Bæjarráð

2915. fundur 24. maí 2018 kl. 07:30 - 08:15 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Kl. 7:50 mætti Hjördís Ýr Johnson til fundar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1805286 - Aðstöðuleysi knattspyrnudeildar HK

Frá sviðsstjórum mennta-, stjórnsýslu- og umhverfissviðs, dags. 19. maí, lögð fram umsögn vegna erindis HK þar sem óskað var eftir úrbótum á gervigrasvelli við Kórinn. Lagt er til að bæjarráð heimili umhverfissviði að hefja undirbúning framkvæmda við tengingu hitakerfis og flóðlýsingar við Kór og samþykki að þær verði boðnar út.
Bæjarráð samþykkir tillögu um heimild til útboðs vegna framkvæmda við Kór með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1710626 - Útboð framkvæmda við Fagralund og Kópavogsvöll

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 22. maí, lagt fram erindi er varðar gervigras á Kópavogsvöll og völl við Fagralund.
Bæjarráð samþykkir eirindið með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1711337 - Birkigrund 57, rekstrarleyfi. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis

Frá lögfræðideild, dags. 22. maí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 15. nóvember 2017, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Vals Kristjárnssonar ehf., kt. 700514-0720, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka gististað í flokki II, að Birkigrund 57, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé utan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð hafnar með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti útgáfu rekstrarleyfis með vísan til framlagðrar umsagnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1802212 - Víghólastígur 10. SMH Gróðurhús ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 22. maí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 8. febrúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn SMH Gróðurhúsa ehf., kt. 421104-2040, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka gististað í flokki II, að Víghólastíg 10, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé utan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð hafnar með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti útgáfu rekstrarleyfis með vísan til framlagðrar umsagnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1710516 - Lýðheilsustefna: innleiðing

Frá sérfræðingi lýðheilsumála, dags. 27. apríl, lögð fram stöðuskýrsla varðandi lýðheilsu í Kópavogi.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1801320 - Sveitarstjórnarkosningar 2018

Frá Kjörstjórn Kópavogs, dag. 23. maí, lagt fram erindi er varðar breytingar á starfsmönnum kjördeilda vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí 2018

Jafnframt er lagt til að Helgi Jóhannsson fari í hverfiskjörstjórn í Smárann.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum breytingar á starfsmönnum kjördeilda vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí 2018.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að Helgi Jóhannsson komi inn í hverfiskjörstjórn í Smára.

Ýmis erindi

7.1805040 - Heilsuefling eldri borgara. Tilraunaverkefni Gerplu, HK og Breiðabliks í samstarfi við UMSK og UMFÍ

Frá formönnum Gerplu, HK og Breiðabliks, lagt fram erindi er varðar tilraunaverkefni félaganna þriggja í heilsueflingu eldri borgara. Verkefnið er unnið í samstarfi við UMSK og UMFÍ.
Bæjarráð vísar erindinu til sérfræðings lýðheilsumála til úrvinnslu.

Ýmis erindi

8.1805659 - Óskað eftir styrk til að gefa út efni um upphafsár byggðar í Kópavogi

Frá Leifi Reynissyni, dags.30. apríl, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir styrk til að gefa út efni um upphafsár byggðar í Kópavogi.
Bæjarráð vísar erindinu til lista- og menningarráðs til úrvinnslu.

Ýmis erindi

9.1805806 - Framlög til Reykjanesfólksvangs 2018

Frá stjórn Reykjanesfólksvangs, dags. 15. maí, upphæð framlags Kópavogsbæjar til Reykjanesfólksvangs fyrir 2018, kr. 1.269.574,-.
Bæjarráð vísar erindinu til fjármálastjóra til afgreiðslu.

Fundargerðir nefnda

10.1805596 - Fundargerð 287. fundar stjórnar Strætó bs. frá 04.05.2018

Fundargerð í 7 liðum.
Jafnframt eru lögð fram 6 fylgiskjöl : "Árshlutauppgjör Strætó bs. 31. mars 2018", "Kynning á árshlutauppgjöri 31. mars 2018, dagsett 4. maí 2018", "Minnisblað um vetnisverkefnið JIVE2, dagsett 2. maí 2018", "Kynning Maas, dagsett 4. maí 2018", "Þjónustukönnun Akstursþjónusta fatlaðs fólks 2018" og "Akstursþjónusta fatlaðs fólks - greinagerð 8. maí 2018".
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.1805606 - Fundargerð 286. fundar stjórnar Strætó bs. frá 27.04.2018

Fundargerð í 4 liðum.
Jafnframt er lagt fram 1 fylgiskjal : "Framvindumat vegna samnings um eflingu almenningssamgangna, apríl 2108, kynning Mannvits 27. apríl 2018.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.1805007F - Menntaráð - 26. fundur frá 15.05.2018

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.1805010F - Leikskólanefnd - 94. fundur frá 17.05.2018

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

14.1712873 - Merkingar á íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar

Frá Theódóru Þorsteinsdóttur, formanni bæjarráðs, ósk um að bæjarráð taki að nýju fyrir tillögu íþróttaráðs um utanhúss merkingar íþróttamannvirkja Kópavogsbæjar og auglýsingar í þeim, en bæjarráð vísaði tillögum um auglýsingar í mannvirkjun til úrvinnslu samráðsvettvangs íþróttafélaganna á fundi sínum þann 1. mars sl.
Bæjarráð óskar eftir umsögn um stöðu vinnu er lýtur að merkingum íþróttamannvirkja.

Gestir

  • Jón Júlíusson, deildarstjóri íþróttadeildar - mæting: 08:00

Fundi slitið - kl. 08:15.