Bæjarráð

2913. fundur 03. maí 2018 kl. 07:30 - 09:40 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.18031085 - Arnarsmári 36/Nónhæð - samkomulag um uppbyggingu á svæðinu

Frá lögfræðideild, lagður fram viðauki við samkomulag Kópavogsbæjar og Nónhæðar um uppbyggingu lóðarinnar Arnarsmára.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Pálmi Þór Másson, bæjarlögmaður - mæting: 08:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1803664 - Gullsmári 9. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 19. mars, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Félags eldri borgara í Kópavogi um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 218.800,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 218.800,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Félags eldri borgara í Kópavogi.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1802075 - Hamraborg 10. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 12. mars, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Kvenfélags Kópavogs um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 244.800,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 244.800,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Kvenfélags Kópavogs.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1803705 - Funalind 2. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 19. mars, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Leikfélags Kópavogs um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 769.600,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 769.600,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Leikfélags Kópavogs.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1801667 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 19. mars, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Lionsumdæmis á Íslandi um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 577.600,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 577.600,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteigns Lionsumdæmis á Íslandi.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1801715 - Hamraborg 11. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 12. mars, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Rauða krossins í Kópavogi um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 387.200,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 387.200,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Rauða krossins í Kópavogi.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1804570 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 27. apríl, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Skátafélagsins Ægisbúar um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 56.005,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.

Jafnframt er óskað eftir niðurfellingu fasteignagjalda fyrir árin 2014, 2015, 2016 og 2017.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 56.005,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Skátafélagsins Ægisbúar.

Jafnframt samþykkir bæjarráð að veita styrk til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Skátafélagsins Ægisbúar fyrir árin 2014, 2015, 2016 og 2017.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.1803516 - Hamraborg 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 19. mars, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar SOS Barnaþorpa um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 437.440,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 437.440,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign SOS Barnaþorpa.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.1802599 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 12. mars, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 433.600,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 433.600,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.1804156 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 23. apríl, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Ungmannafélagsins Breiðablik um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 1.148.000,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 1.148.000,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Ungmannafélagsins Breiðabliks.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

11.1402205 - Samkomulag um rekstrarstyrk milli Kópavogsbæjar, Garðabæjar og Hestamannafélagsins Spretts

Frá bæjarstjóra, endurnýjun samkomulags við Hestamannafélagið Sprett.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við Hestamannafélagið Sprett um endurnýjun á rekstrarstyrk.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

12.1803898 - Óskað eftir upplýsingum varðandi uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Kópavogi á yfirstandandi kjörtímabili. Beiðni frá Pétri Hrafni Sigurðssyni bæjarfulltrúa

Frá fjármálastjóra, dags. 1. maí, svar við fyrrispurn Péturs Hrafns Sigurðssonar um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis.
Lagt fram.

Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég þakka svörin sem leiða það í ljós að Kópavogur hefur ekki úthlutað einni einustu lóð til húsnæðissamvinnufélaga sem eru ekki hagnaðardrifin, ekki til húsnæðisfélaga námsmanna, eldri borgara eða til húsnæðisfélaga verkalýðsfélaganna. Tillögur bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar um úthlutun til þessara hópa voru felldar. Lóðir hafa farið til verktaka á einkamarkaði sem byggja til að hagnast á sölu íbúðanna.
Pétur Hrafn Sigurðsson"

Margrét Júlía Rafnsdóttir tók undir bókun Péturs Hrafns Sigurðssonar.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Kópavogsbær á um 450 félagslegar leiguíbúðir sem er hlutfallslega mest meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að Reykjavík undanskilinni. Eins og fram kemur í svarinu þá hefur verið fjárfest í og keypt í félagslegum húsnæðisúrræðum sem fjölgar þeim um rúmlega 50. Varðandi leigufélög án hagnaðarsjónarmiða er vakin athygli á miklum hagnaði þeirra og ótrúlega hárri leigu.
Ármann Kr. Ólafsson"

Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Það er ódýrt að bera sig saman við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur þegar félagsleg húsnæðisúrræði eru annars vegar enda hafa þau flest staðið sig hörmulega í málaflokknum undir stjórn Sjálfstæðisflokksins.

Því er mótmælt að húsnæðisfélög námsmanna, eldri borgara eða fyrirhuguð húsnæðisfélög verkalýðshreyfingarinar bjóði upp á okurleigu
Pétur Hrafn Sigurðsson"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Hér var ekki verið að vísa til húsnæðisfélaga námsmanna. Kópavogur stenst allan samanburð þegar kemur að félagslegu húsnæði og lætur nærri að Kópavogsbær eigi hátt í 5% íbúða í fjölbýlishúsum í bænum.
Ármann Kr. Ólafsson"

Ýmis erindi

13.1804783 - Styrkumsókn vegna skákkennslu í grunnskólum Kópavogs

Frá formanni Skákstyrktarsjóðs Kópavogs, lagt fram erindi er varðar skákkennslu í grunnskólum Kópavogs.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til umsagnar.

Ýmis erindi

14.1804666 - Skýrsla innri endurskoðanda Sorpu bs. um samspil eigendastefnu, stofnsamnings og starfsreglna stjórnar

Frá SORPU bs., dags. 17. apríl, lagt fram erindi er varðar skýrslu endurskoðunarfyritækisins pxw, innri endurskoðanda SORPU bs. um samspil eigendastefnu, stofnsamnings og starfsreglna stjórnar.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.1804675 - Fundargerð 389. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 25.04.2018

Fundargerð í 5 liðum.
Jafnframt eru lögð fram 4 fylgigögn : "Kynning á grænu bókhaldi", "Yfirlýsing stjórnar SORPU bs. á grænu bókhaldi", "Kvörtun til Eftirlitsstofnunar ESA vegna meintra ríkisstyrkja til SORPU bs." og "Lokadrög af svari við kvörtun".
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.1804009F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 239. fundur frá 12.04.2018

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.1804016F - Lista- og menningarráð - 89. fundur frá 26.04.2018

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.1803009F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 98. fundur frá 23.04.2018

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.
  • 18.14 1804129 Hjólabrettaskál
    Lagt fram erindi Steinarr Lár Steinarssonar varðandi hjólabrettaskál í Kópavogi dags. 26. mars 2018. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 98 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir á framlagðar tillögur og vísar erindinu til Umhverfissviðs til afgreiðslu.
    Hreiðar Oddsson bókar að hann fagnar því að frumkvæði íbúa séu nýtt og vonar að hjólabrettaskál rísi í Kópavogi von bráðar.
    Kostnaðarliðum erindisins vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.
  • 18.15 1704446 Bílastæðasjóður Kópavogsbæjar
    Lögð fram tillaga að gjaldskrá bílastæðasjóð Kópavogsbæjar. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 98 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar tillögur að gjaldskrá bílastæðasjóðs Kópavogsbæjar.
    Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

Erindi frá bæjarfulltrúum

19.1804765 - Fyrirspurn um reglur vegna framkvæmda við Tennishöllina, óskað eftir að tryggt sé að vinnuvélar séu ekki á þeim tíma sem börn eru að fara í og úr skóla. Fá Margréti Júlíu Rafnsdóttur

Frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur, bæjarfulltrúa :
"Ég óska eftir upplýsingum um verklagsreglur sem vektaka er gert að fara eftir vegna framkvæmda við Tennishöllina í Kópavogsdal. Ég óska eftir að settar verði skýrar reglur um að ekki séu vinnuvélar á ferð á þeim tíma sem börn eru á leið til og frá skóla til að tryggja öryggi þeirra sem best, frá 7:40 - a.m.k. 9:00 á morgnana og þegar skóla lýkur. Reglunum þarf að framfylgja."

Greinargerð: Mikilvægt er að fyllsta öryggis sé gætt á gönguleiðum barna til og frá skóla. Foreldrar barna í Smáraskóla hafa verulegar áhyggjur af öryggi barna sinna vegna umferðar stórra vinnuvéla þvert á leið barnanna þegar þau eru á leið í skóla á morgnanna.
Margrét Júlía Rafnsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Mikilvægt er að verktakar vakti svæðið þegar vinnuvélarnar eru á ferð til að tryggja öryggi barnanna sem best.
Margrét Júlía Rafnsdóttir"

Erindi frá bæjarfulltrúum

20.1804766 - Tillaga um að semja við Samtökin 78 um fræðslu í leik- og grunnskólum Kópavogs. Frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur

Frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur, bæjarfulltrúa :
"Ég legg til að hafnar verði viðræður við Samtökin 78 um hinsegin fræðslu og stuðning í leik- og grunnskólum Kópavogs veturinn 2018 - 2019.
Greinargerð: Samtökin78 búa yfir mikilli sérfræðiþekkingu um hinsegin málefni og hafa getið sér einstaklega gott orð í öðrum sveitarfélögum fyrir jafningjafræðslu, fræðslu til starfsfólks skóla og stuðning og fræðslu við hinsegin nemendur og fjölskyldur þeirra."

Bæjarráð vísar tillögunni til sviðsstjóra menntasviðs til umsagnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

21.1803584 - Mánaðarskýrslur 2018

Frá fjármálastjóra, lagt fram rekstraryfirlit fyrir mars.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 07:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

22.1804227 - Menntasvið-daggæslumál

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 11. apríl, lagt fram erindi er varðar aðgerðir í daggæslumálum 2018.
Bæjarráð vísar tillögunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Margrét Júlía Rafnsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég fagna þessum tillögum, ekki síst að það eigi að jafna sem mest stöðu þeirra foreldra sem eiga börn í leikskólum og hjá dagforeldrum, hvað varðar kostnað. Mikill mismunur hefur verið á kostnaði foreldra vegna vistunar barna í leikskólum og hjá dagforeldrum og er það óásættanlegt.
Margrét Júlía Rafnsdóttir"

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

23.1611147 - Fannborg 2, 4 og 6, sala fasteigna.

Bæjarlögmaður mun gera grein fyrir stöðu mála.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Gestir

  • Pálmi Þór Másson, bæjarlögmaður - mæting: 08:05

Fundi slitið - kl. 09:40.