Bæjarráð

2954. fundur 11. apríl 2019 kl. 08:15 - 09:55 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Hjördís Ýr Johnson var fjarverandi og sat Ármann Kr. Ólafsson fundinn í hennar stað.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1903172 - Fyrirspurn frá fulltrúa Pírata varðandi uppfærslu á opnu bókhaldi Kópavogs

Frá fjármálastjóra, dags. 9. apríl, lagt fram svar við fyrirspurn um uppfærslu á opnu bókhaldi bæjarins sem barst á fundi bæjarráðs þann 7. mars sl.
Lagt fram.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir þakkar svarið.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1903178 - Fyrirspurn frá fulltrúa Pírata varðandi áskriftir Kópavogsbæjar að miðlum

Frá fjármálastjóra, dags. 9. apríl, lagt fram svar við fyrirspurn varðandi áskriftir bæjarins að miðlum.
Lagt fram.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir þakkar svarið.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.18051043 - Langabrekka 5, kæra vegna synjun á leyfi til að stækka bílskúr.

Frá lögfræðideild, dags. 5. apríl, lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 17/2018 þar sem kærð var ákvörðun byggingarfulltrúa um að hafna umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við bílskúr að Löngubrekku 5.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.18051136 - Kársneshöfn, Bakkabraut 1-23, Nesvör 1 og Vesturvör 29, 31 og 33. Kæra.

Frá lögfræðideild, dags. 5. apríl, lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 26/2018 þar sem kærð var ákvörðun bæjarstjórnar um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar vegna Bakkabrautar 1-23, Nesvarar 1 og Vesturvarar 29, 31 og 33.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1904340 - Skálaheiði 2, Digranes íþróttahús. Nemendafélag MK. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna skóladansleiks

Frá lögfræðideild, dags. 8. apríl, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 4. apríl, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi, kt. 470576-2199, um tækifærisleyfi til að mega halda skóladansleik fimmtudaginn 11. apríl 2019, frá klukkan 22:00 til kl. 02:00, í Digranesi íþróttahúsi, að Skálaheiði 2, 200 Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/20017 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1810582 - Gerðarsafn leggur fram drög að verklagsreglum um greiðslur til listamanna fyrir sýningarstörf til samþykktar

Frá forstöðumanni menningarmála, dags. 8. mars, lögð fram drög að verklagsreglum um þóknun til listamanna vegna sýningarhalds í Gerðarsafni. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 28. mars sl.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti samkomulag við SÍM um verklagsreglur um þóknun til listamanna.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1904451 - Silfursmári, gatnagerð og lagnir.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 8. apríl, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar til að bjóða út verkið "Silfursmári, gatnagerð og lagnir".
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita umbeðna heimild.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.1512057 - Samgöngustefna Kópavogsbæjar

Frá skipulagsstjóra, dags. 9. apríl, lagt fram erindi um mótun samgöngustefnu fyrir Kópavog þar sem lagt er til að tilnefndir verði fulltrúar í vinnuhóp til að leggja lokahönd á þá vinnu sem þegar hefur farið fram.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að skipa Birki Jón Jónsson, Hjördísi Ýr Johnson og Theódóru Þorsteinsdóttur í vinnuhóp um mótun samgöngustefnu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.1903683 - Gullsmári 9. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 27. mars, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Félags eldri borgara í Kópavogi um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 228.900,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.1903099 - Hlíðarsmári 14. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 27. mars, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 484.500,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

11.1903222 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 27. mars, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Rauða krossins um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 399.750,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

12.1903276 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 27. mars, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Soroptimistasambands Íslands um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 120.600,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

13.1902076 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 27. mars, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Skátafélagsins Ægisbúar um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 59.070,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

14.1902636 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 27. mars, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Ás styrktarfélags um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 6.333.750,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

15.1902500 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 27. mars, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Leikfélags Kópavogs um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 811.500,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

Ýmis erindi

16.1904346 - Ársskýrsla og ársreikningur 2018 Heilbrigðisnefnar Hafnarfjarðar og Kópavogs

Frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, lögð fram ársskýrsla og ársreikningur vegna ársins 2018.
Bæjarráð vísar erindinu til fjármálastjóra til úrvinnslu.

Ýmis erindi

17.1904362 - Frumvarp til laga um dýrasjúkdóma ofl. 766. mál

Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 4. apríl, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

18.1904424 - Umsókn um stofnframlag vegna kaupa á íbúðum 2019

Frá Brynju hússjóði ÖBÍ, dags. 4. apríl, lögð fram umsókn um stofnframlag vegna kaupa á 20 íbúðum í Kópavogi.
Bæjarráð vísar erindinu til fjármálastjóra til umsagnar.

Ýmis erindi

19.1904442 - Styrkbeiðni frá Plokk á Íslandi vegna Stóra Plokk dagsins 28. apríl 2019

Frá Plokk á Íslandi, lagt fram erindi vegna stóra Plokkdagsins sem verður haldinn þann 28. apríl nk. þar sem óskað er eftir stuðningi bæjarins við verkefnið.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita 150.000 kr. styrk í verkefnið.

Ýmis erindi

20.1904361 - Foreldraráð leikskólans Rjúpnahæð óskar eftir lausn á bílastæðavanda

Frá foreldraráði Rjúpnahæðar, dags. 14. mars, lagt fram erindi um bílastæðavanda við leikskólann þar sem úrbóta er krafist.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

Ýmis erindi

21.1904482 - SOS Barnaþorpin óska eftir húsnæði til afnota fyrir Sólblómahátíð

Frá SOS Barnaþorpum, lagt fram erindi um afnot af Salnum fyrir Sólblómahátíð sem verður haldin þann 29. maí nk.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til að standa undir leigu á Salnum.

Fundargerðir nefnda

22.1903023F - Barnaverndarnefnd - 92. fundur frá 02.04.2019

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

23.1904476 - Fundargerð 18. eigendafundar Strætó bs. frá 08.04.2019

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

24.1903012F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 68. fundur frá 21.03.2019

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

25.1904005F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 69. fundur frá 02.04.2019

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

26.1903025F - Menntaráð - 41. fundur frá 02.04.2019

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

27.1903019F - Skipulagsráð - 49. fundur frá 08.04.2019

Fundargerð í 13. liðum.
Lagt fram.
  • 27.3 1903480 Austurkór 72. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Austurkórs 72 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi þannig að einbýlishús verði tvíbýli. Á efri hæð væri 116,1 m2 íbúð og á neðri hæð 112 m2, 19,2 m2 bílgeymsla yrði sameign og bílastæðum fjölgað úr þremur í fjögur. Á fundi skipulagsráðs 18. mars 2019 var afgreiðslu málsins frestað. Þá lagt fram minnisblað skipulags- og byggingardeildar dags. 2. apríl 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 49 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 27.4 1901823 Álfatún 2, leikskóli. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Landmótunar sf., teiknistofu landslagsarkitekta fh. Kópavogsbæjar að breyttu deiliskipulagi Álfatúns 2, leikskóla. Í breytingunni felst stækkun lóðar leikskólans til austurs um 760 m2 þannig að heildarstærð lóðarinnar eftir stækkun verði 2.620 m2. Við þetta myndi útisvæðið stækka verulega og hægt yrði að ná fram tiltölulega flatlendu svæði sem nýtist leikskólabörnunum vel. Tillagan gerir jafnframt ráð fyrir að umferðaröryggi verði aukið með því að gera gangbrautir yfir Kjarrhólma og Vallhólma og bæta þar lýsingu. Komið verði á einstefnuakstri inni á bílastæðum leikskólans. Bílastæðum á bæjarlandi við Kjarrhólma verði fjölgað um 3. Bætt verði aðgengi leikskólabarna að Fossvogsdal með hliði og stígtengingu að austanverðu. Gönguleið verði breikkuð og bætt frá Kjarrhólma. Þá er gert ráð fyrir að gerður verði áningar- og útsýnisstaður í brekkunni, austan leikskólalóðarinnar. Greinargerð Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra dags. 28. janúar 2019 og uppdráttur í 1:500 dags. 25. janúar 2019.
    Á fundi skipulagsráðs 4. febrúar 2019 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfatúns 1-5, Grænatúns 20, 22 og 24 og Kjarrhólma 2, 4 og 6. Kynningartíma lauk 25. mars 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 1. apríl 2019.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 49 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

    Pétur Hrafn Sigurðsson, Karen Halldórsdóttir og Sigurbjörg Erla Segilsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
    "Mikilvægt er að gæta þess að framkvæmdir skerði ekki vinsæla sleðabrekku sem liggur efst við Kjarrhólma og niður í Fossvogsdalinn.
    Pétur Hrafn Sigurðsson, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Karen Halldórsdóttir"
  • 27.7 1811693 Hlíðarvegur 31. Kynning á byggingarleyfi.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar byggingafræðings dags. 22. október 2018 fh. lóðarhafa Hlíðarvegar 31 þar sem óskað er eftir að skipta upp lóðinni og koma fyrir nýju einbýlishúsi á nýrri lóð. Ný lóð, Hlíðarvegur 31a, verður 450 m2 og nýbyggingin 128 m2 timburhús án bílgeymslu. Gert er ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóð. Á fundi skipulagsráðs 7. janúar 2019 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegs 28, 29, 30, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 37, 38, 39, 40 og 72, lóðarhöfum Hrauntungu 48, 50 og 52 og Grænutungu 8. Athugasemdafresti lauk 8. mars 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 18. mars 2019 var afgreiðslu frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 4. apríl 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 49 Skipulagsráð hafnar tillögunni. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 27.9 1902259 Digranesheiði 23. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Þorgeirs Jónssonar arkitekts, ódagssett, fh. lóðarhafa Digranesheiðar 23 þar sem óskað er eftir að breyta einbýlishúsi, byggðu 1967, í tvær eignir. Á neðri hæð hússins verður 93,5 m2 íbúð ásamt 49,9 m2 innbyggðum bílskúr og 6,9 m2 sameign. Á efri hæð hússins verður 158,2 m2 íbúð ásamt 53,6 m2 svölum. Á fundi skipulagsráðs 18. febrúar 2019 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Digranesheiðar 12, 14, 16, 19, 21, 25, 27 og Lyngheiðar 1-2. Kynningartíma lauk 28. mars 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 49 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 27.10 1902044 Austurgerði 7. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Helga Ólafssonar byggingarverkfræðings, dags. 10. janúar 2019, fh. lóðarhafa að Austurgerði 7 þar sem óskað er eftir að reisa áfasta 46,7 m2 bílgeymslu við húsið. Byggingarmagn á lóðinni eykst í 178,9 m2 við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,17 í 0,23.
    Fyrir liggur samþykki aðliggjandi lóðarhafa þar sem viðbyggingin liggur að lóðarmörkum Austurgerðis 9 og Kársnesbrautar 45 og 47. Á fundi skipulagsráðs 18. febrúar 2019 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurgerðis 5, 9, Kársnesbrautar 45, 47 og 49. Kynningartíma lauk 1. apríl 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 49 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 27.11 1902720 Kársnesbraut 123. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Helga Indriðasonar arkitekts, dags. 23. janúar 2019, fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að reisa stakstæða 48 m2 bílgeymslu á vesturhluta lóðarinnar. Á fundi skipulagsráðs 15. október 2018 var samþykkt að unnin yrði tillaga í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 121, 125 og Holtagerðis 70. Kynningartíma lauk 8. apríl 2019. Ábendingar bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 49 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Fundargerðir nefnda

28.1903021F - Ungmennaráð - 10. fundur frá 08.04.2019

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

29.1904003F - Velferðarráð - 44. fundur frá 08.04.2019

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

30.1904486 - Tillaga bæjarfulltrúa um rafíþróttir og eflingu þeirra

Frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, tillaga um að Kópavogsbær samþykki að taka upp viðræður við íþróttafélögin í Kópavogi um það hvernig efla megi rafíþróttir innan félaganna m.a. með því að koma á sérhæfðum rafíþróttadeildum innan þeirra.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum og vísar henni til úrvinnslu menntasviðs og íþróttaráðs.

Theódóra Þorsteinsdóttir óskaði fært til bókar að hún teldi mikilvægt að fram fari greining á kostum og göllum þess að koma á sérhæfðum rafíþróttadeildum innan íþróttafélaga í Kópavogi.
Með vísan til 28. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogs er tillaga um að aukafundur verði í bæjarráði miðvikudaginn 17. apríl kl. 8:15.

Fundi slitið - kl. 09:55.