Bæjarráð

2955. fundur 17. apríl 2019 kl. 08:15 - 10:40 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal varamaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Hjördís Ýr Johnson var fjarverandi og sat Ármann Kr. Ólafsson fundinn í hennar stað.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1811660 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2018

Frá fjármálastjóra, lagðir fram ársreikningar Kópavogsbæjar og stofnana bæjarins fyrir árið 2018.
Bæjarráð samþykkir framlagða ársreikninga með fimm atkvæðum og vísar afgreiðslu ársreikninga til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1810762 - Brekkuhvarf 1a og 1b. Breytt deiliskipulag.

Frá lögfræðideild, dags. 11. apríl, lagt fram erindi um niðurstöður funda með lóðarhöfum Brekkuhvarfs 1-5 varðandi framtíðaráform þeirra um lóðirnar, sem bæjarráð fól skipulagsstjóra að hafa milligöngu um.
Lagt fram.

Theódóra Þorsteinsdóttir lagði til að vísa erindinu til skipulagsráðs að nýju.

Bæjarráð vísar tillögu um breytt deiliskipulag til skipulagsráðs til úrvinnslu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1805998 - Kópavogsvöllur, gervigras.

Frá verkefnastjóra á umhverfissviði, dags. 15. apríl, lagt fram minnisblað um stöðu framkvæmda á Kópavogsvelli.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1811140 - Neyðartenging vatnsveitu

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 15. apríl, lagt fram erindi um að að koma á fót neyðartengingu á milli vatnsveitukerfis Kópavogs annars vegar og Veitna ohf. hins vegar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu um neyðartengingu milli vatnsveitu Kópavogs og Veitna ohf.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1903683 - Gullsmári 9. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 27. mars, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Félags eldri borgara í Kópavogi um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 228.900,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 228.900,-.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1903099 - Hlíðarsmári 14. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 27. mars, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 484.500,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 484.500,-.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1903222 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 27. mars, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Rauða krossins um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 399.750,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 399.750,-.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.1903276 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 27. mars, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Soroptimistasambands Íslands um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 120.600,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 120.600,-.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.1902076 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 27. mars, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Skátafélagsins Ægisbúar um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 59.070,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 59.070,-.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.1902636 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 27. mars, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Ás styrktarfélags um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 6.333.750,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 6.333.750,-.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

11.1902500 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 27. mars, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Leikfélags Kópavogs um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 811.500,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 811.500,-.

Ýmis erindi

12.1904445 - Ársreikningur Sorpu bs. 2019

Frá Sorpu, lagður fram ársreikningur fyrir árið 2018.
Lagt fram.

Ýmis erindi

13.1904587 - Ársskýrsla Rauða krossins Reykjavík 2018 og þakkarbréf

Frá Rauða krossinum í Reykjavík, lögð fram ársskýrsla félagsins fyrir árið 2018.
Lagt fram.

Ýmis erindi

14.1904588 - Fannborg 4. Fyrirspurn til bæjarstjórnar um landnotkun

Frá Árkór ehf., lóðarhafa Fannborgar 4, dags. 9. apríl, lögð fram fyrirspurn um landnotkun lóðar vegna fyrirhugaðrar útleigu eignarinnar.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfis- og velferðarsviðs til umsagnar.

Ýmis erindi

15.1904580 - Beiðni um styrk vegna þátttöku í alþjóðlegri ráðstefnu um loftslagsbreytingar

Frá Snælandsskóla, dags. 5. apríl, lögð fram beiðni um styrk vegna þátttöku í alþjóðlegri ráðstefnu ungmenna um loflagsbreytingar sem haldin verður í Finnlandi 29. maí - 5. júní nk.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til umsagnar.

Ýmis erindi

16.1904657 - Ósk um viðræður vegna lóðar undir stúdentaíbúðir í Kópavogi

Frá Byggingarfélagi námsmanna, dags. 10. apríl, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir viðræðum um lóð undir stúdentaíbúðir í bæjarfélaginu.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

Ýmis erindi

17.1701668 - Stefnumótun Kópavogsbæjar

Frá World Council of City Data, dags. 8. apríl, lagt fram erindi um afhendingu á viðukenningu fyrir vottun um að Kópavogsbær uppfylli lífskjara- og þjónustustaðal WCCD.
Lagt fram.

Ýmis erindi

18.1904630 - Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, 792, 791, 782. mál

Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 12. apríl, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (stjórnvarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Ýmis erindi

19.1904627 - Frumvarp til umsagnar til laga um mat á umhverfisáhrifum, 775. mál

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 12. apríl, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Ýmis erindi

20.1904610 - Frumvarp til laga um lýðskóla, 798. mál

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 12. apríl, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um lýðskóla (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Ýmis erindi

21.1904614 - Frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, 784. mál

Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 12. apríl, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Ýmis erindi

22.1904631 - Frumvarp til laga um Þjóðgarðsstofnun og þjóðgarða, 778. mál

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 12. apríl, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Ýmis erindi

23.1904579 - Tillaga til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á IV. viðauka, 777. mál

Frá utanríkismálanefnd Alþingis, dags. 11. apríl, lögð fram til umsagnar þingsályktunartillaga um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka við EES-samninginn - þriðji orkupakkinn (stjórnartillaga).
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Ýmis erindi

24.18051053 - Þátttaka sveitarfélaga í aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Frá afmælisnefnd 100 ára afmælis fullveldis Íslands, dags. 9. apríl, lögð fram skýrsla afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

25.1904586 - Fundargerð 469. fundar stjórnar SSH frá 08.04.2019

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

26.1901005F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 114. fundur frá 08.04.2019

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

27.1903001F - Lista- og menningarráð - 100. fundur frá 11.04.2019

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

28.1903022F - Leikskólanefnd - 106. fundur frá 11.04.2019

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

29.1904653 - Fundargerð 374. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 09.04.2019

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

30.1701668 - Stefnumótun Kópavogsbæjar

Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa BF Viðreisnar þar sem óskað er upplýsinga um framvindu stefnumótunar og niðurstöðu mælinga úr lífskjara- og þjónustustaðli WCCD sem Kópavogsbær er búinn að fá vottun um í samræmi við framlagt erindi.
Bæjarráð vísar fyrirspurninni til bæjarritara.

Fundi slitið - kl. 10:40.