Bæjarráð

2548. fundur 06. maí 2010 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon, bæjarritari og Þórður Clausen Þórðarson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1004035 - Félagsmálaráð 4/5

1283. fundur

2.1001150 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 3/5

149. fundur

3.1004023 - Íþrótta- og tómstundaráð 3/5

249. fundur

4.1004036 - Jafnréttisnefnd 4/5

291. fundur

5.1001154 - Stjórn skíðasvæða hbsv. 21/4

305. fundur

6.1001156 - Stjórn Sorpu bs. 3/5

273. fundur

7.1001157 - Stjórn Strætó bs. 30/4

138. fundur

8.1003019 - Umferðarnefnd 25/3

367. fundur

9.1004028 - Umferðarnefnd 29/4

368. fundur

10.1004018 - Umhverfisráð 3/5

488. fundur

11.1004312 - Framtíðarsýn Sorpu bs. í flokkunarmálum

Lögð fram til kynningar.

12.1003275 - Umhverfisviðurkenningar 2010

Umhverfisráð leggur til að umhverfisviðurkenningarnar verði veittar 26. ágúst nk. í forrými Salarins. Umhverfisráð óskar eftir ábendingum um tilnefningar til umhverfisverðlauna.

13.910060 - Umhverfisátak á Torginu

Tillaga skipulags- og umhverfissviðs að flokkun úrgangs á bæjarskrifstofunum á Torginu. Umhverfisráð samþykkir framlagða tillögu og vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

14.708167 - Bæjarmálasamþykkt. Drög.

Frá bæjarstjóra, lögð fram tillaga að nýrri samþykkt Kópavogsbæjar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

15.1002119 - Tillaga um breytingu á innkaupareglum.

Frá bæjarlögmanni, dags. 5/5, umsögn um tillögu Samfylkingarinnar, sem lögð var fram á fundi bæjarráðs þann 11. febrúar sl., um lækkun viðmiðunarfjárhæða vegna útboða.

Ólafur Þór Gunnarsson, fulltrúi VG, bókar að hann er sammála tillögu Samfylkingarinnar.

 

Bæjarráð felldi tillögu um lækkun viðmiðunarfjárhæða með þremur atkvæðum en tveir greiddu atkvæði með henni.  Formaður lagði til að viðmiðunarfjárhæðir vegna þjónustukaupa og vörukaupa í 9. gr. innkaupareglna Kópavogsbæjar lækki og verði þannig að ef áætluð fjárhæð kaupa á þjónustu fer yfir 14 mkr. skal viðhafa útboð og ef áætluð fjárhæð vegna vörukaupa fer yfir 10 mkr. skal sömuleiðis viðhafa útboð. Var tillagan samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

16.1005004 - Þinghólsbraut 30, Heimagisting. Beiðni um umsögn

Frá bæjarlögmanni, dags. 5/5, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 29. apríl 2010, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Kristins S. Kristinssonar, um leyfi til að reka heimagistingu að Þinghólsbraut 30 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk I, sbr. 3. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning og starfsemi er innan þeirra marka, sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

 

Ólafur Þór Gunnarsson vék af fundi undir þessum lið.

17.1004450 - Umgengni lóðar sunnan Smáralindar

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 4/5, umsögn, sem óskað var eftir í bæjarráði 29/4 varðandi frágang lóðarinnar sunnan Smáralindar. Málið er til meðferðar hjá byggingarfulltrúa.

Bæjarráð samþykkir að málið verði áfram meðhöndlað af byggingarfulltrúa, en að undirbúin verði beiting þvingunaraðgerða ef ekki verður búið að hreinsa lóðina fyrir 1. júní nk.

18.1004025 - Smáverk í garðyrkju. Verðkönnun.

Frá garðyrkjustjóra, dags. 28/4, verðkönnun í 6 smáverk opnuð. Lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Eyland ehf.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

19.1002273 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2010 ætluð ungmennum 17 ára og eldri.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, garðyrkjustjóra og forstöðumanni Vinnuskólans, dags. 5/5, tillögur um ráðningar í sumarstörf, þriðji hluti.

Bæjarráð samþykkir tillögu að ráðningnum.

20.1004062 - Sumarstörf. Beiðni um sumarstörf á vegum Kópavogsbæjar sumarið 2010

Frá starfsmannastjóra, dags. 4/5, umsögn um erindi frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra Reykjanesi vegna ráðningar níu fatlaðra einstaklinga. Lagt er til að þessir níu einstaklingar verði ráðnir hálfan daginn í 10 vikur til sumarstarfa hjá Kópavogsbæ.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

21.1005011 - Sumarstarfsmenn í sumarbúðum skáta á Úlfljótsvatni

Frá starfsmannastjóra, dags. 4/5, umsögn um erindi Hreiðars Oddssonar varðandi ráðningar 4 ungmenna á vegum Skátafélagsins Kópa. Lagt er til að þessi fjögur ungmenni verði ráðin í allt að 10 vikur til sumarstarfa hjá Kópavogsbæ.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

22.1005021 - Sameining félagsmiðstöðvanna Mekka og Hólsins. Maí 2010.

Frá deildarstjóra íþrótta- og tómstundadeildar og verkefnastjóra tómstundamála, dags. 28/4, tillaga varðandi sameiningu félagsmiðstöðvanna Mekka og Hólsins.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

 

Jón Júlíusson vék af fundi undir þessum lið.

23.905193 - Yfirfærsla málefna fatlaðra til sveitarfélaga

Karl Björnsson, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, mætti til fundar til að gera grein fyrir viðræðum við ríkisvaldið um yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélagsins.

24.1005019 - Vegna skýrslugerðar fyrir Samtök sjálfstæðra skóla

Frá Samtökum sjálfstæðra skóla, dags. 4/5, óskað eftir að Kópavogsbær veiti Hagfræðistofnun umbeðnar upplýsingar vegna vinnu við gerð skýrslu um opinberar greiðslur til leik- og grunnskóla.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra og sviðsstjóra fræðslusviðs til umsagnar.

25.1005016 - Álfurinn fyrir unga fólkið. Styrkbeiðni frá SÁÁ

Frá SÁÁ, dags. 29/4, óskað eftir að bærinn kaupi 100 álfa til styrktar starfsemi samtakanna, samtals að upphæð kr. 100.000,-.

Bæjarráð samþykkir að kaupa álfa að upphæð kr. 100.000,-.

26.1005017 - Skátafélagið Kópar, Digranesvegur 79, Vatnsendablettur 391.

Frá Skátafélaginu Kópum, dags. 3/5, beiðni um styrk til greiðslu fasteignaskatts á húseignum félagsins.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

27.1005014 - Hússjóður Öryrkjabandalagsins, Austurkór 35-41.

Frá Brynju, hússjóði Öryrkjubandalagsins, dags. 28/4, beiðni um lækkun á gjaldskrá vegna yfirtöku- og gatnagerðargjalda ásamt breytingu á flokkun íbúða í gjaldflokki.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til umsagnar.

28.1001092 - Málefni sundlauganna í Kópavogi 2010.

Undirskriftalisti til að mótmæla breyttum opnunartíma sundlauganna í bænum, undirritað af 534 íbúum.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

 

Jón Júlíusson vék af fundi undir þessum lið.

29.1004445 - Óskað eftir því að ákvörðun um breyttan opnunartíma í sundlaugum Kópavogs verði endurskoðuð

Frá Ingibjörgu Ásgeirsdóttir, dags. 27/4, breyttum opnunartíma sundlauganna mótmælt.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

 

Jón Júlíusson vék af fundi undir þessum lið.

30.811349 - Glaðheimar, leiga á hesthúsum.

Frá Landslögum lögfræðistofu, dags. 19/3, fyrirspurn varðandi ákvörðun um að hefja gjaldtöku fyrir afnot af hesthúsum á Glaðheimasvæðinu.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

31.712053 - Steypustöðin Borg, Bakkabraut 9.

Frá Steypustöðinni Borg ehf., dags. 30/4, óskað eftir tveggja mánaða fresti til að flytja steypustöðina í nýtt aðsetur í Hafnarfirði.

Bæjarráð vísar erindinu til hafnarstjórnar til umsagnar.

32.810233 - Vatnsendablettur 206. Stækkun lóðar - fjarlæging húss

Frá Sigurbirni Þorbergssyni hrl., dags. 29/4, óskað eftir fresti á dagsektum vegna fyrirhugaðs niðurrifs á sumarhúsi að Vbl. 206.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

33.1005018 - Fyrirspurn um skipulag í landi Gunnarshólma

Frá Verktökum Magna ehf., dags. 30/4, upplýsinga óskað varðandi skipulag á landspildu úr landi Gunnarshólma vegna mögulegra framkvæmda á svæðinu.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar.

34.1005020 - Álmakór 18. Lóðarumsókn

Frá Ártak ehf., dags. 26/4, umsókn um byggingarrétt á lóðinni að Álmakór 18.

Bæjarráð frestar afgreiðslu umsóknarinnar.

35.1005022 - Dalaþing 27. Lóðarumsókn

Frá Hrannari Má Sigurðssyni, dags. 5/5, umsókn um byggingarrétt á lóðinni að Dalaþingi 27.

Bæjarráð frestar afgreiðslu umsóknarinnar.

36.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 11. maí

I.   Fundargerðir nefnda

II.  Skipulagsmál

III. Ársreikningur Kópavogsbæjar 2009 - seinni umræða

IV. Kosningar

37.809065 - Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum.

Frá samtökum sveitar- og héraðsstjórnum Evrópu, sáttmáli um að sveitarfélög skuldbindi sig til að beita völdum sínum og samstarfstengslum til að ná fram auknu jafnrétti fyrir íbúa sína.

Bæjarráð vísar sáttmálanum til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

38.1004466 - Ársskýrsla 2009-2010

Frá Samtökum atvinnulífsins, ársskýrsla samtakanna fyrir 2009-2010.

Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 17:15.