Bæjarráð

2930. fundur 18. október 2018 kl. 08:15 - 22:59 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ármann Kristinn Ólafsson
 • Helga Hauksdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Karen Halldórsdóttir, varaformaður bæjarráðs, stýrði fundi í fjarveru formanns.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1810200 - Hamraborg 6. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 15. október, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Tónlistarskóla Kópavogs um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 3.441.440,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum styrk að upphæð kr. 3.441.440,-. til greiðslu fasteignaskatts á fasteign Tónlistarskóla Kópavogs.

Ýmis erindi

2.1810550 - Óskað- eftir upplýsingum um kynjahlutfall í fastanefndum

Frá Jafnréttisstofu, dags. 8. október, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir upplýsingum um kynjahlutföll í fastanefndum bæjarins.
Bæjarráð vísar málinu til jafnréttisráðgjafa til úrvinnslu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.16091082 - Notendaráð vegna málefna fatlaðs fólks

Frá deildarstjóra í þjónustu- og ráðgjafardeild fatlaðra, dags. 19. september, lagðar fram til samþykktar reglur um notendaráð í málefnum fatlaðs fólks, ásamt erindi um stofnun notendaráðs sem verði skipað fulltrúum fatlaðs fólks.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

4.1810507 - Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033, 173. mál. Umsagnarbeiðni

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 12. október, lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033.
Ályktun bæjarráðs Kópavogs:

Bæjarráð Kópavogs lýsir yfir vonbrigðum með nýja samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019-2033 en samkvæmt henni á enn og aftur að fresta framkvæmdum við Arnarnesveg, nú til ársins 2024. Þetta er gert þótt öllum ætti að vera ljóst að umferð í gegnum Vatnsendahverfið er orðin allt of mikil og gatnamót Breiðholtsbrautar og Vatnsendavegar löngu sprungin en þar fara um yfir 12.000 bílar á sólahring og miklar umferðatafir eru háannatímum. Sérstök athygli er vakin á þeirri miklu áhættu er varðar öryggi íbúa Kópavogs þar sem efri byggðir Kópavogs eru ekki innan viðbragðstíma sem slökkviliði og sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu er gert að starfa eftir.
Í samgönguáætlun 2011-2022 lenti Arnarnesvegur milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar í enn einni frestuninni og var færður aftar á samgönguáætlun eða yfir á tímabil þrjú, árin 2019-2022. Nú er gengið enn lengra og veginum frestað til áranna 2024-2028. Kópavogsbúar hafa sýnt mikla biðlund og tóku síðustu frestun þegjandi í ljósi aðstæðna. Þessi nýjasta frestun er hins vegar ekkert annað en dónaskapur gagnvart íbúum Kópavogs og höfuðborgarsvæðisins alls.
Bæjarráð skorar á Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og Alþingi að breyta tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 og virða fyrri áætlun um að lokið skuli við veginn á árunum 2019-2022.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

5.1810506 - Tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023, 172. mál. Umsagnarbeiðni

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 12. október, lögð fram til umsagnar tillaga um þingályktun um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Fundargerðir nefnda

6.1810011F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 253. fundur frá 12.10.2018

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.1810010F - Íþróttaráð - 85. fundur frá 11.10.2018

Fundargerð í 9. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.1808013F - Leikskólanefnd - 96. fundur frá 23.08.2018

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.1810001F - Skipulagsráð - 36. fundur frá 15.10.2018

Fundargerð í 13. liðum.
Fundargerð í 13 liðum.
 • 9.3 18081159 Íþróttasvæði Kórsins. Vallakór 12-16. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga VSÓ Ráðgjafar fh. Kópavogsbæjar að breyttu deiliskipulagi á íþróttasvæði Kórsins, Vallarkór 12-16. Í breytingunni felst að ljósmöstrum, allt að 25 m háum fyrir fljóðljós er komið fyrir við gervigrasvöll (æfingavöll) vestan við Kórinn. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum með útreikningum á ljósdreifingu dags. 20. ágúst 2018.
  Kynningartíma lauk 10. október 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 36 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
 • 9.12 1712918 Akrakór 5. Breyting á deiliskipulagi.
  Lögð fram að nýju tillaga Krark arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 5 við Akrakór. Í tillögunni felst að í stað einbýlishúss verði byggt parhús á lóðinni, byggingarmagn er aukið úr 400 m2 í 544 m2, heimilaðar verði útbygging á efri hæð út fyrir byggingarreit 2,5 x 7,5 m á hvorri hlið, hámarkshæð verði 6,6 m miðað við aðkomuhæð í stað 6,3m og heimilaðar verði svalið á suðuhlið hússins 1,7 m út fyrir byggingarreit. Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1.500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 13. desember 2017. Kynningartíma lauk 12. mars 2018. Athugasemdir bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 16. apríl 2018. Þá lögð fram ný og breytt tillaga dags. 26. apríl 2018 þar sem komið er til móts við athugasemdir þannig að byggingarreitur haldist óbreyttur.Þá lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 12. september 2018 og leiðréttur uppdráttur dags. 15. október 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 36 Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
 • 9.13 1810503 Bæjarlind 5. Breytt deiliskipulag
  Lögð fram tillaga Hornsteina arkitekta fh. lóðarhafa Bæjarlindar 5 að breyttu deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst 20 m2 stækkun á austurhlið þakhæðar nýbyggingar á lóðinni. Uppdrættir og greinargerð dags. 18. ágúst 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 36 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Fundargerðir nefnda

10.1806009F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 100. fundur frá 04.09.2018

Fundargerð í 9. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.1809021F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 102. fundur frá 09.10.2018

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.1810005F - Ungmennaráð - 5. fundur frá 08.10.2018

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

13.1809222 - Fyrirspurn varðandi dagvistun og hjúkrunarrými eldri borgara

Tillaga frá Pétri Hrafni Sigurðssyni um að vísa svari við fyrirspurn Samfylkingarinnar varðandi þörf á dagvistun og hjúkrunarrými fyrir aldraða næstu 15 árin sem fram kom á fundi Velferðarráðs þann 24.09.2018 til umfjöllunar í Öldungaráði.
Tillögunni var hafnað með fjórum atkvæðum Karenar Halldórsdóttur, Hjördísar Johnson, Einars Þorvarðarsonar og Helgu Hauksdóttur. Pétur Hrafn Sigurðsson greiddi atkvæði með tillögunni.

Erindi frá bæjarfulltrúum

14.1810597 - Fjölgun kennslustunda í íslensku fyrir börn með íslensku sem annað mál úr 3 stundum í 6 á vikur. Tillaga frá Samfylkingunni

Tillaga frá Pétri Hrafni Sigurðssyni um að kennslustundum í íslensku fyrir börn með íslensku sem annað mál verði fjölgað úr 3 stundum á viku í 6 stundir á viku og gildi sú úthlutun fyrstu fjögur ár barnanna á Íslandi. Eftir það eigi börnin möguleika á að fá 3 tíma á viku ef þörf krefur.
Hlé var gert á fundi kl. 9:10. Fundi var fram haldið kl. 9.21.

Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður dregur tillöguna til baka í ljósi þess að hún er þegar til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar að frumkvæði undirritaðs.
Pétur Hrafn Sigurðsson"

Fundi slitið - kl. 22:59.