Bæjarráð

2816. fundur 07. apríl 2016 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Sverrir Óskarsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1604142 - Kópavogsbraut 17. Húsaleigusamningur.

Frá bæjarstjóra, lagður fram til samþykktar leigusamningur við Mystery Ísland ehf. um leigu á Kópavogsbraut 17 (Kvennafangelsi).
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðan leigusamning við Mystery Ísland ehf. um leigu á Kópavogsbraut 17.

2.1604203 - Álalind 5. Beiðni um heimild til veðsetningar.

Frá fjármálastjóra, dags. 6. apríl, lagt fram erindi f.h. lóðarhafa Álalindar 5, Húsafls ehf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veitt verði umbeðið veðleyfi.

3.16031353 - Dalsmári 9-11, Sporthúsið. Sporthöllin ehf. Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar rekstrarleyfis.

Frá lögfræðideild, dags. 4. apríl, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 29. mars, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sporthallarinnar ehf., kt. 500108-1690, um endurnýjað rekstrarleyfi fyrir veitingastofu og greiðasölu í flokki II, á staðnum Sporthúsið, að Dalsmára 9-11, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

4.16031432 - Engihjalli 8, Ísbúðin Brynja. Brynja ehf. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis.

Frá lögfræðideild, dags. 4. apríl, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 31. mars, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Brynju ehf., kt. 440196-2769, um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastofu og greiðasölu í flokki I, á staðnum ísbúðin Brynja, að Engihjalla 8, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. m gr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

5.1410393 - Markavegur 1, kæra v. jarðstrengja o.fl.

Frá lögfræðideild, dags. 4. apríl, lagt fram erindi vegna úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 112/2014.
Lagt fram.

6.1604091 - Þorrasalir 21, lóð skilað.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 4. apríl, lagt fram erindi f.h. lóðarhafa Þorrasala 21, Hannesar Björnssonar og Hafdísar Ólafsdóttur, um heimild til að skila inn lóðarréttindum og fá úthlutaðri lóðinni Þrymsalir 8 í staðinn. Mistök hafi valdið því að sótt var um lóðina Þorrasali 21 í stað Þrymsala 8. Lagt er til við bæjarráð að orðið verði við beiðni lóðarhafa.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að lóðarréttindum vegna Þorrasala 21 verði skilað inn og að lóðarhöfum verði úthlutuð lóðin Þrymsalir 8 í staðinn og vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

7.1604090 - Þrymsalir 8, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 4. apríl, lagt fram erindi f.h. lóðarhafa Þorrasala 21, Hannesar Björnssonar og Hafdísar Ólafsdóttur, um heimild til að skila inn lóðarréttindum og fá úthlutaðri lóðinni Þrymsalir 8 í staðinn. Mistök hafi valdið því að sótt var um lóðina Þorrasali 21 í stað Þrymsala 8. Lagt er til við bæjarráð að orðið verði við beiðni lóðarhafa.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Hannesi Björnssyni og Hafdísi Ólafsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Þrymsölum 8 gegn því að lóðarréttindum Þorrasala 21 verði skilað inn og vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

8.16031117 - Hlíðasmári 5-7, framsal.

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 5. apríl, lagt fram minnisblað vegna beiðni lóðarhafa Hlíðasmára 5-7, Smárakirkju og Krossins, um heimild til að framselja fasteignina. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 23. mars sl. Einnig lagt fram erindi fjármálastjóra vegna málsins, dags. 18. mars, sem var lagt fram á síðasta fundi. Þá eru lögð fram þrjú erindi frá lóðarhöfum: bréf til bæjarráðs dags. 23. mars, leyfi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra til sölunnar dags. 17. mars og synjun Velferðarráðuneytisins á velferðarstyrk til Krossgatna dags. 16. mars.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita heimild til framsals fasteignarinnar gegn þeirri kröfu að áhvílandi veðskuldabréf sem Kópavogsbær er í einfaldri ábyrgð fyrir verði greidd upp.

9.16011362 - Rammasamningar, vinna verktaka fyrir umhverfissvið, útboð.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 29. mars, lagðar fram niðurstöður útboðs í verkið "Þjónusta verktaka fyrir Umhverfissvið Kópavogs - Rammasamningsútboð." Lagt er til við bæjarráð að leitað verði samninga við verktaka sem skiluðu inn gildu tilboði í tilgreinda verkflokka skv. útboðinu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við verktaka sem skiluðu inn gildu tilboði í tilgreinda verkflokka skv. útboðinu í samræmi við framlagt erindi.

10.1105063 - Samningar við HK. Uppgjör á eignarhlutdeild HK í Hákoni Digra.

Frá deildarstjóra íþróttadeildar, lagt fram til samþykktar samkomulag við Handklattleiksfélag Kópavogs um uppgjör á eignarhlutdeild HK í íþróttahúsinu Digranesi.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum samkomulag við HK um uppgjör á eignarhlutdeild HK í íþróttahúsinu Digranesi.

Sverrir Óskarsson vék af fundi undir þessum lið.

11.1601362 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2016, 18 ára og eldri.

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 5. apríl, lagt fram minnisblað um ráðningar í sumarstörf Kópavogsbæjar 2016.
Lagt fram.

12.1603001 - Öryggiskerfi, prófun, viðhald og vöktun. Útboð.

Frá deildarstjóra eignadeildar, dags. 5. apríl, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði öryggiskerfi Kópavogsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að farið verði í heildarútboð á öryggiskerfum Kópavogsbæjar.

13.16031435 - Ársreikningur Strætó 2015.

Frá Strætó, lagður fram ársreikningur 2015.
Lagt fram.

14.16031434 - Ársreikningur SHS 2015.

Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, lagður fram ársreikningur 2015.
Lagt fram.

15.16031245 - Ársreikningur 2015. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 22. mars, lagður fram ársreikningur 2015.
Lagt fram.

16.1604099 - Átak í viðhaldi og endurnýjun gatnakerfis höfuðborgarsvæðisins.

Frá SSH, dags. 8. mars, lagt fram erindi vegna átaks í viðhaldi og endurnýjun gatnakerfisins á höfuðborgarsvæðinu, ásamt tillögu að verklagi og framkvæmdaáætlun við Vegagerðina vegna verkefnisins.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

17.1603662 - Fluglestin - tillaga að samstarfssamningi við SSH og aðildarsveitarfélög.

Frá SSH, dags. 8. mars, lögð fram samningsdrög að samstarfssamningi við SSH og aðildarsveitarfélög um hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins, ásamt fylgiskjali. Stjórn SSH samþykkti á fundi sínum þann 7. mars sl. að senda samningsdrögin til efnislegrar afgreiðslu hjá aðildarsveitarfélögum.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og bæjarlögmanns til umsagnar og skipulagsnefndar til upplýsinga.

18.16031218 - Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum, 2

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 16. mars, lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum (þingmannamál), 247. mál.
Lagt fram.

19.1604134 - Tilnefning í starfshóp vegna fyrirhugaðs öldungaráðs.

Frá Félagi eldri borgara í Kópavogi, dags. 4. apríl, lagðar fram tilnefningar í tilefni af skipun starfshóps vegna fyrirhugaðrar stofnunar öldungaráðs í Kópavogi.
Lagt fram.

Tilnefndir eru frá meirihluta Ármann Kr. Ólafsson og Theódóra Þorsteinsdóttir en frá minnihluta Pétur Hrafn Sigurðsson.

20.1604139 - Umsókn um lóð undir upplifunar- og spa hótel á Kársnesi.

Frá Nature Resort ehf., dags. 4. apríl, lögð fram umsókn um lóð undir upplifunar- og Spa hótel á Kársnesi.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

21.1603013 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 17. mars 2016.

183. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 11. liðum.
Lagt fram.

22.1603022 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 1. apríl 2016.

184. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 9. liðum.
Lagt fram.

23.1603023 - Félagsmálaráð, dags. 4. apríl 2015.

1408. fundur félagsmálaráðs í 10. liðum.
Lagt fram.

24.16011137 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 7. mars 2016.

209. fundur heilbrigðisnefndar í 46. liðum.
Lagt fram.

25.16011137 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 30. mars 2016.

210. fundur heilbrigðisnefndar í 49. liðum.
Lagt fram.

26.1603018 - Lista- og menningarráð, dags. 29. mars 2016.

57. fundur lista- og menningarráðs í 2. liðum.
Lagt fram.

27.1604001 - Skólanefnd, dags. 4. apríl 2016.

101. fundur skólanefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

28.16011139 - Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs, dags. 16. mars 2016.

Fundur stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 16. mars 2016.
Lagt fram.

29.16011141 - Fundargerðir stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 31. mars 2016.

351. fundur stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í 2. liðum.
Lagt fram.

30.1604213 - Dómur Félagsdóms í máli nr. 29/2015

Lagður fram dómur Félagsdóms í málinu nr. 29/2015; Félag íslenskra náttúrufræðinga f.h. Berglindar Óskar Alfreðsdóttur gegn Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði vegna Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis.
Lagt fram.

31.16031303 - Tillaga að breyttri skipan ímyndar og kynningarmála Kópavogs.

Á fundi bæjarstjórnar þann 22. mars sl. var eftirfarandi tillaga lögð fram:
"Þörf er á að samræma ímyndar- og kynningarstarf Kópavogs. Í dag er verkefnið á hendi of margra aðila og verkaskipting ekki skýr. Undirrituð leggur til að bæjarstjórn taki verkefnið til umræðu og láti vinna tillögur að breyttri skipan ímyndar og kynningarmála Kópavogs.
Ása Richardsdóttir."
Forseti lagði til að tillögunni yrði vísað til bæjarráðs. Bæjarstjórn samþykkti með 11 atkvæðum að vísa tillögunni til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarritara til úrvinnslu.

32.1603736 - Kostnaður vegna húsnæðismála stjórnsýslu Kópavogsbæjar. Fyrirspurn frá Kristni Degi Gissurarsyni.

Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Á fundi bæjarráðs þann 10. mars lagði Kristinn Dagur Gissurarson fram spurningar varðandi húsnæðismál stjórnsýslu Kópavogsbæjar. Hér með er ítrekað að þessum spurningum verði svarað.
Birkir Jón Jónsson"

33.701022 - Vatnsendi. Eignarnám á landi úr jörðinni Vatnsenda.

Guðjón Ármannsson, lögmaður hjá LEX, gerði grein fyrir stöðu mála.
Hlé var gert á fundi kl. 9.05. Fundi var fram haldið kl. 9.40.

Fundi slitið.