Bæjarráð

2944. fundur 31. janúar 2019 kl. 08:15 - 10:30 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
 • Birkir Jón Jónsson formaður
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
 • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1812346 - Boðaþing 11-13, dómsmál.

Frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar, v. Boðaþings hjúkrunarheimili - Í ljósi dóms Landsréttar frá 21. desember 2018 um að fella beri úr gildi lögbann sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu lagði við því að Framkvæmdasýsla ríkisins léti hönnunarsamkeppni fara fram um hönnun hjúkrunaríbúðanna við Boðaþing í Kópavogi þá óskum við eftir því að fulltrúar frá heilbrigðisráðuneytinu komi á næsta fund bæjarráðs og geri grein fyrir framvindu málsins. Bæjarráð samþykkti tillöguna á fundi sínum þann 24. janúar sl. og hefur óskað eftir því að fulltrúar heilbrigðisráðuneytis mæti á næsta fund ráðsins.
Bæjarráð undirstrikar þungar áhyggjur af þeirri seinkun sem hefur orðið á uppbyggingu hjúkrunarheimilis við Boðaþing vegna málaferla. Samkomulag um uppbygginguna var undirritað við þáverandi heilbrigðisráðherra í september 2016. Nú þegar niðurstaða málaferla liggur fyrir ítrekar bæjarráð þá afstöðu Kópavogsbæjar að sveitarfélagið er tilbúið til þess að taka verkefnið yfir, svo flýta megi framkvæmdum eins og mögulegt er. Því er óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra til þess að ræða kosti þess að Kópavogur sjái um verkið fyrir hönd ríkisins.

Gestir

 • Sveinn Bragason sérfræðingur á skrifstofu heilbrigðisþjónustu hjá heilbrigðisráðuneyti - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1901424 - Afrit gagna frá úrbótahópnum vegna stefnumótunarvinnu Kópavogsbæjar. Frá Pírötum, Samfylkingu og BF Viðreisn.

Frá sviðsstjórum stjórnsýslu-, umhverfis, velferðar- og menntasviðs, lögð fram skýrsla um starf úrbótahópa vegna stefnumótunarvinnu Kópavogsbæjar, sbr. beiðni frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar á fundi bæjarráðs þann 17. janúar sl. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 24. janúar sl.
Bæjarráð vísar skýrslunni til stefnumótunarstarfs bæjarfulltrúa.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1512173 - Skemmtilegri leikskólalóðir.

Frá sviðsstjórum umhverfis- og menntasviðs, dags. 28. janúar, lagt fram erindi um framkvæmdir á leikskólalóðum árið 2019. Lagt er til að 40 m.kr. skv. fjárhagsáætlun verði ráðstafað með þeim hætti að lokið verði við framkvæmdir á lóð Arnarsmára og farið verði í endurbætur á lóð Álfatúns, auk þess sem undirbúningi að endurbótum á lóð Núps verði lokið.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1711324 - Menntasvið-vinnuteymi leikskólastjórnenda um starfsumhverfi leikskóla

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 22. janúar, lögð fram til kynningar aðgerðaáætlun til umbóta í starfsumhverfi leikskóla Kópavogs til framtíðar, með velferð og vellíðan barna að leiðarljósi. Jafnframt er óskað sérstakrar samþykktar bæjarráðs á fyrirkomulagi skipulagsdaga og stækkun á rými barna í leikskólum Kópavogs. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 24. janúar sl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að rými á leikskólabarn verði 7,5 fermetrar frá hausti 2019.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu um breytingar á fyrirkomulagi skipulagsdaga.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.18081400 - Úttekt á stöðu mála í félagslegri heimaþjónustu

Frá deildarstjóra þjónustudeildar aldraðra, lögð fram skýrsla um úttekt á félagslegri heimaþjónustu í Kópavogi ásamt tillögum að breytingum og úrbótum.
Lagt fram.

Gestir

 • Anna Klara Georgsdóttir, deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafadeildar velferðarsviðs - mæting: 09:00

Ýmis erindi

6.1901675 - Frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 22. janúar, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um ráðstafanir til uppbyggingu á háhraða fjarskiptanetum.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

7.1711723 - Viðræður við Kölku (Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf) um mögulega sameiningu

Frá Sorpu, dags. 18. janúar, lagt fram erindi um sameiningu Kölku og Sorpu sem samþykkt var að vísa til til afgreiðslu aðildarsveitarfélaga á stjórnarfundi Sorpu þann 18. janúar sl.
Lagt fram.

Bæjarráð óskar eftir að fulltrúar Sorpu og Capacent mæti á fund bæjarráðs vegna málsins.

Fundargerðir nefnda

8.1901034F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 260. fundur frá 25.01.2019

Fundargerð í 15. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.1901029F - Barnaverndarnefnd - 90. fundur frá 23.01.2019

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.1901765 - Fundargerð 466. fundar stjórnar SSH frá 14.01.2019

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.1901693 - Fundargerð 298. fundar stjórnar Strætó bs. frá 11.01.2019

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.1901035F - Velferðarráð - 39. fundur frá 28.01.2019

Fundargerð í 9. liðum.
Lagt fram.
 • 12.2 1812768 Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð janúar 2019
  Lagt fram til afgreiðslu Niðurstaða Velferðarráð - 39 Velferðarráð samþykkti framlagðar tillögur um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð fyrir sitt leyti og vísaði þeim til afgreiðslu bæjarráðs.
  Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
 • 12.4 1901567 Þjónustusamningur um neyðargistingu
  Lagt fram til afgreiðslu Niðurstaða Velferðarráð - 39 Velferðarráð samþykkti framlögð drög að samningi fyrir sitt leyti og leggur til að Kópavogsbær gangi til samstarfs við Reykjavíkurborg um rekstur neyðarathvarfs fyrir heimilislausa á meðan verið er að leita lausna á húsnæðisvanda þeirra.
  Niðurstaða Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum samning við Reykjavíkurborg um rekstur neyðarathvarfs fyrir heimilislausa.

Gestir

 • Anna Klara Georgsdóttir, deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafadeildar velferðarsviðs - mæting: 09:32

Fundargerðir nefnda

13.1901011F - Öldungaráð - 6. fundur frá 17.01.2019

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.
Kl. 9:52 vék Theódóra Þorsteinsdóttir af fundi.

Önnur mál

14.1811249 - Útilistaverk við Hálsatorg

Frá umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 16. janúar, lögð fram umsögn um útilistaverk að Hálsatorgi sem bæjarráð vísaði til umsagnar nefndarinnar á fundi sínum þann 6. desember sl.
Lista- og menningarráð lagði til að gengið yrði til samninga um útilistaverk samkvæmt fyrirliggjandi kostnaðaráætlun.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum tillögu lista- og menningarráðs um útilistaverk á Hálsatorgi.

Erindi frá bæjarfulltrúum

15.1901812 - Fulltrúar Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar leggja til útvíkkun á stefnu Kópavogsbæjar gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi

Frá fulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar, tillaga um að stefna Kópavogsbæjar gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi verði útvíkkuð þannig að hún nái jafnframt til kjörinna fulltrúa.
Fulltrúar Pírata og Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Stjórnendum vinnustaða ber samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980 að tryggja gott vinnuumhverfi. Stjórnendum ber að greina áhættuþætti eineltis, kynferðislegrar áreitni, kynbundinnar áreitni og ofbeldis á vinnustað og út frá þeirri starfsemi sem þar fer fram. Stefna Kópavogsbæjar gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi tekur á þessu en eins og stendur fjallar hún eingöngu um starfsfólk bæjarins. Eðlilegt væri að hún næði jafnframt til kjörinna fultrúa, líkt og fordæmi eru fyrir hjá öðrum sveitarfélögum, t.a.m. Seltjarnarnesbæ.

Á fundi bæjarstjórnar þann 12. desember 2017 óskaði bæjarstjóri eftir því að tekið yrði til umræðu kynferðisofbeldi og áreiti og hvernig koma mætti í veg fyrir slíkt athæfi á vettvangi stjórnmála og á vinnustöðum sveitarfélagsins. Bæjarstjórn bókaði eftirfarandi:

Bæjarstjórn samþykkti með 11 atkvæðum eftirfarandi ályktun:
"Bæjarstjórn Kópavogs lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum landsins hafa tekið undir merkjum "Í skugga valdsins". Kópavogsbær hefur í stefnum um einelti og í jafnréttis- og mannréttindamálum bæjarins sett fram skýra sýn í þessum efnum og er með viðbragðsáætlanir skrifaðar inn í stefnurnar og í gæðakerfi bæjarins. Þar kemur skýrt fram að; kynferðisleg áreitni er ekki undir nokkrum kringumstæðum liðin hjá bænum. Bæjarstjórn hefur það hlutverk að hafa frumkvæði í umræðunni um leið og stefnur og áætlanir bæjarins eru í sífelldri endurskoðun."

Í ljós hefur komið að stefnur og ferlar eiga ekki við um kjörna fulltrúa. Því óskum við eftir því að stefnur og áætlanir fari í endurskoðun með því markmiði að stefnur og ferlar nái jafnframt til kjörinna fulltrúa.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir"

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar og að haft verði samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga við úrvinnslu umsagnar.

Karen Halldórsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Lögbundið er að við upphaf kjörtímabils skal yfirfara siðareglur kjörinna fulltrúa og stendur sú vinna yfir í forsætisnefnd.
Karen Halldórsdóttir"

Erindi frá bæjarfulltrúum

16.1901832 - Beiðni um úttekt og mögulegar útfærslur á íþróttastyrkjum til eldri borgara frá fulltrúm Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar

Frá fulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar, óskað er eftir að gerð verð úttekt og fundnar mögulegar útfærslur á íþróttastyrkjum til eldri borgara.
Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Í málefnasamningi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er sérstaklega kveðið á um að heilsuefling eldri borgara verði innleidd m.a. með íþróttastyrk. Mikilvægt er að vinna slíkar hugmyndir í sátt við alla aðila og einnig er gott að draga fram það sem Kópavogsbær hefur nú þegar gert í lýðheilsumálum eldri borgara.
Ármann Kr. Ólafsson, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Birkir Jón Jónsson"

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til umsagnar.

Erindi frá bæjarfulltrúum

17.1901833 - Óskað eftir kynningu á niðurstöðum viðhorfskönnunar um gæði matar og þjónustu til eldri borgara frá fulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar

Frá fulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar, óskað er eftir að niðurstöður nýlegrar viðhorfskönnunar um gæði matar og þjónustu til eldri borgara verði kynnt í bæjarráði.
Bæjarráð óskar eftir kynningu á næsta fundi bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 10:30.