Bæjarráð

2956. fundur 02. maí 2019 kl. 08:15 - 10:33 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
 • Birkir Jón Jónsson formaður
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
 • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
 • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1903381 - Funaholt nr. 8 og nr. 9. Innlausn.

Frá bæjarlögmanni, í tilefni af erindi JSG lögmannsstofu dags. 6. mars, mun bæjarlögmaður fara yfir tillögu að lausn málsins í samræmi við erindi bréfritara.
Hlé var gert á fundi kl. 8:30. Fundi var fram haldið kl. 8:38

Fulltrúar minnihluta Samfylkingar, BF-Viðreisnar og Pírata óskuðu eftir frestun á afgreiðslu málsins til næsta fundar og var það samþykkt einróma.

Gestir

 • Pálmi Þór Másson, bæjarlögmaður - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1904874 - Dalsmári 5. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 24. apríl, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 24. apríl, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kópavogsbæjar, kt. 700169-3459, um tímabundið áfengisleyfi vegna árshátíðar sem verður haldin þann 11. maí frá kl. 19:00-02:00, í íþróttahúsinu Smáranum, Dalsmára 5, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.19031160 - Hæðasmári 6. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um endurnýjun rekstrarleyfis

Frá lögfræðideild, dags. 29. apríl, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 29. mars, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Gló veitinga ehf., kt. 700608-0500, um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Hæðasmára 6, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1904485 - Versalir 3, Íþróttahúsið Versölum. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna konukvölds

Frá lögfræðideild, dags. 17. apríl, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 6. apríl, þar sem óskað er umsagnar um umsókn íþróttafélagsins Gerplu, kt. 700672-0429, um tímabundið áfengisleyfi vegna konukvölds Gerpu sem verður haldið þann 4. maí frá kl. 18:00-03:00, í íþróttamiðstöðinni Versölum, að Versölum 3, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1904808 - Vesturvör 26-28. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 23. apríl, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Vesturvarar 26-28, Leigugarða hf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita heimild til veðsetningar á lóðinni Vesturvör 26-28 með tryggingarbréfi að fjárhæð 1.500.000.000.- kr.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1902670 - Alþjóðlegt frisbígolfmót 21.-23. júní 2019. Styrkumsókn

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 29. apríl, lögð fram umsögn um umsókn Frisbígolfklúbbs Kópavogs um styrk til leigu á Guðmundarlundi í tilefni af alþjóðlegu frisbígolfmóti sem verður haldið dagana 21-23. júní.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Frisbígolfklúbbi Kópavogs 250.000 kr. styrk til leigu á Guðmundarlundi vegna mótsins enda rúmast styrkveitingin innan fjárheimilda menntasviðs.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1902641 - Lausar kennslustofur, útboð 2019.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 29. apríl, lagðar fram niðurstöður tilboða í lausar kennslustofur við Smáraskóla, Kópavogsskóla og Salaskóla. Lagt er til að leitað verði samninga við Eðalbyggingar ehf. um byggingu á fimm skólastofum.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að leitað verði samninga við Eðalbyggingar ehf. um byggingu á fimm skólastofum við Smáraskóla, Kópavogsskóla og Salaskóla. Theódóra Þorsteinsdóttir greiddi ekki atkvæði.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.1904793 - Malbiksyfirlagnir 2019

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 23. apríl, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar til að bjóða út malbiksyfirlagnir og malbikskaup vegna ársins 2019.
Bæjarráð samþykkir að veita umbeðna heimild með fjórum atkvæðum. Theódóra Þorsteinsdóttir greiddi ekki atkvæði.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.18031274 - Sala- Smára- og Hörðuvallaskóli, myndavélakerfi. myndavélar

Frá persónuverndarfulltrúa, dags. 246. apríl, lagt fram minnisblað um fyrirhugaða uppsetningu öryggismyndavéla í grunnskólum Kópavogsbæjar sem óskað var eftir af bæjarráði.
Lagt fram.

Hlé var gert á fundi kl. 9:42. Fundi var fram haldið kl. 10:06.

Fulltrúar Samfylkingar, BF-Viðreisnar og Pírata lögðu fram eftirfarandi tillögu:
"Rafræn vöktun með eftirlitsmyndavélum verður að fara fram í yfirlýstum, skýrum og málefnalegum tilgangi, svo sem í þágu öryggis- og eignavörslu. Réttur barna til friðhelgi einkalífs er tryggður í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, stjórnarskránni og persónuverndarlögum og því er mjög mikilvægt að öll skilyrði laga séu uppfyllt við afgreiðslu málsins. Lagt er til að málinu verði vísað til bæjarstjóra. Séð verði til þess að öll skilyrði persónuverndarlaga séu uppfyllt áður en frekari myndavélavæðing á sér stað í grunnskólum bæjarins.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir"

Bæjarráð samþykkti tillöguna með þremur atkvæðum þeirra Theódóru Þorsteinsdóttur, Pétri Hrafns Sigurðssonar og Hjördísar Johnson. Birkir Jón Jónsson og Karen Halldórsdóttir greiddu ekki atkvæði.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.1701668 - Stefnumótun Kópavogsbæjar

Frá verkefnastjóra stefnumótunar og bæjarritara, dags. 30. apríl, lagt fram minnisblað um samtantekt OECD í kjölfar heimsóknar til Kópavogsbæjar.
Lagt fram.

Ýmis erindi

11.1904746 - Beiðni um styrk vegna heimsmeistaramóts í dansi

Frá keppnishópi í dansi frá Dansskóla Birnu Björns., dags. 17. apríl, lögð fram umsókn um styrk vegna þátttöku í heimsmeistarakeppni í dansi sem fer fram í Portúgal.
Bæjarráð vísar erindinu til íþróttaráðs til afgreiðslu.

Ýmis erindi

12.1904700 - Frumvarp til alga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 801.mál

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 11. apríl, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

13.1904962 - Niðurstöður athugunar á framkvæmd fjárhagsáætlunar sveitarfélaga 2018

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 23. apríl, lagðar fram niðurstöður athugunar á framkvæmd fjárhagsáætlunar sveitarfélaga 2018.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.1902019F - Barnaverndarnefnd - 91. fundur frá 27.02.2019

Fundargerð í 9. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.1904990 - Fundargerð 245. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 29.apríl 2019

Fundargerð í 33. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.1904001F - Skipulagsráð - 50. fundur frá 29.04.2019

Fundargerð í 22. liðum.
Lagt fram.
 • 16.4 1904536 Kársnesskóli, Skólagerði 8. Deiliskipulagslýsing.
  Lögð fram, með tilvísan í 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga Batterísins - arkitekta að deiliskipulagslýsingu fyrir nýbyggingu Kársnesskóla við Skólagerðis. Fyrirhugað deiliskipulagssvæði afmarkast af húsagötunni Skólagerði og lóðarmörkum Skólagerðis 6 til suðurs, lóðarmörkum Skólagerðis 10 og Holtagerði 33 til vesturs, húsagötunni Holtagerði til norðurs og lóðarmörkum Holtagerðis 15, Hófgerðis 12, 14, 16 til austurs. Áætlað er að fyrirhuguð nýbygging verði um 6.000 m2 að flatarmáli og að meginbyggingin verði á tveimur hæðum en þrjár hæðir að hluta. Í skólabyggingunni verður samrekinn leik- og grunnskóli ásamt frístund fyrir um 400 nemendur. Miðað er við að aðkoma verði frá Skólagerði og Holtagerði. Niðurstaða Skipulagsráð - 50 Skipulagsráð samþykkir framlagða deiliskipulagslýsingu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 16.6 1902262 Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Breytt deiliskipulag.
  Á fundi skipulagsráðs 4. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn Basalt arkitekta fh. lóðarhafa um breytt deiliskipulag á svæðum A05 og A06 í Smáranum vestan Reykjanesbrautar. Í breytingunni felst sameining tveggja lóða á svæðinu og endurskoðun byggingarreita. Greinargerð, uppdrættir og skýringarmyndir í mælikvarða 1:1000 dags. í febrúar 2019.

  Skipulagsráð samþykkti að unnin verði tillaga að breyttu deiliskipulagi á svæðum A05 og A06 á umræddu svæði í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. ofangreint. Tillagan verði lögð fyrir skipulagsráð til afgreiðslu.

  Lögð fram tillaga Basalt-arkitekta að breyttu deilisskipulagi á svæðum A05 og A06 í Smáranum vestan Reykjanesbrautar. Deiliskipulagsuppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt, skipulagsskilmálum og greinargerð dag. 26. apríl 2019.
  Hrólfur Karl Cela frá Basalt arkitektum gerir grein fyrir tillögunni.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 50 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi reita A05 og A06 í Smáranum vestan Reykjanesbrautar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 16.7 1901024 Traðarreitir. Reitur B29. Breytt aðalskipulag. Skipulagslýsing.
  Lögð fram,með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga skipulags- og byggingardeildar að skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2010-2024 reit 29 í rammahluta aðalskipulagsins fyrir Digranes. Nánar tiltekið afmarkast fyrirhugað skipulagssvæði að Digranesvegi í suður, Skólatröð í vestur, Hávegi í norður og Skólatröð í austur. Umrætt svæði er um 7.800 m2 að flatarmáli og þar eru nú 8 stakstæð einbýlishús á einni til tveimur hæðum. Húsin er mörg hver steinsteypt en einnig byggð úr holsteini, vikursteini og timbri flest byggð á árunum 1952 til 1955. Ástand þessara húsa er misgott, yfirbragð þeirra af ýmsum toga og varðveislugildi þeirra er talið litið. Í framlagðri skipulagslýsingu er tagt til að núvernadi byggð verði rifin og í hennar stað verði byggð fjölbýlishús með allt að 180 íbúðum. Húsin verði á 2-4 hæðum auk kjallara og inndreginnar þakhæðar. Áætlað byggingarmagn ofanjarðar er um 16.600 m2 að samanlögðum gólffleti og nýtingarhlutfall um 2,2. Er lýsingin dags. 24. apríl 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 50 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða skipulagslýsingu enda verði gert ráð fyrir möguleika á atvinnustarfsemi á jarðhæð við Álftröð. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 16.9 1901510 Tónahvarf 5. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi KRark arkitekta dags. 16. janúar 2019 fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Tónahvarfs 5.
  Í breytingunni felst að auka byggingarmagn á lóðinni úr 3.349 m2 í 5.407 m2. Byggingarreitur kjallara stækkar til suðvesturs um 9,7 metra og um 1.5 metra til suðausturs og norðvesturs. Hámarks þak,- og vegghæð lækkar og verður 14 metrar. Fjöldi bílastæða breytist og er gert ráð fyrir einu stæði á hverja 35 m2 skrifstofu,- og verslunarhúsnæðis, einu stæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis og einu stæði á hverja 150 m2 atvinnuhúsnæðis nýttu sem geymslur. Bílastæðum fjölgar og verða 97 stæði á lóð eftir breytingu. Á fundi skipulagsráðs 21. janúar 2019 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Tónahvarfs 2-12 og Víkurhvarfs 1, 3, 5 og 7. Kynningartíma lauk 15. apríl 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 50 Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 16.10 1901909 Auðnukór 8. Breytt deiliskipulag.
  Á fundi skipulagsráðs 8. apríl var lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Ívars Haukssonar fh. lóðarhafa Auðnukórs 8 að breyttu deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst hækkun á hluta hússins, þannig að hámarkshæð þess fari upp í 7,0 metra. Leyfileg hámarkshæð hússins er 6,3 til 7,5 metrar eftir staðsetningu innan byggingarreits. Við breytinguna mun 20m2 hluti af þaki hússins ná upp fyrir ytri byggingarreit um 0,7 metra að hámarki. Á fundi skipulagsráðs 4. febrúar 2019 var samþykkt með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Auðnukórs 4-10 og Arakórs 3, 5 og 7. Kynningartíma lauk 2. apríl 2019. Ábendingar og athugasemdir bárust.
  Skipulagsráð frestaði afgreiðslu málsins og vísaði því til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.
  Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar, dags. 26. apríl 2019.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 50 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 16.13 1904537 Heimsendi 9. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga Sveins Ívarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa Heimsenda 9. Í tillögunni felst 8 m2 stækkun til norðurs á núverandi húsi sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 dags. í apríl 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 50 Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • 16.15 1811312 Hrauntunga 16. Kynning á byggingarleyfi.
  Lagt fram fram að nýju að lokinni kynningu erindi Aðalsteins V Júlíussonar tæknifræðings fh. lóðarhafa Hrauntungu 16 þar sem óskað er eftir að fá skráningu á einbýli breytt í tvíbýli. Í breytingunni felst að íbúðum á lóðinni er fjölgað úr einni í tvær svoleiðis að ein íbúð sé á hvorri hæð hússins. Íbúð á efri hæð verður 131 m2 og íbúð á neðri hæð verður 142,3 m2 og þrjú bílastæði á lóð. Á fundi skipulagsráðs 19. nóvember 2019 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Hrauntungu 6, 8, 10, 12, 14 og 18. Kynningartíma lauk 22. mars 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 8. apríl 2019 var afgreiðslu málsins frestað. Niðurstaða Skipulagsráð - 50 Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

17.1904699 - Fundargerð 870. fundar stjórnar Samands íslenskra sveitarfélaga frá 11. apríl 2019

Fundargerð í 24. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.1904859 - Fundargerð 406. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 12.04.2019

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.1904772 - Fundargerð 302. fundar stjórnar Strætó bs. frá 12.04.2019

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:33.