Bæjarráð

2952. fundur 28. mars 2019 kl. 08:15 - 09:15 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1903956 - Naustavör 36. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 26. mars, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Naustavarar 36, byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir að heimila veðsetninguna með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1810582 - Gerðarsafn leggur fram drög að verklagsreglum um greiðslur til listamanna fyrir sýningarstörf til samþykktar

Frá forstöðumanni menningarmála, dags. 8. mars, lögð fram drög að verklagsreglum um þóknun til listamanna vegna sýningarhalds í Gerðarsafni.
Frestað.

Ýmis erindi

3.1903922 - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, 711. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 25. mars, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

4.1903879 - Frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, 710. mál

Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 22. mars, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð samþykkir að vísa erindindu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Ýmis erindi

5.19031039 - Óskað eftir stuðningi vegna alþjóðlegu ráðstefnunnar What Works 2019

Frá Cognitio, dags. 25. mars, lagt fram erindi um stuðning við alþjóðlegu ráðstefnuna What Works 2019 sem verður haldin í Hörpu dagana 1-3. apríl nk.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjóra.

Ýmis erindi

6.1903923 - Uppgjör skíðasvæðanna fyrir árið 2018

Frá samstarfsnefnd skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 25. mars, lagt fram uppgjör skíðasvæðanna fyrir árið 2018.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.1903013F - Leikskólanefnd - 105. fundur frá 21.03.2019

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.1903010F - Menntaráð - 40. fundur frá 19.03.2019

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.1903754 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 27.2.2019

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

10.1903791 - Fundargerð 869. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15. mars 2019

Fundargerð í 19. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.1903578 - Fundargerð 301. fundar stjórnar Strætó bs. frá 15.03.2019

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram

Fundargerðir nefnda

12.1903016F - Velferðarráð - 43. fundur frá 21.03.2019

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

13.1903952 - Staða framkvæmda á lóðunum Tóna- og Turnahvarfi

Frá bæjarfulltrúum BF Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata, óskað er eftir að fá úttekt á stöðu framkvæmda þeirra lóðarhafa sem fengu úthluðum lóðum í Tónahvarfi og Turnahvarfi árið 2016. Upplýsingar um á hvaða byggingarstigi fasteignirnar eru og hvort búið sé að afturkalla þær lóðir þar sem engin áform eru um að framkvæmdir séu að hefjast.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Fundi slitið - kl. 09:15.