Bæjarráð

2914. fundur 17. maí 2018 kl. 07:30 - 09:00 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
 • Ása Richardsdóttir varafulltrúi
 • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
 • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
 • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1805697 - Niðurstöður skýrslu starfshóps um stöðu húsnæðismarkaðarins frá árinu 2015

Frá fjármálastjóra, lagt fram minnisblað um samantekt á helstu niðurstöðum starfshóps um stöðu húsnæðismarkaðarins og hvernig þeim hefur verið framfylgt.
Lagt fram.

Ása Richardsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Það eru vonbrigði hversu fáar félagslegar íbúðir hafa verið keyptar á kjörtímabilinu, sérlega í ljósi þess að öll bæjarstjórn hefur verið samtaka um að setja meira fé í kaupin, að tillögu Samfylkingarinnar. Það á að fara eftir samþykkt bæjarstjórnar.
Það eru um 130 fjölskyldur á biðlista eftir félagslegu húsnæði. Rök um að bærinn eigi ekki að vera í samkeppni um kaup á íbúðum við einkaaðila eru aum. Fólk sem hefur ekkert húsnæði getur ekki beðið eftir hagfelldum markaðsaðstæðum. Kaup á 10 íbúðum korter í kosningar eru það - kaup korter í kosningar.
Asa Richardsdóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 7:42. Fundi var fram haldið kl. 8:10.

Fulltrúar meirihluta bæjarráðs lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Í málefnasamningi meirihlutans er skýrt að það eigi að auka framboð á félagslegu húsnæði. Það hefur verið gert og hafa allir bæjarfulltrúar verið sammála um það. Samfylkingin hefur ekkert lagt í það umfram aðra flokka. Samtals hefur fjölgað um 43 íbúðir og íbúðarúrræði á kjörtímabilinu og er verið að ganga frá kaupum á 10 til viðbótar eða samtals 53 íbúðum. Samtals fara félagslegar íbúðir í Kópavogi því að nálgast 460 sem er um 6-7% af öllu fjölbýli í Kópavogi. Í öllum samanburði við önnur sveitarfélög er Kópavogur að standa sig vel. Við lýsum furði á þeirri afstöðu fulltrúa Samfylkingarinnar að hún gagnrýni kaup nú loksins þegar smá svigrúm er að myndast á markaði um leið og það er gert í algeru samræmi við fjárhagáætlun.
Theódóra Þorsteinsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson"

Ása Richardsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Samfylkingin lætur kjósendum eftir að dæma hver hefur staðið með efnaminni fjölskyldum á kjörtímabilinu.
Ása Richardsdóttir"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Á þessu kjörtímabili hefur verið lögð mikil áhersla á það að auka fjármagn til velferðarmála.
Ármann Kr. Ólafsson"

Margrét Júlía Rafnsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Það er algjörlega óásættanlegt að bið eftir félagsslegu húsnæði sé að meðaltali þrjú ár. Í þeim hópi eru fjölskyldur með börn, sem búa við óöryggi og tíða flutninga, sem er algjörlega óásættanlegt og hefur margþætt áhrif á líf þeirra. Vinstri græn hafa ítrekað bent á það.
Margrét Júlía Rafnsdóttir"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúi VG veit vel að það þarf einungis að búa í sex mánuði í Kópavogi til að komast á biðlista hér á meðan það þarf að bíða í þrjú ár til að komast á biðlista í Reykjavík, þar sem flokkssystkini hennar stjórna. Þetta eitt sýnir hvað Kópavogur er í mikli betri málum en Reykjavík þegar kemur að biðlistum.
Ármann Kr. Ólafsson"

Margrét Júlía Rafnsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Þessi staðreynd bætir ekki stöðu þeirra barnafjölskyldna sem eru á biðlista í Kópavogi.
Margrét Júlía Rafnsdóttir"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúa VG er fullkunnugt að það er forgangsraðað á biðlistum í þágu barna og því eiga meðaltöl ekki við um þær fjölskyldur.
Ármann Kr. Ólafsson"

Margrét Júlía Rafnsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Húsnæðislausar fjölskyldur með börn hafa samt fengið þau svör að meðal biðtími sé þrjú ár og á þeim rökum verið hafnað húsnæði.
Margrét Júlía Rafnsdóttir"

Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Það er nauðsynlegt að gera betur í fjölgun félagslegra leiguíbúða en gert hefur verið á kjörtímabilinu. Það er nauðsynlegt að stytta biðlistann og biðtíma fólks í húsnæðisvanda.
Birkir Jón Jónsson"

Ása Richardsdóttir og Margét Júlía Rafnsdóttir tóku undir bókun Birkis Jóns Jónssonar.

Gestir

 • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 07:35

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1805634 - Menntasvið-ráðning leikskólastjóra Baugs

Frá sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra leikskóladeildar, dags. 15. maí, lagt fram erindi er varðar tillögu að ráðningu leikskólastjóra Baugs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að ráða Margréti Björk Jóhannesdóttur í starf leikskólastjóra Baugs.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1804521 - Lindarvegur Bæjarlind breikkun götu og hringtorg útboð

Frá deildarstjóra framkvæmdardeildar, dags. 14. maí, lagt fram erindi er varðar niðurstöður útboðs í verkið "Lindarvegur - Bæjarlind gatna og holræsagerð 2018."
Lagt er til að leitað verði samninga við Óskatak ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við Óskatak ehf.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1805116 - Auðnukór 2. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 7. maí, lagt fram erindi lóðarhafa Auðnukórs 2, Hauks Gottskálkssonar, um heimild til veðsetningar á 1. veðrétt á lóðina.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi um heimild til veðsetningar með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1805638 - Sæbólsbraut 34. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 15. maí, lagt fram erindi lóðarhafa Sæbólsbrautar 34, Sigurðar Kristins Ægissonar og Hildar Kristinsdóttur, um heimild til veðsetningar á 1. veðrétt á lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veitt verði umbeðið veðleyfi.

Ýmis erindi

6.1805086 - Frumvarp til laga um Kristnisjóð o.fl. (ókeypis lóðir), 269. mál. Beiðni um umsögn

Frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 3. maí, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um Kristnisjóð o.fl. (ókeypis lóðir), 269. mál (þingmannamál).
Lagt fram.

Ýmis erindi

7.1805024 - Umsókn um styrk vegna Ólympíumóts í stærðfræði

Frá Ara Páli Agnarssyni, dags. 30. apríl, lögð fram umsókn um styrk vegna Ólympíumóts í stærðfræði.
Bæjarráð vísar málinu til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

Ýmis erindi

8.1805334 - Beiðni um styrk vegna þátttöku í Ólympíuleikum í eðlisfræði

Frá Vigdísi Gunnarsdóttur, dags. 10. maí, lögð fram umsókn um styrk vegna Ólympíumóts í eðlisfræði.
Bæjarráð vísar málinu til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

Ýmis erindi

9.1805081 - Umsögn IOGT um frumvarp um breytingu á lögum um áfengi og tóbak beint til bæjarstjórnar

Frá Bindindissamtökunum IOGT á Íslandi, dags. 22. mars lögð fram umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um áfengi og tóbak.
Lagt fram.

Ýmis erindi

10.1801320 - Sveitarstjórnarkosningar 2018

Frá formanni kjörstjórnar, dags. 30. apríl, lagt fram bréf er varðar sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu um kjörstaði vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí nk.

Ýmis erindi

11.1801320 - Sveitarstjórnarkosningar 2018

Lagður fram listi með undirkjörstjórnum vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí nk.
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

12.1805286 - Aðstöðuleysi knattspyrnudeildar HK

Frá framkvæmdarstjóra Aðalstjórnar HK, dags. 9. maí, lagt fram erindi er varðar aðstöðuleysi knattspyrnudeildar HK.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til sviðsstjóra stjórnsýslu-, mennta- og umhverfissviðs til umsagnar.

Ýmis erindi

13.1805382 - Aðstoð við gerð og endurskoðun brunavarnaráætlana

Frá Inspectionem ehf., dags. 27. apríl, lagt fram erindi þar sem sveitarfélaginu er boðin aðstoð við gerð og endurskoðun brunavarnaáætlana.
Lagt fram.

Ýmis erindi

14.1805385 - Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2018

Frá Landskerfi bókasafna, dags. 9. maí, lagt fram boð á aðalfund Landskerfis bókasafna hf. árið 2018 þann 30. maí nk. kl. 15:00.
Bæjarráð vísar málinu til forstöðumanns Bókasafns Kópavogs til afgreiðslu.

Ýmis erindi

15.1805150 - Pieta samtökin óska eftir styrk

Frá Pieta Ísland, félagasamtökunum, dags. 14. maí, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir þátttöku Kópavogsbæjar í fjármögnun félagasamtakanna.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gerður verði samningur um þjónustu Pieta. Um tilraunaverkefni verði að ræða og frekara samstarf verði ákveðið við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

Ýmis erindi

16.1805371 - Ákvörðun um áframhaldandi samstarf um rekstur sameiginlegrar ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk

Frá SSH, dags. 11.maí, lagt fram erindi er varðar áframhaldandi samstarf um rekstur sameiginlegrar ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.

Jafnframt er lögð fram skýrsla ALTA frá 20. apríl 2018.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra velferðarsviðs til umsagnar.

Fundargerðir nefnda

17.1804022F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 240. fundur frá 26.04.2018

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.1805005F - Barnaverndarnefnd - 80. fundur frá 11.05.2018

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.1805001F - Hafnarstjórn - 108. fundur frá 07.05.2018

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.1804021F - Íþróttaráð - 82. fundur frá 24.04.2018

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.
 • 20.1 1609996 Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi
  Lögð fram til kynningar lokadrög að samningi milli Kópavogsbæjar og Samstarfsvettvangs íþróttafélaga í Kópavogi ásamt fylgiskjölum, sem samþykkt voru á fundi starfsstjórnar SÍK 23. apríl sl. Niðurstaða Íþróttaráð - 82 Íþróttaráð fagnar því að nú liggi fyrir sameiginleg samningsdrög milli Kópavogsbæjar og SÍK. Með von um aukna samvinnu innan íþróttahreyfingarinnar í Kópavogi. Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

21.1804025F - Lista- og menningarráð - 90. fundur frá 03.05.2018

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

22.1804011F - Skipulagsráð - 28. fundur frá 07.05.2018

Fundargerð í 27 liðum.
Lagt fram.
 • 22.2 0812063 Skíðasvæðið í Bláfjöllum, breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju tillaga Landslags að endurskoðuðu deiliskipulagi skíðasvæðisins í Bláfjöllum, uppdráttur í mkv. 1:5000 ásamt greinargerð, skipulagsskilmálum og umhverfisskýrslu. Halldóra Narfadóttir, landfræðingur og Finnur Kristinsson, landslagsarkitekt gera grein fyrir tillögunni. Á fundi skipulagsráðs 16. apríl 2018 var afgreiðslu tillögunnar frestað. Niðurstaða Skipulagsráð - 28 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
 • 22.3 1803193 Brú yfir Fossvog. Deiliskipulag. Tillaga á vinnslustigi.
  Lögð fram tillaga á vinnslustigi að deiliskipulagi brúar yfir Fossvog. Tillagan er unnin af Alta fh. Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar og í samvinnu við Vegagerðina. Í tillögunni er gert ráð fyrir um 270 m langri brú yfir voginn frá Kársnesi, nánar tiltekið frá norðurenda Bakkabrautar að flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. Markmið tillögunar er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við vistvæna samgöngukosti. Brúin verður fyrir umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur.
  Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2500 ásamt skýringarmyndum og greinargerð með umhverfisskýrslu dags. 30. apríl 2018.
  Hrafnhlildur Brynjólfsdóttir, skipulagsfræðingur og Þóra Kjarval, arkitekt Alta gera grein fyrir tillögunni.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 28 Skipulagsráð samþykkir framlagða lýsingu og að skoðaðir verði kostir þess að koma fyrir sundlaug á brúnni og tillagan verði kynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
 • 22.5 1805021 Nýbýlavegur 10. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga Krark fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 10 við Nýbýlaveg. Í tillögunni felst fjölgun íbúða um 11, fjölgun bílastæða í kjallara og dregið er úr stærð atvinnuhúsnæðis á jarðhæð. Að öðru leiti gilda áður samþykktir skilmálar. Uppdrættir í mkv. 1:200 ásamt skýringarmyndum dags. í apríl 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 28 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
 • 22.6 1706497 Húsnúmer í Dalbrekku. Tillaga að breytingu.
  Lagt fram að nýju erindi Franz Páls Sigurðssonar fh. eigenda fyrirtækja í Dalbrekku þar sem óskað er eftir að skipulagsráð taki til umfjöllunar beiðni um að húsnæði sem stendur við Dalbrekku fái eigin húsnúmer en séu ekki kennd við aðliggjandi götur. Niðurstaða Skipulagsráð - 28 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
 • 22.7 1804613 Hvammsvegur 2. Gæsluvallarhús.
  Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar Kópavogs að breyttu fyrirkomulagi á gæsluvelli við Hvammsveg 2. Í breytingunni felst að núverandi gæsluvallarhús er fjarlægt og nýju komið fyrir í þess stað, uþb 93 m2 að stærð. Uppdráttur í mkv. 1:200 og 1:2000 dags. 23. apríl 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 28 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
 • 22.10 1801305 Aflakór 6. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Krark fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 6 við Aflakór. Í tillögunni felst að í stað einbýlishúss verði byggt parhús á lóðinni, byggingarmagn er aukið úr 350 m2 í 420 m2, heimilaðar verði útbygging á efri hæð út fyrir byggingarreit 2,5 x 3,6 m á norður og suður hlið, hámarkshæð verði 6,7 m miðað við aðkomuhæð í stað 6,3m. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Athugasemdafresti lauk 7. maí 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 28 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
 • 22.12 1803626 Dalaþing 12. Einbýlishús í tvíbýli. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju umsókn Guðna Pálssonar arkitekts fh. lóðarhafa um breytt deiliskipulag á lóðinni við Dalaþing 12. Í breytingunni felst að íbúðum á lóðinni er fjölgað úr einni í tvær svoleiðis að ein íbúð sé á hvorri hæð hússins. Nýr inngangur í íbúð á neðri hæð er fyrirhugaður á suðausturhorni hússins.
  Á fundi skipulagsráðs 19. mars 2018 var óskað eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn dags. 16. apríl 2018.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 28 Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

  Theódóra Þorsteinsdóttir og Andrés Pétursson greiða atkvæði gegn afgreiðslunni.

  Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
 • 22.16 1803103 Kórsalir 1. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram erindi Jóns Guðmundssonar arkitekts f.h. lóðarhafa íbúðar og aukarýmis í kjallara þar sem óskað er eftir að rými í kjallara fái skráningu rýmis í kjallara breyttu í íbúð með sér fastanúmeri. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 6. september 2000 ásamt undirrituðu samþykki lóðarhafa í húsinu. Þá lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Kópavogs dags. 25. apríl 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 28 Skipulagsráð hafnar erindinu á grundvelli umsagnar byggingarfulltrúa. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
 • 22.17 18031127 Urðarbraut 5. Breyting á skráningu í Kastalagerði 2.
  Lagt fram erindi lóðarhafa Urðarbrautar 5 dags. 20. mars 2018 þar sem óskað er eftir að fá breyttri skráningu lóðarinnar í Kastalagerði 2 þar sem innkeyrsla og aðkoma að húsinu er frá Kastalagerði en ekki Urðarbraut. Niðurstaða Skipulagsráð - 28 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
 • 22.24 1804464 Álalind 4-8. Fjölgun íbúða. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram erindi Orra Árnasonar arkitekts f.h. lóðarhafa Álalindar 4-8 þar sem óskað er eftir að fjölga íbúðum um eina á 6. hæð fjölbýlishússins með þeim hætti að áður fyrirhuguð íbúð á hæðinni, samtals 190 m2, verður skipt upp í tvær uþb. jafnstórar íbúðir. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 28. nóvember 2016 með breytingum dags. 14. febrúar 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 28 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
 • 22.26 1805102 Dimmuhvarf 11b og 11c. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram erindi Andra Ingólfssonar arkitekts dags. 4. maí 2018 fh. lóðarhafa Dimmuhvarfs 11b og 11c. Í breytingunni felst að byggingarreitir bílageymslna verði sameinaðir byggingarreitum íbúða. Byggingarreitur bílgeymslna stækkar til suðausturs um 1,5 m og byggingarmagn eykst og verður 185 m2 á hvorri lóð. Nýtingarhlutfall eftir breytingu verður 0,24 fyrir Dimmuhvarf 11b og 0,29 fyrir Dimmuhvarf 11c. Uppdráttur í mkv. 1:500 og 1:1000 dags. 7. maí 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 28 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

23.1804023F - Velferðarráð - 28. fundur frá 14.05.2018

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.
 • 23.4 18031300 Félagslegar leiguíbúðir og gæludýrahald
  Niðurstaða Velferðarráð - 28 Velferðarráð samþykkir tillögu Kristínar Sævarsdóttur um breytingar á reglum um gæludýrahald í félagslegum íbúðum sem lögð var fram þann 9. apríl sl. Tillagan er um að leyfilegt verði að halda hund eða kött í félagslegum íbúðum í eigu Kópavogsbæjar. Leyfið verði háð eftirfarandi skilyrðum:

  a)Sé um sameiginlegan inngang að ræða er hunda- og kattahald háð samþykki 2/ 3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. (skv lögum um fjöleignarhús og reglum um katta- og hundahald í Kópavogi).
  b)Hunda- og kattahald í félagslegum íbúðum með sérinngangi er leyfilegt.  Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

24.1805032 - Fundargerð 233. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 30.04.2018

Fundargerð í 67 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

25.1805308 - 5. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 18. apríl 2018

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

26.1805052 - Fundargerð 859. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.04.2018

Fundargerð í 36 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

27.1805110 - Fundargerð 172. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 04.05.2018

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

28.1805100 - Fundargerð 390. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 04.05.2018

Fundargerð í 5 liðum.
Jafnframt eru lögð fram tvö fylgiskjöl : "Niðurstöður útboðs í byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar" og "Viljayfirlýsing sorpsamlaganna á Suðvesturlandi".
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

29.1805353 - Fundargerð 457. fundar stjórnar SSH frá 07.05.2018

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

30.1805335 - 83. fundargerð svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 4.5. 2018

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

31.1805627 - Ljósaskilti við Smárann. Aðgerðir vegna kvartana frá íbúum. Fyrirspurn frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur

Frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur, bæjarfullrúa :
"Ljósaskilti við Smárann. Ítrekað hefur verið kvartað yfir umræddu ljósaskilti af íbúum Nónhæðar. Birtan á því var takmörkuð um tíma og jafnvel slökkt, en núna er það ekki þannig lengur. Hvers vegna ekki?
Komið hefur fram að umrætt skilti ógni öryggi þeirra sem koma akandi frá suðri fram hjá Smáranum."
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.

Erindi frá bæjarfulltrúum

32.1805626 - Óskað eftir upplýsingum og umræðum um félagslegt húsnæði í Kópavogi. Beiðni frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur

Frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur, bæjarfulltrúa :
"Ég óska eftir upplýsingum og umræðum um félagslegt húsnæði í Kópavogi".
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:00.