Frá lögfræðideild, dags. 6. mars, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kópavogsbæjar, kt. 700169-3759, um tímabundið áfengisleyfi vegna árshátíðar Kópavogsbæjar þann 14. apríl 2018, frá kl. 18:00-02:00, í Fífunni knattspyrnuhöll, Dalsmára 5, 201 Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/20017 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.