Bæjarráð

2924. fundur 23. ágúst 2018 kl. 08:15 - 10:15 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
 • Birkir Jón Jónsson formaður
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
 • Elísabet Jónína Þórisdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Elísabet Þórisdóttir ritari bæjarstjóra
Dagskrá
Samkvæmt 35. gr. laga nr. 135/2011 og 32. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogsbæjar fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella í sumarleyfi hennar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1803584 - Mánaðarskýrslur 2018

Frá bæjarritara, lagðar fram mánaðarskýrslur vegna apríl og maí.
Lagt fram.

Gestir

 • Ingólfur Arnarsson - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.18081246 - 6 mánaða uppgjör Kópavogsbæjar

Frá fjármálastjóra, farið yfir 6 mánaða uppgjör Kópavogsbæjar 2018.
Lagt fram.

Gestir

 • Ingólfur Arnarsson - mæting: 08:28

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1804687 - Ársalir 1. Ósk um kaup á íbúð

Frá fjármálastjóra, dags. 20. ágúst, lagt fram erindi f.h. Húsnæðisnefndar Kópavogs um heimild til að selja félagslegt húsnæði að Ársölum 1 til núverandi leigjanda þess.
Samþykkt með 5 atkvæðum, enda verði keypt önnur íbúð.

Bókun frá Pétri Hrafni Sigurðssyni, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, Einari Þorvarðarsyni, bæjarfulltrúa BF Viðreisnar, og Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, bæjarfulltrúa Pírata:
"Undirrituð árétta að samkvæmt samþykktum bæjarstjórnar um sölu á félagslegum íbúðum ber Kópavogsbæ að kaupa aðra sambærilega íbúð í stað þeirrar sem seld er. Eðlilegt er að ekki líði lengri tími en 2 mánuðir frá sölu þar til önnur íbúð hefur verið keypt. Óskað er eftir að bæjarráð fái upplýsingar um það húsnæði sem keypt verður í stað þess sem selt er nú.

Gestir

 • Ingólfur Arnarsson - mæting: 08:49

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.18081209 - Hafnarbraut 12/ Kársnesbraut 104. Samkomulag um greiðslufyrirkomulag vegna framkvæmda á lóðunum

Frá lögfræðideild, lögð fram til samþykktar drög að samkomulagi um greiðslufyrirkomulag vegna framkvæmda á lóðarmörkum Hafnarbrautar 12 og Kársnesbrautar 104.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að samkomulagi með fjórum atkvæðum, Pétur Hrafn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar sat hjá.

Lögð fram bókun frá Pétri Hrafn Sigurðssyni, bæjarfulltrúa Samfylkingar.
"Þar sem í gögnum málsins kemur hvergi fram hver upphæðin sem Kópavogsbær þarf að greiða vill undirritaður taka fram að upphæðin er 27,5 milljónir króna.
Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar."

Bókun frá meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
"Upphæðin kom fram í samkomulagi sem bæjarráð samþykkti á fundi sínum 26. júlí."

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.18081194 - Austurkór 127B. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 21. ágúst, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Austurkórs 127B um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umbeðna veðsetningu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.18081191 - Álmakór 1,3 og 5. Heimild til framsals

Frá lögfræðideild, dags. 21. ágúst, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Álmakórs 1, 3 og 5, Tjarnarbrekku ehf., um heimild til að framselja lóðirnar til Dvergabergs ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umbeðið framsal lóðanna Álmakórs 1, 3 og 5.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1807203 - Boðaþing 14-16. Heimild til framsals

Frá lögfræðideild, dags. 17. júlí, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Boðaþings 14-16, Húsvirkis ehf., um heimild til að framselja lóðina til Heimavalla ehf. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á síðasta fundi þann 9. júlí sl.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að hafna umbeðnu framsali á lóðinni Boðaþing 14-16.

Einar Þorvarðarson, bæjarfulltrúi BF Viðreisnar, vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.17091076 - Vesturvör 40-50. Kársneshöfn. Breytt deiliskipulag.

Frá lögfræðideild, dags. 21. ágúst, lagt fram erindi um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi fyrir lóðirnar Vesturvör 40-50 í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að deiliskipulagsbreyting fyrir Vesturvör 40-50 verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda með athugasemdum.

Bókun:
"Undirritaður tekur undir álit Skipulagsstofnunar um að deiliskipulagsbreytingin sé ekki í samræmi við Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Lóðamörk og byggingareitir fara yfir svæði sem er skilgreint í aðalskipulagi sem opið svæði með gönguleið meðfram sjónum. Áformin koma því í veg fyrir að íbúar Kópavogs hafi óhindraðan aðgang að gönguleið meðfram sjónum á Kársnesi.
Pétur Hrafn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar."

Bókun frá fulltrúum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks:
"Þarna er um 155 metra af 4600 metra strandlengju Kársness að ræða þar sem gönguleiðin tekur smá hlykk. Umrætt svæði verður opið fyrir almenning og mun auka almenn lífsgæði. "

Gestir

 • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfr. - mæting: 09:19

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.1807178 - Nýbýlavegur 8, Microbar and Brew. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 15. ágúst, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 13. júlí, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Microbar and Brew um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Nýbýlavegi 8, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.1807082 - Vatnsendi, Kríunes ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 15. ágúst, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 6. júlí, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kríuness ehf. um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Kríunesi við Vatnsenda, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

11.1807071 - Smiðjuvegur 14, Sportakademían ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 10. ágúst, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 5. júlí, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sportakademíunnar ehf. um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki III, að Smiðjuvegi 14, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, vék af fundi kl. 09:33.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

12.1807115 - Fyrirspurn um kostnað vegna söfnunar á plasti frá heimilum. Frá Einari Erni Þorvarðarsyni

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. ágúst, lagt fram svar við fyrirspurnum um kostnað vegna söfnunar á plasti frá heimilum í bæjarráði þann 12. júlí sl.
Lagt fram.

Bæjarfulltrúi Einar Þorvarðarson, þakkar svörin.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

13.1802655 - Eskihvammur, endurnýjun götu.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 20. ágúst, lagt fram svar við fyrirspurn um stöðu framvindu framkvæmda í Eskihvammi í bæjarráði þann 12. júlí sl.
Lagt fram.

Bæjarfulltrúi Einar Þorvarðarson þakkar fyrir svörin.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

14.1501300 - Funahvarf 2, Vatnsendaskóli-Íþróttahús Gerpla.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 8. ágúst, lagt fram svar við fyrirspurn um greiningu á lokauppgjöri á íþróttahúsi við Vatnsenda í bæjarráði þann 12. júlí sl.
Lagt fram.

Bókun frá Einari Þorvarðarsyni, bæjarfulltrúa BF Viðreisnar:
"Óskað er eftir skýringum á umframkostnaði."

Ýmis erindi

15.1805286 - Aðstöðuleysi knattspyrnudeildar HK

Frá HK, dags. 17. ágúst, lagt fram erindi um úthlutun á viðbótartímum í knatthúsi Kórsins vegna aðstöðuleysis knattspyrnudeildar sökum frestunar framkvæmda við lýsingu og upphitun gervigrasvallarins.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafna því að HK búi við aðstöðuleysi. Íþróttafélagið HK býr við bestu aðstæður á landinu. Bæjarstjórn ákvað að flýta framkvæmdum við upphitun og lýsingu á vellinum. Vegna ákvæða í skipulagslögum tefst verkið eilítið. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu í þeirri mynd sem það birtist hér og vísar því til úrvinnslu menntasviðs.

Samþykkt með þremur atkvæðum, fulltrúar Samfylkingar og BF Viðreisnar sátu hjá.

Ýmis erindi

16.1808893 - Stúdentaleikhúsið leitar eftir húsnæði til leigu í Kópavogi fyrir leikárið 2018-2019

Frá stjórn Stúdentaleikhússins, dags. 19. ágúst, lagt fram erindi varðandi laust húsnæði undir starfsemina fyrir komandi leikár.
Sem stendur er ekkert laust húsnæði undir starfsemi Stúdentaleikhússins hjá Kópavogsbæ. Bæjarráð bendir hins vegar aðilum á að hafa samband við Leikfélag Kópavogs um möguleika á leigu húsnæðis.

Kosningar

17.1808528 - Tilnefningar í fulltrúaráð SSH

Tilnefning fimm fulltrúa Kópavogsbæjar í fulltrúaráð Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Frestað til fundar bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

18.1808007F - Barnaverndarnefnd - 83. fundur frá 16.08.2018

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.1808005F - Íþróttaráð - 83. fundur frá 09.08.2018

Fundargerð í 15. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.1808009F - Íþróttaráð - 84. fundur frá 16.08.2018

Fundargerð í 14. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.1808008F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 61. fundur frá 15.08.2018

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

22.1808001F - Skipulagsráð - 32. fundur frá 20.08.2018

Fundargerð í 24. liðum.
Lagt fram.
 • 22.6 1808021 Álalind 18-20. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga Tvíhorf arkitekta f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Álalind 18-20. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 43 í 57 og fjölda bílastæða á lóð er fjölgað úr 73 í 84. Aðkomuhæð kjallara hækkar um 0,42 m og fyrstu hæðar um 0,32. Niðurgrafin bílgeymsla stækkar að grunnfleti um 300 m2. Að öðru leyti er tillagan óbreytt s.s. hámarkshæð og byggingarmagn íbúðarhúss á lóð. Uppdrættir á samt skýringarmyndum dags. í júlí 2018. Helgi Steinar Helgason, arkitekt mætir á fundinn og gerir grein fyrir tillögunni. Niðurstaða Skipulagsráð - 32 Skipulagsráð samþykkir að lóðarhafi vinni tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar við Álalind 18-20 sbr. ofangreinda fyrirspurn og að hún verði auglýst með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
 • 22.7 1808010 Víkingssvæðið. Skipulagsbreyting. Flóðlýsing og gervigras.
  Lögð fram tillaga THG arkitekta f.h. Reykjavíkurborgar að breyttu deiliskipulagi íþróttasvæðis Knattspyrnufélagsins Víkings í Fossvogsdals. Svæðið afmarkast af Traðarlandi að norðan, Stjörnugróf að austan og nær að hluta til inn fyrir bæjarmörk Kópavogs að sunnan, sem byggist á samkomulagi milli Reykjavíkur og Kópavogs. Í tillögunni fellst uppsetning á flóðlýsingarmöstrum og að lagt verði gervigras á aðalkeppnisvöll íþróttasvæðisins og hann upphitaður. Uppdráttur ásamt skýringarmyndum í mkv. 1:1000 og 1:2000 dags. 14. ágúst 2018 ásamt fylgigögnum frá Teiknun ehf. vegna flóðlýsingar dags. 13. júlí 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 32 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
 • 22.9 1808177 Naustavör 11. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 11. Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 12 í 18 íbúðir. Stærð byggingarreitar er óbreytt en hliðrast til suðausturs um 1,5 metra. Heildarbyggingarmagn eykst um 348 m2. Aðkoma að bílakjallara breytist. Bílastæðum fjölgar og verða 34 stæði á lóð þar af 9 í kjallara. Að öðru leyti er vísað í gildandi skilmála og deiliskipulagsuppdrátt samþykkt í bæjarstjórn 22. mars 2005 m.s.br. samþykkt í bæjarstjórn 28. febrúar 2017 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 27. apríl 2017. Niðurstaða Skipulagsráð - 32 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarrásðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
 • 22.10 1808024 Hlíðarhjalli 15. Kynning á byggingarleyfi.
  Lögð fram tillaga Ágústar Þórðarsonar, byggingarfræðings f.h. lóðarhafa að stækkun á anddyri 1. hæðar að Hlíðarhjalla 15. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 27. febrúar 2018. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa liggur fyrir samanber erind dags. 4. júlí 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 32 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
 • 22.11 1704266 Hafnarbraut 17-23. Bakkabraut 12, 14, 16. Svæði 9. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi við Hafnarbraut 17-19 og 21-23. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum, samtals um 1.800 m2 að flatarmáli, byggt á árunum 1968, 1974, 1983 og 1985 verði rifið og tvö fjölbýlishús byggð í þeirra stað. Húsið að Hafnarbraut 17-19 verður fjórar hæðir með fimmtu hæðina inndregna með alls 45 íbúðum, 50 bílastæði í kjallar og 7 stæði á lóð eða 1.2 stæði á íbúð. Húsið að Hafnarbraut 21-23 verður fjórar hæðir með fimmtu hæðina inndregna með alls 47 íbúðum og um 160 m2 verslunarrými á jarðhæð, 50 bílastæði í kjallara og 7 stæði á lóð eða 1.2 stæði á íbúð.
  Á fundi skipulagsráðs 5. mars 2018 var samþykkt með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillöguna. Athugasemdafresti lauk 29. júní 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 32 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
 • 22.14 1805352 Mánabraut 17. Kynning á byggingarleyfi.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Kristjáns Leifssonar byggingafræðings dags. 10. apríl 2018 fyrir hönd lóðarhafa að Mánabraut 17 þar sem óskað er eftir að rífa bílgeymslu á lóðinni og endurbyggja nýja og hærri á fyrirliggjandi sökkli, samtals 24 m2. Á fundi skipulagsráðs 4. júní 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Mánabrautar 14, 15, 16, 18, 19 og Sunnubrautar 16, 18 og 20. Athugasemdafresti lauk 31. júlí 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 32 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
 • 22.17 1712884 Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfi.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Hauks Ásgeirssonar verkfræðings fh. lóðarhafa Melgerðis 11 að breyttu fyrirkomulagi á lóðinni. Í breytingunni felst viðbygging á tveimur hæðum við vesturhlið íbúðarhússins alls 150 m2 að stærð. Fyrirhugað er að í viðbyggingunni verði ein íbúð á tveimur hæðum. Jafnframt er bílastæðum á lóðinni fjölgað úr tveimur í fjögur. Byggingarmagn á lóðinni hækkar úr 202,2 m2 í 350.2 m2 við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,45. Fjöldi íbúða á lóð eykst úr einni í tvær. Greinargerð og uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:500 dags. í janúar 2018. Á fundi skipulagsráðs 5. mars 2018 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Melgerðis 9, 10, 12, 13, 14, Vallargerðis 10, 12 og 14. Athugasemdarfresti lauk 25. maí 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust.

  Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18. júní 2018.

  Þá lögð fram breytt tillaga Hauks Ásgeirssonar, verkfræðings f.h. lóðarahafa að fyrirhugaðri viðbyggingu við Melgerði 11 þar sem komið er til móts við framkomar athugasemdir og ábendingar sbr. ofangreinda umsögn skipulags- og byggingardeildar. Í tillögunni felst: a) fyrirhuguð viðbygging er færð fjær lóðarmörkum Melgerði 13 þannig að 3 m verða að lóðamörkum Melgerðis 11 og 13 í stað 2 m eins og fram kemur í kynntri tilllögu b) fyrirhuguð viðbygging er færð til norðurs sem nemur um 3 m þannig að norðurveggur fyrirhugaðrar viðbyggingarinnar er í línu við norðurhlið núverandi húss að Melgerði 11 c) gluggar á vesturhlið núverandi húss verði færðir á norðurhlið þess d) samanlagður gólfflötur viðbyggingarinnar verður um 130 m2 í stað um 150 m2 sbr. kynnta tillögu e) nýtingarhlutfall lóðarinnar verður skv. tillögunni 0,43 í stað 0,45 skv. kynntri tillögu. Hin breytta tillaga er lögð fram á uppdráttum í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 15. ágúst 2018.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 32 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu dags. 15. ágúst 2018. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
 • 22.18 1711632 Vatnsendablettur 730-739. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sigurbjarnar Þorbergssonar hrl., fyrir hönd Boðaþings ehf. ehf. þinglýst eiganda að lóðarleiguréttindum Vatnsendabletta 730-739, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi á lóðunum. Í breytingunni felst fjölgun íbúða og tilfærslu á byggingarreitum á lóðum. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir einni íbúð á hverri lóð en breytingartillagan gerir ráð fyrir fjórum íbúðum á tveimur lóðanna og tveimur íbúðum á hinum sjö. Alls er það fjölgum um 13 íbúðir á skipulagssvæðinu. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:1000. Kynningartíma lauk 12. mars 2018. Athugasemdir bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 20. ágúst 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 32 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð frestar málinu.
 • 22.19 1808689 Dalaþing 28. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram erindi Jóns Guðmundssonar arkitekts dags. 19. janúar 2018 fh. lóðarhafa Dalaþings 28 þar sem óskað er eftir breytingu frá gildandi skipulagsskilmálum. Í breytingunni felst að hámarkshæð fyrirhugaðrar nýbyggingar verður lægri en í gildandi skilmálum með einhalla þaki. Hæsta vegghæð norður hliðar hússins hækkar um 27 sm miðað við gildandi skilmála, en hámarks hæð útveggjar til suðurs lækkar miðað við gildandi skilmála um 86 sm. Húsið er dregið að hluta frá suðurmörkum lóðar. Enn fremur óska lóðarhafar Dalaþings 26 og 28 eftir að Kópavogsbær gefi eftir 2m af bæjarlandi sem er á milli lóðanna nr. 26 og 28 þannig að lóðarhafar geti sameinast um steyptan vegg á milli lóðanna. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 19. janúar 2018 ásamt skýringarmyndum og undirrituðu samþykki hagsmunaaðila. Niðurstaða Skipulagsráð - 32 Samþykkt. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
 • 22.20 1808087 Hlíðasmári 11. Hjólageymsla. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram erindi Sigurðar Einarssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 8. ágúst 2918 þar sem óskað er eftir að reisa reiðhjólageymslu við norðurgafl hússins. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 30. maí 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 32 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.
 • 22.22 18081159 Vallakór 12-16. Kórinn. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga VSÓ Ráðgjafar fh. Kópavogsbæjar að breyttu deiliskipulagi á íþróttasvæði Kórsins, Vallarkór 12-16. Í breytingunni felst að ljósmöstrum, 25 m háum fyrir fljóðljós er komið fyrir við gervigrasvöll (æfingavöll) vestan við Kórinn. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum með útreikningum á ljósdreifingu dags. 20. ágúst 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 32 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með fimm atkvæðum.

Fundargerðir nefnda

23.18081155 - Fundargerð 459. stjórnar SSH frá 13.08.2018

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

24.18081133 - Sameiginleg ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk

Frá SSH, dags. 16. ágúst, lagt fram erindi um sameiginlega ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk sem vísað er til afgreiðslu aðildarsveitarfélaga.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

25.18081132 - Samstarf um málefni utangarðsfólks

Frá SSH, dags. 16. ágúst, lagt fram erindi um samstarf vegna utangarðsfólks sem vísað er til afgreiðslu aðildarsveitarfélaga.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

26.18081225 - Viðræður vegna kostnaðarþátttöku einstaklinga sem nýta sér úrræði Reykjavíkurborgar

Frá SSH, dags. 16. ágúst, lagt fram erindi um viðræður vegna kostnaðarþátttöku einstaklinga sem nýta sér velferðarúrræði Reykjavíkurborgar sem vísað er til afgreiðslu aðildarsveitarfélaga.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

27.18081195 - Tillaga um að ræða við byggingarfélög námsmanna um lóðir fyrir námsmannaíbúðir í Kópavogi

Tillaga frá Pétri Hrafni Sigurðssyni bæjarfulltrúa: "Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við byggingafélög námsmanna með það í huga að úthluta þeim lóð til að byggja námsmannaíbúðir í Kópavogi."
Undirritaður leggur til að tillögunni verði vísað til umhverfissviðs.

Bókun:
"Viðræður eru þegar hafnar þar sem undirritaður boðaði framkvæmdastjóra Byggingarfélags námsmanna á sinn fund til að ræða samstarf félagsins við Kópavogsbæ. Báðir aðilar voru sammála um mikilvægi verkefnisins og að næsta skref væri að finna staðsetningu fyrir íbúðirnar. Við endurskoðun aðalskipulags bæjarins verður því leitast við að finna mögulega lóðir fyrir stúdentaíbúðir í bænum. Í ljósi þessa er lagt til að tillögunni verði vísað til umhverfissviðs og vinnu við endurskoðun aðalskipulags Kópavogsbæjar.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs."

Samþykkt með fimm atkvæðum að vísa tillögunni til umhverfissviðs.

Erindi frá bæjarfulltrúum

28.18081193 - Tillaga um að bæjarráð óski eftir að umhverfissvið hraði vinnu við úttekt á viðhaldi mannvirkja í eigu Kópavogs

Tillaga frá Pétri Hrafni Sigurðssyni bæjarfulltrúa: "Bæjarráð óskar eftir því við umhverfissvið Kópavogsbæjar að sviðið hraði vinnu við úttekt á viðhaldsþörf mannvirkja í eigu Kópavogsbæjar. Sérstaklega er óskað eftir því að úttektum á leikskólum bæjarins verði flýtt og þær settar í forgang. Óskað er eftir að skýrslu verði skilað og hún lögð fyrir bæjarráð ekki síðar en á bæjarráðsfundi 20. september."
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til umhverfissviðs til umsagnar.

Fundi slitið - kl. 10:15.