Bæjarráð

2907. fundur 15. mars 2018 kl. 07:30 - 09:35 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1803733 - Nýbýlavegur 2, 4, 6, 8, 10, lóðarleigusamningar.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 8. mars, lagt fram erindi er varðar lóðarleigusamninga Nýbýlavegs 2, 4, 6, 8 og 10, vegna breyttra lóðarmarka.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1802479 - Beiðni um athugun á gervigrasinu í Kórnum.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 12. mars, lögð fram umsögn er varðar gervigrasið í Kórnum.
Lagt fram.
Kl. 8.40 vék Birkir Jón Jónsson af fundi.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1803638 - Samkeppni við meðhöndlun úrgangs - kynning

Samkeppniseftirlitið kemur í heimsókn og kynnir "Samkeppni við meðhöndlun sorps".
Lagt fram.

Gestir

  • Magnús Þór Kristjánsson, sérfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu - mæting: 08:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1711336 - Engihjalli 8, Riddarinn Ölstofa. Umsagnarbeiðni vegna nýrrar umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 6. mars, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 15. september, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Riddarans Ölstofu, kt. 510909-1510, um nýtt rekstrarleyfi fyrir umfangslítinn áfengisveitingastað í flokki II, að Engihjalla 8, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1.tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitastjórn, sem umsagnaraðili, að staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar og staðfestir að umfang rekstrarleyfisins samrýmist stefnu skipulags.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1803844 - Melahvarf 3. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 12. mars, lagt fram erindi f.h. lóðarhafa Melahvarfs 3, Gunnars Árnasonar, um heimild til veðsetningar á 3. veðrétt á lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að veitt verði umbeðið veðleyfi.

Ýmis erindi

6.1803669 - Tillaga til þingsáætlunar um aðgengi að stafrænum smiðjum, 236. mál. Umsagnarbeiðni

Frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 6. mars, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um aðgengi að stafrænum smiðjum, 236. mál (þingmannamál).
Lagt fram.

Ýmis erindi

7.1803773 - Tillaga til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 200. mál. Umsagnarbeiðni

Frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 8. mars, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 200. mál (þingmannamál).
Lagt fram.

Ýmis erindi

8.1803599 - Frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu (réttur til einbýlis og sambúðar við maka á öldrunarstofnunum), 178. mál. Umsagnarbeiðni

Frá Velferðarnefnd Alþingis, dags. 6. mars, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu (réttur til einbýlis og sambúðar við maka á öldrunarstofnunum), 178. mál (þingmannamál).
Lagt fram.

Ýmis erindi

9.1711632 - Vatnsendablettur 730-739. Breytt deiliskipulag.

Frá íbúum á og við umrædda landsspildu í Kvosinni - á svæðinu milli vants og vegar, dags. 11. mars, íbúa að Vatnsendabletts 6, dags. 11. mars og íbúa að Vantsendabletts 3, dags. 10. mars, lagðar fram athugasemdir varðandi breytingu á deiliskipulagi frá 2001 varðandi svæðið milli vatns og vegar.
Bæjarráð vísar málinu til skipulagsráðs til úrvinnslu.

Ýmis erindi

10.1803835 - Nordjobb sumarstörf 2018

Frá verkefnisstjóra Nordjobb á Íslandi, dags. 2. mars, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir að Kópavogsbær taki þátt í verkefninu og ráði ungt fólk frá hinum Norðurlöndunum til starfa sumarið 2018.
Bæjarráð vísar erindinu með fjórum atkvæðum til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

Fundargerðir nefnda

11.1803001F - Menntaráð - 23. fundur frá 06.03.2018

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.1801027F - Skipulagsráð - 23. fundur frá 05.02.2018

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.1802021F - Velferðarráð - 24. fundur frá 26.02.2018

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

14.1803005F - Velferðarráð - 25. fundur frá 12.03.2018

Lagt fram.
  • 14.4 1801264 Reglur um fjárhagsaðstoð. Tillögur um breytingar á 17. 28. gr. og 30. gr.
    Niðurstaða Velferðarráð - 25 Velferðarráð samþykkir framlagðar tillögur um breytingar á 17.gr, 28 gr. og 30 gr. í reglum Kópavogsbæjar um fjárhagsaðstoð. Breytingar á 30 gr. varða hækkun á viðmiðunarfjárhæð að undanskildum barnabótum og veita aðstoð í 12 mánuði í stað 9. Þessar breytingar eru sérstaklega til þess fallnar að styðja við barnafjölskyldur sem búa við fátækt.

    Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.
  • 14.5 1802502 Tillaga um breytingu á stigakerfi félagslegra leiguíbúða
    Niðurstaða Velferðarráð - 25 Velferðarráð samþykkir tillögu að breytingum á tekjuviðmiðum í stigakerfi félagslegra leiguíbúða. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

15.1803671 - Fundargerð 82. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 2. mars 2018

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.1803803 - Fundargerð 455. fundar stjórnar SSH frá 05.03.2018

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Gestir

  • Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri SSH - mæting: 08:50

Fundargerðir nefnda

17.1803695 - Fundargerð 386. fundar stjórnar Sorpu frá 7.3.2018

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

18.1803898 - Óskað eftir upplýsingum varðandi uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Kópavogi á yfirstandandi kjörtímabili. Beiðni frá Pétri Hrafni Sigurðssyni bæjarfulltrúa

Frá Pétri Hrafni Sigurðssyni, óskar eftir upplýsingum varðandi uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Kópavogi á yfirstandani kjörtímabili.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Á sviðstjórafundi þann 5. mars sl. fól undirritaður bæjarritara og fjármálastjóra bæjarins að skrifa greinargerð um framvindu húsnæðismála í kjölfar húsnæðisskýrslu, sem unnin var í þverpólitískri sátt allra flokka í bæjarstjórn Kópavogs. Greinargerðin mun liggja fyrir fljótlega en hún mun innihalda svör við þeim fyrirspurnum sem hér eru lagðar fram af bæjarfulltrúanum.
Ármann Kr. Ólafsson"

Fundi slitið - kl. 09:35.