Bæjarráð

2953. fundur 04. apríl 2019 kl. 08:15 - 09:35 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
 • Birkir Jón Jónsson formaður
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
 • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Fundargerðir nefnda

1.1904050 - Fundargerð 88. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins 22.03.2019

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

2.1903017F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 264. fundur frá 21.03.2019

Fundargerð í 16. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

3.1903951 - Fundargerð 244. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 25. mars 2019

Fundargerð í 20. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

4.1903011F - Skipulagsráð - 48. fundur frá 01.04.2019

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

5.1904021 - Fundargerð 180. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 29. mars 2019

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

6.1903024F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 113. fundur frá 01.04.2019

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

7.1904116 - Tillaga bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um geð og lýðheilsumiðstöð í Molanum

Tillaga frá Karen E. Halldórsdóttur bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks; óskað er eftir umsögn frá menntasviði og velferðarsviði um möguleika um að koma á fót geð og lýðheilsumiðstöð fyrir ungmenni á aldrinum 16 - 20 ára. Slíkt mætti hugsa í samstarfi við Molann ungmennahús. Nýlega gerði Hafnarfjörður samning við Kara connect um að auka aðgengi ungs fólks að fá sálfræðiaðstoð, líta mætti til þess módels sem þar er að byggjast upp eða horfa til frjálsra félagasamtaka sem sérhæfa sig í aðstoð til almennings.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til umsagnar.

Erindi frá bæjarfulltrúum

8.1904115 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Pírata, Samfylkingar og BF viðreisnar óska eftir yfirliti yfir styrkbeiðnir

Fyrirspurn frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar; óskað er eftir yfirliti yfir allar utanaðkomandi styrkbeiðnir sem bárust bæjarráði árið 2018 - hvaða upphæð var sótt um og ef styrkur var veittur, upphæð hans. Þetta á jafnframt við um beiðnir sem kunna að hafa borist en einhverra hluta vegna ekki ratað inn á dagskrá bæjarráðs.
Bæjarráð vísar fyrirspurninni til bæjarritara.

Erindi frá bæjarfulltrúum

9.1904126 - Bæjarfulltrúar Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar óska upplýsinga um stöðu mála lögð fram 26.07.2018 - 07.03.2019

Fyrirspurn frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar; óskað er eftir að fá upplýsingar um stöðu mála í framlögðu erindi sem lögð voru fram í bæjarráði á tímabilinu 26.07.2018-7.3.2019 og ekkert hefur spurst til.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.18081579 - Hreint ehf. kærir niðurstöðu Kópavogsbæjar í úboði, Ræstingarþjónusta í fimm grunnskólum Kópavogsbæjar

Frá lögfræðideild, dags. 1. apríl, lagður fram úrskurður kærunefndar útboðsmála í máli nr. 13/2018 þar sem kært var útboð á ræstingarþjónustu í fimm grunnskólum Kópavogs.
Lagt fram.

Gestir

 • Pálmi Þór Másson, bæjarlögmaður - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

11.1903952 - Staða framkvæmda á lóðum í Tóna- og Turnahvarfi

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 1. apríl, lagt fram svar við fyrirspurn um stöðu framkvæmda á úthlutuðum lóðum í Tóna- og Turnahvarfi.
Lagt fram.

Bæjarráð óskar eftir að aflað verði upplýsinga um framkvæmdaáætlanir vegna þeirra lóða sem framkvæmdir eru ekki hafnar við.

Gestir

 • Pálmi Þór Másson, bæjarlögmaður - mæting: 08:45
 • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:45

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

12.1709735 - Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2018

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 1. apríl, lagt fram erindi um framlengingu á sértækum aðgerðum í starfsmannamálum leikskóla og frístundar grunnskóla sem fólu í sér tímabundna hækkun greiðslna til tiltekinna ófaglærðra starfsmanna.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu frá sviðsstjóra menntasviðs um framlengingu á sértækum aðgerðum í starfsmannamálum leikskóla og frístundar grunnskóla.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

13.1902667 - Auðbrekka, Nesvör og Skeljabrekka - gatnagerð og lagnir

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 2. apríl, lagðar fram niðurstöður útboðs í gatnagerð og lagnir í Auðbrekku, Skeljabrekku og Nesvör. Lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Óskatak ehf./Jarðbrú ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við Óskatak ehf./Jarðbrú ehf. um verkið "Gatnagerð og lagnir í Auðbrekku, Skeljabrekku og Nesvör".

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

14.1901363 - Grassláttur 2019.

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 2. apríl, lagðar fram niðurstöður útboðs í grasslátt í Kópavogi 2019-2021. Lagt er til að leitað verði samninga við lægstbjóðanda innan hvers svæðis fyrir sig; Hreinir garðar ehf. fyrir A og B hluta og Garðlist ehf. fyrir C hluta.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga um garðslátt í Kópavogi fyrir árin 2019-2021 við Hreina garða ehf. um A og B hluta og Garðlist ehf. um C hluta útboðs.

Ýmis erindi

15.1902430 - Borgarholtsbraut 19, bílastæði.

Frá stjórn Borgarholtsbrautar 19 ehf., dags. 29. mars, lagt fram erindi um aðkomu bæjarins að fjölgun bílastæða við Borgarholtsbraut 19.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

Ýmis erindi

16.1903960 - Frá EFS. Almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga. Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019

Frá EFS, dags. 18. mars, lagt fram erindi í tilefni af almennu eftirliti með fjármálum sveitarfélaga þar sem óskað verður eftir yfirliti um stöðu einstakra verkefna í árslok 2019.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

Ýmis erindi

17.19031060 - Styrktarsjóður EBÍ 2019. Boð um að senda inn umsókn

Frá EBÍ, dags. 25. mars, lagt fram erindi um styrktarsjóð EBÍ þar sem vakin er athygli á að frestur aðildarsveitarfélaga til að skila inn umsókn til sjóðsins sé til loka aprílmánaðar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritar til úrvinnslu.

Ýmis erindi

18.19031114 - Styrkbeiðni vegna útgáfu á lögum Jónasar Ingimundarsonar

Frá Gunnari Guðbjörnssyni, dags. 27. mars, lagt fram erindi um styrk til upptöku og útgáfu á söng- og kórlögum eftir Jónas Ingimundarson í tilefni af 75 ára afmælis hans.
Bæjarráð vísar erindinu til lista- og menningarráðs til úrvinnslu.

Ýmis erindi

19.19031079 - Styrkbeiðni vegna þátttöku í Ólympíuleikum í eðlisfræði

Frá Bjarka Baldurssyni, dags. 27. mars, lögð fram beiðni um styrk vegna Ólympíuleika í eðlisfræði sem fara fram dagana 7-15. júlí í Ísrael.
Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 09:35.