Bæjarráð

2909. fundur 05. apríl 2018 kl. 07:30 - 09:00 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Salvör Þórisdóttir lögfræðingur
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Elísabet Jónína Þórisdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Elisabet Þórisdóttir ritari bæjarstjóra
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1802654 - Glaðheimar, yfirborðsfrágangur gatna.

Frá deildarstjóra framkvæmdardeildar, dags. 3. apríl, lagt fram erindi um niðurstöður útboðs varðandi yfirborðsfrágang gatna við Glaðheima.
Samþykkt.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1708169 - Skólagerði, Kársnesskóli, nýbygging. Stýrihópur. Erindisbréf o.fl.

Frá deildarstjóra grunnskóladeildar, dags. 3. apríl, lagt fram erindi er varðar byggingu nýs Kársnesskóla.
Jafnframt eru lög fram þrjú fylgiskjöl : "Forsögn: Kársnesskóli - nýtt skólahúsnæði við Skólagerði", "Nýbygging - útboð á hönnun" og "Niðurrif á húsnæði Kársnesskóla við Skólagerði".
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.18031085 - Arnarsmári 36/Nónhæð - samkomulag um uppbyggingu á svæðinu

Frá lögfræðideild, lögð fram drög að samkomulagi um lóðina Arnarsmára 36 vegna uppbyggingu á Nónhæð. Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindisins á fundi sínum 22. mars sl.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.18031342 - Vogatunga 35. Undanþága frá kvöð vegna sölu húsnæðisins

Frá lögfræðideild, dags. 28. mars, lögð fram umsögn um undanþágu frá kvöð vegna sölu á Vogatungu 35.
Samþykkt.

Ýmis erindi

5.1804025 - Brekkuhvarf 1-7. Mótmæli við fyrirhugaðri breytingu á skipulagi frá íbúum við Brekkuhvarf og Breiðahvarf

Frá 13 íbúum við Brekkuhvarf og Breiðahvarf, lagt fram undirritað mótmælabréf ásamt skýringum vegna breyingu á skipulagi að Brekkuhvarfi 1-7.
Jafnframt er lögð fram greiðagerð vegna mótmæla ásamt myndum af Brekkuhvarfi 1 og 3.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til skipulagsráðs.

Ýmis erindi

6.18031329 - Frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 394. mál. Umsagnarbeiðni

Frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 27. mars, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 394. mál (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

7.18031323 - Frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur, 345. mál. Umsagnarbeiðni

Frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 27. mars, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur, 345. mál (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns.

Karen Elísabet Halldórsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Það er gott og vel að hjón skulu ekki lengur þurfa að hafa sama lögheimili en að sama skapi vil ég hvetja Alþingi að sýna börnum og réttindum foreldra sem ekki eru í sambúð eða gift sama skilning. Við sambúðarslit eða skilnað geta börn bara átt eitt lögheimili og réttindi sem því fylgja. Þetta er brot á réttindum barna sem og foreldra og um leið gerir annað foreldrið rétthærra en hitt."
Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Hjördís Ýr Johnson, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson, Ármann Kr. Ólafsson og Birkir Jón Jónsson taka undir bókunina.

Ýmis erindi

8.18031242 - Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála, 389. mál. Umsagnarbeiðni

Frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 22. mars, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta- sveitarstjórnar- og byggðamála, 389. mál (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

9.18031142 - Kvörtun vegna mats á starfsréttindum. Beiðni um upplýsingar og skýringar

Frá Umboðsmanni Alþingis, dags. 15. mars, lögð fram beiðni um upplýsingar og skýringar varðandi kvörtun vegna mats á starfsréttindum.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

10.18031212 - Beiðni um upplýsingar og gögn um ráðningar opinberra starfsmanna

Frá Umboðsmanni Alþingis, dags. 19. mars, lögð fram beiðni um upplýsingar og gögn um ráðningar opinberra starfsmanna.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns.

Fundargerðir nefnda

11.1803011F - Barnaverndarnefnd - 78. fundur frá 22.03.2018

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.1803017F - Íþróttaráð - 81. fundur frá 22.03.2018

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.1803014F - Leikskólanefnd - 92. fundur frá 22.03.2018

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.1801025F - Lista- og menningarráð - 87. fundur frá 22.03.2018

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.1803010F - Menntaráð - 24. fundur frá 20.03.2018

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Margrét Júlía Rafnsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun við lið 1 í fundargerð menntaráðs:
"Tek undir bókun Gisla Baldvinssonar hvað varðar umsókn Arnarskóla. Í gögnum er ekki að finna neina umsögn frá menntasviði um umræddan skóla. Samkvæmt grunnskólalögum á Kópavogsbær að vera eftirlitsaðili með skólanum. Ógerlegt er taka jákvæða afstöðu til umsóknarinnar á grundvelli gagna."

Gestir

  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir - mæting: 08:40
  • Ragnheiður Hermannsdóttir - mæting: 08:40

Fundargerðir nefnda

16.1803019F - Velferðarráð - 26. fundur frá 26.03.2018

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.18031314 - Fundargerð 232. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 26.03.2018

Fundargerð í 75 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.18031216 - Fundargerð 170. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 26.02.2018

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.18031218 - Fundargerð 284. fundar stjórnar Strætó bs. frá 16.03.2018

Fundargerð í 6 liðum.
Jafnframt er lagt fram eitt fylgiskjal : Mælaborð Strætó janúar til febrúar 2018.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.18031217 - Fundargerð 171. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 21.03.2018

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

21.1804047 - Óskað eftir upplýsingum um starf starfshóps um Samgöngustefnu Kópavogsbæjar. Fyrirspurn frá Pétri Hrafni Sigurðssyni

Frá Pétri Hrafni Sigurðssyni :
"Undirritaður óskar eftir upplýsingum um starf starfshóps um Samgöngustefnu Kópavogsbæjar sem skipaður var í vor á síðasta ári. Eftir að starfshópurinn hélt íbúafundi um Samgöngustefnu sl. vetur hefur starfshópurinn ekki komið saman og þar af leiðir hefur starfshópurinn ekki farið yfir þær tillögur og ábendingar sem fram komu frá íbúum Kópavogsbæjar. "
Vísað til umsagnar umhverfissviðs.

Fundi slitið - kl. 09:00.