Bæjarráð

2939. fundur 20. desember 2018 kl. 08:15 - 08:55 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1712347 - Engihjalli 3 íbúð 0104 Fastanúmer 205-9861

Frá fjármálastjóra og deildarstjóra fasteigna, dags. 5. júlí, lögð fram beiðni um heimild til sölu íbúðar í Engihjalla 3, íbúð 104. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 12. júlí sl. þar til búið væri að kaupa nýja fasteign í stað þeirrar sem skyldi seld. Keypt hefur verið íbúð að Boðaþingi 12. Einnig lagt fram minnisblað Verksýnar ehf. vegna ástandsskoðunar eignarinnar frá 5. október.
Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra fasteigna, á fundi sínum þann 13. desember sl., vegna áætlaðs kostnaðar við lagfæringu íbúðarinnar. Umsögn deildarstjóra fasteigna frá 17. desember lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að veita heimild til sölu íbúðar fyrir sitt leyti með fjórum atkvæðum. Pétur Hrafn Sigurðsson greiddi ekki atkvæði.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1812599 - Hólmaþing 6. Heimild til veðsetningar.

Frá lögfræðideild, dags. 17. desember, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Hólmaþings 6, Styrmis Steingrímssonar, um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir umbeðna veðsetningu lóðarinnar Hólmaþings 6 með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1806950 - Work North ehf. kærir niðurstöður Kópavogsbæjar í útboði - Kársnesskóli við Skólagerði, niðurrif.

Frá lögfræðideild, dags. 13. desember, lagt fram erindi er varðar úrskurð vegna útboðs á niðurrifi á Kársnesskóla við Skólagerði.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1710291 - Birkigrund 12, kæra vegna úrskurðar byggingarfulltrúa, varðar lóðarmörk að nr. 14.

Frá lögfræðideild, dags. 17. desember, lagt fram erindi er varðar úrskurð vegna Birkigrundar 12.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1807130 - Kvörtun vegna ákvörðunar Kópavogsbæjar að greiða makalaun (lausnarlaun)

Frá lögfræðideild, dags. 17. desember, lagt fram erindi er varðar álit umboðsmanns Alþingis vegna greiðslu makalauna.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1812470 - Átakshópur um aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Óskað eftir upplýsingum

Frá sviðsstjórum umhverfis- og velferðarsviðs, dags. 17. desember, lagt fram svar við erindi frá Átakshópi á húsnæðismarkaði með upplýsingum um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveiarfélaginu sem vísað var til afgreiðslu hjá umhverfis- og velferðarsviði á fundi bæjarráðs þann 13. desember sl.
Lagt fram.

Ýmis erindi

7.18081133 - Sameiginleg ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk

Frá SSH, dags. 6. nóvember, lögð fram tillaga að fyrirkomulagi samstarfs um sameiginlega ferðaþjónustu fatlaðs fólks sem er send aðildarsveitarfélögunum til umfjöllunar og efnislegrar afgreiðslu. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins og óskaði eftir að fá kynningu á erindinu sem fram fór á síðasta fundi ráðsins þann 13. desember sl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að félagsmálastjóri komi að vinnu samráðshóps félagsmálastjóra innan SSH vegna undirbúnings á útboði vegna akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Komi til þess að Kópavogsbær verði þátttakandi í sameiginlegu útboði sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna ferðaþjónustunnar á næsta ári, mun bæjarráð taka ákvörðun um það á síðari stigum.

Ýmis erindi

8.1812580 - Frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, 417. mál. Umsagnarbeiðni

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 13. desember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

9.1812577 - Tillaga til þingsáætlunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi, 443. mál. Umsagnarbeiðni

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 13. desember, lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi (stjórnartillaga).
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Fundargerðir nefnda

10.1812008F - Íþróttaráð - 88. fundur frá 12.12.2018

Fundargerð í 46. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.1812011F - Leikskólanefnd - 101. fundur frá 13.12.2018

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.1811026F - Menntaráð - 35. fundur frá 04.12.2018

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.1812002F - Skipulagsráð - 41. fundur frá 17.12.2018

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.
  • 13.3 1804094 Markavegur 3-5. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi lóðarhafa að Markavegi 5, dags. 27. mars 2017 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að byggð er reiðskemma 28,0 x 12,3 m á lóðinni sem tengd verður núverandi hesthúsi að markavegi 3-4 (sami lóðarhafi). Gólfkóti skemmunar yrði sami og í núverandi hesthúsi 101,6 m í stað 102,5 m h.y.s. Einnig er sótt um að hækka mænishæð reiðskemmunar úr 4,5 m í 5,1 m miðað við aðkomuhæð. Á fundi skipulagsráðs 16. apríl 2018 var samþykkt með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Athugasemdafresti lauk 26. nóvember 2018. Athugasemd barst. Niðurstaða Skipulagsráð - 41 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 13.4 1809725 Kópavogsvöllur. Dalsmári 7. Flóðlýsing.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga VSÓ ráðgjöf fh. Kópavogsbæjar að breyttu deiliskipulagi Kópavogsvallar, Dalsmára 7. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir upphituðu gervigrasi á Kópavogsvelli og uppsetningu ljósamastra og ljósabúnaðar til flóðlýsingar við völlinn. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 25. september 2018. Tillagan var kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frestur til athugasemda var til 27. nóvember 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust.
    Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Er umsögnin dags. 3. desember 2018.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 41 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

14.1812594 - Fundargerð 296. fundar stjórnar Strætó bs. 07.12.2018

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.1812586 - Fundargerð 465. fundar stjórnar SSH frá 3.12.2018

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.1812005F - Velferðarráð - 37. fundur frá 10.12.2018

Fundargerð í 11. liðum.
Lagt fram.

Ýmis erindi

17.1811305 - Styrkbeiðni frá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs

Lagt fram erindi frá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs um styrk til nefndarinnar, dags. nóvember 2018.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 200.000.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fyrirhugaður fundur bæjarráðs þann 27. desember nk. falli niður og næsti fundur verði þann 3. janúar 2019.

Fundi slitið - kl. 08:55.