Frá fjármálastjóra og deildarstjóra fasteigna, dags. 5. júlí, lögð fram beiðni um heimild til sölu íbúðar í Engihjalla 3, íbúð 104. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 12. júlí sl. þar til búið væri að kaupa nýja fasteign í stað þeirrar sem skyldi seld. Keypt hefur verið íbúð að Boðaþingi 12. Einnig lagt fram minnisblað Verksýnar ehf. vegna ástandsskoðunar eignarinnar frá 5. október.
Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra fasteigna, á fundi sínum þann 13. desember sl., vegna áætlaðs kostnaðar við lagfæringu íbúðarinnar. Umsögn deildarstjóra fasteigna frá 17. desember lögð fram.