Bæjarráð

2927. fundur 20. september 2018 kl. 08:15 - 09:12 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1704672 - Okkar Kópavogur 2017-2019

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 18. september, lagt fram erindi er varðar stöðu verka varðandi Okkar Kópavogur 2018-2019.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.18081193 - Tillaga um að bæjarráð óski eftir að umhverfissvið hraði vinnu við úttekt á viðhaldi mannvirkja í eigu Kópavogs

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 18. september, lögð fram umsögn um viðhald fasteigna.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1809438 - Glaðheimavegur gatnagerð, útboð.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 18. september, lagt fram erindi er varðar útboð á gatnagerð Glaðheimavegar.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1809445 - Vetrarþjónusta á göngu- og hjólastígum, útboð.

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 18. september, lagt fram erindi er varðar vetrarþjónustu á göngu- og hjólastígum.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1809032 - Nýbýlavegur 6-8, Kraft Burger Kitchen ehf. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis

Frá lögfræðideild, dags. 13. september, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 3. september, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kraft Burger kitchen ehf. um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Nýbýlavegi 8, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.17082153 - Hólmaþing 5 og 5b. Stjórnsýslukæra vegna breytts deiliskipulags

Frá lögfræðideild, dags. 17. september, lagt fram erindi er varðar úrskurð vegna Hólmaþings 5 og 5b.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1809456 - Nature Resort. Heimild til framsals

Frá lögfræðideild, dags. 18. september, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Vesturvarar 40-42 og Vesturvarar 44-48, Nature Resort ehf., þar sem óskað er eftir heimild frá bæjarráði til þess að stofna móðurfélag utan um starfsemi og fyrirhugaða uppbyggingu á lóðunum og framselja réttindi félagsins til móðurfélagsins.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.1711632 - Vatnsendablettur 730-739. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sigurbjarnar Þorbergssonar hrl., fyrir hönd Boðaþings ehf. ehf. þinglýst eiganda að lóðarleiguréttindum Vatnsendabletta 730-739, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi á lóðunum. Í breytingunni felst fjölgun íbúða og tilfærslu á byggingarreitum á lóðum. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir einni íbúð á hverri lóð en breytingartillagan gerir ráð fyrir fjórum íbúðum á tveimur lóðanna og tveimur íbúðum á hinum sjö. Alls er það fjölgum um 13 íbúðir á skipulagssvæðinu. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:1000. Kynningartíma lauk 12. mars 2018. Athugasemdir bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 20. ágúst 2018. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum sl. 23. ágúst.
Samþykkt að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

9.1809085 - Ársskýrsla Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma

Frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma, dags. 31. ágúst, lögð fram ársskýrsla kirkjugarðanna 2017.
Lagt fram.

Ýmis erindi

10.1809086 - Árshlutareikningur Sorpu bs. janúar - júní 2018

Frá Sorpu, dags. 31. ágúst, lagður fram árshlutareikningur Sorpu fyrir tímabilið janúar til júní 2018.
Lagt fram.

Ýmis erindi

11.1809328 - Byggingarnefnd Tækniskólans óskar eftir fundi með bæjarstjóra vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar skólans

Frá byggingarnefnd Tækniskólans, dags. 10. september, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir fundi með bæjarstjóra vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar skólans.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.1809004F - Barnaverndarnefnd - 84. fundur frá 12.09.2018

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.1809394 - Fundargerð 368. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 11.09.2018

Fundargerð í 10. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.1809393 - Fundargerð 394. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 12.09.2018

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.1809239 - Fundargerð 290. fundar stjórnar Strætó bs. frá 30.08.2018

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.1808015F - Skipulagsráð - 34. fundur frá 17.09.2018

Fundargerð í 27 liðum.
Lagt fram.
  • 16.3 1809259 Kársneshöfn. Bakkabraut 9-23. Svæði 8. Byggingaráform.
    Með tilvísan í deiliskipulagsskilmála svæði 8, Bakkabraut 9-23 kafla 4 er lögð fram fh. lóðarhafa tillaga Atelier arkitekta að byggingaráformum við Bakkabraut 9-23, uppdrættir ásamt skýringarmyndum dags. í september 2018.
    Björn Skaptason, arkitekt mætir á fundinn og gerir grein fyrir tillögunni.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 34 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 16.4 1809116 Hamraborg - miðbæjarskipulag. Deiliskipulagslýsing.
    Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að deiliskipulagslýsingu fyrir miðbæ Kópavogs í Hamraborg. Fyrirhugað deiliskipulagssvæði afmarkast í austur af Vallartröð, Digranesvegi í suður, Borgarholti í vestur og Hamrabrekku í norður. Skipulagslýsingin er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagslýsingin er yfirlit yfir helstu áherslur skipulagsvinnunnar sem framundan er, forsendur hennar, efnistök, samræmi við skipulagsáætlanir og ferli skipulagsvinnunnar. Deiliskipulagslýsingin er dags. 14. september 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 34 Skipulagsráð samþykkir að deiliskipulagslýsingin verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 16.6 0812063 Skíðasvæðið í Bláfjöllum. Breytt deiliskipulag
    Lögð fram að nýju tillaga að breyttu deiliskipulagi skíðasvæðisins í Bláfjöllum. Breytingin nær til alls skíðasvæðisins og gerir grein fyrir þáttum eins og snjóframleiðslu, endurnýjun lyfta á svæðinu svo og breyttum staðsetningum á lyftum, nýjum skálum og þjónustuhúsum. Einnig er gert ráð fyrir landmótun vegna skíðagönguhrings. Tillagan, Bláfjöll skíðasvæði í Kópavogi , deiliskipulag tillaga, sem unnin er af Landslagi ehf. er sett fram í greinargerð ásamt skipulagsskilmálum, umhverfisskýrslu og deiliskipulagsuppdrætti í mkv. 1:5.000 dags. 13. apríl 2018. Jafnframt fylgir með tillögunni greinargerð starfshóps Kópavogsbæjar, Áhættumat vegna starfsemi á skíðasvæði í Bláfjöllum og fyrirhugaðrar starfsemi við Þríhnúkagíg gagnvart vatnsvernd og grunnvatnsmálum, febrúar 2018 og skýrsla verkfræðistofunnar Mannvits, Uppbygging aðstöðu við Þríhnúkagíg og Bláfjöll, áhættumat gagnvart vatnsvernd, desember 2017.
    Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Auglýsing birtist í Fréttablaðinu 2. júní 2018 og Lögbirtingablaðinu 4. júní 2018. Með erindi dags. 3. júlí 2018 var athygli umsagnaraðila vakin á því að kynning tillögunar stæði yfir. Frestur til athugasemda og ábendinga var til 16. júlí 2018. Athugasemir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 16. júlí 2018 var tillagan lögð fram að lokinni kynningu ásamt athugasemdum og ábendingum sem bárust á kynningartíma. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu tillögunnar og málinu til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

    Tillagan lögð fram að nýju. Lagt er til að eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á kynntri tillögu til að koma til móts við framkomnar athugasemdir á ábendingar:

    1. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir verði tilkynntar í tvennu lagi í stað þess að fjalla samtímis og í einu lagi um þær framkvæmdir í deiliskipulaginu, sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum og hafa ekki þegar hlotið umfjöllun, breytt í kafla 1.1, 3.5 og 4.2.
    2. Í kafla 3.2.1 er leiðrétt að Borgarskálinn stendur enn og er nýttur sem vélsleðaskemma en stendur til að fjarlægja. Einnig er bætt inn upplýsingum um núverandi skála.
    3. Bætt inn í kafla 3.2.3 Samgöngur og 4.6 Vega- og samgöngukerfi: Umferð vélknúinna ökutækja, annarra en starfsmanna skíðasvæðisins og björgunaraðila í neyðartilvikum, er óheimil utan vega á skíðasvæðinu og í Bláfjallafólkvangi.
    4. Færsla á diskalyftunni Ömmu Dreka yfir á byrjendasvæði Bláfjallaskála hafði gleymst og er því bætt við í kafla 3.5.
    5. Bætt við kafla 3.5 Mat á umhverfisáhrifum: Gert er ráð fyrir að áætlaðar framkvæmdir verði tilkynntar í tvennu lagi. Fjalla skal samtímis og í einu lagi um þær framkvæmdir sem áætlaðar eru fyrir árin 2018-2024 annars vegar og hins vegar þær framkvæmdir sem áætlaðar eru árin 2025-2030.
    6. Listi yfir framkvæmdir sem hafa fengið umfjöllun og eru ekki taldar matsskyldar í kafla 4.2 hefur verið uppfærður til samræmis við stöðuna árið 2018. Einnig er uppfært yfirlit yfir áætlaðar framkvæmdir í kafla 4.2, sem ekki hefur verið úrskurðað hvort séu háðar mati á umhverfisáhrifum. Bætt er við eftirfarandi í lok kafla 4.2: Eins og kom fram hér að fram þá eru fyrirhugaðar framkvæmdir í Bláfjöllum tilkynningarskyldar til ákvörðunar um matsskyldu samkvæmt 6. gr. og lið 12.01 í 1. viðauka í lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
    Gert er ráð fyrir að áætlaðar framkvæmdir verði tilkynntar í tvennu lagi. Fjalla skal samtímis og í einu lagi um þær framkvæmdir sem áætlaðar eru fyrir árin 2018-2024 annars vegar og hins vegar þær framkvæmdir sem áætlaðar eru árin 2025-2030.
    Allar þessar framkvæmdir þarf að vinna í samráði við Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirlitið og hljóta samþykki bæjaryfirvalda.
    Fylgja skal eftir þeim takmörkunum og skilyrðum um umferð vinnutækja innan vatnsverndarsvæðisins á framkvæmdatíma sem sett verða af heilbrigðisnefnd. Kröfur til verktaka verða settar í útboðsgögn í samræmi við reglugerðir, samþykkt um vatnsverndarsvæðið, öryggisreglur fyrir verktaka og kröfur heilbrigðisnefndar.
    Fyrirvari er á framkvæmdum að nýjum lyftum, byggingum og snjóframleiðslu að ekki verði farið í framkvæmdir fyrr en áætlun um vegabætur á Bláfjallavegi og Bláfjallaleið liggi fyrir.
    7. Í kafla 4.4 Skíðabrekkur er bætt við: Uppsetning snjósöfnunargirðinga víðsvegar við lyftur, togbrautir og skíðaleiðir er heimil. Halda skal jarðraski í lágmarki við allar framkvæmdir og ekki er heimilt að raska hrauni.
    8. Í kafla 4.5 Gönguskíðasvæði er bætt við: Uppsetning snjósöfnunargirðinga við gönguskíðaleiðir er heimil utan hrauna.
    9. Í kafla 4.5.1 Gönguhringur er bætt við: Lega brautarinnar á skipulagsuppdrættinum er leiðbeinandi, en lögð er áhersla á að við nánari útfærslu á legu brautarinnar verði hraun á svæðinu fyrir sem minnstum áhrifum.
    10. Í lok kafla 4.7 Bílastæði er bætt við: Eins og staðan er í dag eru skiptar skoðanir á því hvers konar yfirborð ætti að vera á bílastæðunum til að draga úr mengunarhættu. Uppbyggð stæði með gegndræpu yfirborðsefni eða malbikuð með síunarræmum koma bæði til greinar. Áður en farið er í framkvæmdir þarf að vera samráð við heilbrigðiseftirlitið og í því samráði ákveðið hvaða lausn sé best hverju sinni eftir aðstæðum.
    11. Bætt er við kafla 4.8 Byggingar og byggingarskilmálar: Við gerð bygginga skal lögð áhersla á að nota endurvinnanleg og vistvæn efni s.s. timbur, stál, steypu og steinull auk þess sem fyllsta öryggis skal gætt á framkvæmdartíma til að koma í veg fyrir mengun. Ítrekað er að hvers konar mannvirkjagerð er háð samþykki Umhverfisstofnunar skv. reglum um fólkvang í Bláfjöllum.
    12. Tekið er fram flatarmál gólfflatar fyrir hverja byggingu og er þá átt við heildar flatarmál gólfflatar allra hæða ef um fleiri en eina hæð er að ræða.
    13. Ekki er gert ráð fyrir fleiri gistirýmum en þegar er til staðar á svæðinu í núverandi skálum.
    14. Einnig er skerpt á skilmálum fyrir nýja skála og skíðalyftur, bætt inn skýringarmynd sem sýnir mannvirki sem verða fjarlægð.
    15. Í kafla 4.10 Kaldavatnsöflun er bætt við: unnið er að því að fá skilgreind vatnsverndarsvæði fyrir borholuna og að vaktáætlun feli í sér gæðaeftirlit a.m.k. einu sinni á ári.
    16. Í kafla 4.12 Snjóframleiðsla/skilmálar er bætt við nánari upplýsingum um miðlunarlón og sett inn eftirfarandi skilyrði: að borholurnar verði nýttar til rannsókna m.a. að fylgjast með grunnvatnsstöðu með síritandi vatnshæðarmæli í a.m.k. einni þeirra.
    17. Skerpt á skilmálum um eftirlit og umsjón með fráveitumálum í kafla 4.13 Frárennslismál.
    18. Bætt við kafla 4.18 Geymsla varasamra efna. Slíkt skal vera í samráði við heilbrigðiseftirlitið og í samræmi við samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla.
    19. Í umhverfisskýrslu er bætt við áhrifaþætti ný og endurnýjaðar stólalyftur og umhverfisþættinum sjónræn áhrif bætt við umfjöllun um landslag. Bætist þá við kafli Landslag og sjónræn áhrif ásamt skýringarmynd. Niðurstaða þess kafla er: Áðurnefndar framkvæmdir innan skíðasvæðisins skv. deiliskipulagi mun hafa óveruleg sjónræn áhrif og áhrif á landslag verða óveruleg eða óljós.
    20. Í umfjöllun um aðsókn í kafla 5.4.2 Samgöngur er bætt við umfjöllun um aukningu á gestafjölda úr áhættumati Mannvits.
    21. Á uppdrætti hefur C-hættumatslína snjóflóðamats verið færð inn og byggingarreitir fyrir skíðaskála Ulls og þjónustuhús og stjórnstöð neðan Suðurgils verið minnkaðir og færðir út fyrir C-hættumatslínu. Byggingarreitur fyrir nýja stólalyftu (Gosa) hefur verið teygður út fyrir C-hættumatslínu snjóflóða til að endastöðin geti verið staðsett þar. Einnig hefur byggingarreitur fyrir heimatorfuna við Bláfjallaskála verið stækkaður til að rúma lyftuna Ömmu Dreka sem á að færa.

    Tillagan lögð fram að nýju með áorðnum breytingum, greinargerð ásamt skipulagsskilmálum, umhverfisskýrslu og deiliskipulagsuppdrætti í mkv. 1:5.000 dags. 17. september 2018.

    Halldóra Narfadóttir, landfræðingur Landslagi gerir grein fyrir tillögunni.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 34 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 17. september 2018. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Bergljót Kristjánsdóttir og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 16.7 1710602 Ekrusmári 4. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi Baldurs Ó Svanssonar arkitekts, dags. 30. október 2017, fyrir hönd lóðarhafa Ekrusmára 4 þar sem óskað er eftir stækkun á byggingarreit til norðurs. Húsið er í dag 182 m2 á einni hæð og lóðin er 784 m2, hámarksstærð viðbyggingar yrði 80 m2. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 43. gr. nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Ekrusmára 2, 6 og Grundarsmára 1, 3 og 5. Athugasemdafresti lauk 20. apríl 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 7. maí 2018 var málinu vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 16. júlí 2018.

    Á fundi skipulagsráðs 16. júlí 2018 var afgreiðslu málsins frestað og skipulagsstjóra falið að boða málsaðila og hagsmunaaðila til samráðsfundar. Samráðsfundur fór fram 15. ágúst 2018 þar sem ný og breytt tillaga var kynnt. Breytt tillaga gerir ráð fyrir 100 m2 viðbyggingu á tveimur hæðum.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 34 Skipulagsráð hafnar erindinu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sitjur hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 16.8 1804615 Hlíðarvegur 40. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju erindi Hildar Bjarnadóttur arkitekts dags. 12. apríl 2018 fh. lóðarhafa að Hlíðarvegi 40 þar sem óskað er eftir að fá skráningu á einbýli breytt í tvíbýli. Í breytingunni felst að íbúðum á lóðinni er fjölgað úr einni í tvær svoleiðis að ein íbúð sé á hvorri hæð hússins. Húsið er byggt 1959 og var tvíbýlishús samkvæmt eignaskiptasamningi frá 1976 en var síðar breytt í einbýli. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 16. mars 2018. Á fundi skipulagsráðs 7. maí 2018 var málinu frestað. Málið var á ný tekið fyrir á fundi skipulagsráðs 16 júlí 2018 þar sem málinu var vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Niðurstaða Skipulagsráð - 34 Skipulagsráð hafnar með fjórum atkvæðum gegn einu atkvæði Bergljótar Kristjánsdóttur erindinu vegna skorts á bílastæðum á lóð. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Einar Örn Þorvarðarson sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 16.12 18081615 Bakkabraut 5d. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi lóðarhafa Bakkabrautar 5 d þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta skráningu á 120 m2 rými neðri hæðar úr iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Lagt fram erindi lóðarhafa ásamt grunndmynd að 1. og 2. hæð hússins. Niðurstaða Skipulagsráð - 34 Skipulagsráð hafnar erindinu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 16.13 1809232 Urðarhvarf 8. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga KRark fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Urðarhvarfs 8. Í tillögunni felst að bætt er 350 m2 viðbyggingu á efstu hæð hússins. Uppdrættir í mkv. 1:200 ásamt skýringarmyndum dags. í júní 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 34 Skipulagsráð samþykkir að unnin verði tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina Urðarhvarf 8 og hún auglýst með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 16.16 1807087 Sunnubraut 40. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Jóhanns Þórðarsonar arkitekts dags. 28. maí 2018 fyrir hönd lóðarhafa þar sem óskað var eftir leyfi til að breyta og stækka viðbyggingu vestan við húsið og stækka bílskúr. Núverandi stærð hússins er 193,2 m2 en eftir breytingu yrði það 212 m2, viðbyggingin stækkar um 10,1 m2 og bílskúrinn um 8,7 m2. Nýtingarfluttfall lóðar breytist úr 0,35 í 0,38. Á fundi skipulagsráðs 16. júlí var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Sunnubraut 38, 39, 41, 42, Þinghólsbrautar 35, 37 og 39. Athugasemdafresti lauk 3. september 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 34 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 16.17 18061053 Sunnubraut 41. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Ólafar Flygenring arkitekts dags. 12. maí 2018 fyrir hönd lóðarhafa Sunnubrautar 41 þar sem óskað er eftir að rífa niður og endurbyggja viðbyggingu sem byggð var 1989 og jafnframt minnka hana. Húsið er 280,4 m2 en verður eftir breytingu 272,3 m2. Á fundi skipulagsráðs 16. júlí 2018 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Sunnubrautar 39 og 43. Athugasemdafresti lauk 31. ágúst 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 34 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Skipulagsráð vekur jafnframt athygli á því að framkvæmdir á lóð eru að hluta utan marka lóðarinnar til suðurs. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 16.18 18061057 Fífuhvammur 9. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Svövu Jónsdóttur arkitekts dags. 20. júní 2018 fyrir hönd lóðarhafa Fífuhvamms 9 þar sem óskað er eftir að hækka útveggi til norðurs og suðurs þannig að þakhalli minnkar niður 14° og bæta við gluggum auk breytinga á innra skipulagi. Á fundi skipulagsráðs 16. júlí 2018 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fífuhvammi 7, 11, Víðihvammi 2, 4, Lindarhvammi 3. Athugasemdafresti lauk 10. september 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 34 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 16.19 1806682 Digranesvegur 46. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Haralds Ingvarssonar arkitekts dags. 24. maí 2018 fyrir hönd lóðarhafa íbúðar 0101 á fyrstu hæð hússins þar sem óskað er eftir að reisa 34,4 m2 viðbyggingu á suðvestur horni hússins. Auk þess er óskað eftir að stækka svalir á íbúðum á annarri og þriðju hæð. Uppdrættir í mkv. 1:100, 1:200 og 1:500 dags. 6. júlí 2018 ásamt undirrituðu samþykki allra lóðarhafa í húsinu. Á fundi skipulagsráðs 16. júlí 2018 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Digranesvegi 44. Athugasemdafresti lauk 17. september 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

    Niðurstaða Skipulagsráð - 34 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 16.20 1804562 Smiðjuvegur 9a. Lóðarstækkun og viðbygging.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sveins Ívarssonar arkítekts fyrir hönd lóðarhafa Smiðjuvegs 9a þar sem óskað er eftir lóðarstækkun og viðbyggingu. Óskað er eftir að rífa 160 m2 hús á lóðinni og byggja í stað þess 304 m2 viðbyggingu ásamt 75 m2 millilofti, samtals 364,4 m2. Á fundi skipulagsráðs 7. maí 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hvannhólma 24, 30, Starhólma 12, 16, 18 og Smiðjuvegar 5a, 5, 7, 9 og 11. Athugasemdafresti lauk 12. september 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 34 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 16.24 1703847 Þinghólsbraut 55. Kynning á byggingarleyfi.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu breytt tillaga Davíðs Kr. Pitt arkitekts dags. 8. mars 2018, fh. lóðarhafa Þinghólsbrautar 55. Í breytingunni felst viðbygging við íbúðarhús, eldhús og borðstofu ásamt þakverönd þar ofaná annarsvegar og andyri hinsvegar. Samtals 52 m2. Auk þess er ráðgert að reisa stakstæða vinnustofu á einni hæð, í suðvesturhluta lóðarinnar, alls 80 m2. Er vinnustofan staðsett 4 m austan lóðamarka Þinghólsbrautar 57. Ennfremur gerir tillagan ráð fyrir endurbótum á bílskúr (nýtt þak og klæðning nema á vesturhlið) ásamt viðbyggingu við bílskúrinn alls 25 m2 auk kjallara (þrír bílskúrar í stað tveggja). Þar að auki skyggni 2,7 x 10,5 m fyrir framan bílskúrana og fjölgun bílastæða á lóð um eitt stæði þannig að þau verða þrjú í stað tveggja. Nýtingarhlutfall eftir breytingu yrði 0,38 í stað 0,27 eins og það er nú. Á fundi skipulagsráðs 16. apríl 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 53a, 53b, 56, 57 og 58. Athugasemdafresti lauk 20. júlí 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 20. ágúst 2018 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 12. september 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 34 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 16.27 1710512 Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík.
    Lögð fram tillaga á vinnslustigi, iðnaðarsvæði fyrir efnisvinnslu við Álfsnesvík, dags. 27. júní 2018, uppfært 14. ágúst 2018 vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og deiliskipulags fyrir efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík. Þá einnig lögð fram tillaga að breytingu á svæðisskipulagi vegna breyttra vaxtamarka á Álfsnesi, Umhverfisskýrsla Alta vegna breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, vegna breytingar á vaxtamörkum á Álfsnesi og tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur um nýtt iðnaðarsvæði við Álfsnesvík. Niðurstaða Skipulagsráð - 34 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

17.1809005F - Velferðarráð - 32. fundur frá 10.09.2018

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

18.1809464 - Sjálfstæð stefnumótun í málefnum eldri borgara í Kópavogi. Tillaga frá BF Viðreisn

Frá BF viðreisn:
"BF Viðreisn leggur til að framkvæmd verði sjálfstæð stefnumótun í málefni eldri borgara í Kópavogi og að leitað verði eftir þátttöku og tillögum frá íbúum við þá vinnu.
Að haldinn verði opinn fundur um áherslur Kópavogsbæjar í að þjónusta eldri íbúa, svo sem með félagslegri þjónustu, heilsutengdri þjónustu, félagsstarfi, virkni, hreyfingu, útivist, aðgengi og miðlun upplýsinga."
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

Fundi slitið - kl. 09:12.