niðurstöður Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Að teknu tilliti til þátta sem hafa áhrif á laun, s.s. aldur og menntun er ekki um kynbundinn launamun að ræða hjá Kópavogsbæ. Það er niðurstaða rannsóknarinnar. Umræða um annað er tilraun til að draga athyglina frá þeim árangri og þeirri staðreynd að Kópavogsvær er fyrsti opinberi aðilinn á Íslandi þar sem sá árangur næst.
Ármann Kr. Ólafsson"

Gestir

  • Þortseinn Einarsson, starfsmannastjóri - mæting: 09:45

Fundargerðir nefnda

16.1801021F - Lista- og menningarráð - 84. fundur frá 01.02.2018

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.1801753 - Fundargerð 230. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 29.01.2018

Fundargerð í 74 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.1801791 - Fundargerð 81. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 26.01.2018

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

19.1802068 - Hinsegin fræðsla í grunnskólum Kópavogs. Fyrirspurn frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur

Frá Margréti Júlíu, bæjarfulltrúa, óskað eftir upplýsingum um stöðu Hinsegin fræðslu í grunnskólum Kópavogs. Jafnframt er óskað eftir áætlunum um áframhaldandi fræðslu og vitundarvakninu um stöðu hinsegin nemenda og fjölskyldna á öllum skólastigum.
Bæjarráð vísar fyrirspurninni til sviðsstjóra menntasviðs til umsagnar.

Fundi slitið - kl. 10:05.